Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 53 ✝ Ellert Jón Jóns-son fæddist í Reykjavík 11. októ- ber 1944. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi fimmtudaginn 5. des- ember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns G. Kárasonar sjómanns, f. á Hólum í Bolung- arvík 7. júlí 1912, d. 5. desember 1953, og Elínar Guðjónsdótt- ur, f. í Oddgeirshól- um í Hraungerðis- hreppi í Árnessýslu 30. mars 1906, d. 16. október 1944. Fósturmóðir Ellerts var Kristjana Guðmunds- dóttir, f. á Egilsstöðum í Villinga- holtshreppi í Árnessýslu 11. maí 1913, d. 4. september 1995. Systur Ellerts voru Katrín Jónsdóttir, f. 1932, d. 1989, og Hallfríður Rósa Jónsdóttir, f. 1940, d. 1983. Upp- eldisbróðir Ellerts er Guðlaugur Már Sigmundsson, f. 1951, kvænt- ur Hildigunni Friðjónsdóttur, f. 1958. Synir þeirra eru Árni, f. 1982, og Guðni Hrafn, f. 1993. Hinn 3. júlí 1965 kvæntist Ellert eftirlifandi konu sinni Þórdísi Hlöðversdóttur, f. í Reykjavík 20. apríl 1945, dóttur hjón- anna Hlöðvers Ein- arssonar renni- smíðameistara, f. 18. desember 1911, d. 4. desember 1983, og Sigurrósar Eddu Ófeigsdóttur, f. 16. nóvember 1917. Son- ur Ellerts og Þórdís- ar er Hlöðver, starfsmaður skrif- stofu Alþingis, f. 3. mars 1964, kvæntur Helgu Guðmunds- dóttur, aðstoðarmanni tannlækn- is, f. 20. júlí 1967. Dætur þeirra eru Hrefna, f. 6. febrúar 1995, og Þórdís, f. 25. febrúar 2001. Ellert starfaði hjá Landhelgis- gæslunni veturinn 1961-1962 og var vélamaður hjá Sambandinu 1962-1966. Hinn 1. maí 1966 hóf hann störf í lögreglunni í Reykja- vík og hefur starfað þar óslitið síðan. Hann gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum innan lög- reglunnar. Útför Ellerts verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hallgrímur Pétursson orti um Dauðans óvissa tíma. Hann slær allt hvað fyrir er. Söknuðurinn eftir góðan dreng er hversu lengi hann þurfti að berjast og hve baráttan var langvinn. Fráfall Ellerts kann að vera sú líkn sem lögð er með þraut. Víst hefir vaskur vinnumaður verið kallaður af velli heim um miðjan dag. Friður er yfir lífs- göngu Ellerts J. Jónssonar, friður í minningunni um hinn trausta sam- starfsmann, friður huggi syrgjend- ur, friður sé með okkur öllum. Vistin í starfi og leik með mínum góða félaga er lituð þeirri minningu að þótt báðir þegðu um hagi sína að mestu var næg vinnugleði til þess að geta búið þröngt um árabil án vinnustaðarpirrings. Við félagarnir þrír reyndum að vera sjálfstæðir og sjálfsagt sérkennilegir og varla þurft mikið til. Þá vitleysan fer að heltaka einstaklinginn og tilveran fer á slig er varla annað að gera en aðstoða viðkomandi og fá hann í réttstöðu. Hver dagur er breyti- legur og um að gera að fara ekki að frelsa heiminn. Ellert J. Jónsson var með hærri mönnum að vexti, þrekvaxinn, and- litsfall og limaburður í samsvörun, óáleitinn en fastur fyrir. Hann var vart mannblendinn en vinfastur þar sem hann tók. Ellert var mikill af sjálfum sér og vanur harðri vinnu, því dugðu honum mannkostir og viðhorf til fólks svo öldur kyrrðust. Fæddur við Bakkastíginn í Reykjavík og hvorki með gull- né