Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 74
DAGBÓK 74 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÞAÐ hefur verið gagnrýnt aðfólk segi og skrifi Hagkaup í eintölu, þar sem orðið sé aug- ljóslega fleirtöluorð. Víkverji varð fyrir þessu á dögunum – að segjast hafa verzlað í Hagkaupi – og var réttilega ávítaður af les- anda. Víkverji reyndi að vísu að klóra í bakkann og afsaka sig með því að orð eins og Hagkaups- sloppur og Hagkaupsveldið hefðu unnið sér sess í málinu og það hefði ruglað Víkverja í ríminu. En nú er Víkverji orðinn enn ruglaðri. Honum áskotnaðist á dögunum matreiðslubókin Brauð- réttir Hagkaupa. Þegar Víkverji bjóst til að stinga bókinni í mat- reiðslubókahilluna blöstu við hon- um fjórir kilir bóka frá því sama (Baugs)veldi, nefnilega Veizlubók Hagkaups, Kökubók Hagkaups, Grillbók Hagkaups og Mat- reiðslubók Nýkaups. Í augum Hagkaupa sjálfra voru Hagkaup m.ö.o. í eintölu en ekki í fleirtölu þar til fyrir skemmstu og Ný- kaup heitin voru líka í eintölu. Hvað ætli hafi valdið því að Hag- kaup hætti að vera í eintölu og komst í fleirtölu? AF SVIPUÐUM toga er rugl-ingurinn um nafn stærsta ís- lenzka flugfélagsins, sem nú vill reyndar bara kalla sig Icelandair, jafnt á alþjóða- sem innanlands- markaði. Í því máli hefur rugling- urinn reyndar fólgizt í því að sum- ir halda að Flugleiðir sé eintöluorð í karlkyni, en ekki fleirtöluorð í kvenkyni. Af hverju eru þeir hætt- ir að kalla sig Flugleiði? var spurt á dögunum. Svo halda sumir meira að segja að Flugleiðir sé lýsing- arorð. A.m.k. sagðist annar við- mælandi Víkverja þeirrar skoðun- ar, að félagið ætti alls ekki að heita Flugleiðir, heldur Flugglaðir – það myndi skapa því svo miklu jákvæðari ímynd. x x x MARGT skrýtið og skemmti-legt má finna á veraldarvefn- um. Þar rakst Víkverji til dæmis á glænýja ályktun frá miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga, þar sem segir m.a.: „Og að auki hefur hún [ríkisstjórn Íslands] haf- ið uppbyggingu íslensks herliðs sem hún kallar „friðargæslulið“. Hin svokallaða friðargæsla fer fram á vegum Atlantshafsbanda- lagsins og er fólgin í að halda uppi lögum og reglu á svæðum þar sem hernaðarbandalagið hefur haft sig- ur í stríði. Fram til þessa hefur slíkt lið verið kallað hernámslið.“ Þar höfum við það. Ísland hefur hernumið Bosníu, Kosovo og Sri Lanka, að sjálfsögðu í óþökk heimamanna, sem sjálfsagt vildu heldur fjöldamorðin og borgara- styrjöldina, sem geisaði áður. x x x ANNAN skondinn pistil fannVíkverji á vef Heimdallar, frelsi.is, en þar er m.a. þessa lýs- ingu að finna á miðborginni: „Mið- bær Reykjavíkur, og þá sérstak- lega Laugavegurinn, minnir mann því miður sífellt meir orðið á um- hverfið í spaghettívestra. Ein að- algata sem má muna fífil sinn feg- urri. Húsin við götuna bara máluð að framan og hálftóm að innan. Einstaka köttur eða róni á ferli. Nánast enginn kominn til að versla og alltaf eykst framboðið af húsnæði til leigu eða sölu. Neyt- endurnir eru allir farnir í Kringl- una og Smáralindina. Þar eru líka frí bílastæði og skaplegt veður innandyra.“ Opið bréf til Mæðrastyrksnefndar Mæðrastyrksnefnd hefur sent öllum öryrkjum sem leigja hjá Öryrkjabanda- laginu 5.000 kr. úttekt hjá Bónusi sem kemur sér vel fyrir hluthafandi en aðra ekki. Til að uppfræða Mæðrastyrksnefnd hafa leigjendur bandalagsins aðgang að niðurgreiddum mat sem þeir geta fengið heim að dyrum. Einnig er niðurgreidd húsaleiga hjá bandalaginu sem Reykja- víkurborg tekur þátt í. Enginn líður viljandi skort heldur er forgangs- röðin röng hjá mörgu af þessu fólki. Neysla á grænmeti og ávöxtum er nánast engin. Nær væri að Mæðra- styrksnefnd styrkti Byrg- ið (Rockville) myndarlega, en þar er raunveruleg neyð og fjárþröng mikil en mikið hugsjónastarf unnið og menn hreinsaðir af Bakkusi sem ekki er gert hjá bandalaginu. Nær