Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 56
ALDARMINNING 56 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Gunnlaug Briem fæddist á Staðarstað á Snæfellsnesi 13. des- ember 1902, annað barn hjónanna séra Vilhjálms og Stein- unnar Briem. Eldri bróðir hennar var Eggert Vilhjálmur, vélfræðingur, en yngri systir Unnur, mynd- listarmaður og teikni- kennari. Gunnlaug fluttist á tíunda ári með foreldrum sínum til Reykjavíkur, lauk prófi frá Verzlunar- skólanum 1919. Hún hleypti heim- draganum 1921 með dvöl í Portúgal, á heimili Grimaldis greifa og konu hans Þuríðar Þorbjarnadóttur. Þaðan fór hún til Kaupmannahafnar, og lærði hattasaum. Eftir það dvaldist hún í Englandi og nam ensku og frönsku. Gunnlaug starfaði á Póstmálaskrif- stofunni til 1933. Gunnlaug var mikill fagurkeri, list- elsk tízkudama og afar glæsileg kona. Áhuginn á fatnaði og tízku, dró hana til sín. Hún stofnaði Hattabúð og hattasaumastofu, í miðri heims- kreppunni og fékk húsnæði fyrir hana á annarri hæð í Austurstræti 14, þar sem verzlunin „Hjá Báru“ var til húsa í mörg ár. Gunnlaug fór á hverju ári til út- landa til innkaupa, og komst í góð við- skiptasambönd, aðallega í Þýzka- landi. Viðskipti við Gyðinga reyndust hagstæðust, þótt þeir vildu fá mikið fyrir sinn snúð, enda reyndust þeir traustir, nákvæmir og heiðarlegir. Smám saman varð hún vör við að nýir menn höfðu tekið við rekstrinum, og þegar hún spurðist fyrir um fyrri eig- endur varð fátt um svör. Nýju „eig- endurnir“ kunnu heldur ekki til verka. Hattabúðina seldi hún í byrjun heimstyrjaldarinnar síðari, bæði vegna þess að aðdrættir voru orðnir erfiðir, en ekki síður vegna þess að þriðja barn hennar var á leiðinni. Fjórða barnið bættist við ári síðar. Frá 1924 hafði hún starfað sem bókari í Söfnunar- sjóði Íslands, við hlið Vil- hjálms föður síns, sem tók við sjóðnum af stofn- andanum, Eiríki Briem. Alþingi kaus Gunn- laugu forstjóra Söfnun- arsjóðsins 1956, og gegndi hún því starfi til dauðadags 19. júní 1970. Hún má með nokkrum rétti kallast fyrsti kvenbankastjóri landsins. Þótt Söfnunarsjóðurinn væri ekki fullgild- ur banki, var hann um margt sérstök peningastofnun. Um hann giltu sér- stök lög, sem meðal annars fólu í sér, að Alþingi skyldi kjósa forstjóra hans. Gunnlaug gekk ung til liðs við kvenfélagið Hringinn, og tók þátt í ótal leiksýningum og öðrum uppá- komum til fjáröflunar. Hún var í fjár- öflunarnefnd félagsins og sat fyrir hönd Hringsins í byggingarnefnd Landspítalans frá 1955, eftir að ákveðið var að Barnaspítalinn yrði í nýbyggingu spítalans á Landspítala- lóðinni. Eiginmaður Gunnlaugar var Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi, deildarstjóri í Utanríkisráðuneytinu og revíu-höfundur. Börnin urðu fjög- ur, þrjár dætur, Kristín, deildar- stjóri, Hildur, fréttamaður og Stein- unn (Steina Vasulka) myndlistar- maður. Sonurinn Gunnlaugur Bjarni fórst í dráttarvélarslysi tólf ára. Gunnlaug lézt sem fyrr segir 19. júní 1970, aðeins 67 að aldri og Bjarni maður hennar fimm árum síðar, 28. janúar 1975. Hildur Bjarnadóttir, Kristín Bjarnadóttir. GUNNLAUG BRIEM ✝ Jónas Jónassonfæddist á Völlum á Kjalarnesi 26. jan- úar 192. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 5. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jósepsdótt- ir, f. á Uppsölum í Flóa í Hraungerðis- hreppi 11. septem- ber 1887, d. í Reykja- vík 4. október 1962, og Jónas Sigurðsson bóndi og oddviti á Völlum á Kjalarnesi, f. í Saltvík á Kjalarnesi 27. júlí 1861, d. á Völl- um 25. maí 1921. Guðrún var seinni kona Jónasar, en áður var hann kvæntur Helgu Erlendsdótt- ur. Jónas átti þrjá bræður, sem all- ir eru látnir. Hálfbróðir hans var Magnús Jónasson, f. 11. apríl 1888, d. 10. janúar 1971, bóndi á Völlum. Albræður hans voru Helgi Jónas- son, f. 31. ágúst 1915, d. 15. sept- ember 1997, og Guðmundur Jón- asson, f. 16. júní 1917, d. 13. Jónas dótturina Báru Steinunni. 2) Málfríður, f. 11. nóvember 1946, d. 28. apríl 1947. 3) Björn, jarðfræð- ingur og framkvæmdastjóri hjá Varahlutaversluninni Kistufelli, f. 30. mars 1948, kvæntist Þórunni Ingu Jónatansdóttur sérkennara, þau skildu. Börn: Jón Þór, Björn, f. 2. mars 1976, d. 6. júlí 1999, Jó- hanna Kristín í sambúð með Þóri Ingþórssyni og eiga þau dótturina Þórunni Jóhönnu. 4) Arnfríður bókasafnsfræðing- ur, f. 18. nóvember 1953, giftist Einari Hrafnkeli Haraldssyni, raf- magnsverkfræðingi, þau skildu. Sonur þeirra er Arngrímur, f. 18. maí 1981. Jónas ólst upp á Völlum til 12 ára aldurs, en þá brá Guðrún móð- ir hans búi og flutti til Reykjavíkur með sonum sínum, sem fóru til náms og starfa. Jónas lagði stund á nám í Gagnfræðaskóla Ingimars og Verslunarskóla Íslands áður en hann hóf verslunarstörf. Lengst af starfaði hann sem verslunarstjóri hjá bíla- og varahlutaversluninni Stilli, þar til að þeir bræður, Jónas og Guðmundur, stofnsettu eigið fyrirtæki, Vélaverkstæðið Kistu- fell, árið 1952. Jónas starfaði þar meðan heilsan entist. Útför Jónasar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. nóvember 1995. Eftir- lifandi eiginkona Jón- asar er Jóhanna Björnsdóttir, f. 2. mars 1923. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Björnsson, kaupmaður á Nes- kaupstað, f. 8. maí 1889, d. 24. desember 1977, og Katrín Mál- fríður Arngrímsdótt- ir, f. 22. desember 1884, d. 1. september 1964. Jónas og Jó- hanna giftu sig 7. ágúst 1943 og héldu heimili sitt alla tíð í Reykjavík. Þeim varð fjögurra barna auðið: 1) Jónas, húsgagnasmiður og starfs- maður Fasteignastofu Reykjavík- urborgar, f. 26. janaúar 1944, kvæntur Báru Sigfúsdóttur, starfsmanni á gæsluvelli. Börn þeirra eru Katrín, sambýlismaður Guðmundur Ó. Guðmundsson og eiga þau börnin Guðmund, Arnór og Karen, og Jónas, kvæntur Kristrúnu Sævarsdóttur, og eiga þau Júlíu Kristíne. Áður eignaðist Jónas fæddist á Völlum á Kjalar- nesi. Sama ár og hann fæddist lést faðir hans, Jónas Sigurðsson, og var sá stutti skírður í höfuð föður síns við útför hans. Guðrún, móðir Jónasar, hélt búskapnum áfram eftir fráfall manns síns, í félagi við Magnús, hálf- bróður hans. Þar ólst Jónas upp ásamt bræðrum sínum, Helga og Guðmundi. Magnús, hálfbróðir þeirra, reyndist þeim sem fósturfaðir og stóri bróðir á meðan þeir voru ung- ir drengir á Völlum og það samband hélst alla tíð. Árið 1933, þegar Jónas var 12 ára, flutti móðir þeirra ásamt sonum sín- um til Reykjavíkur. Að lokinni skóla- göngu starfaði hann sem verslunar- maður, lengst af sem verslunarstjóri hjá Stilli, sem flutti inn bifreiðavara- hluti og jeppabifreiðar. Árið 1952 stofnuðu þeir bræður, Jónas og Guð- mundur, fyrirtækið Kistufell, oftast nefnt Vélaverkstæðið Kistufell, sem þeir starfræktu í 40 ár. Þeir nefndu fyrirtækið eftir bæjarfjallinu heima á Völlum, en