Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HRÓLFUR Vagnsson er tvímæla- laust einn okkar besti harmónikku- leikari. Synd þó að fá ekki að heyra oftar í honum hér á landi; – Hrólfur hefur verið búsettur í Þýskalandi um árabil, þar sem hann stundar bæði hljóðfæraleik, hljóðritanir og útgáfu á geisladiskum. Annar diskur hans þar sem harmónikkan er í fyrrúmi kom út fyrir skömmu, og þar leikur hann tónlist að mestu ættaða frá Suð- ur-Ameríku, nánar tiltekið frá Bras- ilíu. Hljómsveitin sem með honum leikur heitir Blue Brasil og er skipuð Írisi Kramer sem leikur á flygilhorn og trompet, Marc André Krikula gít- arleikara og söngvara, Gros Ngolle Pokossi bassaleikara og slagverks- mönnunum Guido Schmidt og Maur- icio Calquin; – aldeilis alþjóðlegt yf- irbragð á hópnum ef ráða má af nöfnum hljóðfæraleikaranna. Þarna eru þekktir smellir eins og lög Jobims, Corcovado, Wave, Einn- ar nótu samba, Desafinido og Stúlk- an frá Ipanema, en einnig lög þekkt annars staðar frá eins og Besame mucho og Tico tico. Það kemur þó skemmtilega á óvart að eitt besta lag- ið á diskinum er Veio Alphonso eftir gítarleikara sveitarinnar Marc André Krikula, – rytmískt og skemmtilega útsett, þar sem flygil- hornið og harmónikkan takast á um athyglina, en höfundurinn raular undir í þessum notalega og sjarmer- andi „jobim“-stíl og leikur með á suð- ur-amerískan charango-gítar. Virki- lega fín tónsmíð, sem gefur meistaraverkum þekktari tónskáld- anna ekkert eftir. Hér er allt pottþétt og fagmannlega gert; – útsetningar smekklegar og hljómsveitin góð. Það sem vantar hins vegar er beinlínis meira fjör. Spilamennskan er í það heila of kurteis og fáguð; – það vantar dirfsku og það að hljóðfæraleikararn- ir láti vaða og sleppi sér í tónlistinni. Maður sér fyrir sér að diskurinn henti frekar þar sem elegant sam- kvæmisdansar eru stundaðir en að hægt sé að „tjúna“ upp partí með honum, þótt tónlistin sé sannarlega þess eðlis. Þetta er tónlist sem togar í tærnar, mildar mjaðmirnar og hróp- ar á að fólk hreyfi sig. En þarna ligg- ur kannski einmitt munurinn á lifandi flutningi og hljóðritun; – og vafalítið er meiri lífsháski í spilamennsku hópsins í lifandi flutningi fyrir lifandi fólk. Þó verður ekki sagt annað en að spilamennska Hrólfs Vagnssonar sé feikilega góð. Bem-te-vi atrevido eft- ir Pesce er virtúóskískur fingurbrjót- ur sem hann fer létt með og spilar músíkalskt. Besame mucho og Tico tico eru líka þrælskemmtileg í með- förum hans og í því fyrrnefnda er leikur Írisar á trompetinn í intrói og millispilum sérlega mjúkur og dill- andi. Corcovado, eitt af bestu lögum Jobims, er fallega sungið af Krikula, en kannski óþægilega líkt uppruna- legu útgáfunni. Brasilerinho eftir Azevedo er svellandi samba og þar kemst spilagleði hópsins sterkast til skila. Wave eftir Jobim er lokalag disksins og stendur upp úr fyrir fal- legan leik Írisar á flygilhornið. Þetta er skemmtilegur diskur, en vantar þá snerpu í spilamennskuna sem gæti gert hann frábæran. Eitt enn sem vantar: upplýsingar um flytjendur og verk. Enginn pési fylgir og er það galli á annars vandaðri út- gáfu. Bergþóra Jónsdóttir Kurteis en háska- laus spilamennska TÓNLIST Geisladiskar Hrólfur Vagnsson leikur suður-ameríska tónlist á harmónikku með hljómsveitinni Blue Brasil. Cordaria 2002. BLUE BRASIL NÚ er jólunum sungið til í öllum kirkjum og á efnisskránni eru mikið til sömu lögin. Á