Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 55
margar og ég hefði viljað. Hann
bjó þó á neðri hæðinni hjá mér í
Glóru fyrir nokkrum árum þegar
millibilsástand var í húsnæðismál-
um hjá honum og fundum við best
þá að ekkert hafði breyst varðandi
vináttu okkar. Fyrir tveimur árum
fórum við saman í oldboys-fimleika
til Reykjavíkur. Þar kom hann í
hóp manna sem æft höfðu fimleika
árum og áratugum saman. Ég held
að hann hafi skákað þeim á öllum
sviðum. Hann gekk á höndum eftir
endilöngu gólfinu, klifraði upp í
loft á kaðli, tók flikkflakk og helj-
arstökk eins og þrautþjálfaður
íþróttamaður.
Ég var spurður hvar þessi mað-
ur hefði æft fimleika og svaraði því
til að hann hefði verið í leikfimi
fyrir 37 árum. Þá brostu menn og
héldu að ég væri að spauga. Bak-
veiki kom í veg fyrir að hann gæti
haldið áfram en hann ætlaði aðeins
að hætta um sinn meðan hann
jafnaði sig og koma svo aftur í
slaginn.
Ég vildi að Símon vinur minn
hefði fengið tækifæri til að nýta
hæfileika sína betur í þessu lífi.
Þegar hann vaknar á nýjum stað
vona ég að hún móðir mín sitji með
skyrdiskinn á rúmstokknum hjá
dugmikla kúasmalanum sínum,
leggi þvottapoka á sár hans og leiði
hann svo inn í mannvænni og vin-
veittari veröld þar sem betra er að
fóta sig.
Ég sendi strákunum hans og
fjölskyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ólafur S.
Þórarinsson.
Símon Grétarsson er dáinn og
horfinn langt fyrir aldur fram.
Mikill harmur er kveðinn að fjöl-
skyldu hans og vinafólki. Minn-
ingar um góðan dreng rifjast upp
frá liðnum árum. Mörg ógleym-
anleg atvik koma fram í hugann
frá samverustundum. Hann var
glæsti strákurinn í hópnum sem
leiftraði af lífsgleði, ólíkindatól,
uppátækjasamur og frakkur, en
aldrei níðingslegur eða áreitinn við
aðra og síst þá sem voru minni-
máttar. Hann var af þeirri kynslóð
sem tók sér frelsi og nýjan lífsstíl.
Við, hinir hljóðu og feimnu, rennd-
um öfundaraugum til hans, hversu
frjáls og fumlaus hann var og
heillandi í framgöngu.
Ég á margar minningar um Sím-
on. Ein sú fyrsta sem upp í hugann
kemur: Við nokkrir strákar stand-
andi hjá flaggstöng, þegar þessi
fjaðurmagnaði og hrausti ungling-
ur vindur sig upp stöngina, vöðva-
stæltur og snar eins og Tarzan.
Þegar hann nemur á ný við jörðina
hlær hann og brýnir okkur, er svo
horfinn á braut.
Það hefur enginn verið í vafa um
það að Símon fékk mikla hæfileika
í vöggugjöf hvað varðar bæði lík-
amlegt og andlegt atgervi. Allt
sem hann einbeitti sér að kunni
hann og gerði vel. Hann kunni til
verka bæði til sjós og lands. Hann
var góður iðnaðarmaður og fær
rafvirki. Hann var hagleiksmaður
hvar sem hann kom að verki. Þessi
fjölhæfi maður átti erfiðara með að
staðnæmast og finna hvert hann
ætti að beina kröftum sínum. Það
var eins og hann réði ekki við þá
ólgu og útþrá sem aftur og aftur
hrifu hann á burt frá störfum og
lífi, þar sem hann naut sín.
Símon hafði mikinn áhuga á
landbúnaði og vann lengi hjá
Mjólkurbúi Flóamanna við að
þjóna bændum í kringum tankvæð-
ingu o.fl. Hann var aufúsugestur á
bæjunum, gamansamur og úrræða-
góður. Búskapur lá vel við honum
og öll meðferð og umhirða dýra.
