Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðbrandurKristinn Morth- ens fæddist í Hafnar- firði 18. október 1917. Hann lést á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 4. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Rósa Guðbrands- dóttir frá Tjörva- stöðum í Landsveit og Edvard Morthens Wiig frá Nærö í Nor- egi. Kristinn var þriðji í röð átta systkina. Systkini Kristins eru Carla Magnea, f. 1913, Esther, f. 1916, Emilia Rut, f. 1919, Emanú- el, f. 1921, Haukur, f. 1924, og Hu- bert Rósmann, f. 1926. Fyrri kona Kristins var Gíslína Guðrún Ágústdóttir, f. 17.12. 1919, þeirra börn eru Hjördís Emma, f. dóttir, þau eiga tvö börn. Ásbjörn Morthens, f. 6.6. 1956. K I (skildu) Inga Sólveig Friðjónsdóttir. K II Brynja Gunnarsdóttir, þau eiga þrjú börn. Fóstursonur Kristins og Grethe er Bergþór Morthens, f. 22.8. 1959. K I Kristín Guðbjörns- dóttir, þau eiga tvö börn. K II Helga Guðlaug Einarsdóttir, þau eiga tvö börn. Barnsmóðir Kristins er Hlíf Ólafsdóttir, sonur þeirra er Ævar Hólm Guðbrandsson, f. 28.9. 1946, barnsmóðir hans er Laufey Gunnarsdóttir, þau eiga eina dótt- ur. Kristinn ólst upp í Reykjavík og að loknu barnaskólanámi vann hann almenna verkamannavinnu fram yfir stríð. Áhugi hans fyrir myndlist leiddi hann síðan áfram inn á brautir listarinnar. Kristinn gerði myndlistina að lifibrauði sínu og sinnti henni meðan kraftar leyfðu. Kristinn bjó seinni hluta ævi sinnar í Fjallkofanum við Með- alfellsvatn í Kjós þar til hann flutt- ist að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, þar sem hann bjó síðustu árin. Útför Kristins fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1936. Maki (skildu) Þórður Guðmundsson, þau eiga þrjú börn. Sigríður Rósa, f. 1942, d. 1942. Ágúst Rós- mann, f. 1943, kvænt- ur Hrefnu Halldórs- dóttur, þau eiga þrjú börn. Seinni kona Kristins var Grethe Skotte Morthens, f. 18.3. 1928 í Dan- mörku, d. 1981, börn þeirra eru Arthur W. Morthens, f. 27.1. 1948, K I (skildu) Sig- ríður Ólafsdóttir, þau eiga einn son. K II Steinunn Stef- ánsdóttir, hún á þrjú börn. Sveinn Allan Morthens, f. 10.6. 1951, kona hans Þóra Björk Jónsdóttir, þau eiga eina dóttur. Þorlákur Hilmar Morthens, f. 3.10. 1953, K I (skildu) Guðbjörg Thoroddsen, þau eiga tvær dætur. K II Guðrún Magnús- Litirnir og íslensk náttúra voru tengd þér órjúfanlegum böndum. Mín fyrsta minning er þegar þú barst mig upp í dalskorning fyrir ofan Laugarvatn, lagðir mig niður í lyngið, settir upp trönurnar, kreistir úr túp- unum og að vitum mér, tveggja ára hnokka, barst lykt olíulitanna sem blandaðist ilmi lyngsins. Blístrandi töfraðir þú fram mynd á léreftið. Þessir þrír þættir, myndlistin, tón- listin og íslensk náttúra einkenna þennan pabba sem þú varst mér í æsku. Nokkrum árum síðar löbbuðum við saman við fjallsrætur Meðalfells í Kjós. Við ætluðum að finna stæði fyrir sumarbústað. Þú fannst staðinn í hlíðinni og um haustið hófst þú handa við að byggja. Um sumarið fluttirðu bústaðinn upp að Meðalfellsvatni. Bústað sem varð kastali okkar bræðra frá því í kringum 20. maí fram í miðjan september ár hvert. Hér gerðust ævintýrin, á vatninu, í fjallinu og á rigningardögum í sumarbú- staðnum. Þar tók ævintýraheimur leirsins öll völd. Besta tímann í æsku okkar bræðra er að finna við vatnið. Fjallkofinn varð þitt skjól og gleði í blíðu