silfurskeið í munni. Hann ruddi sjálfur lífsgötu sína. Sporaslóðir þeirra Þórdísar skár- ust. Langar samvistir og hjúskapur voru staðfesta hans. Ellert J. Jóns- son barðist bæði fyrir lífi sínu og þráaðist við manninn með orfið. Á sínum tíma réðst í lögreglulið Reykjavíkur reyndur maður til sjós og lands 1. maí 1966. Þekkti bæj- arbraginn og frá fyrsta degi eft- irsóttur félagi í hverri raun. Ellert kom til starfa þá róstur voru tíðk- aðar og lögreglan með báðar hend- ur fullar að halda uppi skikk. Hann var liðsmaðurinn sem gott var að vera nærri. Kvatt er með hógværð. Þórdísi, syni þeirra hjóna, tengdadóttur og barnabörnum veri blessuð minn- ingin um góðan dreng. Með þökk, Björn Sigurðsson, Bjarni Hólm Bjarnason. Góður drengur er genginn, góður vinur er dáinn. Minnir hann enn á máttinn, maðurinn slyngi með ljáinn. Því lögmáli lúta vil ég að lífið sig endurtaki. Að, vinur, þú eigir í vonum það vor sem þú átt að baki. Aftur að fæðast og annast ástvini þína kæra. Allt sem er bilað og brotið til betri vegar að færa. (Kristján Árnason frá Kistufelli.) Tjaldið er fallið. Ellert Jón Jóns- son, lögreglumaður, andaðist að morgni dags 5. desember síðast lið- inn, aðeins 58 ára að aldri. Andláts- fregn hans kom okkur félögum hans í lögregluliði Reykjavíkur svo sem ekki á óvart. Heilsu hans hafði hrakað nú í haust og lífskrafturinn farið þverrandi og hygg ég sem þessar línur rita, að hvíldin hafi verið honum kærkomin. Hlutverki hans í þessu stóra og endalausa leikriti jarðlífsins er þar með lokið. Leikritinu þar sem nýir leikendur stíga stanslaust fram á sviðið, í stað þeirra sem af því hverfa. Hann er kominn baksviðs, þangað sem við öll förum að lokum, þegar höfundur og leikstjóri sýningarinnar sem öllu ræður, kallar okkur þangað, og ákveður þar með að hlutverkum okkar í þessu jarðneska leikriti sé lokið. Þar munu hins vegar bíða okkar stærri og viðameiri hlutverk, því þá verðum við reynslunni ríkari og útskrifuð úr skóla lífsins. Ellert vinur okkar var búinn að heyja langt stríð gegn illvígum sjúkdómi, krabbameininu, sem fáum þyrmir. Það var búið að standa í um 15 ár. Í mörgum orust- um hafði hann þó unnið sigur í þessari hörðu baráttu. Það var aðdáunarvert og oft alveg ótrúlegt að fylgjast með Ellerti í þessari baráttu hans, hvað hann stóð af sér hvert áfallið af öðru. Þetta var orð- ið okkur félögum hans svo vana- legt, að við trúðum því jafnvel að svo yrði einnig nú. Allan þennan tíma stóð hann sig sem sönn hetja, æðraðist aldrei vegna veikinda sinna eða líðanar, sem oft var örugglega mikið verri en við hinir gerðum okkur grein fyrir, þó svo að hann mætti ávalt til vinnu sinnar eftir fremsta megni. Nei Ellert bar ekki veikindi sín á torg. Við allir félagar þínir í lögregl- unni óskum þér góðrar heimkomu, kæri vinur, og megir þú eiga bjarta framtíð í nýjum heimkynnum, laus við átök og stríð gegn illvígum sjúkdómi. Góður félagi er horfinn af leiksviðinu, við hittumst ekki í bráð, en vonandi aftur síðar hressir og kátir að vanda. Við þökkum þér góð kynni, samstarfið og allar sam- verustundinar í gegnum öll árin sem við áttum með þér. Minningin um