Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur og gest- gjafi leiðtogafundar Evrópusam- bandsins, vísaði rétt fyrir upphaf fundarins í Kaupmannahöfn í gær á bug þrýstingi, annars vegar af hálfu Tyrkja með Bandaríkjamenn að baki sér, og hins vegar af hálfu tilvonandi aðildarríkjanna með Pólland fremst í fylkingu, sem krafðist hærri styrkja úr sjóðum sambandsins. „Vonandi tekst okkur að ljúka dag- skránni fyrir föstudagskvöld,“ sagði forsætisráðherrann í bréfi sem hann skrifaði þátttakendum til að bjóða þá velkomna á fundinn. Að reka endahnútinn á aðildar- samninga við 10 ríki, þar af 8 fyrrver- andi austantjaldslönd, er aðalverkefni fundarins, en það hefur gefið mönn- um tilefni til að kalla hann sögulegan. Ýmis atriði geta þó spillt fyrir því að sá árangur náist sem að er stefnt. Günter Verheugen, sem fer með stækkunarmál ESB í framkvæmda- stjórn þess, varaði við því að tækifær- ið væri „nú eða aldrei“ til að innsigla stærstu stækkunarlotuna í sögu sam- bandsins sem áformað er að komist til framkvæmda 1. maí 2004. „Ef við náum ekki niðurstöðu núna verður það mun erfiðara síðar,“ sagði Ver- heugen í sjónvarpsviðtali. Sérstaklega hafa samningamenn Pólverja verðir harðir á að gefa ekki neitt eftir á lokaspretti viðræðnanna og hafa einkum haldið fast í kröfu um hærri styrki til pólskra bænda. Í fyrrakvöld lét talsmaður pólsku stjórnarinnar hafa eftir sér, að samn- ingsharkan hefði skilað árangri. Politiken segir talsmanninn, Michael Tober, hafa sagt að á fyrstu þremur aðildarárunum, 2004–2006, fengju pólskir bændur hærri beingreiðslur en ESB hefði áður verið tilbúið að samþykkja; þær myndu hækka úr 40% af því sem bændur í eldri aðild- arríkjunum fá nú, upp í 50%. Talsmenn ESB segja aðra sögu; Pólverjar hafi sínar innanríkispóli- tísku ástæður fyrir því að vera að spila með slíkar tölur í fjölmiðlum. Anders Fogh Rasmussen vísaði því á bug í gær, að Pólverjar fengju betri samningskjör. „Mér er ekki kunnugt um það. Ég hef lesið um það í fjöl- miðlum. En þar stendur svo margt sem ekki stemmir,“ tjáði hann dönsku Ritzau-fréttastofunni. Tyrkir, með bandamenn sína í Washington að baki sér, hafa líka staðið uppi í hárinu á ráðamönnum ESB. Tyrknesk stjórnvöld þrýsta mjög á um að leiðtogar ESB ákveði á Kaupmannahafnarfundinum hvenær hafnar skuli aðildarviðræður við Tyrki. George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur lagt sig allan fram til stuðnings Tyrkjum í þessu máli, og hefur þar sín áhrif hve Tyrkir yrðu í miklu lykilhlutverki, komi til hernað- ar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak. Bush hringdi af þessu tilefni bæði í Rasmussen og Jacques Chirac Frakklandsforseta. Chirac smíðaði fyrir skemmstu, í félagi við Gerhard Schröder Þýzka- landskanzlara, tillögu sem gerir ráð fyrir að lagt verði mat á umbætur í tyrknesku stjórn- og efnahagskerfi fyrir árslok 2004 og aðildarviðræður skuli hafnar á árinu 2005, reynist landið uppfylla sett skilyrði fyrir því. Flest ESB-ríkin kváðu aðhyllast þessa áætlun, en Tyrkir vilja að aðild- arviðræður hefjist strax á næsta ári. Tyrkneski forsætisráðherrann Abdullah Gul og „skuggaleiðtoginn“ Recep Tayyip Erdogan heimsóttu flesta leiðtoga ESB-ríkjanna 15 nú á síðustu dögunum fyrir Kaupmanna- hafnarfundinn til að reyna að telja þá á að aðildarviðræður hæfust strax 2003. Að því er AFP greinir frá gaf Gul í skyn að tyrkneska stjórnin gæti ýtt undir samningsvilja Kýpur-Tyrkja ef komið yrði til móts við þessar óskir hennar. Þannig tengjast aðildarhorf- ur Tyrklands lausn Kýpurdeilunnar, sem staðið hefur frá því Tyrkir gerðu þar innrás fyrir 28 árum. Hörðustu hnútarn- ir eru Pólland, Tyrkland og Kýpur Á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem hófst í Kaup- mannahöfn í gær á að innsigla stækkun þess til austurs Reuters Ýmiss konar mótmæli fara fram í kringum leiðtogafundinn. Hér fóðrar maður kýrlíkneski á eftirlíkingum evru-seðla til að lýsa óánægju sinni með dýrt niðurgreiðslukerfi landbúnaðarins í Evrópusambandinu. , # %  " ( (# ( - $     2, )4../A  ! " ! " #  $%! &'! % ( )* +! % (  ,-.     %4..