og stríðu. Seinni ár ævinnar var Fjallkofinn heimili þitt sumar jafnt sem vetur og þú taldir lífshamingjuna í sumrum við vatnið. Ekki er hægt að skilja við Kjósina öðruvísi en að þakka bændunum við vatnið, einkum þó Kristjáni og Hildi á Grjóteyri, fyrir þá umhyggju sem þeir báru alla tíð fyrir þínum högum. Snemma fékkst þú mikinn áhuga á skógrækt. Við bræður tókum virkan þátt, vökvuðum trén, tíndum hrossa- tað og kúamykju sem við bárum á trén og hlúðum að græðlingum. Frá unga aldri lærðum við því að íslensk náttúra væri mikils virði og að henni bæri að hlúa. Ferðir okkar bræðra með þér að Rangá, þar sem við slóg- um upp tjaldi í Hraunteignum í skjóli birkisins eru ógleymanlegar. Hér sagðir þú okkur sögur af sjóbirting- um sem fóru upp Galtalæk og komust þannig fram hjá fossinum. Þú kennd- ir okkur að veiða og á þessum árum lagðir þú grunninn að viðhorfi okkar til íslenskrar náttúru. Nú þegar komið er að leiðarlokum þá þakka ég þér samfylgdina og æsk- una sem þú gafst mér. Á nýjum slóð- um muntu eiga þinn Fjallkofa við vatnið. Litirnir, penslarnir og trönurnar munu fylgja þér þangað. Arthur Morthens. Með þessum fáu ljóðlínum vil ég kveðja elskulegan tengdaföður minn að sinni og þakka honum alla hlýjuna sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði. Hrefna. Tengdapabbi var stórbrotinn per- sónuleiki. Hann var náttúrubarn, bóhem, þúsundþjalasmiður, ljóða- unnandi, farfugl, trjáræktandi, blómaunnandi, gleðimaður, dans- herra, ferðafélagi, lestrarhestur, listamaður, sjarmör og barnavinur mikill. Hann var líka þrjóskur, ein- rænn á köflum, lét ekki segjast ef hann beit eitthvað í sig og fékk stund- um í seinni tíð viðurnefnið „grumpy old man“ sem þó var alltaf notað af mikilli virðingu. Hann undi sér best við ræktun og uppbyggingu ýmiskonar. Ræktaði fallega trjá- og blómagarðinn í Kjós- inni, setti niður stjúpur á vorin, grisj- aði og sagaði greinar af stórum trján- um, byggði endalaust við Fjallkofann og varð þá allt að efniviði. Hann lét sér ekki nægja að rækta eigin garð eða byggja upp sitt heimili, hann setti niður tré og blóm í mínum garði ár eftir ár og hjálpaði við uppbyggingu hússins, lagði í gólfin, skipti um glugga, smíðaði pall, plastaði gróður- húsið og reisti fánastangir. Skipaði svolítið fyrir, stjórnaðist með hvernig verkin voru unnin og kunni vel til verka. Hann gat eiginlega allt sem praktískt var, ræktað, byggt, lagað og lappað upp á. Ef efniviðurinn var ekki til bjó hann bara til það sem þurfti úr því sem hendi var næst. Hann var yndislegur ferðafélagi, með honum var gaman að ferðast hvort heldur var í byggð eða á há- lendinu þar sem hann undi sér vel. Margar ferðirnar eru eftirminnilegar en tvær standa þó uppúr. Önnur er ganga þeirra feðga, hans og Allans frá Kerlingarfjöllum niður í Skaga- fjörð. Allan hafði ákveðið að ganga þessa leið einn, en Diddi tók það ekki í mál, ákvað að fylgja honum til að passa upp á að allt færi vel hjá strákn- um. Þá var Diddi 65 ára en Allan 31! Hitt mikla ferðaafrekið vann hann á sjötugasta aldursári. Þá ákvað hann að hjóla norður Sprengisand, frá Reykjavík og niður í Skagafjörð. Hann lagði af stað, lá úti þegar þess þurfti en þegar hann var kominn í Nýjadal gerði hann hlé á hjólatúrn- um, var sóttur og fór með okkur í viku gönguferð á Lónsöræfum, frá Snæ- felli að Stafafelli í Lóni. Þegar