Um tíma bjó Símon loðdýrabúi í
Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi. Þar
rak hann gott og vel hirt bú og
náði góðum tökum á framleiðsl-
unni, þótt hans biðu þau örlög að
efnahagslegir þættir röskuðu stöðu
hans eins og fleiri loðdýrabænda á
þeim árum. Ég er alltaf sannfærð-
ur um að honum leið vel í Efra-Seli
og um margt voru það góð ár.
Símon var frábær hestamaður
og fær knapi þau fáu ár sem hann
stundaði hestamennsku. Við sökn-
uðum þess margir að hann skyldi
ekki halda áfram á þeirri braut.
Hvar sem hann kom að kappleik
átti hann svo auðvelt með að vera
fremstur meðal jafningja. Hann
gat óþjálfaður tekið þátt í íþrótta-
móti og hirti samt verðlaunin. Fyr-
ir nokkrum árum fór hann á æf-
ingu með fimleikafólki í Reykjavík.
Strákarnir horfðu undrandi á
kappann og spurðu hvar hann
stundaði æfingar.
Símon var allra manna lífsglað-
astur á góðri stund, kunni mikið af
skemmtilegum sögum, var ljóð-
elskur og hafði næmt auga fyrir
því spaugilega.
Það verður ekki sagt að lífs-
vegur hans hafi verið auðfarinn og
marga hildina háði hann við sjúk-
dóm sinn, oft hafði hann betur.
Þegar sólin skein og brautin var
bein lagði hann þeim til mikla
hjálp sem áttu erfitt. Þá munaði
um kraft hans og öfluga hvatningu.
Þá sparaði hann ekki að fara í
stutta heimsókn eða slá á þráðinn.
Örlögin reyndu á lífskraftinn og
fjölskyldan var oft á milli vonar og
ótta. Allir áttu sér draum um að
sigurinn yrði hans og hann mætti
njóta hæfileika sinna. Þrátt fyrir
baráttu eru það nú sólskinsstund-
irnar sem eru efst í huga okkar
sem áttum hann að vini.
Ég minnist þess hversu ljóð Ein-
ars Benediktssonar voru honum of-
arlega í huga þegar við vorum
saman. Oft fór hann með ljóðlínur
af mikilli tilfinningu úr hinu fagra
Hnattasundi og er vel við hæfi að
kveðja þennan góða vin með broti
úr ljóðinu sem hann unni:
Stjörnunnar barn, hví skynjar þú
skammt?
Í skóla himnanna stöndum vér jafnt.
Ein hrynjandi skriða grjóts úti í geimi
er guðdómlegt flugeldaskraut vorum
heimi.
Það veizt þú allt, en elskar það samt.
Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak
fljóta bæði. Trú þú og vak.
Marmarans höll er sem moldarhrúga.
Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa,
þó hafi þau ei yfir höfði þak.
Við Margrét kveðjum góðan vin
og stjörnunnar barn með söknuði
og trega. Minningin um góðan
dreng lifir.
Guðni Ágústsson.
Kæri vinur, við kveðjum þig með
söknuði, það er komið stórt skarð í
vinahópinn, þar sem þú ert nú far-
inn frá okkur.
Við áttum von á því að okkar
góðu stundir yrðu fleiri.
Margt hefur verið brallað í
gegnum tíðina, á njallanum og á
fleiri stöðum, þar sem þú varst
hrókur alls fagnaðar, og alltaf hélst
þessi góða vinátta. Við biðjum góð-
an guð að styrkja fjölskyldu þína á
þessari sorgarstundu.
Minningin um góðan vin mun
lifa, hafðu þökk fyrir allt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð geymi þig, elsku Símon.
Þínar vinkonur,
Sigrún og Alda.
Með örfáum orðum viljum við
kveðja vin okkar og félaga til
margra ára, Símon Ásgeir Grét-
arsson.
