Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 20

Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur og gest- gjafi leiðtogafundar Evrópusam- bandsins, vísaði rétt fyrir upphaf fundarins í Kaupmannahöfn í gær á bug þrýstingi, annars vegar af hálfu Tyrkja með Bandaríkjamenn að baki sér, og hins vegar af hálfu tilvonandi aðildarríkjanna með Pólland fremst í fylkingu, sem krafðist hærri styrkja úr sjóðum sambandsins. „Vonandi tekst okkur að ljúka dag- skránni fyrir föstudagskvöld,“ sagði forsætisráðherrann í bréfi sem hann skrifaði þátttakendum til að bjóða þá velkomna á fundinn. Að reka endahnútinn á aðildar- samninga við 10 ríki, þar af 8 fyrrver- andi austantjaldslönd, er aðalverkefni fundarins, en það hefur gefið mönn- um tilefni til að kalla hann sögulegan. Ýmis atriði geta þó spillt fyrir því að sá árangur náist sem að er stefnt. Günter Verheugen, sem fer með stækkunarmál ESB í framkvæmda- stjórn þess, varaði við því að tækifær- ið væri „nú eða aldrei“ til að innsigla stærstu stækkunarlotuna í sögu sam- bandsins sem áformað er að komist til framkvæmda 1. maí 2004. „Ef við náum ekki niðurstöðu núna verður það mun erfiðara síðar,“ sagði Ver- heugen í sjónvarpsviðtali. Sérstaklega hafa samningamenn Pólverja verðir harðir á að gefa ekki neitt eftir á lokaspretti viðræðnanna og hafa einkum haldið fast í kröfu um hærri styrki til pólskra bænda. Í fyrrakvöld lét talsmaður pólsku stjórnarinnar hafa eftir sér, að samn- ingsharkan hefði skilað árangri. Politiken segir talsmanninn, Michael Tober, hafa sagt að á fyrstu þremur aðildarárunum, 2004–2006, fengju pólskir bændur hærri beingreiðslur en ESB hefði áður verið tilbúið að samþykkja; þær myndu hækka úr 40% af því sem bændur í eldri aðild- arríkjunum fá nú, upp í 50%. Talsmenn ESB segja aðra sögu; Pólverjar hafi sínar innanríkispóli- tísku ástæður fyrir því að vera að spila með slíkar tölur í fjölmiðlum. Anders Fogh Rasmussen vísaði því á bug í gær, að Pólverjar fengju betri samningskjör. „Mér er ekki kunnugt um það. Ég hef lesið um það í fjöl- miðlum. En þar stendur svo margt sem ekki stemmir,“ tjáði hann dönsku Ritzau-fréttastofunni. Tyrkir, með bandamenn sína í Washington að baki sér, hafa líka staðið uppi í hárinu á ráðamönnum ESB. Tyrknesk stjórnvöld þrýsta mjög á um að leiðtogar ESB ákveði á Kaupmannahafnarfundinum hvenær hafnar skuli aðildarviðræður við Tyrki. George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur lagt sig allan fram til stuðnings Tyrkjum í þessu máli, og hefur þar sín áhrif hve Tyrkir yrðu í miklu lykilhlutverki, komi til hernað- ar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak. Bush hringdi af þessu tilefni bæði í Rasmussen og Jacques Chirac Frakklandsforseta. Chirac smíðaði fyrir skemmstu, í félagi við Gerhard Schröder Þýzka- landskanzlara, tillögu sem gerir ráð fyrir að lagt verði mat á umbætur í tyrknesku stjórn- og efnahagskerfi fyrir árslok 2004 og aðildarviðræður skuli hafnar á árinu 2005, reynist landið uppfylla sett skilyrði fyrir því. Flest ESB-ríkin kváðu aðhyllast þessa áætlun, en Tyrkir vilja að aðild- arviðræður hefjist strax á næsta ári. Tyrkneski forsætisráðherrann Abdullah Gul og „skuggaleiðtoginn“ Recep Tayyip Erdogan heimsóttu flesta leiðtoga ESB-ríkjanna 15 nú á síðustu dögunum fyrir Kaupmanna- hafnarfundinn til að reyna að telja þá á að aðildarviðræður hæfust strax 2003. Að því er AFP greinir frá gaf Gul í skyn að tyrkneska stjórnin gæti ýtt undir samningsvilja Kýpur-Tyrkja ef komið yrði til móts við þessar óskir hennar. Þannig tengjast aðildarhorf- ur Tyrklands lausn Kýpurdeilunnar, sem staðið hefur frá því Tyrkir gerðu þar innrás fyrir 28 árum. Hörðustu hnútarn- ir eru Pólland, Tyrkland og Kýpur Á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem hófst í Kaup- mannahöfn í gær á að innsigla stækkun þess til austurs Reuters Ýmiss konar mótmæli fara fram í kringum leiðtogafundinn. Hér fóðrar maður kýrlíkneski á eftirlíkingum evru-seðla til að lýsa óánægju sinni með dýrt niðurgreiðslukerfi landbúnaðarins í Evrópusambandinu. , # %  " ( (# ( - $     2, )4../A  ! " ! " #  $%! &'! % ( )* +! % (  ,-.     %4..-A /0*( 10 ( 6)   %    A &2! NÝJASTA og öflugasta eldflaug Evrópsku geimvísindastofnunarinn- ar, ný gerð af Ariane 5, sprakk í loft upp í fyrrakvöld skömmu eftir að henni var skotið á loft í Frönsku Guiana í Suður-Ameríku. Er þetta í fjórða sinn sem stofnuninni mistekst að skjóta á loft Ariane 5-flaug í fjór- tán tilraunum frá árinu 1996 og alls hafa nú 3 slíkar flaugar eyðilagst. Tveir dýrir fjarskiptahnettir eyði- lögðust einnig í slysinu og er þetta mikið áfall fyrir Evrópsku geimvís- indastofnunina, ESA, sem hefur fengið harða samkeppni frá banda- rískum fyrirtækjum um flutning gervihnatta í geiminn. ESA hafði hannað nýja gerð af Ar- iane-5 til að flaugin gæti flutt þyngri farm. Eldri flaugarnar hafa getað flutt sex tonn en nýja gerðin, Ariane 5-ESCA, ber allt að tíu tonna farm. Þetta var gert með því að auka af- köst hreyflanna um 20%, nota betri eldsneytisdælur og stækka eldsneyt- istankana. Nokkrar af einingum nýju gerðarinnar hafa aldrei verið prófaðar áður. Markmiðið með breytingunum var að geta flutt stærri gervihnetti upp í geiminn eða fleiri en einn í hverri ferð til minnka kostnaðinn. Upphaflega átti að skjóta fyrstu eldflauginni af nýju gerðinni á loft 28. nóvember en hætt var við það á síðustu stundu vegna galla í tölvu- hugbúnaði. Jómfrúrferðin endaði síðan með ósköpum því flaugin sprakk og hrap- aði í Atlantshafið þremur mínútum eftir að henni var skotið á loft í fyrra- kvöld. Fyrstu niðurstöður rannsókn- arinnar á slysinu bentu til þess að bilun hefði orðið í aðalhreyfli flaug- arinnar sem átti að knýja hana áfram fyrstu 9 mínútur ferðarinnar. Flaugin var með tvo gervihnetti sem kostuðu alls 53 milljarða króna; Hotbird TM7 í eigu evrópska fjar- skiptafyrirtækisins Eutelsat og Stentor, tilraunafjarskiptahnött frönsku geimrannsóknastofnunar- innar CNES. Báðir hnettirnir voru tryggðir og búist er við að trygging- ariðgjöld gervihnattafyrirtækja hækki verulega vegna slyssins. Óvissa um ferð til halastjörnu Líklegt er að slysið verði til þess að öllum fyrirhuguðum ferðum Ar- iane-5 verði frestað í óákveðinn tíma. Það getur einnig orðið til þess að ESA missi viðskiptavini til banda- rískra keppinauta sinna, Lockheed Martin og Boeing, sem hefur tekist að skjóta nýjum og stærri eldflaug- um á loft á síðustu mánuðum. Frá því að fyrstu Ariane-flauginni var skotið á loft hafa alls ellefu af 157 geimskotum ESA misheppnast. Ar- iane 4-flaugarnar brugðust aðeins þrisvar sinnum í yfir 100 geimskot- um. Ráðgert er að taka þá gerð úr notkun eftir tvær ferðir til viðbótar. Slysið í fyrrakvöld kann að verða til þess að ESA þurfi að hætta við metnaðarfull áform sín um að senda geimfarið Rosetta til halastjörnunn- ar Wirtanen. Stefnt hefur verið að því að geimfarinu verði skotið upp með Ariane 5-flaug 12. janúar. Rosetta á að lenda á halastjörn- unni Wirtanen og gert er ráð fyrir því að ferðin taki átta ár. Þurfi að fresta því að skjóta geimfarinu á loft í meira en tuttugu daga er talið ólík- legt að það komist á rétta braut að Wirtanen. ESA kann því að þurfa að breyta áformum sínum og senda geimfarið að annarri halastjörnu. Markmiðið með geimferðinni er að rannsaka uppruna sólkerfisins og varpa ljósi á hvaða hlutverki hala- stjörnurnar gegndu við þróun lífs. Eldflaug með tvo gervi- hnetti sprakk í loft upp Fjögur af fjórtán Ariane 5-geim- skotum ESA hafa misheppnast Reuters Eldflaug af nýrri gerð Ariane 5-burðarflauga skotið á loft í fyrrakvöld. ÍSRAELSKIR hermenn skutu til bana sex Palestínumenn í gær við Karni-varðstöðina milli Gaza-spild- unnar og Ísraels. Heimildarmenn sögðu að Palestínumennirnir hefðu verið að reyna að laumast inn í Ísr- ael. Þá féllu tveir ísraelskir her- menn í skotbardaga í borginni Hebron á Vesturbakkanum. Nöfn hinna föllnu voru ekki gef- in upp en starfsmenn heilbrigðisyf- irvalda í Gazaborg sögðu að herinn hefði beðið þá um að ná í líkin fimm. Alls hafa nú fallið 2.765, þar af 2.037 Palestínumenn, í átökun- um sem hófust með uppreisn Pal- estínumanna, intifada, haustið 2000. 6 Palestínumenn drepnir Jerúsalem. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.