Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 67
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 67
Í TILEFNI 10 ára afmælis Rann-
sóknastofnunar Háskólans á Akur-
eyri hefur stofnunin gefið út bókina
Sameining sveitarfélaga. Áhrif og
afleiðingar. Bókin byggist á rann-
sókn sem fyrr á árinu var kynnt op-
inberlega í skýrsluformi.
Í rannsókninni eru skoðaðar af-
leiðingar sjö sameininga sveitarfé-
laga á árunum 1994 og 1998. Er
málið skoðað með hliðsjón af 5 meg-
inatriðum; lýðræði, þjónustu, stjórn-
sýslu, fjárhag og byggðaþróun.
Sveitarfélögin sem um ræðir eru:
Árborg, Borgarfjarðarsveit, Dala-
byggð, Snæfellsbær, Vesturbyggð,
Skagafjörður og Fjarðabyggð.
Bókin er alls 267 síður, útgefandi
er Rannsóknastofnun Háskólans á
Akureyri. Höfundar eru dr. Grétar
Þór Eyþórsson stjórnmálafræðing-
ur og forstöðumaður RHA og Hjalti
Jóhannesson MA í landafræði og
sérfræðingur hjá RHA. Bókin er til
sölu hjá Rannsóknastofnun Háskól-
ans.
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri
Bók um samein-
ingu sveitarfélaga
Hlýjar
peysur til
Kasmír
Í TILEFNI 20 ára afmælis versl-
unarinnar Englabarnanna fyrr á
þessu ári var ákveðið að leggja
góðu verkefni lið. Árlega deyr
fjöldi barna úr kulda í fjallahér-
uðum Kasmír, vegna þess að þau
eiga ekki hlý föt og þar er mjög
kalt á veturna.
Verslunin Englabörnin hefur nú
hafið söfnun á hlýjum og góðum
peysum til að senda til Kasmír, þar
sem samstarfsfólk verslunarinnar
mun sjá um að dreifa þeim. Hægt er
að koma með peysur og setja í jóla-
kassann í versluninni, á Laugavegi
56, Reykjavík fyrir 20. desember.
Starfsfólk verslunarinnar mun síð-
an sjá um að pakka peysunum og
senda til Kasmír, þar sem þær
munu koma í góðar þarfir. Margt
smátt gerir eitt stórt og það er í
anda jólanna að hjálpa þeim sem
minna mega sín, segir í frétta-
tilkynningu.
Alltaf á þriðjudögum
Hlaupahjól
- um jólin
Smáralind - Glæsibæ
Simi 545 1550 og 545 1500
Jólatilbo›:
4.990 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TS
1
94
42
11
/2
00
2
Stö›ugt og au›velt a› leggja saman.
Úr stáli. Litir: svart, rautt og blátt.
Fullt ver›:
5.990 kr.
...og farið til London
einu sinni í mánuði
næstu 10 árin ef þú vilt.
- gæti breytt lífi þínu
IS200
LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
19
62
0
12
/2
00
2
LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS
JÓLATÓNLEIKAR
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
J Ó L A T Ó N L E I K A R Í H Á S K Ó L A B Í Ó I , L A U G A R D A G I N N 1 4 . D E S E M B E R K L . 1 5 . 0 0 M I ‹ A P A N T A N I R O G S Í M A S A L A Í S Í M A 5 4 5 2 5 0 0
Í ÁR mun Prentsmiðjan Guðjón Ó.
ekki senda út hin hefðbundnu jóla-
kort eins og undanfarin ár heldur
var ákveðið að láta Mæðrastyrks-
nefnd njóta góðs af ákveðinni upp-
hæð sem væntanlega kemur í góð-
ar þarfir. Keypt var hangikjöt frá
Kaupfélaginu á Hvammstanga.
Prentsmiðjan á tíu ára starfs-
afmæli um þessar mundir og þótti
þetta kjörið tækifæri og tímamót
til að létta undir með þeim er þurfa
á að halda, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Styrkir Mæðra-
styrksnefnd