Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRA Einarsdóttir sópransöng- kona og Björn Jónsson tenórsöngv- ari hafa gefið út geisladisk þar sem þau syngja þýska, franska og nor- ræna ljóðasöngva og íslensk söng- lög, tvö lög eftir hvert tónskáld, Schumann, Wolf, Richard Strauss, Fauré, Massenet, Reynaldo Hahn, Grieg, Hugo Alfvén, Sibelius, Sigfús Einarsson, Pál Ísólfsson og Bjarna Böðvarsson, og hvort þeirra syngur eitt lag hvers tónskálds. Saman syngja þau lokalagið á diskinum, kynnt sem aukalag, – þriðja lag Bjarna Böðvarssonar, Við bjóðum góða nótt. Meðleikari þeirra er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Það er alltaf gaman að heyra ís- lenska söngvara glíma við alþjóðlegt repertoir ljóðasöngsins, og geisla- diskur þeirra Þóru og Björns því góð viðbót við allt of fáa geisladiska íslenskra söngvara í þessari grein sönglistarinnar. Það er líka ánægju- legt að heyra Helgu Bryndísi fást við þessa tegund tónlistar; hún er einn allra besti píanóleikari okkar, þótt hún gefi allt of sjaldan færi á sér á tónleikasviðinu. Hér hafa tónlistarmennirnir vandað til verks, – valið saman sér- staklega smekklega blöndu af vel þekktum lögum og minna þekktum, – sum þeirra eru hreinar perlur en öll eru þau áhugaverð og falleg. Þóra Einarsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir söng sinn; – hún hefur sungið talsvert hér heima, en starfar nú við óperuhúsið í Wiesbaden í Þýskalandi. Minna hefur heyrst í Birni, en hann söng á sínum tíma hlutverk Ferrandos í uppfærslu Ís- lensku óperunnar á Cosi fan tutte eftir Mozart, þar sem Þóra söng ein- mitt hlutverk þjónustustúlkunnar Despinu. Þóra hefur fallega og vel skólaða rödd og mikla músíkgáfu að miðla af. Björn hefur að sama skapi eina fallegustu tenórrödd íslensks söngvara frá því að Einar Kristjáns- son var og hét, en í Cosi fan tutte mátti heyra að Björn átti enn nokk- uð í land með að hafa tæknilega skólun raddarinnar fullkomlega á valdi sínu. Það er því spennandi að heyra hann hér koma fram á sjón- arsviðið sem fullskapaðan tenór- söngvara; – og raddfegurðin hún er engu lík, – þessi hlýja og lýríska ten- órrödd er mikil náðargjöf. Það verður þó að segjast eins og er, að meðan Þóra virðist jafnvíg á allt sem hún syngur á sumt betur við Björn en annað. Norrænu lögin fara rödd hans með eindæmum vel, og þótt samanburður við aðra söngvara sé kannski ekki það sem söngvarar óska sér heitast er því ekki að neita að söngur Björns í þeim minnir um margt á Jussa Björling þegar hann var upp á sitt besta. Raddblærinn er hreint ekki ósvipaður. En Svane eftir Grieg er mjög fallega túlkað af Birni, sömuleiðis hið fallega lag Alfvéns Skogen sover. Besta lag Björns á diskinum er hins vegar ótvírætt lag Sibeliusar, Var det en dröm. Þar sýnir Björn að hann hefur ekki bara þýða lýrík á valdi sínu, – heldur einnig kraftmikinn söng og mikla breidd í dýnamík. Þetta er af- skaplega fallega gert og af miklu næmi fyrir rómantísku ljóði Wecksells. Af þýsku og frönsku ljóðunum eru Der Nuß- baum eftir Schumann og Nell eftir Fauré best hjá Birni. Nótt eftir Sig- fús Einarsson og Dagurinn kemur eftir Pál Ísólfsson eru meðal lítt þekktra laga tónskáldanna; Nótt þýð og mjúk, en Dagurinn kemur eins konar baráttusöngur, bæði vel sungin. Þóra er á heimavelli í þýsku og frönsku ljóðunum, og syngur þau feiknavel. Die Lotusblume eftir Schumann, Er ist’s eftir Wolf og Les Roses d’Ispahan eftir Fauré eru hennar bestu lög á þessum hluta disksins, en af norrænu lögunum stendur lag Alfvéns Så tag mit hjerte, við ljóð Tove Ditlevsen, upp- úr; – bæði fyrir yndisleik lags og ljóð og fyrir frábæra túlkun Þóru. Forvitnileg eru lítt þekkt lög Massenets og