væri að gefa öllum öryrkjum nýja kokkabók eftir glæsikonuna Ágústu Johnson þar sem geðrækt fer fram í formi hollrar eldamennsku. Meinið liggur hjá ör- yrkjunum sjálfum sem kunna ekki að forgangs- raða. Sinnið því sem stofnað var til í upphafi, að hlúa að einstæðum mæðrum og minnkið jarmið sem kemur fram á hverju ári rétt fyrir jólin. Ég er öryrki sem líð ekki skort og fer eftir ráðleggingum Ágústu Johnson. Ingi Stein, Hátúni 10b. Tapað/fundið Blátt Puma pro-style hjól í óskilum GÍRAHJÓL, af gerðinni Puma pro-style, hefur staðið óhreyft við göngu- stíg í Granaskjóli um skeið. Hjólinu, sem er blátt að lit og auðsjáan- lega nýlegt, var í dag (10. des.) komið til lögregl- unnar í þeirri von að það rataði sem fyrst til eig- anda síns. Dýrahald Kisa í óskilum ÞESSI kisi var á þvælingi við Toyota-umboðið á þriðjudag og miðvikudag án ólar og eyrnamerking- ar. Ratar augljóslega ekki heim til sín. Mjög ljúfur og góður. Sá sem saknar hans getur vitjað hans í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík. Högni er týndur HÖGNI er bröndóttur köttur með skæra appels- ínugula ómerkta ól. Hann sást síðast við heimili sitt á Digranesheiði 4 mánu- daginn 9. desember. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 561 0171 eða 848 7619. Læðu vantar heimili 6 MÁNAÐA læðu vantar nýtt heimili vegna of- næmis á heimilinu. Hún er innikisa, marglit, vel upp alin og þrifin. Með henni fylgir allt tilheyr- andi. Upplýsingar í síma 896 0989. Kettlingar fást gefins 3 KETTLINGAR, svartir, fást gefins. Upplýsingar í síma 898 2855. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is VARÐANDI sumarlokun leikskóla hefur ekkert verið rætt um einstæðu foreldrana. Ég er einstæð þriggja barna móðir með tvö börn á leikskóla og eitt hjá dagmömmu. Ég get að sjálfsögðu ekki ráðið því hvenær dagmamman fer í frí svo að ef hún t.d. tekur frí í júní og leikskólinn lokar í júlí þýðir það að ég þarf að taka mér tveggja mánaða sumarfrí. Annar mánuðurinn launalaus. Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að fólk geri það? Ég skil ekki svona. Það munu örugg- lega margir vera í þessari stöðu ef sumarlokanir verða teknar upp, því vil ég biðja ráðamenn Reykjavíkurborgar að íhuga vel afleiðingarnar sem þetta hefur í för með sér. 130976-3879. Sumarlokun leikskóla 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kjáni, 4 fjárhæð, 7 kran- inn, 8 níutíu ára, 9 beita, 11 á kirkju, 13 ellimóð, 14 stóra, 15 felling, 17 hygg- in, 20 stór gryfja, 22 bú- vara, 23 leyfir, 24 var á hreyfingu, 25 magrar. LÓÐRÉTT: 1 vistaaukning, 2 viðar- tegund, 3 framkvæma, 4 snjór, 5 nemur, 6 tómum, 10 grípur, 12 veiðarfæri, 13 agnhald, 15 hláka, 16 skeldýr, 18 kirtill, 19 ást- fólgnar, 20 þrjóska, 21 belti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 viðsjálar, 8 kenna, 9 úldin, 10 Týr, 11 parta, 13 arður, 15 stekk, 18 staka, 21 ann, 22 ritin, 23 arinn, 24 siðavanda. Lóðrétt: 2 innir, 3 skata, 4 ákúra, 5 andúð, 6 skip, 7 knár, 12 tak, 14 rót, 15 sorg, 16 ertni, 17 kanna, 18 snaga, 19 aðild, 20 agns. Skipin Reykjavíkurhöfn: Árni Friðriksson kemur í dag. Kinsho Maru No.18, Mánafoss, Daian Maru No 1, og Hanseduo fara í dag. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er föstudagsins 13. des. er 80070 Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan. Jólabingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fóta- aðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Dansað í kringum jólatréð kl. 14. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, hár- greiðslustofan opin kl. 9– 16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 op- in verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göng- unni, allir velkomnir, kl. 14 brids og spila- mennska, hárgreiðslu- stofan opin 9–14. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl 13.30, pútt í Hraunseli kl. 13.30 námskeið í leir- mótun fyrir byrjendur kl. 13 vantar fleiri þátttak- endur. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in kl. 10–13. Morgunkaffi, blöðin og matur í hádegi. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spila- salur opinn, kl. 14. kóræf- ing. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9. 15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahópur, kl. 14–15 Gleðigjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Jólabingó kl. 14. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Litlu jólin verða haldin þriðjudaginn 17. des. nk. kl. 13–16. Á boð- stólum verður jólamat- ur, Þorvaldur Hall- dórsson kemur og sér um jólatónlistina. Skrán- ing á skrifstofunni í síma: 588 9335. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hár- greiðsla kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14–15 félagsráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Jóla- hugvekja verður fimmtudaginn 19.des. kl.10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests. Þor- valdur Halldórsson syngur og leikur á hljómborð. Allir vel- komnir. Nýtt jóga- námskeið byrjar mánu- daginn 6.janúar. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl.10.30– 11.30. Leiðbeinandi Hildur Björg Eydal. Frír prufu- tími, upplýsingar og skráning í síma 562 7077. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun. Jólabingó kl. 13.30 Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugardögum. Félag einhleypra. Jóla- undur á morgun kl. 20 í Konnakoti Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Húnvetningafélagið og Húnakórinn halda árlega jólaskemmtun í Húna- búð, Skeifunni 11, laug- ardaginn 14. des. kl. 15. Húnakórinn syngur, jóla- sveinn kemur í heimsókn. Kaffihlaðborð. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akra- nesi: í Bókaskemmunni, Stillholti 18, s. 431-2840, Dalbrún ehf., Brák- arhrauni 3, Borgarnesi og hjá Elínu Frímannsd. Höfðagrund 18, s.431- 4081. Í Grundarfirði: í Hrannarbúðinni, Hrann- arstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436-1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suður- eyri: hjá Gesti Krist- inssyni, Hlíðavegi 4, s. 456-6143. Á Ísafirði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456-3380, hjá Jón- ínu Högnad. Esso- versluninni, s. 456-3990 og hjá Jóhanni Káras., Engjavegi 8, s. 456-3538. Í Bolungarvík: hjá Krist- ínu Karvelsd., Miðstræti 14, s. 456-7358. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Á Blönduósi: blómabúðin Bæjarblómið, Húnabraut 4, s. 452-4643. Á Sauð- árkróki: í Blóma- og gjafabúðinni, Hólavegi 22, s. 453-5253. Á Hofs- ósi: Íslandspóstur hf., s. 453-7300, Strax, mat- vöruverslun, Suðurgötu 2–4, s. 467-1201. Á Ólafs- firði: í Blómaskúrnum, Kirkjuvegi 14b, s. 466- 2700 og hjá Hafdísi Kristjánsdóttur, Ólafs- vegi 30, s. 466-2260. Á Dalvík: í Blómabúðinni Ilex, Hafnarbraut 7, s.466-1212 og hjá Val- gerði Guðmundsdóttur, Hjarðarslóð 4e, s. 466- 1490. Á Akureyri: í Bóka- búð Jónasar, Hafn- arstræti 108, s. 462-2685, í bókabúðinni Möppudýr- ið, Sunnuhlíð 12c, s. 462- 6368, Pennanum Bókvali, Hafnarstræti 91–93, s. 461-5050 og í blómabúð- inni Akur, Kaupvangi, Mýrarvegi, s. 462-4800. Á Húsavík: í Blómabúðinni Tamara, Garðarsbraut 62, s. 464-1565, í Bóka- verslun Þórarins Stef- ánssonar, s. 464-1234 og hjá Skúla Jónssyni, Reykjaheiðarvegi 2, s. 464-1178. Á Laugum í Reykjadal: í Bókaverslun Rannveigar H. Ólafsd., s.464-3191. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.– fim. kl.10–15. Sími 568- 8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfe- lag.is. Í dag er föstudagur 13. desember, 347. dagur ársins 2002. Lúsíumessa. Orð dagsins: En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig.“ (Jóh. 12, 44.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.