Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAM kom í máli Valgerðar Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra á Alþingi í gær að hún vonaðist til þess að geta lagt fram á Alþingi frumvarp vegna fjárfestingarsamnings ríkissjóðs og bandaríska álfyrirtækisins Alcoa um álver á Reyðarfirði að loknu jólafríi. Kom þetta fram í máli ráðherra við utandagskrárumræðu um stöðuna í samn- ingaviðræðum um Kárahnjúka- virkjun. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar. Hann sagði m.a. að það væri með ólíkindum hve mótsagnakennd- ur og misvísandi málflutningur ríkisstjórnarinnar og forsvars- manna Landsvirkjunar væri í málefnum fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar. „Einn daginn á að grannskoða allar forsendur og samningstilboð en hinn daginn er staðhæft að allt sé klappað og klárt,“ sagði hann. Hann sagði stjórnvöld haga seglum eftir vindi í þessu máli til þess að ná fram þeim ásetningi sínum að virkja við Kárahnjúka. Iðnaðarráðherra gerði í umræðunni grein fyr- ir stöðu samningaviðræðna við Alcoa. „Á næstu dögum verður samningur milli stjórnvalda, Landsvirkjunar og Alcoa áritaður. Mikilvægt er að gera grein fyrir gildi áritunar. Ekki er um eiginlega undirskrift að ræða og því ekki skuld- bindandi fyrir aðila máls,“ sagði hún. Greindi hún frá því að sjálfur samningstextinn yrði ekki undirritaður fyrr en eftir áramót. „Þegar samn- ingstextinn liggur fyrir þarf að afla heimildar Alþingis, samþykkis sveitarstjórnar Fjarða- byggðar, stjórnar Alcoa, Landsvirkjunar og hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.“ Þá, sagði hún, þyrfti niðurstaða Skipulagsstofnunar að liggja fyrir auk niðurstöðu eftirlitsstofnunar EFTA. „Samningar þeir sem snúa að ríkinu verða ekki undirritaðir fyrr en allt þetta liggur fyrir.“ Ráðherra gerði einnig að umtalsefni fram- komna kröfu um að ekki verði samið við Alcoa á meðan dómstólar hafi ekki kveðið upp lokaúr- skurð í málaferlum í tengslum við mat á um- hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. „Fram er komin krafa,“ sagði ráðherra, „um að viðræðum við Alcoa verði frestað þar til niðurstaða dóm- stóla liggi fyrir í máli andstæðinga virkjunar- innar.“ Ráðherra lagði áherslu á að umrætt dómsmál væri ekki nýtt. Áður hefði svipuðu máli frá sömu aðilum verið vísað frá dómi. „Það er auðvitað hægt að leggja málið aft- ur og aftur fyrir dóm, en það er ekki hægt að ætlast til þess að samningaviðræður leggist af við það. Þetta er enn ein tilraun and- stæðinga til að hafa áhrif á málið.“ Ráðherra beindi spjótum sín- um einnig að náttúruverndarsam- tökum og sagði að þau hefðu vald- ið vonbrigðum. Sérstaklega norðurhjaradeild WWF. „Þessir aðilar hafa ítrekað orðið uppvísir að villandi upplýsingum í erlendum fjölmiðlum,“ sagði hún og minntist á grein Árna Finnssonar, framkvæmdastjóra Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem birtist í erlendu tímariti fyrir um tveimur árum. Með greininni hefði verið birt mynd af Dettifossi, tek- in af Guðmundi Páli Ólafssyni, og sagt að sá foss væri einn þeirra fossa sem yrðu virkjaðir fyrir Noral-verkefnið. Ráðherra sagði að þarna hefði vísvitandi verið farið með rangt mál. „Þetta eru baráttuaðferðir íslenskra umhverfisverndar- sinna. Svona bera þeir sig að við erlend fyrirtæki og samtök. Ég get ekki annað en gagnrýnt slík vinnubrögð, jafnvel þótt vísindamenn taki þátt í þeim.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, tók fram síðar í umræðunni að umrædd myndbirt- ing væri tveggja ára gömul. Myndbirtingin hefði verið mistök. „Og margoft er búið að leiðrétta og biðja velvirðingar á mistökunum,“ sagði hún. Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, minnti m.a. á að þegar Alþingi hefði samþykkt heimild til Kárahnjúkavirkjunar hefði stór meirihluti þingmanna Samfylkingarinnar stutt heimildina. Sá stuðningur hefði þó verið með ákveðnum fyrirvörum. Meðal annars þeim fyrirvara að áætlanir um arðsemi stæðust. „Við töldum auk þess að taka þyrfti lögin um mat á umhverfisáhrifum til endurskoðunar með tilliti til þess hvernig fara skuli með kæru til ráðherra vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar,“ sagði hún. „Leikreglurnar þurfa að vera skýrar. Þá eru minni líkur á kærum og klúðri.