Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 63 AÐ undanförnu hafa sjálfstæðis- menn í Mosfellsbæ farið mikinn um fjármál bæjarins. Er helst á þeim að skilja og þannig birtist það almenn- ingi, að bæjarfélagið sé á barmi gjaldþrots. Byggja þeir málflutning sinn á árshlutauppgjöri fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs og leiðast verulega af leið í túlkun sinni á þeirri niður- stöðu. Árshlutauppgjörið segir að- eins til um stöðuna á þeim tíma- punkti en ekkert um árið í heild þar sem dreifing kostnaðar og tekna er mjög mismunandi eftir mánuðum ársins. Ekki hafa sjálfstæðismenn haldið á lofti megin niðurstöðum í skýrslu endurskoðunarskrifstofunn- ar sem er eftirfarandi: „Þrátt fyrir skuldsetningu bæjarsjóðs sam- kvæmt árshlutareikningi 30. júni 2002 teljum við að þegar horft er til heildareignar og framtíðarmögu- leika sveitarfélagsins sé staða bæj- arsjóðs í heildina litið traust.“ Er þetta í samræmi við það sem fyrrum meirihluti G- og B-lista hefur haldið fram og er einnig niðurstaða eftir- litsnefndar með fjármálum sveitar- félaga. Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs, sem sett var fram af fyrri meirihluta, var gert ráð fyrir að að rekstur bæjarsjóðs tæki til sín um 83% af skatttekjum fyrir fjármagns- liði. Venja er að fjáhagsáætlun árs- ins sé endurskoðuð að hausti og þá gerðar ráðstafanir ef rekstur og framkvæmdir eru að fara út fyrir þann ramma. Ekki hefur meirihluti sjálfstæðismanna séð ástæðu til að endurskoða fjárhagsáætlunina sem hlýtur að túlkast þannig að hún sé ekki að fara úr böndunum þegar til alls ársins er litið. Að svíkja kosningaloforð Í ljósi þessa velta menn því fyrir sér hver sé tilgangur sjálfstæðis- manna með slíku offorsi og gífuryrð- um um fjárhagsstöðu bæjarins. Að mínu mati er það nokkuð ljóst. Í fyrsta lagi eru sjálfstæðismenn að réttlæta málflutning sinn í kosninga- baráttunni sl. vor og virðast ekki komast út úr þeirri umræðu en gera sér ekki grein fyrir þeim skaða sem þeir valda bæjarfélaginu með slíkum málflutningi. Í öðru lagi sjá sjálf- stæðismenn að þeir geta ekki staðið við kosningaloforð sín frá því í vor og eru því að undirbúa að réttlæta það fyrir bæjarbúum með tilvísan í fjár- hagsstöðu bæjarins og kenna fyrri meirihluta um allt saman. Sjálfstæð- ismenn boðuðu í kosningabaráttunni að auka framlag frá rekstri með sparnaði í kerfinu sem næmi tugum milljóna, að auka þjónustu við bæj- arbúa, sem í raun felur í sér aukinn rekstrarkostnað og fjárfestingar, og að auka ekki álögur á bæjarbúa. Nú kveður við annan tón hjá sjálfstæð- ismönnum og hafa þeir m.a. boðað hækkanir á þjónustugjöldum sem gætu numið tugum þúsunda hjá barnafjölskyldum. Allt er það fyrr- um meirihluta að kenna. Fjárfestingar og þjónusta Þó sjálfstæðismenn vilji láta svo líta út þá hefur ekkert nýtt komið fram um skuldastöðu bæjarins. Hún hefur komið fram í ársreikningum hvers árs sem sjálfstæðismenn hafa skrifað undir. Það er einnig ljóst til hverra hluta lántökum hefur verið varið sem er fyrst og fremst til upp- byggingar grunnskóla, leikskóla og aðstöðu til íþrótta og tómstunda sem