Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 37 ÁRNI Egilsson bassaleikari hefur búið á vesturströnd Bandaríkjanna um árabil og starfar þar að hljóðfæra- leik og tónsmíðum. Á tveimur nýleg- um geisladiskum er að finna fjölbreytt úrval verka hans. Á þeim fyrri, Re- flections eru fimm verk, Reflections fyrir sinfóníuhljómsveit, leikið af Sin- fóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Hannu Koivula; Blær fyrir blásara- kvintett, samið fyrir Blásarakvintett Reykjavíkur en hér leikið af Holly- wood Studios Woodwinds Quintet; Just a Thought fyrir píanó, leikið af Gloriu Cheng; Erinnerungen við ljóð Dorette Egilsson flutt af Claudine Carlson mezzósópran og Robert Hunter píanóleikra, og loks Dies irae, sem Kór Langholtskirkju syngur með Kára Þormar organista, undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verk Árna eru jafnmisjöfn og þau eru mörg. Synd væri að segja að Árni væri nútímalegt tónskáld, og ekkert verkanna, nema kannski blásara- kvintettinn Blær kemur nokkurn hlut á óvart. Þó er ýmislegt fagmann- lega gert. Hljómsveitarverkið Re- flections er prýðisgott verk og margt fallegt í því. Það truflar þó, sérstak- lega í fyrri hluta þess, hvað tónlistin dregur dám af verkum tveggja rúss- neskra tónskálda, Rimskíj-Korsak- ovs og Stravinskíjs; – Scheherazade og Vorblótið þrengja sér óþægilega í gegnum tónmál Árna. Blær er besta verkið á diskinum og fantavel leikið. Það rís úr djúpinu; – fagottið á dulúðugt inngangsstef, og gefur tóninn fyrir það sem á eftir kemur. Djúpu hljóðfærin þruma á botninum meðan klarinetta og flauta reyna að brjótast undan þyngslum bassans í fjörmiklum tvíleik. Loks tekur fagottið við sér og allt brestur í leikandi dans. Óbóið á fallegt sóló í þokkafullum og hægum millikafla. Þetta er rytmískt verk og skemmti- legt; – kallar strax á eyrað, og maður vill hlusta á það aftur og aftur. Just a Thought er innhverf hug- leiðing fyrir píanó, hæg og stillt en ekki grípandi. Erinnerungen er sönglag; – gam- aldags í stíl – hér kemur Richard Strauss upp í hugann, en söngkonan Claudine Carlson skilar sínu þó af mesta þokka. Dies Irae fyir orgel og kór – er það sísta af þessum verkum, og er tæplega hæft til útgáfu eins og það er hér – upptakan er ekki góð – kórinn er allt of langt frá hljóðnem- unum og syngur auk þess ekki vel. Verkið skapar svo sem ekkert tilefni til innblásturs fyrir söngvarana – engar tónhugmyndir sem gefa því líf eða lit – það er einfaldlega allt of langdregið og með öllu óspennandi. Það sem Árni Egilsson gerir best hér, er músíkin fyrir blásara og sin- fóníuhljómsveit. En vandamálið er að það vantar karakter í tónlistina, Árni virðist ekki hafa getað markað hana persónulegum stíl eða svipmóti. ALLT annan og persónulegri tón er að heyra á diski Árna Egilssonar, Bassically Yours, með verkum fyrir hljóðfæri hans, kontrabassann. Fyrsta lagið, To Dorette, tileinkað konu Árna, er hugljúf ballaða og fyrsta flokks tónsmíð. Það vekur at- hygli að flestir tónlistarmennirnir sem leika hér eru af austur-evrópsk- um ættum. To Dorette léku Roman Patkoló, kornungur bassaleikari frá Slóvakíu og ungur píanóleikari frá Úkraínu, Milana Chernyavska. Tom Thumb er samið fyrir tvo bassa og pí- anó – inngangur bassanna er langur og plokkaður, en þegar píanóið skerst í leikinn taka bassaleikararnir upp bogana. Það er einhver angur- vær og jafnvel þjóðlagslegur tónn í þessu fína lagi, en auk fyrrnefndra hljóðfæraleikara er Úkraínumaður- inn Rúslan Lutsyk hér á annan bassa. Báðir hafa ótrúleg tök á lýr- ískum leik á þetta dimma hljóðfæri. Þriðja verkið er bassasóló: An Old Fashioned Bass Piece, sem Roman Patkoló. Þetta er þriggja þátta verk, í anda einleiksverka Max Regers fyrir lágfiðluna. Árni semur firnavel fyrir