Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 73 ÉG ER nýbyrjuð að fylgjast með Velvakanda og því sem er skrifað þar. Oft koma jákvæðar greinar sem gaman er að lesa. Enn oftar koma þó greinar sem ekki er jafngaman að lesa. Það sem kemur mér mest á óvart er hvað fólk getur verið rosa- lega miskunnarlaust þegar það er að gagnrýna vörur, þjónustu og fyrir- tæki. Ég hef unnið árum saman í þjónustugeiranum og hef aldrei komist yfir það að við sem erum „þarna megin“ við borðið virðumst vera á lægra plani en þeir sem eru „hinum megin“. Svona lít ég á þetta og haga mér samkvæmt því: ef fólk er almenni- legt við mig er ég almennileg við það og vil allt fyrir það gera. Ef fólk er með hreytingar og skít við mig, fær það slíkt hið sama í andlitið á sér. Ég get ekki samþykkt þennan hugsun- arhátt að þjónustulund jafngildi því að skríða fyrir kúnnanum. Ég er manneskja líka (þó ég sé í þjónustu- hlutverki) og ætlast til að komið sé fram við mig sem slíka. En því er nú verr og miður að það er alltof mikið til af fólki með valdasýki-„tendensa“ sem notfærir sér þessa skilgrein- ingu á þjónustuhlutverkinu út í æs- ar. Þetta fólk finnur sér ALLTAF eitthvað til og oftast eitthvað mjög smávægilegt til að kvarta yfir. Þetta fólk nýtur þess að sjá þjónustuað- ilann engjast og nýtur þess ennþá meira í þeirri vissu að: „hann/hún MEGI ekki segja neitt, afþví að ÉG er kúnninn og hef ALLTAF rétt fyr- ir mér!“ Og ef að þjónustuaðilinn hreinlega skríður ekki fyrir viðkom- andi er farið í Velvakanda, útvarpið eða neytendasamtökin og reynt að eyðileggja eins mikið og hægt er fyrir þessu fyrirtæki. Persónulega fyndist mér við hæfi að stefna svona fólki fyrir meiðyrði því að það er alveg hræðilegt fyrir lítil fyrirtæki sérstaklega að berjast á móti svona neikvæðum auglýsing- um. Nú segir kannski einhver: „þeim var nær, þá ættu þessi fyr- irtæki að passa sig á að ráða hæft fólk í vinnu“. Það vita það allir að til eru svartir sauðir í þessum bransa eins og alls staðar annarsstaðar. Það er lítið hægt að ráða við það og þá reynir á þolinmæði ykkar kúnnanna. Mannfólkið er þannig (og þið líka) að ef það gerir mistök þá vill það að því sé sýnt umburðarlyndi og jafnvel að því séu fyrirgefin mistökin. Um- burðarlyndi er lykilatriði í öllum mannlegum samskiptum, LÍKA þegar fólk er að kaupa vörur og þjónustu. Ég hef mjög sjaldan lent í því að fá lélega þjónustu og ég er handviss um að það er bara afþví að ég kem fram við þjónustufólk eins og jafningja. Málið er bara það að ef fólk vill góða þjónustu, þá þarf það að temja sér jákvæðni og búast við hinu besta í stað þess versta. EF eitthvað slæmt gerist er um að gera að sýna umburðarlyndi, því að einmitt þess vegna reynir sá sem gerði mistökin að bæta ennþá betur fyrir þau. Ef sá sem gerir mistökin fær skít í andlitið fer hann í vörn (skiljanlega) og kúnninn fær ekki þjónustuna sem hann greiddi fyrir. Mig langar að skora á ykkur sem rjúkið upp við minnsta tilefni að telja upp á tíu næst þegar ykkur er misboðið. Próf- ið að sýna jákvæðni og margumtalað umburðarlyndi. Sannið þið til! Þið fáið örugglega betri þjónustu og ykkur líður miklu betur með sjálf ykkur á eftir. Og hættum svo þessu endalausa nöldri yfir engu. Lífið er alltof stutt til þess að eyða tímanum í ergelsi yf- ir smáatriðum þegar menn, konur og börn úti um allan heim þjást í stríði, hungursneyð og pyntingum. Við höfum það allt of gott til þess. Jóla- og friðarkveðja, JÓNÍNA SÓLBORG ÞÓRISDÓTTIR, Bakkabraut 14, 870 Vík. Gagnrýni á gagn- rýnendur í Velvakanda Jónína Sólborg Þórisdóttir, sem nefnir sig búðardömu, segir: BYGGÐAKVÓTANUM í fiskveiðum hefur verið úthlutað í ár af sjávarút- vegsráðherra og í samráði við Byggðastofnun á milli landsvæða. Ég tel hyggilegast að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum fái allan kvót- ann gefins og líka 500 tonn frá fyrra ári. Sveitarfélögin leigi síðan kvót- ann út á viðkomandi svæði fyrir hálft gjald miðað við leigugjald á almenn- um markaði. Fyrir leigugjaldið verði síðan keyptur meiri kvóti sem verði úthlutað á sama hátt. Sveitarfélögin mundu semja reglur sem fylgdu leig- unni. Með þessum einföldu aðgerð- um yrði hægt að stórbæta atvinnu- lífið á viðkomandi svæðum. EINAR SIGTRYGGSSON, Sauðárkróki. Byggða- kvótinn ár- ið 2002 er 2.000 tonn Frá Einari Sigtryggssyni: ÞAÐ hefur hent mig að ganga til fjalla í veiðihug og rjúpan átt að verða bráðin. Í hvert skipti hef ég skynjað seiðmagn fjallanna og feg- urðina sem þau búa yfir og allt breyst. Veiðihugurinn