því lauk var honum aftur skutlað upp á Nýjadal og hann lauk sinni hjólreiða- ferð yfir Sprengisand. Þessi kraftur einkenndi hann alla tíð. Þegar hann fyrir nokkrum árum fékk heilablóðfall sem gerði honum erfitt með tal og að stjórna hægri hlið líkamans af sömu nákvæmni og áður hófst hann handa við að þjálfa sig. Strax og hann gat var hann farinn að lesa upphátt með ýktum varahreyf- ingum, til að þjálfa talið, kreista, teygja og nudda til að þjálfa hendur og fætur og fara í gönguferðir, alltaf til að þjálfa sig. Hann fór að mála með vinstri hendi og náði góðum árangri sem sjá mátti á sýningu sem hann hélt í Fjallkofanum fyrir tveimur ár- um. Hann var aðdáunarverður bar- áttumaður. Já Diddi var stór í því sem hann tók sér fyrir hendur. Stærstur var hann þó í hlutverki afans. Hann var barna- börnum sínum yndislegur afi og öll eiga þau einstakar minningar af sam- veru með honum. Hann lét sér heldur ekki nægja að vera afi sinna barna- barna heldur völdu fleiri börn hann sem kjörafa sinn, börn vina og vanda- manna löðuðust að þessum góða barnakarli og gerðu að afa sínum. Núna þegar við kveðjum hann njótum við þess að hafa fengið að hafa hann svona mikið hjá okkur undan- farin ár. Við eigum góðar minningar og þannig lifir hann áfram í hugum okkar. Þegar ég sé fallegan litríkan himinn í framtíðinni gleðst ég og mér verður hugsað til tengdapabba sem málaði fegurð himinsins svo vel. Þóra Björk. Elsku afi minn, nú hefur þú hlotið hvíldina. Hvíld sem þú varst búinn að þrá. Minningar leita á hugann, minningar um góðan afa. Afa sem undi sér svo vel úti í náttúrunni meðal fjallanna og gróðursins. Það voru ófá skiptin sem þú gekkst um garðinn hjá pabba og mömmu með hendur fyrir aftan bak skoðandi trén og ráðlagðir þeim svo hvað gera skyldi. Minningar um afa sem málaði svo fallegar myndir. Afi minn, hvað mér þykir vænt um allar myndirnar sem þú hefur gefið mér og gaman að geta sagt „afi minn málaði þær“. Elsku Diddi afi, takk fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi góður guð geyma þig, elsku afi minn. Þín Rósa. Diddi vinur okkar hefur nú kvatt. Hans tími var kominn. Í hugum okkar er minning um góð- an mann sem geymdi einstaka per- sónu. Diddi var mikill sagnamaður og hreif hann mann auðveldlega með sér, svo skemmtilega sagði hann frá. Hann sagði okkur frá hve ólíkan kost fólk bjó við á hans uppvaxtarárum og úrræðum sínum til að afla þess sem til þurfti, ásamt ótalmörgu öðru frá hans uppvexti sem reynst hefur okkur lær- dómsríkt. Sú reynsla sem Diddi hlaut á uppvaxtarárum sínum skóp þann mann sem hann var. Hann var hjálp- samur með eindæmum, ákaflega stoltur og nægjusamur. Lífsfyllingu sína fann hann til fjalla í hinum mikla fjölbreytileika sem náttúran býður uppá. Heklan var í hans huga drottn- ing fjallanna eins og verk hans bera vott um enda átti hann þar mörg sporin. Oft hljóp hann upp á topp á Meðalfellinu svona rétt til að skerpa á matarlystinni og var þá oftast ekki valin greiðasta leiðin. Það var hans metnaður að vera í góðri þjálfun. Tengsl Didda við náttúruna lýsa sér í landslagsverkum hans, en að okkar mati stendur hann fremstur í túlkun sinni á náttúrunni. Áhugi Didda á trjárækt var ein- stakur, eljan og þolinmæðin með ein- dæmum og árangur hans hefur verið okkur mikil hvatning í okkar bjástri við trén enda var hann óspar á