Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 35
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 35 DALAÞING hið fyrra var haldið á Laugum í Sælings- dal laugardaginn 30. nóv- ember. Það var íbúaþing sem stýrihópur um stefnumótun fyrir Dalabyggð hélt til að heyra hljóðið í íbúunum um hina ýmsu málaflokka. Þing- ið hófst með setningarávarpi oddvita Dalabyggðar, Guð- rúnar Jónu Gunnarsdóttur. Þá tók til máls Sigurður Þor- steinsson en hann er verk- efnisstjóri yfir stefnumót- unarvinnunni og fór hann í stuttu máli yfir fyrirkomulag þingsins. Til að auðvelda barnafólki þátttöku í þinginu sáu nem- endur úr tíunda bekk Grunn- skóla Búðardals um barna- gæslu í íþróttahúsinu ásamt starfsmönnum frá Leikskól- anum Vinabæ. Eftir hádegi fóru börnin í göngutúr undir leiðsögn ferðamálafulltrúa Dalabyggðar, Ölmu Guð- mundsdóttur. Fyrir hádegi störfuðu tveir vinnuhópar, annarsvegar um atvinnumál en hinsvegar um félags-, æskulýðs- og öldrunarmál. Þegar hóparnir höfðu lokið störfum kynntu fulltrúar hvors hóps niðurstöður sínar og voru þær um margt at- hyglisverðar. Eftir hádegismat, sem var í boði sveitarstjórnar Dala- byggðar, var aftur haldið til þings og nú ræddu fullorðnir um samgöngur, fjarskipti, ferðamál og menningu, en unglingarnir héldu til sinnar þingdeildar og ræddu um sína sýn á okkar ágæta sam- félag og þeirra hugmyndir um framtíðina í Dölum. Þeg- ar þessari hópvinnu var lok- ið, var aftur komið saman og þingmenn kynntu nið- urstöður sínar. Það er óhætt að segja að hugmyndir unga fólksins hafi náð að hrista vel upp í okkur sem eldri erum og fundu margir fyrir sínum gamla unglingi í brjósti sér. Allmiklar umræður urðu um fjarskiptamál og útsend- ingar sjónvarps og útvarps og var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Dalaþing, íbúaþing Dala- byggðar, hvetur samgöngu- ráðherra, Sturlu Böðv- arsson, til að beita sér fyrir því að fjarskiptasamband í Dalabyggð verði stórbætt. Til að mynda er ekkert GSM- arlaginu og víða mjög illa. Þá er einnig átt við útvarps- útsendingar sem bílútvörp eiga að ná, en allmikill skort- ur er á að það ástand sé þol- anlegt. Viljum við íbúar í Dalabyggð hvetja ráðherra til að beita sér í því að þetta ástand verði kannað og bætt úr hið snarasta. Úrbætur á þessu sviði falli undir altæk- ar aðgerðir í byggð- armálum.“ Verður þessi ályktun send samgönguráðherra nú þeg- ar. Alls mættu tæplega 80 manns á þingið, eða ríflega 10% íbúa Dalabyggðar. Eru þingboðendur að vonum mjög ánægðir með hvernig til tókst, góð mæting og skemmtilegar tillögur, hug- myndir og umræður. Dala- þing er eitt af fyrstu íbúa- þingum sem haldið er í sveitarfélagi utan höf- uðborgarsvæðisins. samband frá Dalsmynni í Norðurárdal yfir Bröttu- brekku og langleiðina til Búðardals, sama má segja um NMT-sendingar en þeim er allvíða ábótavant og brýnt að bætt verði úr hið snarasta. Þá er sítenging (ADSL) ekki til staðar í Dalabyggð. Út- sendingar útvarps og sjón- varps nást misvel í byggð- Vel heppnað Dalaþing á Laugum Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Hörður Hjartarson. Búðardalur