Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ eigum von á villtum háhyrn-
ingum hérna rétt fyrir utan í febr-
úar og vonum að Keikó nái sam-
bandi við þá,“ segir Þorbjörg
Kristjánsdóttir, líffræðingur og
þjálfari háhyrningsins Keikós í
Noregi.
Keikó hefur verið í Taknesi í
sveitarfélaginu Halsa í rúman mán-
uð og segir Þorbjörg að þaðan sé
stutt út á opið haf. „Þetta verður
allt með mjög svipuðu sniði og það
var í Vestmanneyjum,“ segir Þor-
björg og leggur áherslu á að reynt
verði að hafa Keikó í sem mestri
nálægð við villta háhyrninga, þegar
þar að komi. Fram að því verði tím-
inn notaður til æfinga. „Við reynum
að fara með hann daglega í stuttar
göngur til að láta hann synda að-
eins en þar sem síldin er ekki kom-
in þurfum við að gefa honum.“
Þorbjörg segir að mikið sé lagt
upp úr því að hafa enga tvo daga
eins. „Við reynum að hafa þetta
eins fjölbreytt og hægt er svo
Keikó detti ekki inn í eitthvert
mynstur. Við gerum orkufrekar
æfingar með honum hérna í víkinni,
förum með hann í göngur og fylgj-
umst með líkamsástandi hans.“
Er í fínu formi
Þegar Keikó var í Vestmanna-
eyjum voru að jafnaði sex til sjö
starfsmenn með honum og upp í 12
á sumrin en þau eru þrjú núna.
Þorbjörg og Colin Baird frá Kan-
ada, sem voru með honum í Eyjum
og síðan er Norðmaður þeim til að-
stoðar. „Það er gaman að fá tæki-
færi til að halda áfram að taka þátt
í þessu ævintýri,“ segir Þorbjörg
og bætir við að Keikó virðist líða
mjög vel. „Hann lítur vel út, er
sterkur og það er mikið fjör í hon-
um. Hérna er meira skjól en í Vest-
mannaeyjum, Keikó er í fínu formi
og við bíðum spennt eftir háhyrn-
ingunum.“
Keikó bíð-
ur eftir
villtum há-
hyrningum
Ljósmynd/Hallur Hallsson
Þorbjörg Kristjánsdóttir, líffræðingur og þjálfari Keikós í Noregi, gefur háhyrningnum að éta.
NOKKRIR hestamenn í Vest-
mannaeyjum hafa tekið sig saman
um að koma upp skeiðvelli á landi
þeirra í Lyngfelli. Framkvæmd-
irnar hafa fyrst og fremst kostað
vinnu og ánægju, að sögn eins
þeirra, en lítinn pening. Völlurinn
verður vígður á óvenjulegan hátt á
laugardag með því að sóknarprest-
urinn, sr. Kristján Björnsson, ríður
fyrsta hringinn hempuklæddur.
Það er gott hljóðið í Magnúsi
Kristinssyni, útgerðarmanni í Eyj-
um, þegar Morgunblaðið nær tali af
honum. Enda ekki ástæða til annars
því á laugardag verður skeiðvöllur
hans og örfárra félaga hans vígður
með pomp og prakt. „Þetta er ágæt-
is völlur fyrir það að vera einka-
skeiðvöllur fyrir hesthúsið í Lyng-
felli,“ segir hann kampakátur og
upplýsir að það séu fimm, sex hesta-
menn sem hafi staðið að gerð vall-
arins, sem er 225 metrar að lengd.
„Við eigum myndarlegt og gott
hesthús í Lyngfelli en þar var mikil
lægð í jörðinni og við fengum vöru-
bílstjóra bæjarins til að koma með
alla möl sem þeir þurftu að fleygja
frá sér og fylla þessa holu upp,“
heldur hann áfram. „Það er búið að
vera að keyra í hana hægt og síg-
andi síðustu þrjú árin og þegar far-
ið var að líða á þetta ár sáum við
fram á að þetta væri að fyllast upp
og við gætum farið að gera völlinn
kláran.“
Einn félaganna, sem býr svo vel
að eiga hjólaskóflu, slétti svo úr
mölinni og í framhaldinu voru spýt-
ur negldar allan hringinn. „Svo eru
rafvirkjar að splæsa á okkur raf-
magni en við ætlum að hafa völlinn
upplýstan þannig að það á að vera
hægt að ríða þarna 24 tíma á sólar-
hring!“
Magnús gefur lítið fyrir það að
fáir hestamenn séu í Eyjum. „Ég
hugsa að það séu 40 til 50 hestar
hérna – það eru a.m.k. þrjú önnur
hesthús,“ segir hann ákveðinn. Þeg-
ar hann er spurður að því hvernig
svona verkefni sé fjármagnað hefur
hann svarið á reiðum höndum.
„Þetta er bara fjármagnað með
ánægjunni – eina sem við þurftum
að kaupa voru spýturnar. Þannig að
þetta kostaði okkur litla peninga en
svolitla vinnu og ánægju.“
Magnús upplýsir þó að heilmikið
meira verði gert í kring um vígsl-
una. Til að mynda muni hann opna
málverkasýningu í hesthúsinu á
föstudagskvöld þar sem 23 málverk
eftir Stefán V. Jónsson frá Möðru-
dal – Stórval – verða sýnd en þau
eru öll úr einkasafni Magnúsar.
Sýningin verður einnig opin á laug-
ardag fram að vígslu skeiðvallarins.
