Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 47 þegar ég varð eldri urðu stundirnar færri sem ég eyddi þar. Það var svo fyrir tveimur árum þegar ég fór að vinna með Ástu að ég kynntist henni mun betur, en sá tími var mjög ánægjulegur og lærdóms- ríkur fyrir mig og ég met hann mik- ils. Ásta var alltaf í huga mínum og ég hafði fasta trú á því að sá dagur rynni upp að hún kæmi aftur í vinnuna, en ég veit þó að hún verður ávallt hjá okkur í minningunni. Ég vil þakka fyrir þær samveru- stundir sem við áttum í gegnum árin. Elsku Jenni, Lóa, Elísa, Maggi, Lára og Sara Dögg, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guðbjörg L. Gústafsdóttir. Hjarta manns verður alveg stopp við svona tíðindi. Hugurinn hverfur aftur í tímann til þeirra stunda sem við áttum saman. Stunda sem við höf- um átt saman síðustu 25 árin eða al- veg frá því Ásta og Jens bróðir hófu sitt tilhugalíf. Segja má að við höfum fylgst að al- veg síðan þá, ég fyrir norðan ásamt minni fjölskyldu og þau fyrir sunnan. Á hverju ári komu þau í heimsókn norður og ófáar voru útilegurnar sem fjölskyldurnar fóru saman í. Elsku Jens bróðir, Lóa, Elísa, Maggi, Lára og litla Sara Dögg, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar. Megi góður guð gefa ykkur styrk. Ólöf og fjölskylda. Kæra Ásta vinkona og mágkona. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, þú í blóma lífsins á besta aldri. Þú varst alltaf svo frábær, ein af þeim sem kvarta aldrei og sagðir aldrei styggðaryrði um nokkurn mann, vildir öllum gott gera. Eftir barneignir fórst þú í einkarit- araskólann og fékkst góða vinnu, lengst af hjá Jöfri og síðan Íslensku umboðssölunni,Vélum og þjónustu. Þú varst snillingur í matargerð og kökubakstri og fengum við að njóta þess hjá þér, þú varst alltaf sú fyrsta til að baka og hjálpa þegar við héld- um veislu. Við ferðuðumst töluvert saman innanlands hér áður fyrr og var alltaf gaman að fara með Ástu og Jenna, þau voru alltaf hress og skemmtileg. Við áttum eftir að ferðast saman er- lendis og stóð það til en rétt áður en af því varð greindist þú með þennan erfiða sjúkdóm sem svo erfittt er að lækna, þú barðist hetjulega fram á síðasta dag með reisn og virðuleika þó þér liði oft illa. Ég bið góðan Guð að styrkja og hjálpa börnunum þínum Lóu, Magga og Elísu sem hefðu svo þurft á þér að halda á erfiðum unglingsárunum og Jenna þínum í þeirra sorg ásamt systkinum þínum Stefáni og Guð- rúnu sem tók svo mikinn þátt í veik- indum þínum og hjálpaði þér svo mikið, ætlaði að sigrast á þessu með þér og ekki síst foreldrum þínum Fríðu og Magnúsi sem þurfa að sjá á bak dóttur sinni, eitt af því sem for- eldrar óttast mest, ásamt öllum að- standendum. Þú lifir í hjörtum okkar allra og reynum við að láta allar góðu minn- ingarnar um þig græða sárin í sorg- inni. Árni Þorvaldsson. „Ég veit af hverju hún Ásta dó,“ sagði Rannveig litla dóttir mín eftir að hafa reynt að skilja hversvegna svona góðir gætu dáið. „Hann Guð hefur vantað einhvern góðan til sín.“ Skýrara svar hef ég sjálf ekki fundið. Ég var svo gæfusöm að eiga Ástu að vinkonu. Já, heppin var ég, því ná- vist við hana var mannbætandi og ánægjuleg en umfram allt hafði hún einhverja þá bestu nærveru sem ein manneskja getur haft. Mér leið alltaf svo vel nálægt þér, Ásta, þú varst svo lífsglöð, áttir svo auðvelt með að sjá broslegu hliðarnar á lífinu, og aldrei sagðir þú eitt styggðaryrði um nokk- urn mann. Minningarnar hrannast upp, sum- arfríin með eiginmönnum okkar og börnum erlendis, í sumarbústað eða útilegu. Allar grillveislurnar. Þau voru ófá laugardagssíðdegin sem við þessar tvær fjölskyldur elduðum saman og nutum samvista. Alltaf svo gaman. Jólin og áramótin verða tómleg án þín, Ásta, því venjan var að eftir fjöl- skylduboðin á jóladagskvöld kæmuð þið Jenni til okkar þar sem við sátum frameftir, tókum í spil, drukkum kaffi og mauluðum konfekt. Hámarki náði þó gamlárskvöld, þar sem við Ásta vorum í sameiningu búnar að undirbúa kvöldið fyrir okk- ar fólk. Það var á þessum tímapunkti sem við vinkonurnar fórum gjarnan yfir hvað líðandi ár hefði gefið okkur, og hvaða væntingar við hefðum til þess næsta. Við elduðum kalkún og nutum kvöldsins saman. Síðla kvölds bættust svo fjölskyldur ykkar beggja í gleðina. Seinna þegar tengdabörnin komu til sögunnar voru þau tekin með í hópinn, urðu að vera með, því eins og Árni sonur minn sagði: „Það verða engin áramót nema hjá Ástu og Jenna.