Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINS og flestum ætti að vera ljóst byggjast bætt lífskjör á hag- ræðingu í atvinnulífinu, en hún á sér stað með tvennum hætti:  Hagræðing einstakra fyrirtækja.  Endurnýjun, þegar hagkvæmari fyrirtæki ryðja þeim óhagkvæm- ari til hliðar. Samkvæmt almennri umræðu í viðskiptalífinu mætti skilja að sá þáttur hagræðingar sem á sér stað vegna endurnýjunar skipti harla litlu máli, en svo er ekki raunin. Rannsóknir OECD (www.oecd.org) sýna að endurnýjun (firm dyna- mics) er ástæða 33%–90% af hag- ræðingu vissra atvinnugreina í Hol- landi og Bretlandi og rannsóknir í þjónustugreinum í Bandaríkjunum sýna að svo til öll hagræðing á sér stað vegna endurnýjunar. Svipaða sögu er einnig af segja frá Suður- Kóreu og Frakklandi. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa einnig sýnt fram á mikla aukn- ingu hagræðingar við afnám hindr- ana við endurnýjun. Hagræðing er heldur ekki eini kostur endurnýjunar. Rannsóknir OECD hafa einnig sýnt að ný fyr- irtæki eru líklegri til að ráða hæf- ara starfsfólk og að borga hærri laun, ásamt því að þau auka þrýst- ing á eldri fyrirtæki til að hagræða. Stjórnvöld sem vilja bæta lífskjör ættu því að afnema hindranir við endurnýjun í atvinnulífinu. Núver- andi stjórnvöld virðast þó ekki ætla að gera meira í því og er fyrir- greiðsla þeirra við fyrirtæki í rekstri besta sönnunin. Ríkis- ábyrgð á lánum, ókeypis fiskveiði- kvóti og ókeypis framleiðslukvóti í landbúnaði standa nýliðum ekki til boða. Þau gefa núverandi fyrir- tækjum forskot og setja þannir skorður við endurnýjun. Það mun svo leiða til minni hagræðingar og lægri lífskjara. Enda er það svo að íslenskur landbúnaður er sá mest styrkti í heimi og alvarleg hnign- unarmerki er að sjá í útgerð (lækk- andi menntunarstig starfsmanna, lágt markaðsverð fyrirtækja og lít- ill hagnaður) Með því að innleiða markaðshag- kerfi í landbúnaði og taka upp fyrn- ingarleið við stjórnun fiskveiða mun óhagkvæmum fyrirtækjum verða rutt til hliðar af þeim hagkvæmari, enda spáir forsætisráðherra fjölda- gjaldþrotum við upptöku fyrning- arleiðar. Hann virðist því, eins og undirritaður, sannfærður um mikla hagræðingarmöguleika við afnám hindrana við endurnýjun. Stjórnarflokkarnir geta leyft sér að taka hagsmuni núverandi at- vinnurekenda fram yfir þjóðarhag þar sem vinstriflokkarnir hafa ekki verið trúverðugir valkostur þeirra sem vilja bætt lífskjör. Vonandi verður þó boðið upp á trúverðugan valkost í næstu kosningum fyrir þá sem trúa á frjálst markaðshagkerfi sem hefur gefist svo vel í öðrum löndum svo lífskjör á Íslandi geti orðið þau bestu í heimi. Endurnýjun atvinnugreina Eftir Guðmund Örn Jónsson „Stjórnvöld sem vilja bæta lífskjör ættu því að afnema hindranir við endurnýjun í atvinnulífinu.“ Höfundur er verkfræðingur með meistaragráðu í viðskiptafræði. STJÓRNARFORMAÐUR Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, hefur nú stigið á pall og vænt vísindamenn um það að fórna starfsheiðri sínum í póli- tískum tilgangi. Honum finnst bar- átta náttúruverndarsamtaka tor- tryggileg vegna þess að alþjóðleg náttúruverndarsamtök World Wildlife Fund taki þátt í að fjár- magna hana. Þar sem Jóhannes Geir gerir athugasemdir við heiður og heilindi annarra er vert að at- huga með hvaða hætti hans fyr- irtæki hagar sínum áróðursmálum. Landsvirkjun hefur