tónleikum Söng- sveitarinnar Fílharmóníu, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, sem haldnir voru í Langholtskirkju sl. þriðjudagskvöld, var blandað saman hefðbundnum jólasöngvum og tón- verkum sem tengjast þessari hátíð ljóssins. Af íslenskum lögum má nefna hina fallegu raddsetningu Jóns Þórarinssonar á sálmalaginu Jesú, mín morgunstjarna, fallegt lag eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Hirð- ar sjá og heyrðu, við texta eftir Ein- ar Sigurðsson frá Heydölum, þá Jólagjöfin en svo nefnist skemmti- legt lag eftir Hörð Áskelsson, við texta eftir Sverri Pálsson, og Enn eru jól eftir Árna Björnsson. Þá var sungin raddsetningin á Hátíð fer að höndum ein og tónleikunum lauk með snilldarverkinu Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda S. Kaldalóns og Einar Sigurðsson frá Heydölum. Kórinn er mjög góður, hljómurinn þéttur og fallegur, og voru íslensku lögin mjög vel flutt, sérstaklega lög Hildigunnar og Jóns Nordal en einn- ig lag Harðar, þótt miðhlutinn hafi verið helst til hraður, allt að því galsafenginn. Fyrir utan tvær aríur eftir Handel söng Sigrún Hjálmtýs- dóttir einsöng í sjö lögum og ber sér- staklega að geta Ave Maríu eftir Giulio Caccini, sem ásamt Peri, Gali- lei, Cavalieri og Rinuccini voru upp- hafsmenn mónódíunnar og stóðu að fyrstu gerð óperu- og óratóríuverka um aldamótin 1600. Ave Marían var frábærlega vel flutt af Sigrúnu, í um- ritun söngstjórans, og sama má segja um Vögguljóð Maríu eftir Max Reger, sem Sigrún flutti af ein- stökum innileik við fallegan leik strengjasveitar undir forustu Rutar Ingólfsdóttur. Tvær aríur eftir Handel voru báðar glæsilega sungn- ar af Sigrúnu, en sú fyrri var O, had I Jubal’s lyre, sem er sérlega fjörug aría úr óratóríunni Jósúa, og sú seinni Tornami a vagheggiar úr óp- erunni Alcina, sem var síðasti óperu- smellur Handels og fræg fyrir mikla fjölbreytni í rithætti, sem heyra mátti í þessari erfiðu aríu, er Sigrún lék sér að og naut þar góðrar sam- vinnu strengjasveitar og söngstjór- ans. Af öðrum lögum, fyrir utan föstu jólalögin, mætti tilgreina lög eftir ensku tónskáldin John Rutter, Boris Ord, William Walton, Gustav Holst (sænskur í báðar ættir) og Edmund Rubbra, allt ágætar tónsmíðar og út- setningar en allar mjög líkar að innri gerð og enskar hvað tónstíl snertir. Það má segja að öll viðfangsefnin hafi verið hið besta sungin og Söng- sveitin Fílharmónía sé í mjög góðu formi og auðheyrt, að ferðin austur í Garðaríki fyrr á árinu hefur haft góð áhrif á sönglega samstöðu og öryggi kórsins, undir öruggri stjórn Bern- harðs Wilkinsonar. Þéttur og fallegur hljómur TÓNLIST Langholtskirkja Söngsveitin Fílharmónía, ásamt strengjasveit undir forystu Rutar Ingólfs- dóttur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur óp- erusöngkonu, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, flutti erlenda og íslenska jólasöngva, aríur eftir Handel og frum- samin kórlög eftir Jón Nordal, Hörð Ás- kelsson, Árna Björnsson og Hildigunni Rúnarsdóttur. Þriðjudaginn 10. desem- ber. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson E inræðisherrann, sí- gilt meistaraverk Chaplins, hefur undanfarið verið til sýninga í mörgum bíóhúsum Parísar, í ferskri kópíu, við mikla umfjöllun. Og hún varð fyrir valinu sem bíókvöldmyndin að þessu sinni. Stefnan var tekin á MK2 Hautefeuille bíóið í samnefndri götu, rétt við Boulevard St- Michel. Og í næsta húsi er sér- bókabúð um allt sem kvikmyndum viðkemur. Sum bíókvöld í París fara þannig fram að skundað er í bíóið og farið eftir nefinu við að finna veitingahús í grennd sem uppfylli skilyrði um mat í hollari kanti og ódýrari. En þetta kvöldið var gluggað í blöðunga, meðal annars vegna þess að nú var sunnudagur í borginni og sumir staðir halda hann heilagan. Svo ljónheppin vorum við að rétt handan við hornið á bíóinu leynist gamalgróin matarstofnun sem svarar tilsettum kröfum, L’Acropole (Akrópólis), grískur. Þarna tókst að búa til þemakvöld kringum lýðræði með því að snæða mat runninn undan rifjum elstu lýðræðisþjóðar heims og með því að sjá bíómynd sem er lof- söngur til lýðræðisins, og einhver beittasta ádeila á einræði sem hugsast getur þar sem Hitler og hans stefna og einræði yfirleitt er dregið sundur og saman í óborg- anlegu háði. Þar að auki vill svo til að Grikkir reyndust nasistum ein- hver sá óþægasti ljár í þúfu. Sjálf- sagt er það þó ekki tilviljun, eig- um við ekki að segja að þjóð sem sprettur upp úr Sókratesarjarð- vegi og endalausum orðræðum og samtölum og spurningum um hlutarins eðli sé betur í stakk búin en aðrar til að takast á við ofbeldi og heimsku (að minnsta kosti þeg- ar það kemur að utan!) Ég get ekki stillt mig um að nefna það hér að einn af góðum sonum Grikklands, tónskáldið Zenakis, sem bjó í Frakklandi og lést á síð- asta ári, var gangandi minn- ismerki um þessa baráttu þar sem hann missti annað augað við að sprengja nasista í loft upp í föð- urlandi sínu. Veitingastaðurinn Akrópólis er rétt við hornið á Boulevard St Michel, á rue de l’Ecole de Médec- ine númer 3, og hefur verið til í sjötíu ár eða svo. Þótt hann sé á þvílíkum lykilstað í borginni hefur hann alla tíð farið fram hjá mér, og ég var einmitt að ræða við Par- ísarbúa til margra ára sem sagði það sama. Akrópólis hefur verið í eigu sömu bræðranna síðan 1952 og ómögulegt að ímynda sér ann- að en að það sé einmitt annar þeirra sem gengur um beina þetta sunnudagskvöld, roskinn grá- hærður maður sem fatast hvergi. Staðurinn er af þægilegustu teg- und, með lágværri grískri tónlist og innréttingum sem hefur ekki verið hróflað við í langan tíma. Á þessum tíma viku og árs sást þarna ekki einn einasti ferðamað- ur, allir virtust matargestir kunn- ugir eiganda og stað. Við fengum okkur þrírétt-aðan matseðil á þrettánevrur. Annar forrétt-urinn var tarama, reykt þorskhrognahræra sem var létt og ljúffeng. Henni fylgdi grísk ólíva, rauðleitt afbrigði, af hæsta gæðaflokki. Hinn forrétturinn var dolmas, hrísgrjón pökkuð inn í vínviðarlauf, meinhollt og gott, og grísk matargerð einmitt rómuð fyrir hollustu. Á eftir komu grill- aðir kjötbitar á teini, og að lokum grískt bakkelsi sem mig minnir að heiti halvas, gert úr pist- asíuhnetum. Þessu var skolað nið- ur með grísku rauðvíni, vel drykkjarhæfu, og espressó á eftir. Ég hef grun um að allt sé gott sem þarna er borið fram, og hef heyrt sérlega vel látið af litlu grilluðu kjötbollunum, keftes. Nú var undirstaðan orðin góð til þess að meðtaka snilldina í Chapl- in, eitt helsta meistaraverk hans, frá 1941, og síðustu myndina þar sem trúðurinn sýnir sig. Svo mörg atriði úr myndinni eru vel þekkt að það er erfitt að ímynda sér það mannsbarn í okkar heimshluta sem aldrei hefur rekist á neitt þeirra, hvort sem það er nú ein- ræðisherrann að leika sér að hnettinum