Þegar okkur barst sú fregn að
Símon væri látinn flugu í gegnum
hugann svipmyndir af síbrosandi
dreng, hraustum og fjörugum, sem
alls staðar var aufúsugestur. Kynni
okkar hófust á unglingsárum þegar
bítlatískan hélt innreið sína. Það
voru skemmtilegir tímar og eft-
irminnilegir og frá þeim eru marg-
ar ljúfar minningar. Símon var
sjálfkjörinn foringi í glaðværum
hópi unga fólksins á Selfossi. Hann
var feikilega fjölhæfur og virtist
ráða við allt sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann var góður í íþrótt-
um, til dæmis í frjálsum og hefði
náð langt ef hann hefði snúið sér
að þeim. Hestamaður var hann af
guðs náð og ófá hestamannamótin
fórum við unglingarnir á Selfossi á,
gagngert til að fylgjast með ár-
angri Símonar.
Saman leigðum við herbergi á
Skólavöllum 14 hjá Hadda og
Kötlu og um það leyti stofnuðum
við fjölskyldur okkar, þegar Símon
kynntist yndislegri konu Jakobínu
Sveinbjörnsdóttur. Þannig virtist
lífið brosa við þessum unga og
gervilega manni, – en það er ekki
allt sem sýnist. Símon átti óvæginn
óvin sem stöðugt minnti á tilvist
sína. Bakkus konungur er harður
húsbóndi og því fékk Símon að
kenna á og allir hans nánustu.
Símon og Bína hófu búskap og
hélst kunningsskapurinn áfram –
og þegar leiðir þeirra skildi nokkr-
um árum síðar, héldust tengslin
okkar samt sterk. Við fylgdumst
með Símoni gegnum árin og glödd-
umst þegar vel gekk, og reyndum
að hjálpa þegar á bjátaði. Greini-
legt var að þegar Bína féll frá á
besta aldri fékk það mikið á Símon.
En nú er komið að leiðarlokum og
skylt að þakka þær fjölmörgu
ánægjustundir sem við áttum með
Símoni Grétarssyni.
Um leið og við kveðjum góðan
dreng vottum við sonum Símonar,
foreldrum og systkinum og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð.
Valdimar og Hafdís.
Fallinn er frá langt fyrir aldur
fram frændi minn og vinur, Símon
Á. Grétarsson.
Við Símon höfum þekkst frá
unga aldri enda náskyldir, systra-
synir. En kynnin urðu mjög náin
þegar sá sem þetta ritar fluttist
inn á heimili foreldra hans, Grétars
Símonarsonar og Guðbjargar Sig-
urðardóttur, þá á sautjánda ári.
Við Símon bjuggum saman í hrúta-
stíunni eins og herbergið okkar var
í daglegu tali kallað innan heimilis-
ins. Það gefur að skilja þar sem
aldursmunurinn á milli okkar var
aðeins eitt ár að við gátum átt
margt sameiginlegt enda brölluð-
um við ýmislegt saman.
Það fór ekki fram hjá neinum
sem þekkti til Símonar að þar fór
maður sem hafði á mörgum sviðum
góða hæfileika. Hann var verklag-
inn með afbrigðum og nánast sama
hvað hann tók sér fyrir hendur,
það lék allt í höndunum á honum.
Íþróttamaður var hann góður enda
öflugur og fimur. Ég minnist þess,
að eitt sinn er við vorum á rölti
sem unglingar upp við íþróttavöll-
inn á Selfossi, að við tókum eftir
því að frjálsíþróttamót var þar í
gangi. Við röltum inn á völlinn og
spurðum hvort við mættum vera
með. Það var auðsótt. Það fer eng-
um sögum af mínum afrekum í
þessari keppni en frændi tók sig til
og vann í tveimur greinum án þess
að hafa nokkru sinni stundað eitt-
hvað sérstaklega æfingar á þessu
sviði.
Síðast þegar Símon heimsótti
mig sátum við saman yfir kaffibolla
í stofunni við gluggann sem veit út
að ánni. Hann bað mig að hafa
gluggann vel opinn til að við heyrð-
um árniðinn, hann þurfti ávallt að
hafa aksjón í kringum sig og
fannst notalegt að hafa árniðinn
sem undirspil við samræður okkar.