nefnilega að undanförnu verið afar örlát á fé í styrki við ýmsa menningarstarf- semi. Í svari iðnaðarráðherra á Al- þingi við fyrirspurn frá mér kemur í ljós að á kjörtímabilinu hefur Landsvirjun eytt tæpum 210 millj- ónum króna í þessa þætti starf- semi sinnar. Vantar þó síðari hluta árs 2002 með í þann reikning. Þessir kostnaðarliðir hafa vaxið umtalsvert á undanförnum þremur árum. Stuðningur Landsvirkjunar við ýmis menningartengd verkefni var tæpar 5 milljónir króna árið 1998 en rúmar 30 milljónir árið 2001. Á yfirstandandi ári er talan komin í 30 milljónir um mitt ár, svo það má gera ráð fyrir að menningarframlög Landsvirkjunar í ár verði allt að 60 milljónir króna. Menningarstyrkir í áróðursskyni Hvaða hagsmunum þjónar þessi fjáraustur? Aftur vísa ég í svar iðnaðarráðherra við fyrirspurnum mínum. Landsvirkjun lítur á þetta sem hluta af meðvitaðri stefnu- breytingu sem sé beinlínis sprottin af harðri umræðu um virkjanir, stóriðju og umhverfismál. Ráð- herra heldur því fram í svarinu að menningarverkefnin þurfi að falla vel að markmiðum fyrirtækisins og segir beinum orðum að gald- urinn sé „að finna verkefni þar sem markmiðin falla saman og samstarfsaðilarnir styðja hver annan“. Stefnubreyting Lands- virkjunar í þessum málum varð snemma árs 2000, eftir að ljóst varð að ekki yrði af framkvæmd- um við Fljótsdalsvirkjun. Í fram- haldinu ákvað yfirstjórn Lands- virkjunar að nú skyldi viðhafa ný vinnubrögð við allan undirbúning virkjanaframkvæmda. Friðrik Sophusson greinir frá þessu í Morgunblaðinu 2. september 2000. Hin nýju vinnubrögð felast einna helst í því að Landsvirkjun hefur stóraukið alla kynningarstarfsemi fyrirtækisins, auk þess sem tekinn hefur verið upp sá siður að halda myndlistarsýningar og ýmsar uppákomur í stöðvarhúsum Lands- virkjunar. Allt verkefni sem hljóta að falla vel að markmiðum Lands- virkjunar Að kaupa sér velvild þjóðarinnar Nú er það í sjálfu sér göfugt markmið og sjálfsagt að styrkja menningu og listir af opinberu fé. En sá háttur sem á þessu er hafð- ur er hins vegar ógeðfelldur. Fyr- irtæki sem er að hálfu í eigu rík- isins og á í áróðursstríði vegna umdeildra virkjanaáforma er að reyna að kaupa sér velvild þjóð- arinnar með opinberu fé. Þess vegna er það kaldhæðnislegt að stjórnarformaður Landsvirkjunar, sem staðið hefur fyrir því að eyða yfir 200 milljónum af opinberu fé í áróður fyrir stóriðjustefnu, skuli nú rjúka upp til handa og fóta vegna þess að Náttúruverndar- samtökum Íslands hefur tekist að skrapa saman einni milljón fyrir kálfi um hálendið sem fylgdi Morgunblaðinu á sunnudaginn var og gera nokkrar sjónvarpsauglýs- ingar. Hafa verður í huga, þegar athafnir stjórnarformannsins eru skoðaðar, að í lögum um Lands- virkjun er tekið fram að raforku- sala til stóriðju þurfi að standa undir sér, að hún megi ekki valda hærra orkuverði til almenningsraf- veitna en ella hefði orðið. Er ekki orðið tímabært að fá upplýsingar um það úr hvaða sjóðum Lands- virkjun fjármagnar sinn ríkisrekna áróður? Eru þessir peningar kannski teknir út af rafmagns- reikningum hins almenna raforku- kaupanda? Ríkisstyrktur áróður Landsvirkjunar Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. „Er ekki orð- ið tímabært að fá upplýs- ingar um það úr hvaða sjóðum Lands- virkjun fjármagnar sinn ríkisrekna áróður?