Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ S tundum er látið að því liggja í umræðu um þjóðmál að tiltekinn hópur manna hafi einkarétt á sannleik- anum og það sem menn úr þeim hópi haldi fram sé yfir gagnrýni hafið og öðrum beri fyrirvaralaust að taka það trúanlegt. Séu þær „staðreyndir“ sem þessir menn bera á borð fyrir aðra gagnrýndar – að ekki sé talað um ef látið er að því liggja að eitthvað annað en sannleiksást reki mennina áfram – þá er gagnrýnandinn um- svifalaust fordæmdur og þess krafist að hann taki orð sín til baka ella skuli hann jafnvel missa kjól og kall. Þeir menn sem fylla þann hóp, sem ekki má gagnrýna með sama hætti og aðrir eru gagnrýndir, eiga það sammerkt að hafa lokið há- skólanámi og mega því skreyta sig með fræði- titlum. Þeir tala sem einhvers konar fulltrúar fræðanna eða vís- indanna og þess vegna virðist ein- hverjum finnast að þeir eigi ekki að taka þátt í umræðu á sömu for- sendum og hinn almenni maður; þeir séu yfir það hafnir og hafi rétt til að beita kennivaldi á hinn almenna mann og beygja hann undir fræði sín. Þessi skoðun á innleggi fræði- eða vísindamanna til umræðu um þjóðmál er sérkennileg þegar þess er gætt að bæði nú á tímum og á árum áður hefur það iðulega hent að fræðimenn hafi notað stöðu sína til að halda fram röngum kenningum. Í einhverjum tilvikum er skýringin vafalítið sú að fræði- menn eru þrátt fyrir allt menn og hafa þess vegna tilfinningar og skoðanir sem mótast hafa af þess- um tilfinningum en ekki „vísinda- legum staðreyndum“ eingöngu. Þeir geta því óafvitandi og án þess að ætla sér það haldið öðru fram en því sem sannast er vísindalega. Í öðrum tilvikum kann skýringin að vera sú að fræðimennirnir mis- nota fræðin vísvitandi, þótt það sé vonandi fátíðara. Allir kannast við orð Galíleo Galílei – „hún snýst nú samt“ – sem féllu fyrir fjórum öldum eftir að hugsuðir þess tíma neyddu hann til að taka orð sín um hreyf- ingu himintunglanna til baka. Flestir virtustu vísindamenn þess tíma höfnuðu kenningum Galílei en þær þykja sjálfsagðar nú. Svip- aða sögu má segja um kenningar Charles Darwin, en þróunarkenn- ing hans sem sett var fram fyrir um hálfri annarri öld hefur ekki alltaf átt upp á pallborðið – og á jafnvel ekki enn. Hefðu hugsuðir þessara tíma fengið að ráða sner- ist sólin líklega enn um jörðina og engin þróun hefði orðið. Þetta eru dæmi um menn sem þurftu að berjast við ríkjandi við- horf síns tíma, en höfðu – líklega – rétt fyrir sér og skoðanir þeirra urðu því ofan á. Ef litið er nær í tíma má nefna dæmi um vís- indamenn sem einnig hafa barist fyrir málstað sínum, en ekki endi- lega haft jafn góðan málstað að verja. Þar má til að mynda nefna líffræðinginn dr. Paul Ehrlich sem síðustu áratugi hefur verið ötull talsmaður fyrir náttúruvernd og gegn því þjóðfélagi sem við búum í. Sem dæmi má nefna að hann hélt því fram árið 1968 að á átt- unda áratugnum myndu hundruð milljóna manna farast úr hungri því jörðin gæti ekki brauðfætt all- an þann fjölda sem á henni yrði. Reynslan hefur leitt allt annað í ljós og vegna tækniframfara sem dr. Ehrlich berst gegn er nægur matur til fyrir alla jarðarbúa. Annar „vísindamaður“ úr búðum umhverfisverndarsinna, dr. Lest- er