Við spjölluðum um margt, rifjuðum
upp ýmislegt frá gamalli tíð, það
sem var að gerast í núinu og ekki
síður um framtíðina og það var
mikið hlegið. Símon var mikill
húmoristi og laginn við að sjá kóm-
ísku hliðarnar á lífinu og hafði
hvellan og bráðsmitandi hlátur.
Hvernig yrðum við þegar við yrð-
um gamlir karlar, komnir í Grænu-
mörkina, sitjandi þar róandi fram í
gráðið, segjandi grobbsögur, eða
sitjandi á bekk úti við Austurveg-
inn teljandi bílana sem framhjá
færu. Það væri þó kostur að þaðan
væri a.m.k. ekki langt í búðina hin-
um megin við veginn ef okkur dytti
í hug að skreppa þangað.
Einhvern tímann í þessu spjalli
okkar var það nefnt að auðvitað
yrðum við ekki eilífir fremur en
aðrir og einhvern tímann, þó von-
andi væri langt í það, færum við
yfir móðuna miklu, en það væri
ágætt að sá okkar sem síðar færi
sendi hinum stutta kveðju og við
það skal nú staðið.
Þótt hann frændi minn byggi yf-
ir mörgum góðum kostum þurfti
hann að glíma við ýmsa erfiðleika.
Hans helsti veikleiki var, að stund-
um vantaði meiri staðfestu og ein-
mitt þetta var töluverður örlaga-
valdur í lífi hans. Þrátt fyrir góðan
vilja og næga greind fóru ýmsir
hlutir á annan veg en ætlað var, en
örðugleikarnir voru til að sigrast á
þeim og það tókst honum oftast.
Þar hjálpaði mest hin ljúfa lund og
góðir hæfileikar til að umgangast
fólk.
Kæri frændi, ég og fjölskylda
mín kveðjum þig með söknuði.
Foreldrum, börnum, systkinum,
sambýliskonu og ástvinum öllum
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Far þú í friði, frændi minn, við
hittumst síðar.
Birgir Guðmundsson.
Mig langar til að minnast fyrr-
um vinnufélaga okkar í nokkrum
fátæklegum orðum. Það er nú
reyndar svo að það getur verið erf-
itt að segja lítið um mann sem á
allt of stuttri ævi reyndi ótrúlega
margt. Símon þekkti mikinn fjölda
fólks, hvort sem var í gegnum
hestamennskuna, veiðiskap eða
annað. Hann var ákaflega
skemmtilegur maður og fór oft
mikinn í frásagnarlistinni sem virt-
ist vera honum í blóð borin. Þeir
sem kynntust honum einu sinni
gleymdu honum ekki, því hann
hafði yfirleitt komið viðkomandi til
að hlæja eða sagt honum skemmti-
lega sögu.
Símon hóf störf hjá okkur í
kringum 1996 og hafði unnið með
okkur í samtals fimm ár frá þeim
tíma. Hann ávann sér strax mikla
hylli meðal viðskiptavina og sam-
starfsmanna fyrir vönduð vinnu-
brögð, snyrtimennsku og mikinn
samstarfsvilja.“ Hvað er að frétta
af Símoni? spurðu viðskiptavinir
oft, jafnvel bláókunnugir menn
sem höfðu aðeins fengið hann í
vinnu í einn til tvo daga og hringdu
svo vikum eða mánuðum síðar og
vantaði rafvirkja í smáviðvik. Allir
mundu eftir honum Símoni. Glettn-
in og prakkaraskapurinn voru
aldrei langt undan.
Eina sögu verður að segja af
Símoni: Við nýbyggingu Hótels
Selfoss var hópur af rafvirkjum frá
okkur að vinna vorið 2002. Einn
þeirra hafði fengið vinnugalla lán-
aðan og stóð nafn eigandans, Sím-
on, á brjóstinu á flíkinni. Í einum
kaffitímanum komu í heimsókn
tvær stelpur á þrítugsaldri og
spurðu hver hann væri þessi Sím-
on. Kvöldið áður hafði kærasti ann-
arrar stelpunnar rétt honum sím-
ann sinn og beðið hann um að ljúka
samtalinu við kærustuna. Ekki er
vitað hvað þeim fór á milli en vin-
konurnar voru nú komnar og vildu
endilega fá að vita hver þessi Sím-
on væri. Allir í kaffistofunni bentu
á manninn sem sat í merkta gall-
anum og sögðu hann vera Símon.