til- sögnina. Diddi átti sérlega gott með að nálgast börn og hændust þau að honum auðveldlega, það var eitthvað svo ævintýralegt við hann og hann var svo einlægur, í hans huga voru líka allir jafnir. Nú ert þú horfinn á braut elsku Diddi, við eigum fallega minningar í myndunum þínum og hugurinn er hjá þér er við horfum á reitinn þinn hand- an vatnsins. Megi okkur hlotnast gæfa til að nýta okkur allt það er við lærðum af þér. Við vottum fjölskyldu Didda sam- úð okkar og megi minning hans ylja okkur öllum um ókomna framtíð. Fjölskyldan Grjóteyri. Fegursta líkræða, sem samin hef- ur verið á Íslandi, var flutt við útför Steins Steinars, skálds. Séra Sigur- björn Einarsson, biskup, var höfund- ur og flytjandi. Upphafsorðin voru þessi: „Var það ekki svo um alla þá, sem eitthvað gáfu verulegt, að þeir urðu að heimta það úr djúpum, fæða það með þraut, vinna það úr lífs- trega?“ Þeir, sem nota aðra hnúta til að binda bagga sína en samferðarmenn- irnir, eru stundum kallaðir „lífskúnst- nerar“. Kristinn Morthens var einn af þeim. Hann var listrænn ljúflingur, breyskur heiðursmaður, gjafmildur á perlur og eðalsteina, sem oft voru slípaðir í miklu ölduróti þess átaka- mikla og stundum öfgafulla lífs, sem varð hlutskipti hans. En engu skipti hversu brimhljóð tilfinninganna urðu ærandi, alltaf heyrðist ómur af ein- um, hreinum tóni. Það var ómur af manngæsku og góðvilja, umhyggju og réttsýni og elsku til alls þess sem fagurt er og mannbætandi. Börn skynja betur en fullorðnir hjartalag manna og nema útgeislun hlýju og kærleika. Ef líf Didda Morthens yrði aðeins metið sam- kvæmt náttúrulegri mælistiku eðlis- ávísunar barnsins, hlyti hann marg- falda heiðursnafnbót fyrir afrek í mannlegum samskiptum. En marg- víslegar þversagnir komu í veg fyrir að þessir hæfileikar nýttust allar lífs- ins stundir. Engu að síður er sá hópur stór, sem minnist með þökk og hlýju unaðsstunda æskunnar í návist Didda, sem gat breytt depurð og dimmum dögum í litrík ævintýri. Barnssálin var honum eins og opin bók. Þessi hæfileiki var galdur þess manns, sem í eigin sál átti og ræktaði barnið og sakleysi þess. Diddi hverfur aldrei úr ævintýri æskunnar. Perlurnar og eðalstein- arnir geymast. Annað fyrnist, leysist upp og hverfur. Við andlát hans lýkur sögu manns, sem í vöggugjöf hlaut margvíslega hæfileika. Úr þeim vann hann sjálfur með misjöfnum hætti, en skilaði þeim áfram til afkomendanna. Síðustu árin sótti þreytan fast að þessum tónelska listmálara og án efa hefur hann hlakkað til að hitta sína heittelskuðu Grétu. Lausn frá þraut var friðsæl og í sátt við Guð og menn. Blessuð sé minning þessa góða manns. Árni Gunnarsson. Kæri vinur. Nú er hafið annað lífs- ferðalag þitt handan við móðuna miklu, þar sem litadýrðin er engu lík. Kjósin var ævintýralandið okkar, fjöl- skyldan mín kom úr Keflavík og átti bústað fyrir neðan veginn, oft nefnd- ur séstvallastaðir en hét Vatnskot, fyrir ofan veginn, þar var Fjallkofinn. Þar bjuggu Diddi og Greta og heill herskari af strákum. Þið settuð niður tré í frjósömum jarðveginum. Þarna varð úr mikill skógur og allskyns leik- ir voru þá stundaðir af okkur strák- unum þó aldursmunur væri þónokk- ur. Kappróðrar um Meðalfellsvatnið jafnvel smá orustur og kom enginn þurr heim úr slíkum ferðum, klifrað upp um fjöll og kletta í Meðalfellinu og leikir með kjamma