Brown, hefur haldið svipuðum kenningum á loft og hann hefur ekki heldur sést fyrir í baráttunni fyrir málstað umhverfisvernd- arsinna. Úr umræðu um innlend átaka- mál eru einnig til dæmi um að vís- indamenn hafi haft rangt fyrir sér. Nefna má þann slag sem háður var um byggingu ráðhússins, en þótt menn muni það varla nú létu ýmsir eins og með byggingu þess húss yrðu unnin mikil umhverf- isspjöll og sumir þeirra gátu notað fræðititla til að leggja þunga á mál sitt. Því var haldið fram að hætt væri við að Tjörnin hyrfi með byggingu þessa húss eða að lífríki hennar raskaðist mjög og fuglar hyrfu. Tjörnin er þó enn á sínum stað og fuglalíf þar hefur líklega aldrei verið meira. Einn líffræð- ingur lét sig meira að segja hafa það í hita leiksins að mæla gegn ráðhúsinu á þeim forsendum að yfirborð sjávar kynni að hækka svo mjög að miðbærinn sykki í sæ. Miðbærinn er ekki sokkinn enn og kenningin um þessa nýju Atlantis virðist ekki ætla að rætast í bráð. Eitt af nýju deilumálunum eru umhverfisáhrif virkjana og álvera, en á þeim hafa vísindamenn ólíkar skoðanir. Allar eru þær skoðanir ágætt innlegg í umræðuna, en þær eru ekki yfir gagnrýni hafnar og enginn vísindamannanna getur krafist þess að skoðanir hans séu álitnar stóri sannleikur í málinu. Engum þeirra er heldur hollt að álíta sig svo hlutlausa gagnvart þessum málum að viðhorf þeirra geti ekki mótast af þeim tilfinn- ingum sem þeir bera til viðfangs- efnisins og tengjast ekki bein- hörðum staðreyndum. Annar málaflokkur sem ekki ætti að vera fræðimannanna einna er fiskifræðin. Áhugamenn um fiskifræði, sem þó hafa ekki hlotið opinbera viðurkenningu sem fræðimenn á því sviði, hafa sett fram rökstuddar efasemdir um að fiskifræðingar hafi rétt fyrir sér í ráðgjöf sinni um fiskveiðar. Hér verður ekki lagt mat á það hverjir hafa rétt fyrir sér, en gagnrýnin er nauðsynleg og full ástæða til að hlusta á hana. Óvissan er mikil og hver veit nema í ljós komi að áhugamennirnir höfðu rétt fyrir sér en fræðimennirnir ekki. Vísinda- og fræðimenn eru mik- ilvægir og skoðanir þeirra eru mikilsvert innlegg í umræðu um flókin mál. Menntun þeirra og fræðititill gefa þeim óhjákvæmi- lega ákveðið vægi í þeirri umræðu og þýða að meiri líkur eru til að þeir nái eyrum fólks. Vægi þeirra á hins vegar ekki að vera umfram þetta, þeir eiga ekki að vera end- anlegur dómstóll um álitamál og þeir eiga ekki að vera hafnir yfir þá gagnrýni sem aðrir menn þurfa að sitja undir. Kennivald vísindanna „Fræðimenn eru þrátt fyrir allt menn og hafa þess vegna skoðanir sem mótast hafa af tilfinningunum en ekki „vís- indalegum staðreyndum“ eingöngu.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is ✝ Elísabet ÁstaMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 1959. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Fríða Fanney Stef- ánsdóttir, f. 16. ágúst 1938, og Magnús Ragnar Sigurðsson, f. 25. ágúst 1928. Foreldrar Fríðu voru Elísabet Sigurbjörns- dóttir, f. 20. apríl 1902, d. 14. september 1990, og Stefán Jónsson, f. 14. febrúar 1900, d. 19. desember 1977. For- eldrar Magnúsar voru Guðrún Markúsdóttir, f. 22. júlí 1895, d. 23. júlí 1971, og Sigurður Einars- son, f. 6. júní 1903, d. 23 janúar 1971. Systir Elísabetar Ástu er Guðrún Magnúsdóttir, f. 19. maí 1957, maki Árni Þorvaldsson, f. 10. apríl 1955. Börn þeirra eru Þorvaldur Snorri Árnason, f. 25. júní 1976, Gígja Hrönn Árnadótt- ir, f. 20. janúar 1982, Árni Már Árnason, f. 9. október 1987. Bróð- ir Elísabetar Ástu er Stefán Magnússon, f. 24. ágúst 1970, maki Bryndís Björk Svav- arsdóttir, f. 23. októ- ber 1970, barn þeirra er Dagur Snær Stefánsson, f. 25. mars 1997. Elísabet Ásta gift- ist 16. júní 1979 Jens Ragnari Linberg Gústafssyni múrara- meistara, f. 26. októ- ber 1959. Foreldrar Jens eru Ólafía Jens- dóttir, f. 28. nóvem- ber 1937 í Selárdal, og Gústaf Kristjánsson, f. 29. september 1936, d. 14. febrúar 1986. Börn Elísabetar Ástu og Jens eru Ólafía Linberg Jensdóttir, f. 16. feb. 1979; Magnús Linberg Jensson, f. 26. janúar 1981, sambýliskona Lára Ólafía Einarsdóttir, f. 16. febrúar 1982. Barn þeirra er Sara Dögg Magnúsdóttir, f. 2. júlí 2002; Elísa Linberg Jensdóttir, f. 31. desember 1988. Útför Elísabetar Ástu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans góða systir mín. Mér fannst eins og þú yrðir alltaf hér, litla systir mín. Aldrei hefði mér dott- ið í hug að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Við systur vorum ekki mjög samrýndar á unglingsárum en áttum góðar stundir saman. Það var mjög kært á milli okkar eftir að við fórum að búa og eignast okkar börn. Börnin okkar eru á svipuðum aldri. Ég byrj- aði og átti Þorvald fæddan 1976, þú áttir Ólafíu 1979. Þetta var yndisleg- ur tími. Næst varst þú á undan og áttir Magnús fæddan 1981 og ég Gígju1982, síðan ég Árna fæddan 1987 og þú Elísu fædda 1988. Úti- legur og ferðalög upp í sveit úti í nátt- úrunni eru alveg ógleymanleg minn- ing. Ásta mín, við vorum miklar vinkonur. Þú svo róleg alla tíð og ég þessi frekja, en einhvern veginn passaði þetta saman. Ásta systir átti yndislegan mann, hann Jenna, og voru þau samstiga í lífinu. Það eru ófáar stundirnar sem við hjónin höfum skemmt okkur sam- an. Þú komst til mín þegar eitthvað var um að vera og galdraðir með þinni einlægni í verki veislu. Hún tók fimm mánuði baráttan við illræmdan sjúkdóm sem vann að lok- um. Þú barðist hetjulega og varst mikil hetja, aldrei var kvartað þó að á andlitinu væru sársaukadrættir. Nei, þú sagðir: Ég hef það ágætt. Við systur ætluðum með mennina okkar og börn til Krítar í júlí síðast- liðnum í eina viku, í fyrsta sinn til út- landa saman en tveimur vikum fyrir brottför kom þessi sjúkdómur í ljós og þér var bannað að fara því nú ætti að hefja meðferð strax. Þetta var mikið áfall, við fórum með Elísu, yngstu dóttir ykkar Jenna, og var ykkar sárt saknað. Í veikindunum var ósk sem systir mín vildi fram- kvæma hversu veik sem hún var. Ásta átti fimm mánaða gamla ömmu- stelpu og hennar ósk var að halda skírnarveislu sem fyrst. Það tókst henni og var sonardóttirin skírð Sara Dögg 12. október. Ásta var hetja að halda skírnina heima í Skólagerði 9 og taka á móti gestum eins veik og hún var. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ásta systir mín er farin aðeins 43 ára að aldri. Þessi glæsilega kona er búin að berjast við illvígan sjúkdóm sem tók hana í burtu frá okkur. Það eru grimm örlög fjölskyldu hennar að sjá á eftir ungri móður í blóma lífsins. Mamma og pabbi okkar, Fríða Fann- ey Stefánsdóttir og Magnús Sigurðs- son, þurfa nú að sjá á eftir elskulegri dóttur, eitthvað sem allir foreldrar óttast mest af öllu. Mig langar að þakka fyrir allar yndislegu stundirn- ar sem ég og fjölskylda mín áttum með Ástu systur og vona að guð hjálpi okkur að vera sterk á þessum erfiða tíma til þess að sigrast á þess- ari miklu sorg. Elsku Jenni, Lóa, Elísa, Maggi og Lára, missir okkar allra er mikill en ykkar þó mestur og bið ég guð að styrkja ykkur og lýsa fram á veginn í ykkar miklu sorg. Guðrún Magnúsdóttir. Látin er elskuleg tengdadóttir mín, Elísabet Ásta Magnúsdóttir. Ung kynntist hún Jens syni mínum eða 18 ára gömul og þá hófust okkar góðu kynni. Bjó hún hjá okkur Gústaf fyrsta árið þeirra í sambúð og kynnt- ist ég þá strax hennar góðu kostum. Alla tíð síðan hefur hún reynst mér og fólkinu okkar alveg einstaklega vel. Það er því mikill harmur og sökn- uður í huga okkar allra. Spurningar vakna. Af hverju þarf elskulegt fólk á besta aldri, sem á svo margt eftir ógert, að yfirgefa okkur? En þá er gott að leita til trúar á Guð og nú þeg- ar jólin eru rétt ókomin vonumst við eftir að fá styrk frá boðskap jólanna. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi Drottinn, lýstu mér svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Höf. ók.) Elsku Jens minn, Lóa, Elísa, Magnús, Lára og Sara Dögg. Guð varðveiti ykkur öll og styrki í sorg ykkar. Guð blessi okkar elskulegu Elísa- betu Ástu Magnúsdóttur um alla ei- lífið. Ólafía S. Jensdóttir. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Hvað réttlætir það að kalla svona unga konu til sín? Elísabet Ásta Magnúsdóttir eða Ásta eins og hún var alltaf kölluð af ættingjum og vinum var góð kona, hæglát og frekar hlédræg við fyrstu kynni en stutt í brosið og alltaf til í gleðskap. Henni var alltaf efst í huga hvað öðrum kom best. Jafnvel þegar hún var sem veikust og lá á líknar- deild Landspítalans var hún með hugann við fólkið í kringum sig og hvernig það hefði það. Ásta var alveg ótrúleg húsmóðir, góður kokkur og frábær bakari. Oft hefur verið erfitt að standast saman- burð við afmælisboð og veislur hjá Ástu. Eftir að börnin gátu farið að tjá sig var beðið um kökur eins og heima hjá Ástu og hitt og þetta sem allir höfðu smakkað hjá Ástu og alltaf var hún boðin og búin að aðstoða mann við að uppfylla kröfurnar. En þetta hafa örlögin fyrirséð og okkur ber að þakka fyrir þau ár sem við fengum að kynnast Ástu. Þakka fyrir öll boðin, heimsóknirnar, sam- veruna og ferðalögin, innanlands sem utan. Elsku Jenni, Lóa, Elísa, Maggi, Lára og litla Sara Dögg, okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar og til allra nánustu ættingja Ástu sem hafa hlúð að og staðið með henni þessa síðustu mánuði eins og klettar. Blessuð sé minning hennar. Ingi, Arna, Arnaldur og Júlía. Jæja, Bryndís mín, það er búið hjá henni Ástu. Svona var upphafið af símtali sem ég átti við Stefán sam- býlismann minn að kvöldi þriðju- dagsins 3. desember síðastliðinn. Hann var staddur uppi á spítala. Ásta mágkona mín var öll. Hún hafði lotið ílægra haldi í snarpri glímu við ill- vígan, hræðilegan sjúkdóm. Á slíkri