“ Við spurningunum sem vakna um lífið og tilgang þess og hversu órétt- látt það getur orðið á ég ekki betri svör en hún dóttir mín. Ég mun ávallt minnast þín með þökk og virðingu, en umfram allt þakklæti fyrir vináttuna alla. Elsku Jenni og fjölskylda, ósk mín til ykkar er sú að minningin um að hafa elskað og notið ástar yndislegr- ar eiginkonu og móður verði ykkur huggun í sorginni. Gleðjumst yfir því að hafa fengið að vera í návist hennar. Hafðu þökk fyrir allt, elsku vin- kona. Gróa. Elsku Ásta frænka. Við eigum öll eftir að sakna þín, því það verður ósköp tómlegt án þín. Það var ekki amalegt að koma til Ástu frænku, því þar var alltaf tekið á móti okkur með þvílíkum flottheitum, sama hvert til- efnið var. Ásta er þessi hlýja og góða manneskja sem alltaf var glöð og kát. Elsku Ásta, takk fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum fengið að vera með þér. Ásta, þú átt hlut í brjósti okkar allra. Guð verndi okkur öll í sorginni. Við vottum nán- ustu fjölskyldu Ástu alla okkar sam- úð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Gígja Hrönn Árnadóttir og Þorvaldur S. Árnason. Það er sárt og erfitt að kveðja góða og yndislega vinkonu eins og Ástu. Hún kvaddi þennan heim með æðru- leysi og kjarki. Enn og aftur erum við minnt á það hvað lífið er hverfult. Ung kona er hrifin í burtu af alvar- legum sjúkdómi sem leggur hana að velli á rúmum fjórum mánuðum. Vinskapur okkar Ástu hófst þegar að hún hóf störf á sama vinnustað og ég. Í ferðinni til Dublin og Cork með eiginmönnum okkar bundust mjög traust vinabönd sem aldrei hefur borið skugga á. Myndir minninganna streyma um hugann. Sumarbústaðarferðirnar, bíó og leikhúsferðir, ánægju- og fagnaðarstundir fjölskyldna okkar að ógleymdum spilakvöldum með börn- unum og óformlegu og formlegu mat- arboðunum. Þegar að við fluttum í Skólagerðið fyrir rúmum fjórum árum var mikil tilhlökkun að vera nær hvor annarri. Þá skiptumst við á húslyklum, því ef okkur vanhagaði um eitthvað sem vitað var, að væri til hjá hinni var allt- af hægt að nálgast það og svo einnig öryggið ef einhver læsti sig úti. Þeg- ar Ásta sagði okkur að hún og Jenni væru að verða amma og afi eins og við leyndi sér ekki ánægjuglampinn í augum hennar. Sara Dögg sonar- dóttir hennar var sólargeisli sem gaf henni svo mikið. Ásta var ekki mikið fyrir að trana sér fram. Hún var einstaklega dag- farsprúð og hlý. Það var gott að leita til hennar og alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd ef á þyrfti að halda. Við kveðjum þig með sára sorg í hjarta söknuðurinn laugar tári kinn. Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta dökkur skuggi fyllir huga minn. Í miðjum leik var komið til þín kallið klippt á strenginn þinn. Eitt af vorsins fögru blómum fallið. (Hákon Aðalsteinsson.) Guð geymi góða og hlýja vinkonu. Elsku Jenni, Lóa, Maggi, Elísa, Sara Dögg, Lára og aðrir aðstand- endur. Megi góður guð veita ykkur styrk í sorginni. Anna Rósa og Kristinn. Elísabet Ásta, samstarfsfélagi okkar hjá Vélum og þjónustu, hefur nú haldið í sína hinstu ferð. Hún skil- ur eftir sig stórt skarð í hópnum okk- ar sem erfitt verður að fylla. Hennar er sárt saknað og ávallt lifði sú von í brjósti okkar að Elísabet næði sér af veikindum sínum og kæmi aftur til starfa. Það var ekki síst óbilandi trú hennar sjálfrar á það að öll vandamál væru yfirstíganleg sem veitti okkur þessa von. Þessi trú Elísabetar var einnig einkennandi í vinnu hennar. Elísabetu kynntumst við þegar hún hóf störf við bókhald Véla og þjónustu árið 1997. Hún reyndist sér- staklega samviskusöm og áreiðanleg. Elísabet var alltaf tilbúin að takast