Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MAPPA NÚMER 80 Þær tölur, sem fram komu í Morg-unblaðinu í gær, um fjölda málahjá Barnavernd Reykjavíkur og álag á starfsfólk þar, eru sláandi og sýna við hversu erfiðan vanda er að etja í barnaverndarmálum í borginni. Stöðugildi hjá Barnaverndinni eru 18,5 og samkvæmt könnun sem gerð var sl. sumar hefur hver starfsmaður að með- altali 80 mál á sinni könnu. Það þýðir að tæplega 1.500 barnaverndarmál séu í vinnslu hverju sinni. Jafnframt kemur fram að 20 ný mál komi til kasta Barna- verndar í viku hverri, sem þýðir að um 1.000 mál koma upp á ári. Þetta eru háar tölur og skýra að sumu leyti þá gagnrýni, sem oft heyrist frá þeim, sem bera hag illa staddra barna og unglinga fyrir brjósti, að kerf- ið sé sinnulaust og svifaseint og engin úrræði finnist fyrr en það sé um seinan. Orsökin er augljóslega a.m.k. að hluta til sú að sá mannskapur, sem fæst við barnaverndarmálin, annar einfaldlega ekki álaginu, enda eru mörg þessara mála ákaflega viðkvæm og flókin við- ureignar. Í niðurstöðum úttektar á starfi Barnaverndar Reykjavíkur, sem greint var frá í blaðinu í gær, segir að máls- meðferð barnaverndarmála hafi batnað með aukinni sérhæfingu, sérstaklega í málum yngri barna. Þó hafi málsmeð- ferð tekið lengri tíma og mál eldri barna ekki fengið þann forgang sem þyrfti. Það hlýtur að vera mikilvægt að mál eldri barnanna fái ekki síður skjóta úrlausn enda er fólk í þeim tilfellum oft í kapphlaupi við tímann að bjarga ung- lingum frá fíkniefnum, afbrotum og misnotkun. Björk Vilhelmsdóttir, formaður fé- lagsmálaráðs Reykjavíkur, segir að endurskoða þurfi verklag og vinnslu barnaverndarmála hjá borginni. Hún útilokar ekki að fjölga þurfi starfs- mönnum Barnaverndar. Það er brýnt að taka á þessum vanda. Þar getur þurft að kosta einhverju til, en þá má ekki gleyma því að sá kostn- aður getur orðið til þess að fyrirbyggja að annar kostnaður falli á samfélagið síðar meir, s.s. vegna afbrota, heil- brigðisvandamála eða félagslegra erf- iðleika barnanna, sem eiga í hlut. Síðast en ekki sízt eiga börnin sjálf betra skilið en að mál þeirra lendi e.t.v. neðst í bunka með 80 möppum, sem ætlazt er til að sami maðurinn sinni. Skjót við- brögð og fagleg vinnubrögð geta skipt miklu eða öllu um framtíð þeirra ein- staklinga, sem í hlut eiga. STARFSUMHVERFI ÖRYRKJA Eins og kunnugt er stóð Múlalund-ur, elsta og stærsta öryrkja- vinnustofa landsins, frammi fyrir rekstrarvanda í upphafi þessa árs, en niðurstaða rekstrarúttektar starfs- manns félagsmálaráðuneytisins á starfsemi fyrirtækisins, sem sagt var frá í byrjun október, leiddi í ljós að skynsamlegt væri að halda rekstri fyrirtækisins áfram þó að breytinga og hagræðingar væri þörf. Félags- málaráðuneytið, Svæðisskrifstofa mál- efna fatlaðra í Reykjavík og SÍBS skrifuðu þá undir þjónustusamning um verndaða vinnu og starfsþjálfun hjá fyrirtækinu og tryggðu því þar með áframhaldandi rekstrargrund- völl. Starfsemi Múlalundar á sér langa og merkilega sögu en markmið starf- seminnar er að veita fötluðum ein- staklingum tímabundna þjálfun við vinnu sem síðan auðveldar þeim að komast inn á almennan vinnumarkað. Óhætt er að fullyrða að slík endurhæf- ing, t.d. eftir slys eða önnur áföll, sé þeim sem hennar njóta ómetanleg. Hún getur skipt sköpum í lífi fólks, ekki síður en líkamleg endurhæfing eða sjúkraþjálfun, og þannig riðið baggamuninn í viðleitni öryrkja við að koma undir sig fótunum á eigin spýt- ur. Ekki þarf að efa að þeir sem búa við fötlun eða veikindi stríða iðulega einnig við lágt sjálfsmat og vanmátt- arkennd. Mikilvægur liður í andlegri uppbyggingu og auknu sjálfstrausti þeirra er ekki síst fólginn í því að gera þeim