ÞÓ svo að afkoma sauðfjárbúa hafi sannanlega farið versnandi á undan- förnum árum og afkoma í búgreininni sé afleit er unnið af miklum krafti að kynbótum sauðfjárstofnsins í land- inu. Þrír árlegir fundir um kynbóta- starfið á Suðurlandi voru haldnir í sýslunum þremur dagana 25. og 26. nóvember. Fréttaritari brá sér á fundinn sem haldin var að Þingborg og fylgdist með því sem fram fór. Guðmundur Jóhannesson ráðu- nautur í sauðfjárrækt hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands sagði frá hrútaskoð- unum haustið 2002. Þar kom fram að skoðaðir voru 2.171 lambhrútar á síðast- liðnu hausti, þar af 22 á Suðurnesjum. Þá voru einnig skoðaðir 507 veturgamlir hrút- ar. Áberandi glæsi- legasti veturgamli hrúturinn er Fannar 01-380 í eigu Kristins Val- geirssonar í Þverspyrnu í Hruna- mannahreppi. Hann hlaut 90 stig og er frábærlega vel gerður, má nefna að hann er 110 kg og hefur 29 cm breiðan spjaldhrygg. Þessi kosta- gripur sem er djásn að allri gerð hlaut þó engin verðlaun þar sem sú nýbreytni var tekin upp á þessu ári að verðlauna einungis lambhrúta. Eigendur 10 lambhrúta fengu verðlaunaskildi en sá er þótti efnileg- astur er í eigu Magnúsar Guðmunds- sonar í Oddgeirshólum og hlaut hann 85,5 stig. Mjög mikillar óánægju gæt- ir meðal sauðfjárræktenda með þetta breytta verðlaunafyrirkomulag og telja bændur að dómar á veturgöml- um hrútum séu mun marktækari og réttlátari. Tvær sauðfjársæðingastöðvar eru starfræktar, í Laugardælum við Sel- foss og á Möðruvöllum í Eyjafirði, en sauðfjársæðingar hafa verið stundað- ar um margra áratuga skeið. Þær hafa tvímælalaust leitt til framfara í sauðfjárræktinni enda notfæra sér margir þessa þjónustu þó að hún kosti sitt. Þá hefur síðastliðin 5 ár hefur verið flutt út sæði í nokkrum mæli til Bandaríkjanna og Noregs. Í fyrra voru t.d. sæddar 12.145 ær frá stöðinni í Laugardælum. Nú er ný- lega komin út hrútaskrá 2002–2003, hið vandaðasta rit með upplýsingum um þá hrúta sem verða á sæðinga- stöðvunum í vetur ásamt ágætum lit- myndum af þeim. Ráðunautarnir gerðu grein fyrir hverjum kynbóta- grip með ýtarlegri umfjöllun en ein- göngu er um að ræða úrval kostagripa sem eru nú í vetur 27 tals- ins. Boðið er uppá sauðfjársæðingar 9.– 21. desember og er búist við að fjöldi sauðfjárræktenda notfæri sér þessa þjónustu nú sem endranær enda glæsilegt hrútaval á sæðingastöðvunum. Jón Viðar Jónmundsson lands- ráðunautur minnti á að allt ræktun- arstarfið byggðist mest á öflugu skýrsluhaldi sem væri sífellt að aukast. Meðal annars mætti nefna að 97% sauðfjárbænda í Norður-Þing- eyjarsýslu halda nákvæmar skrár um ær sínar en það er landsmet. Jón Við- ar minnti meðal annars á að kynbóta- framfarir leiddu til aukinnar fram- leiðni og aukinna gæða. Krafa markaðarins er minni fita á kjötinu og kynbótastarfið verður að taka mið af því. Hann ræddi einnig um kyn- bótastarf erlendis og nýja tækni við fitumælingu og hvað við gætum lært af því. Berglind Guðgeirssdóttir skýrði niðurstöður skýrsluhaldsins 2001 og kom mikill fróðleikur fram í máli hennar, meðal annars að skýrsluhald fer