Blár og rauður í framan sá mað-
urinn að það var vonlaust að bera á
móti því.Veinandi af hlátri stóð
Símon álengdar og skemmti sér
konunglega með hinum.
Svona liðu vikurnar og mánuð-
irnir, góður vinnuandi og Símon
hjálpaði svo sannarlega til þar.
En það var alltaf einhver skel
eða brynja sem Símon sveipaði ut-
an um tilfinningar sínar. Ef menn
reyndu að pota inn fyrir hana fór
vinur okkar undan í flæmingi og
vildi sem minnst um svoleiðis hluti
ræða. Eitthvað var að plaga hann,
eitthvað sem hvorki Bakkus né
vinir hans og fjölskylda gátu lagað.
Aðeins hann sjálfur hefði getað
unnið sig út úr því hefði hann ekki
látist fyrir aldur fram, eftir að
hjarta hans gaf sig.
Í minningunni lifir myndin af
góðum dreng.
Við vottum fjölskyldu hans og
hinum fjölmörgu vinum dýpstu
samúð okkar um leið og við kveðj-
um góðan vin.
F.h. vinnufélaganna í Fossraf,
Magnús Gíslason.
Í fáum orðum langar mig að
minnast góðs vinar, Símonar Grét-
arssonar.
Okkar kynni hófust þegar þeir
frændur Símon og Birgir byggðu
sér hesthús skammt frá æskuheim-
ili mínu þar sem ég var með mína
hesta. Það leyndi sér ekki að Sím-
on kunni að umgangast hesta. Ég
býst við að hann hafi að einhverju
leyti öðlast þá þekkingu sem snún-
ingastrákur hjá Lýði í Fjalli.
Næstu árin lágu leiðir okkar
saman í sambandi við hesta-
mennskuna. Síðan skilur leiðir eins
og gengur. Nokkrum árum síðar
lágu leiðir okkar saman að nýju og
þá sem vinnufélaga í Mjólkurbúi
Flóamanna. Þá kynntist ég fyrir
alvöru þessum góða dreng. Símon
var síkátur og glaðvær, hvað sem á
bjátaði. Og ekki síst var hann af-
burða verkmaður.
Margar ferðirnar áttum við sam-
an um sveitir Suðurlands og ég vil
segja að betri vinnufélaga hef ég
ekki átt.
Ég þakka þér samfylgdina, kæri
vinur.
Foreldrum, börnum og öðrum
aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Jón Grétar Guðmundsson.
Við sjáum hann fyrir okkur:
Jarphærður með heillandi bros og
samankipruð augu sem fylgdi hlát-
ur. Sló gjarnan á létta strengi,
stundum stríðinn en alltaf hlýr og
aðlaðandi. Vildi allt fyrir alla gera.
Glæsilegur á hestbaki þar sem fák-
arnir léku í höndunum á honum.
Þannig ætlum við að muna hann.
Eins og hann var bestur. Þegar
Bakkus var ekki með í för. Sá forni
fjandi herjaði stíft á Símon vin
okkar, beygði og braut þennan
hæfileikaríka mann sem barðist
gegn ásókninni og reis upp aftur
og aftur. En eitthvað varð undan
að láta og nú er hann farinn frá
okkur, allt of fljótt.
Aðstandendum öllum vottum við
okkar innilegustu samúð um leið
og við þökkum Símoni vini okkar
fyrir samveruna.
Kristín Heiða og Elín
Margrét (Stína og Ella).
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát elskulegrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Nesbala 62,
Seltjarnarnesi.
Þorsteinn J. Þorsteinsson,
Hlöðver Þorsteinsson, Hanna Fríða Jóhannsdóttir,
Anna María Þorsteinsdóttir, Hörður Valdimarsson,
Helga Kristín Þorsteinsdóttir, Guðni D. Óskarsson
og barnabörn.