góðan dreng og félaga mun lifa í hugum okkar allra. Við erum þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Eftirlifandi eiginkonu Ellerts, syni þeirra hjóna, tengda- dóttur, barnabörnum og öðrum ættingjum og venslafólki biðjum við Guðs blessunar og megi hann gefa ykkur styrk til að yfirstíga sorgina og missinn. Blessuð sé minning Ellerts Jóns Jónssonar. Starfsfélagar úr lög- reglunni í Reykjavík. ELLERT JÓN JÓNSSON ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist á Kaldbak á Eyrar- bakka 13. desember 1912 og hefði því orðið 90 ára í dag. Hún lést í Víðihlíð, dvalarheimili aldr- aða í Grindavík, 10. október síðastliðinn. Faðir hennar var Jón verslunarmaður á Eyrarbakka, f. 1876, Sigurðsson fangavarðar í Reykjavík, Jónsson- ar ritstjóra Þjóðólfs, málafærslu- manns og alþingismanns í Reykjavík, Guðmundssonar í Melshúsum í Reykjavík og á Stóru-Reykjum í Flóa, f. 1744, Bernharðssonar í Ölvaðsholti í Flóa, f. 1722, Jónssonar. Móðir hennar var Helga, f. 1890 á Eyrarbakka, Jónsdóttir Árnasonar, rokkasmiðs og bónda á Kaldbak, f. 1853 í Lunansholti. Sólveig kona hans, f. 1849 á Geldingalæk, Magnúsdóttir í Þjóðólfshaga, f. 1806, Magnús- sonar síðasta bónda á Víkingslæk 1803–1812, svo í Bolholti, f. 1779. Ingibjörg átti engin alsystkini, en upp komust þrír bræður hennar samfeðra; Sigurður, Frí- mann og Þorvaldur. Sammæðra og eftirlifandi eru systkini hennar; Jón, f. 7. júlí 1920, bóndi á Haukagili í Hvítár- síðu, Sigurður Vig- fús, f. 5. sept. 1922, bifvélavirki í Kefla- vík, og Jóna, f. 15. sept. 1930, húsmóðir í Keflavík. Eiginmaður Ingi- bjargar var Sigfús Guðmundsson, f. 26. mars 1909 á Háeyr- arvöllum á Eyrar- bakka, d. 5. ágúst 1969. Ingibjörg og Sigfús giftu sig 28. okt. 1938 og hófu búskap í Keflavík. Stundaði Sigfús sjó- mennsku mestan part starfsæv- innar, á togurum framan af, en seinna á bátum og oft sem for- maður. Börn þeirra eru: 1) Sólveig, f. 20. ágúst 1939, gift Birgi Jón- assyni. 2) Eygló, f. 17. apríl 1942, í sambúð með Thomas Reichert. 3) Jón, f. 9. ágúst 1943, kvæntur Ernu Einarsdóttur. 4) Helgi, f. 16. apríl 1949, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur. Eru barnabörn Ingibjargar þrettán. Langömmu- börnin eru orðin fjórtán og langalangömmubarn er eitt. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móðurtryggð. (Freysteinn Gunnarsson.) Ég vil minnast þín nokkrum orðum, mamma. En ég ætla ekki að minnast á afrekin þín og hin mismunandi störf, sem þú inntir af höndum á langri ævi. Það vildir þú ekki og að auki var trú þín sú, að ekki verði spurt um verkin sem við framkvæmdum hér á jörð, heldur með hvaða verkfærum þau voru unnin. Verkfærin sem ég sá þig vinna fyrst með voru iðnin og trú- mennskan. Þá vil ég muna þig hlæjandi eins og þegar þú sagðir frá því, að spáð hefði verið fyrir þér að þú mundir verða hundrað ára, og börnin ættu að verða eins og sandur á sjáv- arströnd. Hver veit nema fjöldi barnanna eigi eftir að rætast. Og aldurinn, það vantaði ekki nema tíu ár – hvað er það af einni ævi? Þar sem ég var yngstur af krökk- unum naut ég þess, að fá að fara með í alls konar ferðalög með ykk- ur