sá staður var þeim ávallt afar kær. Faðir minn hafði alla tíð mikinn áhuga að ferðast um landið. Um ára- bil fór hann ásamt ferðafélögum sínum í „Minnsta ferðafélaginu“ í haustferðir upp á hálendið. Farar- skjótarnir voru „Willys-jeppar“, sem landinn hafði kynnst á stríðsárunum við komu Bandaríkjahers. Á þessum árum vann hann hjá Stilli, sem flutti þá inn til landsins. Faðir minn kunni því allvel skil á slíkum farartækjum og átti lengi vel jeppa af þessari gerð. Þeir ferðafélagarnir fóru á þessum árum oft ótroðnar slóðir. Haustferðin 1950 varð þeim félögum eftirminni- leg. Hefðbundin haustferð breyttisti í björgunarleiðangur og þeir ásamt ferðahópi frá Akureyri tóku þátt í að bjarga áhöfn flugvélarinnar Geysis, sem hafði brotlent á Bárðarbungu. Heimkoman dróst vegna þessara at- burða og var móðir mín orðin uggandi að heyra ekkert frá föður mínum og ferðafélögum hans. Á þessum árum var fjarskiptabúnaður ófullkominn og bilanagjarn og ekki eins auðvelt og í dag, að láta vita af ferðum sínum. Til margra ára fóru foreldrar mínir með okkur systkinin á hverju sumri í ferðalög innanlands. Í hlut föður míns kom að bera ábyrgð á farartækinu og viðleguútbúnaðinum. Útsjónarsemi hans og fyrirhyggja komu sér vel í þessum ferðum, því okkur var aldrei neitt að vanbúnaði og fórum allra okkar ferða. Á kvöldin var notalegt að skríða í tjaldið, sem hann var búinn að útbúa fyrir nóttina með tiltækum ráðum, svo ekki væsti um okkur mömmu og systkini mín. Eitt sinn vorum við að sumarlagi á leið um Fagradal, á milli Egilsstaða og Reyð- arfjarðar, þegar byrjar að snjóa og það nokkuð mikið. Undir bílnum voru venjuleg sumardekk og ekki árenni- legt að halda áfram. Eins og venju- lega hafði faðir minn gert ráð fyrir hinu óvænta og dró fram keðjur og setti undir bílinn og yfir Fagradalinn fórum við. Faðir minn var ungur að árum, þegar hann gerðist félagi í Ármanni, og stundaði leikfimi og sund fram eft- ir aldri sér til heilsubótar. Þegar foreldrar mínir komust á miðjan aldur hófust þau handa við að reisa sumarbústað í landi Valla á Kjalarnesi undir hlíðum Kistufells. Þar eyddi faðir minn tómstundum sínum og frítíma. Þar undi hann hag sínum vel og þangað komu oft á tíðum nánasta fjölskylda hans, ættingjar og vinir. Með barnabörnunum átti hann góðar samverustundir í „sveitinni“, sem verða þeim kærar í minningunni um afa. Síðustu árin voru honum erfið vegna heilsuleysis. Hann tók því með æðruleysi eins og honum var líkt. Fjölskyldan studdi hann og var mamma þar sér á báti. Hún heimsótti hann daglega, þegar svo var komið að hann þurfti að dvelja á sjúkrahúsi og síðan á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þar sem hann naut hinnar bestu að- hlynningar. Pabbi var einstaklega umhyggju- samur, góðgjarn, hlýr og ljúfur fjöl- skyldufaðir. Ég þakka honum fyrir allar samverustundirnar. Blessuð sé minning hans. Björn Jónasson. Vertu nú Jesú minn, hjá mér, myrkur nætur því komið er. Eg fel í þína umsjón nú allt hvað mér hefir lánað þú. Líkama, sál og lífið mitt legg eg í dýrðarvaldið þitt. En þegar lífsins dagur dvín, Drottinn, þá leið mig heim til þín. (Jóhannes Bæringsson.) Elsku, hjartans afi minn. Nú ertu horfinn, en eftir stendur minningin um góðan afa sem var óafmáanlegur hluti af lífi mínu allt frá því að ég fyrst man eftir mér. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast afa míns sem var allt í senn: Hlýr, hógvær, einstaklega barngóður og óvenjulegt ljúfmenni. Það andaði ávallt góðu frá honum, hann var vinur vina sinna og hafði sérstakan og skemmtilegan húmor. Hann var mikill náttúruunnandi, hafði mestan áhuga á því að vera úti í náttúrunni með ömmu minni Jó- hönnu, börnum þeirra og afkomend- um. Ég man svo vel hversu hann var léttur og kátur þegar öll fjölskyldan var samankomin á Völlum við rætur Kistufells þar sem hann var fæddur og uppalinn. Annað áhugamál hans voru bílar. Þar féll saman áhugi og ævistarf, en afi rak fyrirtækið Kistu- fell ásamt fjölskyldu sinni í fjörutíu ár. Hvíl í friði, elsku afi minn. Megi englarnir gæta þín þangað til að við hittumst heil aftur. Þess óskar þín sonardóttir Jóhanna Kristín. Ég kynntist Jónasi fyrir meira en aldarfjórðungi og kom hann mér ávallt fyrir sjónir sem afar heilsteypt- ur og ljúfur maður. Hann var alla tíð mikill fjölskyldumaður, hugsaði vel um sína nánustu og hafði hagsmuni þeirra ætíð að leiðarljósi. Ævinlega hafði hann áhuga á því, sem aðrir voru að gera, og fylgdist grannt með afkomendum sínum, ættingjum og venslafólki. Bjó ég um tíma á afar notalegu heimili þeirra hjóna Jónasar og Jóhönnu Björnsdóttur. Árum saman ferðaðist Jónas í hópi, sem ók á jeppum um landið, bæði á hinu hefðbundna vegakerfi og einnig um ótroðnar slóðir á hálendinu. Með ærinni fyrirhöfn voru lagðar slóðir, sem ferðalangar nútímans þeysa um án þess að gera sér nokkra grein fyrir átökum brautryðjendanna eða þeim mun sem er á jeppum um miðja síð- ustu öld og fjallajeppum í byrjun 21. aldar. Ég ferðaðist mikið eftir að ég kynntist Jónasi, bæði gangandi og ak- andi. Þegar komið var til baka úr ferðum spurði hann af áhuga um hvert hefði verið farið og ekki síst um ýmsa erfiða vegarkafla sem hann hafði farið um í upphafi bílaaldar á hálendinu. Einnig fékk ég veður- spána oft í veganesti, sérstaklega ef búast mátti við misjöfnu veðri. Oft er talað um að sérhver eigi sér sína góðu daga á ákveðnu skeiði lífs- ins. Þegar Jónas sagði frá lífi sínu var ekki annað að merkja en að hans dag- ar hefðu allir verið góðir. Hann sá alltaf bjartar hliðar tilverunnar og hélt ró sinni og jafnlyndi á hverju sem gekk. Heilsu Jónasar hrakaði á síð- ustu árum en þrátt fyrir það var hann alltaf jafn hlýr og notalegt að vera samvistum við hann. Ég votta Jóhönnu og fjölskyldu hennar samúð mína. Blessuð sé minning Jónasar Jón- assonar. Einar Hrafnkell Haraldsson. JÓNAS JÓNASSON Lokað verður í dag, föstudaginn 13. desember frá kl. 13—15, vegna jarðarfarar SIGURÐAR INGÓLFSSONAR. Sendibílastöðin Þröstur ehf., Síðumúla 10. Lokað verður vegna jarðarfarar JÓNASAR JÓNASSONAR föstudaginn 13. desember frá kl. 12. Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlut- tekningu og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar og móður, GYÐU ÓLAFSDÓTTUR, Fellsmúla 9. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deilda A-7 og hágæslu B-7 fyrir einstaka umönnun, tillitssemi og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Kjartansson, Guðrún Pétursdóttir. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu mér og börnum okkar samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns og föður okkar, PÉTURS Á. THORSTEINSSONAR, Austurbrún 4, Reykjavík. Hrefna J. Thorsteinsson og börn. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.