Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 13 „Ótrúleg bók ... spennandi lesning“ Súsanna Svavarsdóttir, Ísland í bítið: „Þegar maður kemst í svona bækur er ekki litið upp þann daginn. Besta bók Óttars ... vel skrifuð ... „kúl“ stíll ... ótrúleg bók ... spennandi lesning.“ Einar Bollason, sonur loftskeytamannsins á Geysi: „Ég taldi mig kunna þessa sögu ágætlega, en í bókinni kemur ótalmargt fram sem kom mér algjörlega á óvart. Bókin er með ólíkindum spennandi, enda las ég hana í einni striklotu.“ Ingigerður Karlsdóttir, flugfreyja á Geysi: „Þegar ég les bókina upplifi ég atburðinn á ný og finnst ég vera komin aftur upp á jökul.“ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 A L M ENNT EF NI M ET SÖLULISTI M BL2AL I I I M BL Óttar áritar með áhöfn Geysis Söguhetjur og höfundur „Útkall - Geysir er horfinn“ árita bókina á morgun, laugardag, í Pennanum, Kringlunni milli kl. 15 og 16. Sími 554 7700 Einar Runólfsson flugvélstjóri Óttar Sveinsson Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja Dagfinnur Stefánsson flugmaður Magnús Guðmundsson flugstjóri BRESKA ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að staðfesta ekki að svo komnu máli tillögu Umhverfisstofnunar Bretlands um að losunarheimildir kjarnorkuendur- vinnslustöðvar- innar Sellafield á Norður-Englandi á geislavirka efn- inu teknisíum 99 haldist óbreyttar. Stofnuninni hefur þess í stað verið falið að kanna innan þriggja mánaða hvort mögulegt sé að banna tíma- bundið, af umhverfis- og öryggis- ástæðum, losun á teknisíum 99 frá Sellafield. „Þetta er góður áfangasigur en það er of snemmt að fagna,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra. Hún segir ljóst að þrýstingur frá íslenskum, norrænum og írskum stjórnvöldum um að takmarka losun á efninu eða hætta henni alfarið hafi haft áhrif á gang mála. Umhverfis- stofnun Bretlands lagði til við bresku ríkisstjórnina að Sellafield fengi heimild til losunar á geislavirka efninu teknisíum 99 í sjó í óbreyttu magni til ársins 2006. „Það er mjög ánægjulegt að bresk stjórnvöld vilji láta stofnunina kanna þetta enn betur þannig að þrýsting- urinn hefur haft sitt að segja. Hvort niðurstaðan verði sú að banna losun er auðvitað óljóst á þessari stundu.“ Teknisíum er mjög skaðlegt geislamengandi efni sem eyðist á mjög löngum tíma. Það helmingast á 213.000 árum. Að sögn Sivjar er mesta mengunin af völdum efnisins frá Sellafield í Írska hafinu og þar er tölugildi mengunarinnar u.þ.b. 1000. Þaðan berast efnin með hafstraumum upp að vesturströnd Noregs þar sem tölugildið mælist um 50 og þaðan berast þau áfram upp með vestur- ströndinni og upp að Svalbarða og áfram að norðausturströnd Íslands þar sem tölugildið er 1. Megunin við Íslandsstrendur er m.ö.o. 1.000 sinn- um minni en í Írska hafinu. Áfram þrýst á Breta Siv segir að ekki sé vitað um lang- tímaáhrif jafnlítillar mengunar af völdum efnisins en hins vegar sé ekkert sem bendi til þess að hafið við Ísland muni bera sérstakan skaða af völdum þess. Hún segir að vegna hagmuna Íslendinga í sjávarútvegi hafi íslensk stjórnvöld ásamt öðrum þjóðum þrýst á bresk stjónvöld að hætta losun á teknisíum og geyma efnið á landi þar til tækni væri fund- in til þess að eyða efnunum. Stjórn- endur Sellafield hafi á hinn bóginn talið að það væri hættulegra að geyma efnin á landi því þaðan gætu þau borist í jarðveginn. Hún undirstrikar að þótt áfanga- sigur hafi náðst í baráttunni nú sé ekki um fullnaðarsigur að ræða. „Góður áfanga- sigur“ Siv Friðleifsdóttir PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra afhenti í gær forsvars- mönnum Geðhjálpar þriggja millj- óna króna framlag sem nýtast á til að efla og styrkja starfsemi Geðhjálpar. Ráðherra lét þau orð falla þegar hann heimsótti hús- næði Geðhjálpar að Túngötu að framlagið væri viðurkenning á því starfi sem félagið hefði innt af hendi í gegnum tíðina. Að sögn Sveins Magnúsar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, skoðaði ráðherra húsakynnin og kynnti sér starfsemina. Mikið er lagt upp úr því, að sögn Sveins, að virkja þá sem nýta sér þjónustu Geðhjálpar í að sinna hefðbundnum heimilis- störfum sem vinna þarf í dag- legum rekstri hússins, eins og að elda ofan í sig. Hann segir að þetta sé hluti af þeirri endurhæf- ingu sem komið hafi verið á eftir að iðjuþjálfar hófu störf hjá Geð- hjálp á þessu ári og því síðasta. Geðhjálp var stofnað árið 1979 og er ætluð þeim sem þurfa eða hafa þurft aðstoð vegna geð- rænna vandamála, aðstandendum þeirra og annarra sem láta sig geðheilbrigðismál varða. Rúm- lega 90 manns leita til félagsins á hverjum degi í einhverri mynd, með heimsóknum, símleiðis eða með tölvupósti. Fjölbreytt dagskrá er í boði sem kynnt er ítarlega á heima- síðu félagsins: www.gedhjalp.is. Geðhjálp fær þriggja milljóna króna framlag Morgunblaðið/Golli Eins og siður er á góðum heimilum var félagsmálaráðherra að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og með því þegar hann heimsótti húsnæði Geðhjálpar í gær. Hér ræðast þeir við, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Sigursteinn Másson formaður og Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.