“ Að lokum minnti Svanfríður á að Kárahnjúka- virkjun og álver við Reyðarfjörð væri ekki í höfn. Næðust samningar þyrfti ríkisstjórnin að reyna að ná sem mestri sátt um málið. Ánægjulegt hve vel gengi Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði það ánægjulegt hve vel gengi í samningaviðræðum um fyrirhugað álver við Reyðarfjörð. „Það verður að segjast eins og er að nú þætti okkur Austfirðingum óskaplega gott að sjá fyrir endann á samningaviðræðum þannig að hægt verði að hefjast handa fyrir alvöru á framkvæmdum.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, fjallaði um þær framkvæmdir sem þegar væru hafnar vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Ég spyr með hvaða rétti er Landsvirkjun að sprengja við fremri Kárahnjúka?“ spurði hún, „og með hvaða leyfi eru verktakar Lansdvirkjunar að eyði- leggja alla vegi á svæðinu með þungaflutningum [...]. Hver er aðkoma Náttúruverndar ríkisins að þessum framkvæmdum? Hefur hún eitthvað eft- irlit með þeim náttúruverðmætum sem verið er að eyðileggja? Eða er hún bara múlbundin og kefluð einhvers staðar ofan í skúffu?“ Þingmaður Framsóknarflokksins, Hjálmar Árnason, ítrekaði að engin framkvæmd á Íslandi hefði hlotið jafn ítarlegan undirbúning og fram- kvæmdirnar sem hér um ræddi. „Vitanlega eru skiptar skoðanir um verkið en kjarni málsins er sá að undirbúningur allur er samkvæmt lögum. En hörðustu andstæðingar halda baráttu sinni áfram. Við því er ekkert að segja og það er eðli- legt nema í þeim tilvikum þegar gripið er til hreinna rangfærslna á vafasömum forsendum.“ Í máli Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Sam- fylkingarinnar, kom fram að Kárahnjúkavirkjun væri orðið eitt mesta átakamál síðari ára. Þó væri mikill stuðningur við málið á Alþingi. „Ég tel hins vegar að það séu engin efni til þess að fresta þessu máli af þeim ástæðum að menn standi í málaferlum. Það myndi einfaldlega hafa það í för með sér að það væri hægt að taka mál af þessu tagi í gíslingu.“ Lifi af hundasúrum Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði að ástæða væri til að fagna því hve undirbúningur framkvæmdanna gengi vel og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði að í málinu væri komin upp herferð Fram- sóknarflokksins gegn umhverfisverndarsinnum og vísindamönnum. „Það er ekki hægt að kalla þetta annað en herferð; sérstaka herferð Fram- sóknarflokksins þar sem verið væri að reyna að reyta æruna af nafngreindum vísindamönnum og baráttufólki fyrir umhverfisvernd.“ Stein- grímur sagði að kjarni málsins væri sá að efa- semdir úti í atvinnu- og viðskiptalífinu, vegna framkvæmdanna, færu ört vaxandi. „Atvinnu- lífið og sérstaklega útflutningsgreinarnar eru að átta sig á því að hækkandi vextir, styrking á gengi krónunnar og versnandi starfsskilyrði hins almenna atvinnulífs verður gríðarlegur fórnarkostnaður sem óskyldir aðilar munu þurfa að bera verði ráðist í þessa framkvæmd.“ Að lokum sagði Ísólfur Gylfi Pálmason, þing- maður Framsóknarflokksins, að um gríðarlega mikilvægar framkvæmdir væri að ræða. Fram- kvæmdir sem ættu eftir að hafa áhrif á hagkerfi Íslendinga. Hann beindi síðan spjótum sínum að þingmönnum VG og sagði: „Hver er atvinnu- stefna þessara félaga okkar í Vinstri grænum. Jú, hún er eitthvað á þessa leið: Við þurfum að gera eitthvað annað.“ Að þessum orðum sögðum kallaði Ögmundur Jónasson fram í fyrir Ísólfi Gylfa en sá síðarnefndi hélt ótrauður áfram og sagði: „Það er nákvæmlega það sem ég er farinn að trúa, að háttvirtur þingmaður sem gapar og galar hér fram í, sé farinn að trúa því að við get- um lifað af fjallagrösum og hundasúrum.