fyrrum meirihluti sjálfstæðismanna hafði vanrækt. Árunum 1995 til 2001 numu fjárfestingar bæjarins um 3,4 milljörðum þar af var fjármagnað frá rekstri um 1,8 milljarða. Aukning nettó skulda bæjarins nam um 1,6 milljörðum. Skuldir bæjarins námu um 1 milljarði á núverandi verðlagi er meirihluti G- og B-lista tók við á árinu 1994. Grunnskólahúsnæði var aukið um 35% og grunnskólinn ein- setinn, deildum á leikskóla hefur fjölgað um 70% og biðlistum barna 2 ára og eldri hefur verið útrýmt. Árið 1994 voru um 49% barna á leikskóla- aldri í leikskóla, nú eru um 90% þeirra í leikskóla og 1994 voru um 22% þeirra sem voru í leikskóla í heils dags vistun en eru nú um 80%. Nýtt íþróttahús var byggt á tíma- bilinu. Það er ljóst að Mosfellsbær er kominn yfir erfiðasta hjallann í upp- byggingu á aðstöðu til þjónustu við bæjarbúa þó ýmislegt sé eftir. Því er séð fyrir endann á þeirri miklu fjár- festingu sem bærinn hefur þurft að standa í. Það skiptir miklu að það mikla uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið á undanförnum árum verði ekki skemmt með skammsýni og illa ígrunduðum og fljótfærnisleg- um aðgerðum sem því miður virðist felast í fyrirhuguðum aðgerðum sjálfstæðismanna. Er Mosfellsbær gjaldþrota? Nei! Eftir Jónas Sigurðsson „Nú kveður við annan tón hjá sjálf- stæðis- mönnum.“ Höfundur er bæjarfulltrúi G-lista Samfylkingar og VG í Mosfellsbæ. „LEIFTURSÓKN gegn verð- bólgu“ voru vígorð Sjálfstæðis- flokksins í kosningabaráttu fyrir Al- þingiskosningar í lok áttunda áratugarins. „Leiftursókn gegn lífs- kjörum“ öskraði forsíða Þjóðviljans heitins daginn eftir, þegar áróðurs- meistarar blaðsins höfðu farið hönd- um um slagorð Sjálfstæðismanna. Okrað á neytendum Þá var barist við verðbólgubálið sem öllu virtist ætla að eyða. Nú er barist gegn okurvöxtum og svívirði- legu matarverði. Neytendur á Ís- landi greiða hærra verð fyrir nauð- þurftir og lánsfé en nokkur önnur vestræn þjóð. Nema ef vera skyldu Norðmenn, félagar okkar í EES- samstarfinu. Í aðdraganda kosning- anna næsta vor á umræðan fyrst og fremst að hverfast um verð á mat- vælum og lánsfé því sem almenning- ur hefur aðgang að til að koma þaki yfir höfuð fjölskyldna sinna. Leift- ursóknin í vetur á að vera gegn þeim bölvaldi sem lífskjaraokrið er. Hvað er til ráða? Hvað þarf að koma til að slá á okrið sem tröllríður samfélaginu? Vel má vera að full að- ild að Evrópusambandinu yrði til þess. Það á eftir að koma í ljós þegar og ef Íslendingar ganga til viðræðna um aðild að breyttu bandalagi eftir stækkunina austur. Áframhaldandi EES-samstarf verður allavega ekki til þess, þar sem aðeins er tíma- spursmál hvenær Norðmenn draga sig þaðan út og sækja um aðild að ESB. Þessum staðreyndum horfa stjórnvöld framhjá og ekkert er gert til að undirbúa þau vatnaskil sem framundan eru í utanríkismálum Ís- lendinga. Lífskjörin og leiftursóknin Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. „Nú er barist gegn okur- vöxtum og svívirðilegu matarverði.“ Helgarferð til London fyrir 2 kostar um 100.000kr. - gæti breytt lífi þínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.