-A /0*( 10 ( 6)   %    A &2! NÝJASTA og öflugasta eldflaug Evrópsku geimvísindastofnunarinn- ar, ný gerð af Ariane 5, sprakk í loft upp í fyrrakvöld skömmu eftir að henni var skotið á loft í Frönsku Guiana í Suður-Ameríku. Er þetta í fjórða sinn sem stofnuninni mistekst að skjóta á loft Ariane 5-flaug í fjór- tán tilraunum frá árinu 1996 og alls hafa nú 3 slíkar flaugar eyðilagst. Tveir dýrir fjarskiptahnettir eyði- lögðust einnig í slysinu og er þetta mikið áfall fyrir Evrópsku geimvís- indastofnunina, ESA, sem hefur fengið harða samkeppni frá banda- rískum fyrirtækjum um flutning gervihnatta í geiminn. ESA hafði hannað nýja gerð af Ar- iane-5 til að flaugin gæti flutt þyngri farm. Eldri flaugarnar hafa getað flutt sex tonn en nýja gerðin, Ariane 5-ESCA, ber allt að tíu tonna farm. Þetta var gert með því að auka af- köst hreyflanna um 20%, nota betri eldsneytisdælur og stækka eldsneyt- istankana. Nokkrar af einingum nýju gerðarinnar hafa aldrei verið prófaðar áður. Markmiðið með breytingunum var að geta flutt stærri gervihnetti upp í geiminn eða fleiri en einn í hverri ferð til minnka kostnaðinn. Upphaflega átti að skjóta fyrstu eldflauginni af nýju gerðinni á loft 28. nóvember en hætt var við það á síðustu stundu vegna galla í tölvu- hugbúnaði. Jómfrúrferðin endaði síðan með ósköpum því flaugin sprakk og hrap- aði í Atlantshafið þremur mínútum eftir að henni var skotið á loft í fyrra- kvöld. Fyrstu niðurstöður rannsókn- arinnar á slysinu bentu til þess að bilun hefði orðið í aðalhreyfli flaug- arinnar sem átti að knýja hana áfram fyrstu 9 mínútur ferðarinnar. Flaugin var með tvo gervihnetti sem kostuðu alls 53 milljarða króna; Hotbird TM7 í eigu evrópska fjar- skiptafyrirtækisins Eutelsat og Stentor, tilraunafjarskiptahnött frönsku geimrannsóknastofnunar- innar CNES. Báðir hnettirnir voru tryggðir og búist er við að trygging- ariðgjöld gervihnattafyrirtækja hækki verulega vegna slyssins. Óvissa um ferð til halastjörnu Líklegt er að slysið verði til þess að öllum fyrirhuguðum ferðum Ar- iane-5 verði frestað í óákveðinn tíma. Það getur einnig orðið til þess að ESA missi viðskiptavini til banda- rískra keppinauta sinna, Lockheed Martin og Boeing, sem hefur tekist að skjóta nýjum og stærri eldflaug- um á loft á síðustu mánuðum. Frá því að fyrstu Ariane-flauginni var skotið á loft hafa alls ellefu af 157 geimskotum ESA misheppnast. Ar- iane 4-flaugarnar brugðust aðeins þrisvar sinnum í yfir 100 geimskot- um. Ráðgert er að taka þá gerð úr notkun eftir tvær ferðir til viðbótar. Slysið í fyrrakvöld kann að verða til þess að ESA þurfi að hætta við metnaðarfull áform sín um að senda geimfarið Rosetta til halastjörnunn- ar Wirtanen. Stefnt hefur verið að því að geimfarinu verði skotið upp með Ariane 5-flaug 12. janúar. Rosetta á að lenda á halastjörn- unni Wirtanen og gert er ráð fyrir því að ferðin taki átta ár. Þurfi að fresta því að skjóta geimfarinu á loft í meira en tuttugu daga er talið ólík- legt að það komist á rétta braut að Wirtanen. ESA kann því að þurfa að breyta áformum sínum og senda geimfarið að annarri halastjörnu. Markmiðið með geimferðinni er að rannsaka uppruna sólkerfisins og varpa ljósi á hvaða hlutverki hala- stjörnurnar gegndu við þróun lífs. Eldflaug með tvo gervi- hnetti sprakk í loft upp Fjögur af fjórtán Ariane 5-geim- skotum ESA hafa misheppnast Reuters Eldflaug af nýrri gerð Ariane 5-burðarflauga skotið á loft í fyrrakvöld. ÍSRAELSKIR hermenn skutu til bana sex Palestínumenn í gær við Karni-varðstöðina milli Gaza-spild- unnar og Ísraels. Heimildarmenn sögðu að Palestínumennirnir hefðu verið að reyna að laumast inn í Ísr- ael. Þá féllu tveir ísraelskir her- menn í skotbardaga í borginni Hebron á Vesturbakkanum. Nöfn hinna föllnu voru ekki gef- in upp en starfsmenn heilbrigðisyf- irvalda í Gazaborg sögðu að herinn hefði beðið þá um að ná í líkin fimm. Alls hafa nú fallið 2.765, þar af 2.037 Palestínumenn, í átökun- um sem hófust með uppreisn Pal- estínumanna, intifada, haustið 2000. 6 Palestínumenn drepnir Jerúsalem. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.