og horn og ekki má gleyma smalamennsku okkar Bubba með beljurnar frá Meðalfelli, fórum stundum á bak og rákum þær eins og ekta amerískir kúrekar, það vantaði bara hestana, eða veiðiferðir út í hólmann. Þvílík forréttindi að fá að upplifa slíka ævintýramennsku. Greta þín og pabbi töluðu saman á dönsku, matur var eldaður á danska vísu og ef eitthvað vantaði öðrum hvorum megin við veginn var því bjargað. Vinskapurinn við þig og strákana þína hefur verið mér mikils virði í gegnum tíðina, myndin sem þú gafst mér af Heklunni þinni og er síðasta mynd sem þú málar áður en veikindi dynja á þér, sendir mér ljóslifandi minningar um þig, lífskúnstner af bestu gerð. Þegar ég kvaddi þig vildir þú sjá mig fara heljarstökk aftur- ábak, núna verð ég bara að stökkva fyrir mig sjálfan. Einu sinni reifaði ég þá hugmynd við þig að saga niður trén fyrir fram- an svo að útsýnið yrði eins og í gamla daga, vatnið og fjallasýnin hinum megin, þú svaraðir strax og sagðir, hinum megin við trén er sama feg- urðin og áður, við skulum bara færa okkur til hliðar. Fullkomið svar. Hafðu þökk fyrir útgeislun sem skilur eftir sig ljóslifandi minningar um góðar stundir, fjölskyldunni allri færi ég mínar hugheilar samúðar- kveðjur, Tómas J. Knútsson. Þá er kúnstner Morthens allur. Það er mikill sjónarsviptir að honum og hún verður svipminni sumarhúsa- byggðin við Meðalfellsvatn í Kjós að honum gengnum. Það má telja hann í hópi frum- byggjanna í þessari sumarparadís, sem nú er þéttsetin og eftirsótt. Þar byggði hann sér og sínum hús, sem hann nefndi Fjallkofann. Hann hafði grænar hendur hann Kristinn Mort- hens og hóf skógrækt á spildunni sinni, sem varð að einum stærsta skrúðgarði í bústaðabyggðinni. Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar leitaði ég á þessar slóðir við Meðalfellsvatn með það í huga, að fá lóð undir sumarhús. Naut ég þess, að faðir minn og Kristinn voru góðir kunningjar og að dóttir Kristins hafði til umráða landskika með smáhýsi við vatnið, sem hún vildi láta falan. Þannig hófust okkar kynni og með okkur tókst góð vinátta, sem aldrei hefur fallið skuggi á. Hann var óþreytandi við að leiðbeina okkur við gróðursetningu og fleira, sem laut að garðvinnunni, og færði okkur fyrstu trén, sem við settum niður, þrjár há- vaxnar aspir, sem hann kom með á hjólbörum. Sú stærsta hefur síðan skipað heiðurssess við sumarhús okk- ar og gengur undir nafninu Morth- ensía. Honum var mikið í mun, að rækt- unin gengi vel og árangur væri sýni- legur. Eitt sinn á frumbýlingsárum okkar bað ég hann að mála mynd af staðnum og nokkru síðar kom hann með fallega mynd af bústaðnum og umhverfi hans og sagði afsakandi, að það færi nú ekki mikið fyrir trjánum, en hann skyldi bæta þeim inn á myndina síðar, eftir því sem þau stækkuðu. Ég er viss um, að sjaldan hefur nokkur listamaður boðið betur. Seinni árin urðu honum erfiðari eftir að heilsa hans bilaði, en hann kaus að dvelja í Kjósinni meðan stætt var og þá gjarnan studdur af fjöl- skyldunni og góðvinum sínum á Grjóteyri og Meðalfelli. Að leiðarlokum viljum við þakka Kristni Morthens fyrir samfylgdina og ógleymanlegar samverustundir á liðnum árum og sendum börnum hans og ættingjum öllum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ólafur G. Karlsson. KRISTINN MORTHENS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.