pabba og svo seinna með þér. Sumrin í Valhöll á Þingvöllum voru engu lík. Aldrei minna en vika í senn og við nokkrir strákar áttum staðinn. Pabbarnir í veiði- túrum en mömmurnar stundum hálf áhyggjufullar, því við vorum á bátunum frá morgni til kvölds. Seinna tóku við alvöru ferðalög með Árnesingunum og þá m.a. til Norðurlandanna. Minnisstæðast er þó ferðalag í Landmannalaugar. Sumt fólkið var nokkuð roskið og mátti á tímabili vart sjá hvernig fjallgangan, sem farið var í ætlaði að enda. En samheldnin og áræðn- in hjá þessu fólki, sem fæst hafði vanist fjalllendi var ótrúleg. Þá varst þú mamma komin af léttasta skeiðinu, en stóðst þig samt ótrú- lega vel og kláraðir gönguna eins og hinir. Í mörg ár á eftir var ver- ið að biðja þig fyrir kveðjur til mín með þeim orðum: „Að ekki veit ég hvernig þetta hefði endað, ef hann Helgi sonur þinn hefði ekki verið með okkur“. Ég man alltaf hvað ég var stirður eftir hlaupin upp og niður að aðstoða fólkið, og mikið var stjanað við mig um kvöldið, og aldrei hef ég legið eins lengi í laugunum og í þessu ferðalagi. Já, það er margs að minnast, þegar litið er til baka og eitt er víst, að sá sem verður gamall, safnar sér heilum forða af lífs- reynslu – og það er gert með ýms- um hætti. Þegar við hættum svo að fara saman í ferðalögin skiptir þú bara um gír. Þú komst í heimsókn og dvaldir oft löngum hjá okkur. Fyrst komstu í heimsókn til Nor- egs þar sem ég var í námi. Man ég hvað þér þótti þetta skemmtileg ferð, og hafðir þú dótturdóttur og nöfnu þína með þér til fulltingis. Nokkrum árum seinna varstu svo að koma ein til Danmerkur til okk- ar. Minntist þú svo oft á það hvar þú hafðir verið á gangi með Sigfús Helga í vagni eða kerru. Ferðalög- um þínum fækkaði ekkert þó ald- urinn færðist yfir. Þú komst mörg- um sinnum norður til Akureyrar, og þar varstu aftur með vagn og kerru og nú með nafna þinn. Þá minnist ég allra ferðanna þinna út í Hrísey, þar sem þú undir þér í bláberjabrekkunum austur á ey. Þú gafst þér þó tíma til þess að líta upp, er ég benti þér yfir á Látraströnd og sagði þér frá hinni horfnu byggð og raunum fólksins sem bjó þar. Þá minnist ég þess hve þið Alda í Holti náðu vel sam- an. Hún er farin yfir móðuna miklu fyrir nokkrum árum. Það voru ein áramót sem skildu ykkur að í aldri. Nú er ég viss um að þið eruð spá í heklaða dúka og alls konar útsaum, en það var ykkur sameiginlegt – óbilandi áhugi á hannyrðum. Hún var stutt dvölin þín í Víði- hlíð, en við viljum þakka hjúkr- unarfólkinu þar innilega, einnig starfsfólki hjá Dagdvöl aldraðra í Keflavík, og allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu. Guð blessi minningu þína. Helgi Sigfússon. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hugheilar þakkir fyrir samúð, vináttu og kær- leika sem okkur hefur verið sýndur, við lát elskulegs sonar okkar, sambýlismanns, föður og barnabarns, KÁRA ÞÓRIS KÁRASONAR múrara. Þórunn Káradóttir Hvasshovd, Stein Hvasshovd, Snædís Róbertsdóttir, Alexander Máni, Alexander, Sigursteinn Snær, Aþena Sól, Anna J. Eiríksdóttir, Kári Þórir Kárason. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.