Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 33
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 33 jean paul Laugavegi 53 Herradeild Akureyri, sími 462 3599. Jólakossinn vinargjöf sími 462 2900 Blómin í bænum Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu í Helgamagrastræti og Munkaþverárstræti ⓦ Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kau vangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. þjónustu. Samhliða þessu stórátaki við uppsetn- ingu sýninga sem framundan er þarf að vinna að úrbótum í safnastarfinu sjálfu og markaðssetn- ingu safna og sýninga, segir ennfremur í skýrsl- unni. Gera þarf átak til að efla samstarf safnanna og sýningahaldara í héraðinu og af sérstökum verkefnum sem aðkallandi eru í safnastarfinu má nefna að Byggðasafnið á Dalvík þarf sem allra fyrst að eignast geymslur. Eins þarf að kappkosta að bæta safnastarfið sjálft sem mest og lagt er til að áhersla verði lögð á vandaða skráningu safn- kostsins á Dalvík og á Iðnaðarsafninu. Eins verði í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri skráðir munir og á nýjum sýningum sem opnaðar verða á næstu árum. Stór verkefni í húsnæðismálum safnanna framundan Framundan eru einnig stór verkefni í húsnæð- ismálum safnanna. Byggja þarf við Kirkjuhvol, húsnæði Minjasafnsins á Akureyri en endregið er mælt gegn því að starfsemin verði flutt úr húsinu. Þá er framundan mikið átak við að lagfæra hús- næði undir Iðnaðarsafnið á Akureyri á Krókeyri. Á sviði fornleifarannsókna er verkefnið að Gásum langviðamest í héraðinu og ætti að vera forgangs- Á NÆSTU árum verða opnaðar nokkrar sýningar á Eyjafjarðarsvæðinu sem eiga eftir að auka framboð á sögu- og menningartengdri afþreyingu verulega, auk þess sem dreifingin á þeim er mjög heppileg út frá sjónarmiði ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í úttekt á safnamálum í Eyja- firði, sem unnin var fyrir héraðsnefnd Eyjafjarð- ar. Þar kemur fram að lagfæringar á Syðstabæj- arhúsinu í Hrísey og Hlíðarenda á Grenivík eru langt komnar og líklegt að þar verði opnaðar sýn- ingar á árinu 2003 eða 2004. Einnig er talið líklegt að sýning á einkasafni Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara verði opnuð þegar næsta vor í Sólgarði í Eyjafjarð- arsveit og ef vel gengur við fjármögnun ætti að vera raunhæft að opna Iðnaðarsafnið á Akureyri til sýningar árið 2004. Þá er í skýrslunni lagt til að heimili Öldu Halldórsdóttur í Hrísey verði opnað til sýningar strax næsta sumar. Í þessum nýju sýningum felst viðamikil og metnaðarfull upp- bygging. Hugmyndin er að hún verði skilgreind sem uppbygging menningartengdrar ferðaþjón- ustu en það útheimtir að ekki verði einblínt á menningarleg og safntengd markmið verkefn- anna heldur einnig kappkostað að þau hafi sem mest áhrif á byggðaþróun, atvinnulíf og ferða- verkefni næstu árin. Sú tilhögun að sýna gestum svæðið með leiðsögn er afar vel heppnuð, að mati skýrsluhöfunda. Þá er ennfremur lagt til að skipulagt verði sér- stakt átaksverkefni um húsafriðun og lagfæringar í héraðinu og þau hús sem tengjast söfnum og sýningarhaldi á svæðinu verði látin ganga fyrir. Þetta krefst þess að heimamenn, safnafólk og sveitarstjórnir sameinist um hvaða hús í héraðinu eigi að hafa forgang að fjármagni og viðgerðum og sendi frá sér skýr skilaboð þar um. Einnig krefst það samvinnu um það eilífðarverkefni að herja á ríkisvaldið, Húsfriðunarsjóð, Húsfriðunarnefnd og Húsasafn Þjóðminjasafnsins um fjármagn og úrbætur. Í fyrstu lotu er lögð áhersla á að ljúka fram- kvæmdum við Hlíðarenda á Grenivík, lagfæringar á bænum í Laufási, kirkjuna á Saurbæ, Gæru- húsið, Wathneshúsið, Friðbjarnarhús og Gud- mands Minde á Akureyri, smíðahús Þorsteins Daníelssonar að Skipalóni, fjósið og leikhúsið á Möðruvöllum og Syðstabæjarhúsið í Hrísey. Í þessu samhengi væri einnig mjög sterkt að stofna húsverndardeild við Minjasafnið á Akureyri. Skýrslan er unnin af bræðrunum Jóni og Arnari S. Jónssonum hjá Sögusmiðjunni. Athyglisverðar sýningar opnaðar á Eyjafjarðarsvæðinu á næstu árum Aukið framboð á sögu- og menningartengdri afþreyingu HJÁLPRÆÐISHERINN á Ak- ureyri mun nú fyrir jólin leitast við að aðstoða þá einstaklinga og fjölskyldur sem búa við bág kjör og eiga erfitt með að halda jólin hátíðleg. Aðstoð þessi er nú sem endranær undir gjafmildi og vel- vild bæjarbúa komin, segir í frétt frá Hjálpræðishernum. Jólapott- ar Hjálpræðishersins verða á Glerártorgi og í Hafnarstræti og í þá getur fólk sett framlag sitt til jólasöfnunarinnar. Tekið