“ Utandagskrárumræða um stöðuna í samningaviðræðum vegna fyrirhugaðs álvers Samningar verði undir- ritaðir eftir áramót Morgunblaðið/Sverrir Valgerður Sverrisdóttir var í eldlínunni í utandagskrárumræðunni um stöðu álversviðræðna. Þingmenn tókust á um fyrirhugaðar stór- iðjuframkvæmdir í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Arna Schram hlýddi á um- ræðuna, en þar gagnrýndi iðnaðarráðherra framgöngu umhverfisverndarsinna. arna@mbl.is SVONEFNDUR tannskemmda- stuðull 12 ára barna var, skv. til- tækum upplýsingum frá Skólatann- lækningum Reykjavíkur, um það bil 1,6 árið 2001. Þá voru 48% 12 ára barna án tannskemmda árið 1996. Annars staðar á Norðurlöndum er tannskemmdastuðull 12 ára barna á bilinu 1–1,5 og hlutfall 12 ára barna sem er án tannskemmda á bilinu 35–61%. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra, Jóns Krist- jánssonar, á Alþingi við fyrirspurn Þuríðar Backman. Tannskemmda- stuðull 1,6 SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson, hefur lagt fram á Al- þingi lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir því að Ferðamálasjóður verði lagður niður frá og með 1. janúar 2003. Jafnframt er gert ráð fyrir því að eignir og skuldir sjóðsins verði yf- irteknar af ríkissjóði og að umboð stjórnar Ferðamálasjóðs falli niður. „Ekki er gert ráð fyrir opinberri inn- köllun frá lánardrottnum Ferða- málasjóðs en gert er ráð fyrir að Byggðastofnun verði falið að sjá um innheimtu útlána sjóðsins,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Í greinargerðinni kemur fram að samgönguráðherra hafi vorið 2002 skipað vinnuhóp til að fara yfir stöðu Ferðamálasjóðs. „Tilefni þess var sú staða sem var komin upp í fjármál- um sjóðsins að eiginfjárhlutfall upp- fyllti ekki skilyrði laga nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskipta- banka og sparisjóði,“ segir í grein- argerð. Umrætt frumvarp er af- rakstur úttektar vinnuhópsins. Í greinargerð kemur fram að sam- komulag hafi náðst milli samgöngu- ráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og fjármálaráðuneytis um að stuðning- ur við verkefni á sviði ferðaþjónustu verði áfram veittur í formi samstarfs Ferðamálaráðs og Byggðastofnun- ar. Verkefnin verði annars vegar fjármögnuð með styrkjum ferða- málayfirvalda og hins vegar með lán- um frá Byggðastofnun. „Gert er ráð fyrir að fjármunir sem varið er í málaflokkinn muni nýtast betur en með núverandi fyrirkomulagi. Mark- mið verkefnanna verður að styrkja nýsköpun á sviði ferðaþjónustu, auk þess að efla hlutverk Byggðastofn- unar sem lánveitanda í ferðaþjón- ustu. Að öðru leyti er gert ráð fyrir fyrigreiðslu fjármálastofnana.“ Ferðamálasjóður verði lagður niður ÁGÚST Einarsson, varaþingmað- ur Samfylkingarinnar og Vil- hjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp sem hef- ur það að markmiði að Kauphöll Íslands sýni frumkvæði í því með stuðningi stjórnvalda að á hinu ís- lenska verðbréfaþingi verði hafin verslun með hlutabréf erlendra sjávarútvegsfyrirtækja. Kauphöll Íslands geti þar með orðið í far- arbroddi í hlutabréfaviðskiptum í sjávarútvegi í heiminum. Til þess að svo geti orðið þurfi að hafa skýr ákvæði í lögum um verslun með erlend hlutabréf. „Ísland hefur allar forsendur til að verða miðstöð fjármálavið- skipta í sjávarútvegi þar sem hér er umtalsverð sérþekking í sjáv- arútvegi og nær sú sérþekking ekki hvað síst til viðskipta með hlutabréf í þessum geira,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Þar segir að mörg fordæmi séu fyrir því að félög skrái sig í kaup- höllum sem séu miðstöðvar á sínu sviði. „Þannig eru flest stór málm- fyrirtæki skráð í kauphöllinni í London og alþjóðleg siglingafyrir- tæki eru mörg skráð í norsku kauphöllinni þótt aðsetur fyrir- tækjanna sé annars staðar. Ís- lendingar eru ellefta mesta fisk- veiðiþjóð í heimi og sjávarútvegur er eina sviðið þar sem Íslendingar hafa sterka efnahagslega stöðu á alþjóðlegum vettvangi.“ Kemur ennfremur fram í greinargerð að það yrði íslensku efnahagslífi mjög til framdráttar ef pólitískur vilji yrði fyrir því að gera frum- varpið að lögum. Bréf erlendra fyr- irtækja á markað ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Fjölmörg þingmál fara til annarrar og þriðju umræðu. Þá er gert ráð fyrir því að þingfundum Alþingis verði frestað í dag fram til 21. janúar nk. Þingið fari í jólafrí í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.