bassann og veit hvar og hvernig hann nýtur sín best – hvort sem er í hæg- ferðugri ljóðrænu eins og í miðþætt- inum eða hraðri virtúósík eins og í ytri þáttunum. Þetta er gott verk þótt nýjabrumið rjúki ekki upp af því, og afskaplega fallega leikið. Aðrar undurfallegar ballöður í anda fyrsta lagsins eru A New Beginning, Love- song for you, og Air, fábærlega fal- lega leiknar af Roman og Milönu. Con Elephanza er samið fyrir tvo kontrabassa, og leikið af Roman Patkoló og Ruslan Lutsyk. Prýðis- gott verk og skemmtilegt og eins og annað hér mjög vel spilað. J&A er eina verkið á diskinum eftir annað tónskáld, djass sellistann Fred Katz. Þetta er dúó fyrir selló og bassa, leik- ið af Jerome Kessler á sellóið og Árna sjálfum á bassa. Þetta er frem- ur hefðbundið og formfast þriggja þátta verk, en djassskotið og sérdeil- is áheyrilegt. Öfugt við fyrri diskinn er hér á ferðinni svipsterk músík þar sem verk Árna bera skýr höfundarein- kenni, lýrík og angurværð í bland við glettni og húmor. Það sem mestu skiptir er hvað hljóðfæraleikurinn er framúrskarandi og lipur. Í þessari tónlist hefur Árni Egilsson fundið sinn persónulega tón. Tvær hlið- ar Árna Egilssonar TÓNLIST Geisladiskar Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hollywood Studios Woodwinds Quintet; Gloria Cheng, Claudine Carlson, Robert Hunter og Kór Langholtskirkju með Kára Þormar organista undir stjórn Jóns Stefánssonar flytja verk eftir Árna Egilsson, Cambria 2002. REFLECTIONS Bergþóra Jónsdóttir Roman Patkoló, Ruslan Lutsyk, Milana Chernyavska, Jerome Kessler og Árni Egilsson leika verk fyrir kontrabassa eftir Árna Egilsson. Arnaeus Music 2002. Bassically Yours sér hvort myndlistargagnrýni hér sé ætlað það hlutverk að fjalla um slíka iðju. Nú þegar hannyrðavinna er á undanhaldi í þjóðfélaginu og komnar fram nýjar kynslóðir sem ekki þekkja til útsaums og þeirra möguleika sem hann felur í sér finnst mér samt sjálf- sagt að vekja athygli á slíku. Það er listsaumur og einkennist af frjálsum saumsporum, þetta gefur hannyrða- konunni mikið rými sem hún nýtir sér vel. Þetta er skemmtilegur saumur sem hægt er að umgangast frjálslega, saumsporin eru frá örfáum millimetr- um upp í nokkurra sentimetra löng til dæmis og minna stundum á pensilför. Myndir Guðríðar eru ekki stórbrotin listaverk og ekki ætlun þeirra að vera það en í þeim flestum er að finna áhugaverða og fallega fleti þar sem þráðurinn og litirnir leika í höndum hennar og skapa fallega áferð og lif- andi mynd. Að mínu mati væru sumar myndirnar betri ef ekki glansaði svona á þræðina, varkárara litaval og mattara garn gæti hentað betur sér- staklega þeim myndum sem sýna jarðargróðurinn, þar tekst Guðríði einna best upp. Í lítilli sýningarskrá segir Guðríður að myndirnar séu unnar sem frí- stundaföndur. Nú má velta því fyrir ÞAÐ fyrsta sem vekur undrun þeg- ar gengið er niður í sýningarsal Man á Skólavörðustíg er fjöldi myndanna sem þar getur að líta en þær eru yfir fjörutíu að tölu og liggur mikil vinna að baki hverri þeirra. Guðríður er greinilega ein af þeim sem aldrei fell- ur verk úr hendi og nýtir vel hverja stund sér og öðrum til ánægju. Í Listasalnum Man sýnir hún afrakstur tómstundaiðju rúmra tveggja ára- tuga. Myndefni hennar er mestmegn- is náttúra landsins, stundum staðir sem henni eru kærir. Myndirnar saumar hún í léreft sem strengt er á blindramma. Saumurinn er kallaður ekki bara áhugafólk um hannyrðir sem hefur gaman af þessum mynd- um, listnemar og listamenn sem leita nýrra tjáningarmáta eða vilja sækja til hefðarinnar gætu hér fundið inn- blástur. Lífsfylling MYNDLIST – HANNYRÐIR Listasalurinn Man Til 14. desember. Sýningin er opin á verslunartíma. ÞETTA ER LANDIÐ ÞITT, LISTSAUMUR, GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR Ragna Sigurðardóttir „Mjög þá heiðin magnar seið …“, verk eftir Guðríði B. Helgadóttur. JPV-ÚTGÁFA hefur gengið frá sölu á útgáfurétti á Heimsins heimskasti pabbi eftir Mikael Torfason til útgáfu- fyrirtækja í Þýskalandi og Litháen. Bókin kom út árið 2000 og var til- nefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári. Hún var ennfremur til- nefnd til Bók- menntaverðlauna DV. Bókin vakti athygli útgefenda á bókaráðstefn- unni í Frankfurt í október og hefur JPV útgáfa gengið formlega frá samningum við útgáfu- fyrirtækin Tropen Verlag í Þýska- landi og Pasvirés Pasaulis í Litháen. Að sögn Jóhanns P. Valdimarsson- ar hjá JPV standa samningaviðræður yfir við stóra útgefendur í Bandaríkj- unum og á Ítalíu og útgefendur víðs vegar um heim hafa óskað eftir frek- ari upplýsingum um bókina og höfund hennar með hugsanlega útgáfu í huga. Bók Mikaels seld til Þýskalands Mikael Torfason VEISLAN eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi á Smíðaverk- stæðinu síðan í apríl á liðnu leikári og verður 50. sýning á verkinu annað- kvöld, laugardagskvöld, og er það jafnframt síðasta sýning fyrir jól. Verkið gerist í sextugsafmæli Helga þar sem ættingjar hans og vinir fagna tímamótunum með viðhöfn. Leikendur eru Hilmir Snær Guðnason, Arnar Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Rúnar Freyr Gísla- son, Elva Ósk Ólafsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Stefán Jónsson, Erlingur Gíslason, Þóra Friðriksdóttir, Yapi Donatien Achou, Kjartan Guðjónsson og Þórunn Lárusdóttir. Píanóleikari er Jóhann G. Jóhannsson. Veislan fimm- tíu sinnum ♦ ♦ ♦ Tilraunabók barnanna er eftir Berndt Sundsten og Jan Jager. Þýð- andi er Örnólfur Thorlacius. Bókin opnar börnum leið að heimi tilraunavís- inda. Þau komast að því, hve skemmtilegt það getur ver- ið að uppgötva, hvernig hlutirnir gerast – og hvað gerist ekki. Hér er lýst fjölda skemmtilegra og einfaldra tilrauna sem hver og einn getur sjálfur gert. Bókin er ríkulega myndskreytt. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 45 bls. Verð: 1.280 kr. Börn E kk e rt e ld h ú s á n E L B A .. . P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 INNBYGGINGAOFNAR hvítir-svartir-spegil-stál 11-624: 4ra kerfa hvítur 28.900,- 21-623: 4ra kerfa stál 39.900,- 21-820: 7-kerfa stál 49.900,- 41-820: 8-kerfa, 3 litir 49.900,- DC-70: 2ja hólfa stál 59.900,- Breiðir ofnar, 70 og 90 cm: 700-80: 8-kerfa stál, nýr 69.900,- 101-80: 8-kerfa stál 89.900,- HELLUBORÐ, RAF- OG GAS 4ra h. steypt, hv. eða stál Frá 14.900,- 4ra h. keramik, hv. eða stál - 29.900,- 4ra h. -m/snertirofum, stál - 49.900,- 2ja h. gas, hv. eða stál - 13.900,- 4ra h. gas, hv./sp./stál - 23.900,- 5 hellu gas, stál kr. 45.900,- Raðeiningar í miklu úrvali, m.a. „Barbecuegrill“ á aðeins 17.900,- Veggvifta hvít eða svört 5.900,- Veggháfur 60 cm stál kantaður 19.900,- Veggháfur 90 cm stál kantaður 25.900,- Veggháfur 60 cm stál rúnnaður 24.900,- Veggháfur 90 cm stál rúnnaður 29.900,- Eyjuháfur 65x90 cm stál 59.900,- Ath. Kolsíur fylga (innifaldar í verðinu) FJÖLDI PAKKATILBOÐA, t.d.: 1. Fjölvirkur hvítur ofn, helluborð með 4 hellum og vifta. JÓLAVERÐ - aðeins Kr. 49,900,- 2. Fjölvirkur stálofn og kermikhelluborð með snertirofum. JÓLAVERÐ - aðeins Kr. 79,900,- Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki - nú á eldheitu ti lboðsverði með vænum jólaafslætti! 2ja ára ábyrgð. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. AUKABÓNUS: Við kaup á 2 tækjum samtímis veitum við 3% aukaafslátt, 5% við kaup á 3 tækjum og 7% við kaup á fjórum eða fleiri. ELDHEITT JÓLATILBOÐ Ath.Verðið í auglýsingunni er staðgreiðsluverð. Raðgreiðslur til allt að 36 mánaða í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.