dvínar og önnur þægilegri tilfinning kemur í staðinn. Hún magnast því lengur sem ég geng og þegar rjúpurnar birtast þar sem þær kúra í snjónum og treysta á að þær sjáist ekki er veiðilöngun mín horfin. Rjúpurnar eru eins og hluti af náttúrufegurð- inni og veita mér aukna innsýn í það sem land okkar hefur að bjóða. Ég geng í átt til rjúpnanna og þær horfa á mig og ég sest skammt frá þeim og nýt nálægðar þeirra í samspili nátt- úrunnar. Eftir nokkurn tíma stend ég upp og færi mig nær og þá fljúga þær en ég horfi á eftir þeim með þökk í huga. Þær voru mér margfalt meira virði hvítar og lifandi en blóð- rauðar og dauðar. Stórbrotin fegurð íslenskrar náttúru og mildasta lífríki hennar hefur haft þau áhrif á mig að ég hef aldrei drepið rjúpu. Fálkinn, djásn íslenskra fugla, er nú í veru- legri hættu vegna skilningsleysis skotveiðimanna sem telja árstíða- sveiflu valda stöðugri fækkun rjúp- unnar. Sorglegt þykir mér sjónleysi umhverfisráðherra í þessu sem svo mörgu öðru er varðar stöðugleika í náttúrunni. Ég undrast undanláts- semi hennar við glámskyggna skot- veiðimenn, því sjónarmið þeirra helgast meira af sjálfselsku og til- gátum en raunsæi. Á Íslandi á rjúp- an fleiri óvini en aðrar lífverur, nema ef vera skyldi músin. Hún er hvergi óhult nema í Hrísey og þess njóta fleiri en fálkinn. Ég hef vissa samúð með mönnum sem háðir eru veiðieðli og kem hér með ábendingu til þeirra. Í íslenskri náttúru er vax- andi fjöldi rándýra, sem ásamt ykk- ur eru að útrýma rjúpunni, á þeim gæti skotgleði ykkar fengið útrás og þið orðið meiri föðurlandsvinir, svo ég tali nú ekki um ef þið bættuð vargfuglunum á listann. Minkurinn er ein mesta vá í náttúru landsins og er skaðsemi hans ógnvænleg. Við hann má beita gildrum, hundum og byssum. Það er verðugra verkefni veiðimönnum en að skamma hver annan í blöðum og fjarlægjast þann- ig aðalatriðið, sem er verndun rjúp- unnar. Í umhverfisráðuneytinu ríkir umkomuleysi hvað varðar verndun fugla og verstu rándýr landsins má ekki drepa nema vera korthafi á veiði. Þar fyrir utan má ekki gera þeim mein á friðlýstum svæðum og fuglum því ekki vært. Nú er svo komið að fuglar hafa varla við að koma upp ungum í vargskjafta. Skaðlegt er sleifarlag stjórnvalda við að halda refum og mávum í skefjum og eyða mink. Þjóðhagslega hagkvæmt er að hafa veiðimenn í föstu starfi og borga sæmilega þeim sportveiðimönnum sem láta til sín taka. Rjúpan og aðrir fuglar á mat- seðli varganna mundu ekki sakna veiðimálastjóra úr embætti, en það mundu refir og minkar gera. Það sæmir ekki góðum veiðimönnum að gera lítið hver úr öðrum á síðum blaða, betra að eiga slíkt út af fyrir sig. Sómasamlegra að taka hundinn og byssuna og fara á minkaveiðar. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Grátbroslegar deilur veiðimanna Frá Alberti Jensen: Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Járnasett Betra ver› Ozone járnasett, 3-pw 14.000 MacGregor DX, 3-pw 17.900 MacGregor MT 3-pw 29.900 MacGregor VIP 3-pw 54.900 Trékylfur PING driver 29.900 Titleist 975J driver 42.500 Ozone 7-tré /grafít 4.000 Pútterar PING pútter, standard 8.900 PING pútter, Isophur 13.900 Ozone pútter 1.500 Pokar og kerrur Fer›apoki 3.990 Fer›apoki á hjólum 4.990 Kerrupoki 9" 5.000 Bur›arpoki-lítill 3.000 Unglingapokar 1.500 Ál-kerra 4.900 Anna› FootJoy kvennaskór 9.900 Púttbraut 6.5 fet 3.900 Unglingasett m.poka 12.900 Unglingakylfur 1.500 Flís-vindvesti 7.990 Golf boltar/ 15 stk 1.500 Vei›arar 15´ 2.500 Langar flig a› prufa! • D‡rasta (75.000) driverinn? • D‡rasta (33.000) pútterinn? • Stærsta (500cc) kylfuhausinn? MIKIÐ ÚRVAL JÓLAGJAFA Öllum f rjáls þá tttaka í golfle ik Golfb úðarin nar Spenna ndi ver ðlaun Sími: 565 1402 / Gsm: 898 6324 Netfang: golfbudin@golfbudin.is S T R A N D G Ö T U , H A F N A R F I R ‹ I OP I Ð : 1 1 - 1 9 Jó lal eiku r G ra fí sk a vi n n u st o fa n Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir Mikið úrval af blóma- vösum Miele - kostirnir eru ótvíræðir Miele ryksugurnar eru hannaðar og prófaðar til að endast venjulegu heimili í 20 ár. Þær hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir afköst, formfegurð og þægindi í notkun. Þær eru búnar 1800W mótor, lofthreinsisíum og mjúkum parkethjólum. Ríkulegur staðalbúnaður og mikið úrval aukahluta skapar hina fullkomnu ryksugu sérhvers heimilis. Öflugt vopn í baráttunni við ofnæmiseinkenni af völdum rykagna á heimilinu. Miele HEPA-loftsían: M E I R A E N B A R A R Y K S U G A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.