Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 34
SUÐURNES 34 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „MAÐUR má ekki taka frá öðrum, maður á að deila með sér,“ hrópuðu ungu áhorfendurnir í kór á einni jólastundinni, sem boðið var upp á í Duus-húsunum í vikunni. Bjúgna- krækir hafði þá upplýst að hann hafði stolið öllum bjúgunum frá Grýlu mömmu sinni, 1000 talsins, og borðað þau öll í einu. Nú var hann í vandræðum með hvað hann ætti að gefa henni í jóla- gjöf fyrst bjúgun voru búin. Leppa- lúði hafði stungið upp á því að hann gæfi Grýlu jólastjörnuna og nú var Bjúgnakrækir kominn til að fá lán- aðan stiga svo hann gæti klifrað upp í himin og krækt í hana. Öllum 5 til 8 ára börnum í Reykja- nesbæ er boðið á jólastund dagana 9. til 13. desember, þar sem fluttur er leikþátturinn Jólagjöfin hennar Grýlu eftir Jón Pál Eyjólfsson (Bjúgnakrækir) og Ingibjörgu Þór- isdóttur (Bína). Að leikþætti loknum fá börnin að syngja jólalög við harmonikkuundirleik og dansa í kringum jólatré. Að dagskránni standa Bókasafn Reykjanesbæjar, Byggðasafn Reykjanesbæjar og menningarfulltrúi Reykjanesbæjar með stuðningi frá menningar-, íþrótta- og tómstundasviði bæjarins. Yngstu nemendum Myllubakka- skóla og leikskólabörnum á Vest- urbergi og Tjarnarseli leist ekki nógu vel á uppástungur Bjúgna- krækis þegar kom að því að finna hentuga jólagjöf handa Grýlu. „Þú mátt ekki krækja í jólastjörnuna, jólastjarnan er fyrir alla,“ sagði stúlkan Bína sem varð á vegi jóla- sveinsins og áhorfendur voru sam- mála um að hana mætti ekki taka af himnum. Þau höfðu hins vegar betri hugmynd að jólagjöf. Það væri nefnilega til blóm sem héti Jóla- stjarna og það skyldi Bjúgnakrækir gefa Grýlu í jólagjöf. Með þessa frá- bæru hugmynd í fararteskinu var sveinki rokinn, en gaf sér þó tíma til að dansa í kringum jólatréð með börnunum og Bínu. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Börnunum leist ekki vel á þennan háværa jólasvein og hvað þá hugmynd hans að jólagjöf handa Grýlu. Hvað á Grýla að fá í jólagjöf? Keflavík AÐSTÆÐUR á Suðurnesjum skapa meira en tvo þriðju þess byggðakvóta sem sjávarútvegs- ráðuneytið hyggst úthluta til út- gerða á Suður- og Suðvesturlandi. Komi þessi kvóti í hlut útgerða á þessum stöðum, sem ekki er full- víst, fá útgerðir í Sandgerði og Garði samtals um 150 tonn. Sjávarútvegsráðuneytið skipti þeim 2.000 tonna byggðakvóta sem búist er við að það fái til úthlut- unar, á milli landshluta samkvæmt punktakerfi sem tekur mið af út- hlutun Byggðastofnunar á sínum byggðakvóta. Liðlega 11% kvótans á að útdeilast á Suður- og Suðvest- urlandi, utan Vestmannaeyja, en það gera liðlega 220 tonn í heildina. Útgerðir í Reykjanesbæ og Vogum ekki gjaldgengar Á Suðurnesjum eiga útgerðir í þremur sveitarfélögum kost á út- hlutun, í Grindavík, Sandgerði og Gerðahreppi. Útgerðir í Reykja- nesbæ og Vatnsleysustrandar- hreppi eiga ekki kost á byggða- kvóta vegna þess að þau eru utan byggðakorts sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út og er því ekki heimilt að úthluta byggðastyrkjum til fyrirtækja innan þeirra vé- banda. Raunar eru Garður og Sandgerði einnig utan byggðakortsins. Sjáv- arútvegsráðuneytið fór hins vegar að óskum stjórnar Byggðastofnun- ar um að tekið verði sérstakt tillit til aðstæðna í Sandgerði og taldi þá rétt að hafa Garð einnig gjald- gengan, samkvæmt upplýsingum Arndísar Þorsteinsdóttur starfs- manns ráðuneytisins. 120 tonn til Sandgerðis? Ráðuneytið hefur nú birt á heimasíðu sinni forsendur úthlut- unar byggðakvótans til einstakra svæða. Gefnir eru punktar eftir meðaltekjum, stærð staðanna og þróun íbúafjölda, afla heimabáta, aflaheimilda frá 1996/97 og vinnslu. Neikvæð þróun gefur punkta. Þar kemur fram að aðstæður í Sand- gerði sýna 62 punkta af þeim 112 sem svæðið í heild fær og aðstæður í Garði gefa 14 punkta til viðbótar. Ástandið er allt annað í Grindavík þar sem enginn samdráttur hefur orðið. Ef þetta er umreiknað í tonn og sú forsenda gefin að útgerðir á þessum stöðum fái samsvarandi út- hlutun sést að til Sandgerðis gætu farið 122 tonn af byggðakvóta ráðuneytisins og 28 tonn til Garðs en ekkert til Grindavíkur. Til Eyr- arbakka og fleiri staða í sveitarfé- laginu Árborg og Þorlákshafnar myndi fara 70 tonna kvóti sam- kvæmt þessu. Þess má geta að aðstæður í Reykjanesbæ og Vogum eru með þeim hætti, samkvæmt þessu punktakerfi, að þau samtals ættu jafnmikinn rétt á byggðakvóta og Sandgerði og Garður til samans, það er að segja ef öll sveitarfélögin á Suðurlandi teldust jafngild á byggðakorti ESA. Nú er það ekki endilega víst að byggðakvóti ráðuneytisins gangi til útgerða í sveitarfélögunum í sömu hlutföllum og forsendur úthlutunar til svæðanna gefa tilefni til. Ráðu- neytið hefur auglýst eftir umsókn- um útgerða eftir byggðakvóta og rennur frestur út næstkomandi mánudag. Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt ályktun þar sem útgerðarmenn eru hvattir til að sækja um byggðakvóta og rök- styðja umsóknir sínar vel. Arndís Þorsteinsdóttir segir að við úthlutunina verði lagt mat á þau verkefni sem umsækjendur kynna og litið til atriða sem nefnd eru í lögunum. Þar er meðal ann- ars um það að ræða hvernig úthlut- unin styrkir byggðina og hvort um- sækjandi hafi samstarfsaðila í veiðum eða vinnslu. Ráðuneytið birtir forsendur úthlutunar byggðakvóta Um 150 tonn gætu komið á Suðurnes Sandgerði/Garður Morgunblaðið/Þorkell FORSVARSMENN Lionsklúbbs Njarðvíkur afhentu Jóhönnu Arn- grímsdóttur, forstöðumanni tóm- stundastarfs eldri borgara í Reykjanesbæ, 350 þúsund kr. styrk sl. mánudag. Verða pening- arnir notaðir til tækjakaupa, þar á meðal til að kaupa skjávarpa og tjald sem hægt er að nota við tölvu- og tungumálakennslu. Í lionsklúbbnum eru 44 félagar. Klúbburinn var stofnaður 1958 og fjáröflunarleið félagsins er árlegt happdrætti þar sem bíll er að- alvinningurinn auk sjónvarps- og útvarpstækja. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Ragnar Halldórsson, formaður Lionsklúbbsins í Njarðvík, og Árni Brynj- ólfur Hjaltason gjaldkeri afhenda Jóhönnu Arngrímsdóttur, forstöðu- manni tómstundastarfs eldri borgara, 350 þúsund kr. styrk til tækjakaupa. Lionsklúbb- urinn styrkir eldri borgara Njarðvík BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur samþykkt tillögur hús- næðisnefndar bæjarins um leigu á félagslegum íbúðum. Því mun leiga í íbúðum í Heið- arhrauni 32 hækka minna en áformað var. Leiga minni íbúða í Heiðar- hrauni 30 verður 28.500 krónur á mánuði og er gjald í hússjóð innifalið og leiga fyrir stærri íbúðir þar verður 37 þúsund. Leiga minni íbúða í Heiðar- hrauni 32 verður 39 þúsund og 49.500 kr. fyrir stærri íbúðir í því húsi. Breytingin tekur gildi um áramót. Leigan hækk- ar um 20–40% Grindavík SVEINN Jakobsson sigraði á jólamóti eldri borgara í knatt- borðsleik sem fram fór í fé- lagsmiðstöðinni Fjörheimum í Njarðvík í vikunni. Háði hann ein- vígi við Ingva bróður sinn. Keppt var í tveimur 6 manna og tveimur 5 manna riðlum og voru keppendur 22 talsins. Albert Karl, Ingvi Jakobsson, Guðmundur Jó- hannsson og Sveinn Jakobsson sigruðu í riðlunum. Þeir háðu svo harða rimmu til þess að skera úr um sigurinn á mótinu. Albert Karl og Guðmundur léku til úrslita um þriðja sætið og það fór þannig að Guðmundur marði sigur á svörtu kúlunni. Í úrslitaleiknum öttu kappi bræðurnir Sveinn og Ingvi Jak- obssynir og það fór svo að núver- andi Reykjanesbæjarmeistari eldri borgara, Sveinn Jakobsson, marði stóra bróður sinn. Sigraði á jólamóti eldri borgara Njarðvík OPNUÐ hefur verið sýning á verkum Magnúsar Guðjónssonar og Gunnars Geirs í Gráa kettinum sem er nýr sýningarsalur á Hafn- argötu 18 í Keflavík. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga og stendur út mánuðinn. Verk Magnúsar eru unnin úr grjóti og smíðajárni. Hann er að mestu sjálfmenntaður í listinni en hefur sótt teikninámskeið hjá Einari Hákonarsyni. Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lág- myndir frá ýmsum tímabilum á ferli sínum. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í haustsýningum. Gunnar Geir nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur, hjá Hring Jóhann- essyni og hjá Jakobi Jónassyni myndhöggvara og stundaði nám í Noregi. Magnús og Gunnar Geir sýna á Gráa kettinum Keflavík JÓLATÓNVEISLA verður í Reykjaneshöllinni á morgun, laugardag, klukkan 16. Fram koma margar af þekktustu hljómsveitum landsins. Tónleikana halda þrír ungir menn í samstarfi við Jóladaga í Reykjanesbæ. Hugmyndin er að gera laugardaginn að fjöl- skyldudegi. Meðal þeirra sem fram koma eru hljómsveitirnar Írafár, Í svörtum fötum, Land og synir og Daysleeper og söngvararnir KK, Eyjólfur Kristjánsson, Hera og Jóhanna Guðrún, að ógleymdum heimamanninum Rúnari Júlíussyni. Kaffi Duus verður með opið kaffihús í höll- inni á meðan á tónleikunum stendur. Miðaverð á tónleikana er 700 krónur, en frítt fyrir 12 ára og yngri. Forsala er í útibúum Sparisjóðsins í Keflavík. SBK verður með sætaferðir frá BSÍ í Reykjavík og kosta ferðin og að- göngumiði samtals 1.700 krónur. Jólatónveisla í Reykjaneshöll Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.