kleift að stunda vinnu við sitt hæfi í umhverfi sem miðast við þeirra þarfir, tímabundið eða til frambúðar. Þau dæmi sem Helgi Kristófersson framkvæmdastjóri Múlalundar nefndi í umfjöllun um fyrirtækið í blaðinu í gær, af fólki sem náð hefur árangri úti á vinnumarkaðinum eftir að hafa notið þeirrar þjálfunar sem starfsumhverfið á Múlalundi býður upp á, eru góður vitnisburður um bæði þjóðfélagslegan og einstaklingsbundinn ávinning slíkr- ar uppbyggingar. Það er full ástæða til að taka undir orð Helga um að „vinnustaður eins og Múlalundur [hljóti] alltaf að vera þjóðhagslega hagkvæmur. Hér fær fólk sín laun, við borgum fasteigna- skatta og önnur opinber gjöld eins og öll önnur fyrirtæki. Það hlýtur líka alltaf að vera betra fyrir samfélagið að fólk sé að vinna en liggi ekki heima aðgerðarlaust og bíði eftir bótunum sínum.“ VITLAUST REIKNAÐ Morgunblaðið birti í gær leiðarabyggðan á niðurstöðum fjölþjóð- legrar rannsóknar á launamun kynj- anna, sem Rannsóknastofa í kvenna- fræðum við Háskóla Íslands tók þátt í. Í þessum niðurstöðum kom á óvart ann- ars vegar að launamunur kynjanna væri mun meiri hér á landi en í sam- anburðarlöndum í Evrópu og hins veg- ar að munurinn væri miklu meiri í opin- bera geiranum en á almennum vinnu- markaði. Eins og sjá má af athugasemdum og leiðréttingum við niðurstöður könnun- arinnar í blaðinu í dag frá Háskólanum, Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna, Hagstofunni og fjármála- ráðuneytinu, var vitlaust reiknað í ís- lenzka hluta hennar, aðferðafræðinni áfátt og enginn fótur fyrir þessum tveimur niðurstöðum, sem komu á óvart. Launamunur kynjanna er um- talsverður, samkvæmt leiðréttum nið- urstöðum, en það var vitað fyrir. Það er auðvitað afleitt fyrir þá, sem taka þátt í umræðum um mál af þessu tagi, að ekki megi treysta fræðilegum útreikningum sem kynntir eru opinber- lega. Umræður um jafnréttismál, líkt og aðra málaflokka, verða að byggjast á réttum upplýsingum, sem fengnar eru með faglegum hætti. SEGJA má að hinir forsjálu hafiverið á ferðinni í verslunumbæjarins í gærkvöldi. Fólk semvill nota tímann fram að jólum vel og hefur gjarnan hugsað sér að nota síðustu dagana fyrir jólahátíðina í annað en að þeysast í hendingskasti og leita að gjöfum á síðustu stundu. Fólk sem Morgunblaðið ræddi við í gær, kaupmenn og viðskiptavinir, var al- mennt á því að það ætlaði að vera búið að kaupa jólagjafirnar á næstu dögum. Af þessu má vísast draga þá ályktun að þeir sem jafnan sjást skjótast í svitakófi í leit að gjöf til að gleðja sína nánustu, jafnvel á sjálfan aðfangadag, séu almennt ekki farnir að leiða hugann að jólaverslun. Framan af gærkvöldi var nokkuð af barnafólki á ferð, þ.e. þeir sem á annað borð treystu sér að ferðast með grisling- ana og teyma þá úr einni verslun í aðra. Börnin virtust taka þessu vel. Freist- ingar á hverju horni og þá má alltaf lauma góðri hugmynd að gjöf að mömmu og pabba. Sum fengu líka ís eða annað góðgæti. Nóg var að gera í verslunum og versl- unarmiðstöðum í gær og fólk gaf sér tíma í að skoða úrvalið. Kaupmenn voru almennt sammála um að Íslendingar væru fyrir þónokkru farnir að huga að jólaverslun og að hún færi vel af stað og væri síst minni en í fyrra. Nýtt kortatímabil segir til sín Ingibjörg Sveinsdóttir, vaktstjóri hjá bókaverslun Máls og menningar á Laugavegi, tók undir að jólaverslun hefði farið vel af stað og hún merkti að salan hefði tekið kipp eftir að nýtt korta- tímabil hófst 7. desember sl. Iðunn Vignisdóttir var niðursokkin í að velja bækur sem hún ætlar að senda til útlanda fyrir jólin. Iðunn sagðist hafa byrjað að kaupa jólagjafir fyrir tveimur vikum og tvær síðustu helgar hefði hún notað til að kaupa gjafir. Spurð hvernig henni líst á langan af- greiðslutíma verslana segir hún það sitt mat að verslun aukist ekki að sama skapi heldur dreifist hún frekar á dagana. „Það er mikið álag á starsfólki og ég held að álagið verði orðið ansi mikið undir það síðasta,“ segir hún.