verð- ur á móti umsóknum um aðstoð dagana 16. til 18. desember frá klukkan 17–19 í síma 462-4406. Fatamarkaður Hjálpræðis- hersins, Hvannavöllum 10, verð- ur opinn í dag, föstudaginn 13. desember, frá kl. 10–18 en þar gefst fólki kostur á að velja sér fatnað sér að kostnaðarlausu. Tekið verður á móti fatnaði sem fólk vill gefa á sama stað og eru spariföt á börn sérstaklega vel þegin. Hjálpræðisherinn aðstoðar TÓNLISTARSKÓLINN á Akur- eyri er á leið í Linduhúsið svokallaða við Hvannavelli gangi áætlanir bæj- aryfirvalda eftir. Bæjarráð sam- þykkti á fundi sínum í gær tillögu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar þess efnis, að ganga til samninga við Landsafl ehf. um leigu á Hvannavöll- um 14 undir tónlistarskólann á grundvelli tilboðs félagsins. Helgi Þ. Svavarsson, skólastjóri Tónlistar- skóla Akureyrar, sagðist vona að samningar næðust og honum líst vel á að flytja skólann í Hvannavelli. „Þessi leigusamningur er miðaður við 7 ár og hugsaður sem bráða- birgðalausn á okkar málum þar til byggt verður. En þetta er mikið fagnaðarefni fyrir skólann.“ Miðað er við að húsnæðið verði afhent skól- anum næsta sumar og kennsla hefj- ist þar næsta haust. Það er leigusal- ans að innrétta húsnæðið samkvæmt óskum tónlistarskólans, að sögn Helga. Húsnæði skólans mun minnka um 200 fermetra við þessa breytingu en Helgi sagði að nýtingin á Hvannavöllum yrði mun betri en í núverandi húsnæði við Hafnar- stræti. „Við erum aðeins að þrengja að okkur og fækka kennslurýmum um átta en erum að fara í mun hentugra húsnæði með vörulyftu. Þetta á við hvað varðar aðgengi, við verðum þarna með okkar eigin sal, þannig að öll vinna í kringum t.d. tónleika verð- ur mun einfaldari og léttari. Vinnu- aðstaða kennara batnar og hljóð- einangrun verður mun betri.“ Alls eru 470 nemendur í hljóð- færa- og söngnámi við skólann. Tónlistar- skólinn flytur í Linduhúsið ÞRJÚ skip Ísfélags Vestmannaeyja lönduðu loðnu í Krossanesi í fyrra- kvöld og gær, alls um 2.700 tonn- um. Guðmundur VE kom inn til Ak- ureyrar í fyrrakvöld með rifna nót og landaði 215 tonnum, Sigurður VE kom með fullfermi, um 1.500 tonn, og í gær var verið að landa úr Antaresi VE, sem einnig var með fullfermi, um 1.000 tonn. Hilmar Steinarsson verksmiðju- stjóri í Krossanesi brosti því út að eyrum í gær, enda bræðslan komin á fulla ferð. Hilmar var vongóður um enn meiri afla fyrir jól, enda væri gott hljóð í körlunum, eins og hann orðaði það. Skipin þurfa að vera komin í land og skipverjar í jólafrí 19. desember. Fyrr í þessum mánuði komu þrjú skip með „slett- ur“ í Krossanes, samtals um 600 tonn, en þar áður hafði loðnu síðast verið landað þar í lok júlí í sumar. Snorri Gestsson skipstjóri á Guð- mundi VE var ásamt skipverjum sínum og starfsmönnum Netagerð- ar Friðriks Vilhjálmssonar að vinna við nótina á bryggjunni í Krossa- nesi. „Við erum hér í nótarhafaríi á meðan aðrir eru að fiska. Það er mikið leiðinlegra og þannig viljum við ekki hafa það,“ sagði Snorri. Hann var þó jákvæður, sagði útlitið á miðunum norður af Sléttu gott og þangað hélt hann ásamt áhöfn sinni seinnipartinn í gær fullur bjartsýni. Morgunblaðið/Kristján Snorri Gestsson, skipstjóri á Guðmundi VE, að vinna við nót skipsins á bryggjunni í Krossanesi. Þrjú skip lönduðu í Krossanesi HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega tvítug- an karlmann í 8 mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnabrot sem framin voru í október árið 2000 og mars 2001 í fé- lagi við fleiri menn. Félagar manns- ins höfðu áður verið dæmdir fyrir þessi brot en maðurinn sem nú hlaut dóm er nú búsettur í Dan- mörku og mætti ekki við fyrirtöku málsins. Fram kemur í dómnum að mað- urinn hefur áður hlotið refsidóma þegar hann var 17 og 18 ára og með brotunum sem hann var nú fundinn sekur um rauf hann skilorð. En tek- ið er fram að þegar maðurinn framdi brot sín var hann ungur að árum. Hann hafi játað háttsemina í aðalatriðum undanbragðalaust og var þýfi komið til skila fyrir tilstilli lögreglu. Samkvæmt gögnum máls- ins og upplýsingum dómsins hafi á síðustu misserum orðið veruleg um- skipti í lífi mannsins og virðist hug- arfarsbreyting einnig hafa komið til. Að þessu virtu taldi dómurinn fært að skilorðsbinda enn á ný refs- ingu mannsins. Málið dæmdi Ólafur Ólafsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Gunnar Sólnes hrl. Málið sótti Sig- mundur Guðmundsson sýslumanns- fulltrúi. Dæmdir í 8 mánaða fangelsi fyr- ir þjófnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.