Eftir vígsluna verður eldri borg-
urum í Eyjum boðið á hlöðuball.
Það er ekki að heyra annað á
Magnúsi en að stórhugur sé í mönn-
um vegna nýja vallarins. „Við eig-
um náttúrulega von á að við verðum
beðnir um að halda landsmót fljót-
lega og þá förum við að gera okkur
klára í það. Það verður líka létt
verk fyrir okkur; við eigum völlinn
og höfum ballstaðinn og allt hvað
eina þannig að við erum alveg til-
búnir til að taka landsmótið hingað
út,“ segir hann kokhraustur og seg-
ir lítið mál að skella þarfasta þjón-
inum um borð í Herjólf ef svo ber
undir.
Hann klykkir út með því að það
séu engin vandamál til í Eyjum. „Ef
þau eru til eru þau einfaldlega
leyst!“
Ríður fyrsta hring-
inn hempuklæddur
Nýr einkaskeið-
völlur í Eyjum
vígður með
pomp og prakt
EF einhver á Selfossi saknar 30
sentimetra garðstyttu af strák með
hjólbörur eða um 40 sentimetra
hárrar styttu af lítilli stúlku í pilsi, er
sá hinn sami vinsamlegast beðinn
um að hafa samband við lögregluna á
Selfossi.
Stytturnar eru meðal þess sem
fannst á heimili unglingspilts í bæn-
um en hann hefur viðurkennt að hafa
hnuplað þeim úr görðum bæjarbúa.
Málið telst að mestu upplýst, þó lík-
ur séu á að fleiri séu viðriðnir málið
enda sumar stytturnar býsna þung-
ar.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
bárust tilkynningar um stuld á fjór-
um garðstyttum hinn 29. nóvember
og leiddi rannsókn til þess að stytt-
urnar fundust á heimili piltsins í síð-
ustu viku. Reyndar voru stytturnar
sjö talsins en eigendur fimm þeirra
hafa náð í þær á lögreglustöðinni.
Eftir eru tvær styttur sem enginn
hefur vitjað. Stytturnar sjö eru af
ýmsum toga, ein er t.d. af ljóni en
önnur af hundi. Hundastyttan var
þyngst, eða um 25–30 kíló að mati
lögreglunnar.
Pilturinn mun hafa gefið þær
skýringar á hegðun sinni að um
hrekkjabragð hafi verið að ræða og
hann mun hafa verið undir áhrifum
áfengis í einhverjum tilvikum.
Garðstyttum hnuplað
úr görðum Selfyssinga
GÆSLUVARÐHALD yfir þremur
pólskum ríkisborgurum, sem voru
handteknir eftir innbrot í þjónustu-
miðstöðina Vegamót á Snæfellsnesi í
byrjun mánaðarins, var í gær fram-
lengt til 9. janúar.
Fjórði Pólverjinn er í gæsluvarð-
haldi til 20. desember nk. en hann lá
á spítala um tíma vegna meiðsla sem
hann hlaut þegar hann kastaði sér út
úr bifreið á flótta undan lögreglu.
Mest af þýfinu komið í
hendur réttra eigenda
Mennirnir komu til landsins sem
ferðamenn um 1½–2 mánuðum áður
en þeir voru handteknir. Á dvalar-
stað þeirra í Reykjavík fundust mun-
ir úr ýmsum afbrotum á Suður- og
Vesturlandi, einkum úr sumarbú-
stöðum, auk þess sem þýfi fannst í
bifreið þeirra þegar þeir voru hand-
teknir. Tekist hefur að koma flestum
mununum í hendur réttra eigenda,
samkvæmt upplýsingum frá auðgun-
arbrotadeild lögreglunnar í Reykja-
vík sem rannsakar málið. Rannsókn
málsins beinist m.a. að því hvort
mennirnir eigi sér sakarferil í öðrum
löndum.
Gæsluvarð-
hald fram-
lengt vegna
innbrota
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær tvo karlmenn á þrí-
tugsaldri í fangelsi fyrir sérstak-
lega hættulegar líkamsárásir.
Annar ákærðu fékk 18 mánaða
fangelsi, þar af 15 mánuði skilorðs-
bundna, og hinn 12 mánaða fang-
elsi, þar af 9 mánuði skilorðs-
bundna.
Málsatvik voru þau að tveimur
hópum lenti saman við Trönuhóla í
Breiðholti í fyrravor og var ýms-
um bareflum beitt í átökum auk
þess sem keðjusög eða vélsög var
þar í gangi. Var annar mannanna
fundinn sekur um að hafa stungið
mann með hnífi í vinstri síðu svo
af hlaust stungusár sem olli mikilli
blæðingu í kviðarholi.
Hinn maðurinn var fundinn sek-
ur um að hafa barið mann með
steypuskóflu með þeim afleiðing-
um að hann hlaut mar á milta og
síðan annan mann í bak, enni og
hægri hönd, sem hann bar fyrir
höfuð sér, með þeim afleiðingum
að hann hlaut mar á neðanverðu
baki og mjaðmagrind og sár á
fingrum.
Annar sakborningurinn var jafn-
framt dæmdur til að greiða manni
sem hann veitti áverka rúmar 419
þúsund krónur í miskabætur. Báð-
ir rufu mennirnir skilorð með
framferði sínu.
Hjördís Hákonardóttir, héraðs-
dómari, kvað upp dóminn. Sigríður
J. Friðjónsdóttir, saksóknari hjá
ríkissaksóknara, sótti málið.
Fangelsi fyrir hættu-
legar líkamsárásir