“ Á meðan skimar hún eftir Grandavegi 7 og Englum alheimsins á þýsku eða dönsku. Talið berst að visakortum og korta- tímabilinu sem nú er nýhafið. Iðunn orðar það svo að hún sé svo „heppin“ að kortinu hennar hafi verið stolið og hún hafi ekki enn fengið sér nýtt. „Þannig að ég veit hvað ég eyði og eyði ekki umfram það sem ég á.“ Í sömu verslun eru systurnar Soffía og Sif Melsteð að blaða í bókinni Frida. „Mig langar í þessa bók,“ segir Soffía kankvís á svipinn. Þær systur segjast sömuleiðis vera komnar langt með jóla- verslunina. Ætla að ganga um Lauga- veginn á Þorláksmessu og fjölskyldan hittist yfir kakói og kaffi. Frá Borgarnesi í bæinn Ingunn og dóttir hennar Sigrún voru að skoða kaffistell í búsáhaldadeildinni í Hagkaupun í Kringlunni. Þær gerðu sér sérstaka ferð í bæinn úr Borgarnesi ásamt dóttur Sigrúnar og lýsa því hvern- ig þær hafi þrætt verslanir og versl- unarmiðstöðvar frá því snemma um morguninn. Þær eru þó ekki vitund þreyttar. En eru þið þá búnar að versla allt fyrir jólin? „Já, næstum. Illu er best aflokið og það sem er eftir fáum við í Kaupfélaginu í Borgarnesi,“ segir Sigrún og hún og Ingunn skella upp úr. Dóttir Sigrúnar kafroðnar og hverfur á bak við eina hill- una. Hjörleifur Guðmundsson, starfsmaður í búsáhaldadeild Hagkaupa, er í óða önn að raða í hillurnar. Hann segir að mikið sé að gera í versluninni og margar vöru- tegundir séu nánast rifnar úr úr hill- unum jafnóðum og þeim er raðað upp. Hann segist ekki vera farinn að huga að jólagjöfum að ráði, þurfi ekki að kaupa margar hvort eð er og spáir því að hann muni kaupa gjöf handa frúnni á að- fangadag. Í verslun Skífunnar í Kringlunni úir og grúir af tilvonandi kaupendum tón- listar, myndbanda og tölvuleikja. Mikið er um að vera í menn hafa varl Á meðan á þess ungir herramen asta Starwars-l – Eruð þið by ir, strákar? – Nei, eiginle kór. Þeir Tóma Hreinssynir haf því að spila tölv benda á að þeir um í skólanum ustu. Það eru m ar sem eru byrj ætla að bíða me strákarnir og æ handa hvor öðr Í tískuvöruve aldur Friðgeirs aldur vinnur í a bregður sér þes kring til að kau sig. „Maður þarf hann og sér fra jólin á þennan h Dóri sem vin lifað nokkur jól að verslunin ha sem af er mánu fjölskyldufólk n tíma verslana. N haldsskólunum ist við afgreiðsl giskar á að þeg in á fullan skrið störfum þar. Verslun nú Tóta er önnu Top Shop í Smá viskusamlega f ur við greiðslu. uðu flíkurnar. Hún segir að sé síst minni nú jafnvel meiri. T og nýbúin að ljú – Þannig að þ yfir jólin? Jú, hún tekur hálfhissa þegar taki einhver vít til að halda sér uðinum. Sólveig Pétu stjóri í Debenha þar hafi í raun b svokölluðum sp Mikið sé af tilbo vörur sem séu á séu ekki endileg ar fólk lítur inn fyrir neðan sig snemma. Hún s sé hægt og bíta Ingunn og dóttir hennar Sigrún gerðu sér sérstaka ferð úr Borg- arnesi til að kaupa jólagjafir. Yfirleitt versla þær í heimabyggð. Iðunn Vignisdóttir var niðursokkin í að velja bækur sem hún ætlar að senda til útlanda fyrir jólin. Margir langt k Kaupmenn eru óðum að lengja afgreiðslutíma verslana gær voru verslanir í Smáralind og Kringlunni opnar t Verslanir í miðbæ og á Laugaveginum verða flestar opn frá og með deginum í dag. Kristján Geir Pétursson og J litu inn í nokkrar verslanir og ræddu bæði við kaupme skiptavini um jólaverslunina og annirnar fyrir jó Tómas Orri og Einar Logi Hreinssy léku tölvuleiki í rólegheitunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.