vaxandi hér á Suðurlandi. Þótt sauðfé hafi fækkað verulega á síðari árum er áhugi á sauðfjárkyn- bótum greinilega mikill meðal Árnes- inga enda fundurinn vel sóttur. Öflugt kynbóta- starf sauðfjár- ræktarmanna Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þeir fengu verðlaun fyrir álitlegustu lambhrútana, Elvar Ingi Ágústsson, Sigurfinnur Bjarkarsson, Magnús Guðmundsson, Ingvar Hjálmarsson og Már Haraldsson tók við verðlaunum fyrir búið í Eystra-Geldingaholti. Glæsilegasti veturgamli hrúturinn á Suðurlandi. Hrunamannahreppur Í 1. bekk Grunnskólans í Stykk- ishólmi eru 14 nemendur. Eitt af fyrstu verkefnunum í haust var námsgreinin Lífsleikni. Þar er tekið fyrir að við erum ekki ein í heim- inum og þurfum því að taka tillit til annarra og þykja vænt um þá. Þar er einnig fjallað um mismunandi kjör og aðbúnað sem mannfólkið býr við á þessari jörðu. Fljótlega kemur í ljós að Íslend- ingar hafa það mjög gott og margar þjóðir lifa við frumstæðar aðstæður og skort á fæði og fötum. Rætt var um það hvernig krakkarnir sem eru aðeins 6 ára gætu komið öðrum að liði. Kom í ljós að þau væru ekki of ung til þess. Kviknaði sú hugmynd hvort þau gætu ekki gefið börnum í fátækum löndum fötin sín sem eru orðin of lít- il á þau sjálf og er búið að pakka niður heima til geymslu. Hug- myndin féll í góðan jarðveg og nú á dögunum heimsóttu þau skrifstofu Rauða krossins í Stykkishólmi hvert með sinn poka sem í voru föt frá þeim og er það gjöf til barna í Afr- íku sem eiga ekki slíkan glæsifatn- að. Þórhildur Magnúsdóttir tók á móti gjöfunum og þakkaði krökk- unum fyrir góðan hug. Það væri fal- legt að hjálpa öðrum sem ættu bágt. Hún sagði að krakkarnir sem fengju þessi föt yrðu ákaflega ánægð og glöð þegar þau klæddu sig í nýju fötin. Ekki gat hún tímasett hvenær fötin yrðu komin á áfangastað, en vonandi á fyrri hluta næsta árs. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það leyndi sér ekki ánægjusvipur hjá nemendum 1. bekkjar grunnskólans í Stykkishólmi er þau færðu Rauða krossinum poka með fötum sem eiga að fara til fátækra barna í útlöndum. Með þeim á myndinni eru frænkurnar Kristborg Haraldsdóttir umsjónarkennari og Þórhildur Magnúsdóttir hjá Rauða krossinum. Læra að þykja vænt um aðra Stykkishólmur BÁTAFLOTINN í Grímsey vex enn. Henning Jóhannesson út- gerðarmaður í Fiskmarkaði Grímseyjar var að bæta við báta- eign sína með Mími frá Tálkna- firði sem mun fá nafnið Nollarvík. Aðrir bátar Hennings bera nöfnin Björn og Annasem og eru nöfn á föðurforeldrum hans en þau bjuggu á Nolli í Nollarvík. Mímir er 8 tonna plastbátur, smíðaður á Akranesi árið 2001. Með honum keypti Henning 49 tonn af þorskkvóta. Henning segir að koma Mímis og kvótinn sem honum fylgir skipti miklu máli fyrir byggðarlag eins og Grímsey. „Undanfarin ár hefur verið skerðing á kvóta og því erum við að reyna að halda í við það með kvótakaupum,“ sagði þessi bjartsýni útgerðarmaður að lokum. Morgunblaðið/Helga Mattína Henning Jóhannesson útgerðarmaður við nýja bátinn sinn. Nýr bátur bæt- ist í flotann Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.