stundu þyrmir yfir mann, einmitt þegar hátíð ljóss og friðar er í þann mund að ganga í garð, hátíð sem ber með sér gleði og frið fyrir flesta kristna menn. Á slíkri stundu efast maður um réttlæti almættisins. Hvaða réttlæti er í því að taka unga konu frá eiginmanni og þremur ynd- islegum börnum? Vonandi skilur maður það einhvern tíma, en ekki nú, ekki á þessari stundu. Ég kynntist Ástu mágkonu minni fyrir 8 árum, en þá fór ég að vera með Stefáni litla bróður hennar. Ég kynntist Ástu, Jenna og krökkunum þeirra þremur fljótlega. Það var allt- af notalegt að koma í Skólagerðið til þeirra. Alltaf var tekið vel á móti okk- ur og Ásta sem var myndarleg hús- móðir lagði á borð og bauð upp á kaffi og meðlæti. Síðan var setið og spjall- að um daginn og veginn enda gaman að tala við Ástu og Jenna og sveif léttleikinn alltaf yfir vötnum á þess- um stundum. Stundum vorum við boðin í mat í Skólagerðið og var það jafnan tilhlökkunarefni því að Ásta var góður kokkur og Jenni snilldar grillari. Það er ekki oft sem maður sér hjón eins og Ástu og Jenna. Það skein jafnan af þeim hamingjan, þau voru alltaf eins og ástfangnir unglingar og hver maður gat séð að á milli þeirra ríkti mikil virðing og ást. Það var ekki nóg með að á milli þeirra ríkti ást og virðing, þau voru líka frábærir foreldrar sem var umhugað um vel- ferð barnanna sinna þriggja, hvöttu þau til dáða í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, hvort sem það var íþróttaiðkun af einhverju tagi. Það var líka aðdáunarvert að sjá hvernig þau hvöttu Lóu dóttur sína til dáða í því söngnámi sem hún leggur stund á. Í sumar veiktist Ásta og það var einstakt að fygjast með því hvernig hún tókst á við veikindi sín. Hún var ótrúlega sterk, vildi ekki að aðrir hefðu áhyggjur af sér og leitaðist við að lifa lífinu á eins eðlilegan hátt og mögulegt var. Þegar Stefán átti af- mæli í ágúst sl. átti fjölskyldan ánægjulega helgi saman. Við fengum lánaðan sumarbústað foreldra minna og fengum góða heimsókn frá Ástu, Jenna og Elísu dóttur þeirra. Einnig kom Gurra systir hennar ásamt Árna eiginmanni sínum og börnum þeirra. Þarna voru líka tengdaforeldrar mín- ir, Fríða og Magnús. Fjölskyldan var þarna nánast öll samankomin, við grilluðum góðan mat, fórum í heita pottinn og spjölluðum saman fram eftir nóttu. Þetta var skemmtileg helgi og nú þegar hún Ásta okkar er farin eru það minningar eins og þessi sem geta hjálpað okkur að græða sárin. Elsku Jenni, Lóa, Elísa, Maggi, Lára og Sara Dögg. Við Stefán og Dagur Snær sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég vona að þið fáið styrk til að takast á við þennan mikla missi og þessa miklu sorg nú þegar hátíð ljóss og friðar er um það bil að ganga í garð. Guð geymi Elísabetu Ástu Magn- úsdóttur. Bryndís B. Svavarsdóttir. Mig langar til að minnast mágkonu minnar og vinnufélaga, sem er nú lát- in eftir stutt og hatrammt stríð við ill- vígan sjúkdóm, með fáeinum orðum. Ég var aðeins þriggja ára þegar Ásta kom inn á æskuheimili mitt og bjó hjá okkur þar til hún og Jenni bróðir stofnuðu sitt eigið heimili. Ég fékk oft að vera hjá þeim sem barn og lék ég mér þá við Lóu frænku, en ELÍSABET ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.