sem síðan springur eins og blaðra í höndum hans, eða ræður hans fluttar á stór- hlægilegu tungumáli sem á að líkj- ast þýsku, en gerir það reyndar ekki. Myndin hefst á mögnuðum at- riðum úr stríðinu þar sem einn hermaðurinn, rakari af Gyð- ingaættum, bjástrar við stríðstól og sprengjur sem hann ræður ekkert við og beinast einna helst gegn honum sjálfum. Hann missir minnið og lendir í því að vera tek- inn í misgripum fyrir einræð- isherrann Hynkel, eftir að hann hefur komið við í ghettóinu og opnað gömlu rakarastofuna sína. Það er frábært að sjá hvernig dag- legu lífi fólksins í ghettóinu er teflt móti veruleikafirrtu lífi ein- ræðisherrans þar sem hver mín- úta er skipulögð, þar sem mynd- höggvari og listmálari bíða þess í bakherbergi að Hynkel skjótist inn í eina eða tvær mínútur og sitji fyrir. Uppáhaldsatriðið mitt er þegar sjálfsánægjan nær slíku há- marki að hann þeytist upp í gard- ínu og dáist þar klifrandi að sjálf- um sér. Samspil hans og einræðisherrans Napaloni Benz- oni, og bræðralag þeirra er líka frábærlega vel útfært. Og lokaatriði mynd-arinnar, óðurinn til lýð-ræðisins, fluttur af litlarakaranum sem tekinn var í misgripum fyrir einræð- isherrann – allt á þetta erindi núna. Enn einu sinni sannast það að verk sem hafa svo djúpar rætur í samtíðinni eins og Einræðisherr- ann á sínum tíma, þau eru gerð fyrir okkar tíma og alla tíma. B í ó k v ö l d í P a r í s Einræðisherrann Eftir Steinunni Sigurðardóttur Fáir eru skráðir í kvikmyndasöguna með feitara letri en meistari Chaplin. Úr Einræðisherranum – The Great Dictator. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna heldur tónleika í Seltjarnar- neskirkju á sunnudag kl. 17. Fluttir verða tveir gítarkonsertar, eftir Vivaldi og Tedesco, og kantata nr. 51 eftir Bach og tónleikagestir syngja jólalög við undirleik hljóm- sveitarinnar. Einleikari á gítar er Arnaldur Arnarson, einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir og David Nooteboom leikur einleik á tromp- et. Stjórnandi er Daníel Bjarnason sem nú nemur tónlist við Tónlistar- skólann í Reykjavík og eru tónleik- arnir nú liður í prófi hans þar. Arnaldur Arnarson starfar sem tónlistarmaður á Spáni. Hann hef- ur haldið fjölda tónleika hér á landi sem erlendis en leikur nú í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Konsertarnir tveir sem hann leikur eru báðir þekktir og vinsæl verk. Kantata Bachs, Jauchzet Gott in allen Landen, er fyrir sópranrödd, sólótrompet og strengjasveit. Hall- veig Rúnarsdóttir og David Noote- boom sjá um sólóhlutverkin en þau eru bæði að hasla sér völl í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir. Hallveig lauk prófi í London 2001 og hélt sína fyrstu opinberu ein- söngstónleika í Reykjavík nýverið. David Nooteboom hlaut tónlistar- menntun sína í Hollandi og fluttist til Íslands 1996. Hann er kennari og hljóðfæraleikari og hefur komið víða við á ferli sínum, m.a. með Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna. Sveitin hefur nýlega leikið inn á geisladisk og hefur m.a. að geyma verk eftir Jakob Hallgrímsson og Hildigunni Rúnarsdóttur, auk jóla- laga. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Hljómsveit, gítar og söngur á Nesinu Morgunblaðið/Golli Hallveig Rúnarsdóttir æfir hér með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Stjórnandi er Daníel Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.