“ VIÐ teljum okkur vita vel hvernig við náum í upplýsingar. Við flettum þeim upp í símaskrá, á vefnum, í bók, við hlustum á kenn- ara eða tölum við næsta mann. Þessar augljósu leiðir ganga út frá því að manneskjan sé tiltölulega einföld og óumbreytanleg. Raun- veruleikinn er langt frá því. Fólk sem leitar að upplýsingum hefur þegar sýnt vilja til að læra og við lærdóminn breytast kröfurnar. Rannsóknir Daniels Kahnemans og Amos Tverskys, sem Kahnem- an hefur nú hlotið Nóbelsverðlaun fyrir, sýna að fólk tekur hreint ekki rökréttar ákvarðanir þegar það metur ávinning verka sinna. Það er tilbúið að veðja miklu til að missa ekki neitt, meiru heldur en til sambærilegs ávinnings. Það er íhaldssamt, kostar meiru til að við- halda óbreyttu ástandi heldur en til að undirbúa sig fyrir breyt- ingar. Fólk er vissara í sinni sök en það hefur efni á. Það einblínir á einstaka atburði fremur en að draga upp heildarmynd. Þetta leið- ir til þess að það tengir saman at- burði án þess að setja neitt rökrétt samhengi þar á milli. Þannig virðast margir hugsa um bókasöfnin sem staði þar sem upp- lýsingar streymi inn í fólk ef það bara kemur þar inn fyrir dyr og minnkar alla mótstöðu. Upplýsing- arnar streyma þá inn í einhvers konar ósmósa, eða síast inn í gegn- um húð nemendanna. Ég nefni nemendur hér, því um þetta leyti fer vinnustaður minn að fyllast af ungu fólki sem keppist við að helga sér sæti snemma morguns svo það geti lesið námsbækur sín- ar fram eftir degi. Stærstur hluti þessa unga fólks notar ekki bækur safnsins eða annan safnkost. Þau gætu allt eins verið hvar sem þau hafa skjól fyrir vatni og vindum, sæti til að sitja á og borð til að nema við. Og næði. Næði er kannski ástæðan fyrir því að þau vilja fremur læra á bókasafni. En nú breytist margt þegar allt þetta unga fólk kemur saman. Farsímar sem þarf að sinna eru á hverju borði, spjalla þarf við kunningja og rusl er skilið eftir um öll borð og ganga. Nem- endur koma hróðugir heim að kvöldi og segjast hafa lesið á bóka- safninu allan daginn. En hafa þeir notað bókasafnið? Fastir gestir safnsins sakna næðisins, sem hverfur þessar síðustu vikur fyrir próf. Hér verður ekki stungið upp á því að nemendur hætti að nota far- símana sína, mæla sér mót við vini sína eða lesa námsbækur sínar. Hins vegar vil ég nota dæmið af nemendunum til að minna fólk á að upplýsingar eru illviðráðanleg kvikindi og að við höfum oft óljós- ar hugmyndir um hvernig við náum í þær. Þekking verður ekki til af því að hafa bækur í hillu í kringum sig ef ekki er litið í þær. Þekking verður heldur ekki til af því að vita af upplýsingamiðlunum allt í kring ef þeir eru ekki not- aðir. Það krefst færni að að til- einka sér upplýsingar og koma þeim frá sér, svo vel sé. Einungis þeir sem markvisst vinna að því að auka leikni sína við upplýsingar ná tökum á þessari færni. Hún síast ekki í gegnum húðina. Hvernig síast upplýsingar inn? Eftir Svein Ólafsson „Upplýs- ingar eru ill- viðráðanleg kvikindi.“ Höfundur er upplýsingafræðingur. GJAFABRÉF Handhafi þessa bréfs er boðinn velkominn á La Primavera í málsverð að verðmætikr. 15.000 La Primavera býður nú gjafabréf á fyrsta flokks málsverð að verðmæti 15.000 kr. Hverju gjafabréfi fylgir bókin PRIMAVERA án aukagjalds. Viltu gleðja samstarfsfólk, ástvini eða viðskiptafélaga? HINN FULLKOMNI JÓLAGLAÐNINGUR: MÁLSVERÐUR OG BÓK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.