á við krefjandi verkefni og gott var að vinna með henni og treysta á hana. Einungis örfáir mánuðir eru síðan Elísabet kenndi sér meins. Fram að þeim tíma hafði allt leikið í lyndi og lífið blasti við henni eins og svo mörg- um okkar sem teljum að allt lífið sé framundan. Hún hafði gaman af því að taka þátt í öllu sem gert var í vinnunni, sérstaklega þegar skemmt- anir voru annars vegar. Þá vantaði hana aldrei. Elísabet barðist við veikindi sín af miklu æðruleysi en þar skiptust á skin og skúrir. Hún hélt alltaf sam- bandi við vinnufélagana og deildi með okkur fréttum af sér og sínum. Sér- staklega gladdi það Elísabetu að geta tilkynnt okkur um fyrsta litla ömmu- barnið sem kom í heiminn í sumar. Það nýja líf sem Elísabet hafði þann- ig gætt heiminn efldi hana í barátt- unni fyrir eigin lífi sem oft tók á. Elísabet sýndi mikinn baráttuvilja og nú síðast fyrir þremur vikum héldum við árshátíð og ætlaði Elísabet sér fram á síðustu stundu að koma með okkur. Hún hélt ætíð í bjartsýnina og vonina. Við trúum því og treystum að kjarkur Elísabetar, bjartsýni og von erfist til barna hennar og litlu ömmu- stelpunnar sem nú er að stíga sín fyrstu skref út í heiminn. Við samstarfsfólk hennar hjá Vél- um og þjónustu sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíl í friði, kæra Elísabet. Starfsfólk Véla og þjónustu. Kæra vinkona og fyrrverandi sam- starfsfélagi. Við söknum þín sárt. Þú varst góður vinnufélagi og vinur. Það er ekki allt sem allir fá, en þó fengum við að kynnast þér, er þú vannst með okkur. Og þrátt fyrir að þú flyttir þig um set varstu aldrei langt í burtu. Þú varst hæglát og yndisleg, hvort sem var í vinnu eða utan, við yljum okkur við minningar frá ferðum og skemmtunum. Við stelpurnar áttum yndislegt kvöld með þér í byrjun september sl. þar sem var hlegið, rifjaðar upp gamlar stundir, þvílíkt konukvöld og eins og alltaf ljómaðir þú og brostir. Þannig munum við minnast þín. Okkur setur hljóð, margt er ósagt. Elsku Elísabet, við kveðjum þig með þessu erindi sem segir allt sem ekki hefur verið sagt. Endurminning oft er sár – unaðsstundir skarta. Vinum bundin tregatár tendra ljós í hjarta. (Karvel Ögmundsson.) Við sendum Jenna og fjölskyldu og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Látum ljós hennar skína í brostnum hjörtum. Starfsmenn Íslensku umboðssölunnar. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓNAS JÓNASSON, Stóragerði 29, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 13. desember, kl. 13.30. Jóhanna Björnsdóttir, Jónas Jónasson, Bára Sigfúsdóttir, Björn Jónasson, Arnfríður Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SVEINSDÓTTIR frá Kotvelli, Miðvangi 8, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 4. desember, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 16. desember kl. 15.00. Sigrún Árnadóttir, Steinunn Lilja Sigurðardóttir, Kristinn Kristinsson, Guðný Sigurðardóttir, Árni Þorsteinsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Björnsdóttir, Enok Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur sonur minn, bróðir og mágur, JÓN HARALDUR ÓLAFSSON frá Ytra-Hvarfi, til heimilis á Karlsrauðatorgi 12, Dalvík, sem lést fimmtudaginn 5. desember, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 14. desember kl. 13.30. Jarðsett verður á Völlum. Ólafur Tryggvason, Ævar Hjartarson, Freydís Laxdal, Kristín Ólafsdóttir, Jóhann Ólafsson, Herdís A. Geirsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg dóttir okkar, systir, barnabarn og mágkona, BERGLIND JANA ÁSGRÍMSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi miðvikudaginn 11. desember. Hólmfríður S. Jónsdóttir, Ásgrímur Stefánsson, Laufey Ásgrímsdóttir, Víðir Sigrúnarson, Jón Ásgrímsson, Laufey S. Stefánsdóttir. Systir okkar, RÓSA VAGNSDÓTTIR DAVIS, Fairbanks, Alaska, lést á heimili sínu sunnudaginn 8. desember. Þorgerður Vagnsdóttir, Jón Vagnsson, Hinrik Vagnsson, Svanhildur Vagnsdóttir, Guðmundur Vagnsson, Sigríður Vagnsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.