Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 29 KOFI Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, ýtti í gær af stokkunum Ári vatns- ins og sagði þá, að vaxandi vatnsskortur gæti orðið undir- rót mikilla átaka þjóða í milli en einnig aukið skilning þeirra á aukinni samvinnu. Meginmarkmiðið með Ári vatnsins er að vekja athygli á þeim mikla vanda, sem vatns- skorturinn er, og hvetja til og ýta undir tilraunir til að leysa hann. Áætlað er, að 1,2 millj- arðar manna, fimmtungur jarð- arbúa, hafi ekki drykkjarhæft vatn og helmingi fleiri búa við algjöran skort á hreinlætisað- stöðu. Tölur SÞ sýna, að meng- að vatn verður árlega meira en þremur milljónum manna að fjörtjóni. „Ef ekkert verður að gert, mun vatnsskorturinn hrjá tvo þriðju jarðarbúa eftir tvo ára- tugi,“ sagði Louise Frechette, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, og bætti við, að afleiðingin af því væri „fátækt, sjúkdómar og örvænting“. Varað við vatns- skorti Sameinuðu þjóðunum. AFP. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fór í gær hörðum orðum um Trent Lott, leiðtoga repúblikana í öldungadeild, en margir túlka um- mæli hans fyrir nokkrum dögum sem stuðning við aðskilnað kyn- þáttanna. Bush krafðist þess þó ekki, að hann segði af sér eins og sumir hafa gert. Á samkomu í tilefni af 100 ára af- mæli öldungadeildarþingmannsins Strom Thurmonds sagði Lott, að hann hefði kosið Thurmond í forseta- kosningunum 1948 og hefðu aðrir landsmenn gert það líka, hefðum „við ekki þurft að glíma við öll þessi vand- ræði í öll þessi ár“. Eitt af helstu stefnumálum Thurmonds 1948 var aðskilnaður kynþáttanna og því hafa þessi orð Lotts vakið mikið uppnám. Hafa margir krafist þess, að hann segi af sér og undir það hafa tekið ýmsir kunnir repúblikanar. Segja þeir, að geti Lott ekki gefið sannfær- andi skýringu á ummælum sínum, verði hann að láta af þingmennsku. Lott baðst afsökunar á orðum sín- um síðastliðinn mánudag og sagði þau „klaufaleg“ en mörgum finnst ekki nóg að gert. Bush með ávítur á Trent Lott Fíladelfíu. AFP. Trent Lott OLÍUSKIPIÐ Princess Pia, sem skráð er í Panama, strandaði í gær í höfninni í Klaipeda í Litháen með 50.000 tonn innanborðs. Haft var eftir hafnaryfirvöldum, að engin ol- ía hefði farið í sjóinn vegna þess, að skipið var tveggja byrðinga. Áætl- að var að dæla olíunni úr því að hluta til að létta það og auðvelda þannig fjórum dráttarbátum að draga það af strandstaðnum. Kaf- arar staðfestu í gær, að þrjú göt væru á ytra byrðingnum en ekkert á þeim innra. Innri byrð- ingurinn bjargaði AP MIKIÐ óveður geisaði í sumum hér- uðum Frakklands í gær og var vitað um eitt dauðsfall að minnsta kosti. Óveðrið og meðfylgjandi flóð voru einna mest í og við borgina Mont- pellier í Suður-Frakklandi. Voru sum stræti hennar líkust straum- þungum ám og í þorpi skammt þar frá fórst kona, sem reyndi að fara á bíl sínum yfir á í miklum vexti. Hreif straumurinn bílinn með sér og bar hann langa leið. Um 200 manns varð að flytja frá heimilum sínum vegna flóða og víða grófust vegir í sundur í vatnavöxt- unum. Óveður í Frakklandi Montpellier. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.