Reynaldos Hahn, öll fjögur vel sungin af Þóru og Birni, – en á engan ofangreindra meistara er hallað þótt lög Bjarna Böðvarssonar séu nefnd sem það allra forvitnileg- asta á þessum ágæta diski. Lög Bjarna heyrast afar sjaldan, – og ef marka má af Lofsöng og Blunda rótt er það alveg óskiljanlegt. Bjarni var góður lagasmiður, alinn upp við mikla músík; – systur hans einnig liðtæk tónskáld. Lofsöngur, við ljóð Matthíasar Jochumssonar, sunginn af Birni er einfalt en gott lag og skapar Björn því heita tilbeiðslu- stemmningu í glæsilegri túlkun sinni. Þóra syngur Blunda rótt, við ljóð Ágústs Böðvarssonar, sem ég gæti sem best trúað að hafi verið bróðir tónskáldsins. Lagið er ein- staklega fallegt, – með hljómaferli í litríkum blæbrigðum. Síðasta lagið er vafalaust þekkt- asta lag Bjarna, og kveðjulag hljóm- sveitar hans á dansiböllum um ára- bil, og þeir sem á annað borð hafa einhvern tíma lagt leið sína á Hótel Sögu fyrr á árum muna son Bjarna, Ragnar Bjarnason, syngja þetta sem síðasta lag á balli. Lagið hefur hér talsvert annan svip en hjá Ragga Bjarna, hvorki verri né betri, – en öðru vísi. Björn og Þóra syngja þetta saman og skapa með því jafn stemmningsríkt niðurlag á diskinum og Raggi Bjarna á böllunum forðum. Þetta er sérstaklega góður geisla- diskur og örugglega meðal þeirra bestu sem koma út fyrir þessi jól. Lagavalið er smekklegt, og söngur þeirra Þóru og Björns er yndisleg- ur. Helga Bryndís er frábær með- leikari og leikur hennar fallegur og fylginn söngvurunum. Hún er nösk á litbrigði og núansa í túlkun ljóða- söngs. Nóg að nefna eitt dæmi; leik- ur hennar í Skogen sover er tær og gegnsær, og á orðunum muntra skratt – glaðværum hlátri; – brýtur hún bundna hendinguna upp í stak- kató; – sem ég minnist ekki að hafa heyrt aðra píanista gera á þessum stað í laginu. Þetta tengir lag og ljóð – píanóið tekur undir stemmningu ljóðsins og hláturinn í orðunum lifn- ar við. Atriði sem þetta skipta miklu máli í túlkun, – og Helga Bryndís er næm fyrir þeim, – hún hefur það músíkalska innsæi sem til þarf. Frábærir ljóðasöngvarar TÓNLIST Geisladiskur Þóra Einarsdóttir og Björn Jónsson syngja þýska, franska og norræna ljóða- söngva og íslensk sönglög. Helga Bryn- dís Magnúsdóttir leikur með á píanó. Heimur 2002. ÞÓRA OG BJÖRN Bergþóra Jónsdóttir Björn Jónsson Þóra Einarsdóttir Skálholtskórinn heldur jóla- og aðventutónleika í Skálholtskirkju kl. 16 á morgun, laugardag. Ásamt kórnum syngja Barna- og kammerkór Bisk- upstungna sem fagnar nú út- komu nýja geisladisksins „Spjallað við bænd- ur“. Einsöngvari með kórunum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir. Þá kemur einnig fram strengjasveitin Sardas-kvartettinn og hörpuleikar- inn Sophie Schoonjans. Við orgelið verður Guðjón Halldór Óskarsson. Umsjón og stjórn tónleikanna er í höndum Hilmars Arnar Agnarsson- ar. Sérstakur gestur tónleikanna verður Gunnar Þórðarson en á efn- isskránni er m.a. Ave María eftir Gunnar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Jólunum til dýrðar í Skál- holtskirkju Gunnar Þórðarson SUNNA Gunn- laugs og hljóm- sveit hennar verð- ur með tónleika í Kringlukránni næstkomandi sunnudagskvöld. Þar kynnir Sunna efni af nýútkomn- um geisladiski sínum, Fagra ver- öld, í bland við jólalög. Diskurinn, sem er sá þriðji sem Sunna gefur út, var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki djassplatna. Á diskinum er tón- list Sunnu við ljóð Tómasar Guð- mundssonar, Steins Steinarr, Sigur- bjargar Þrastardóttur og Sunnu sjálfrar ásamt Sofíu Thorarensen. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Sunna Gunn- laugs leikur af nýjum diski Sunna Gunnlaugsdóttir Norræna húsið Sýningunni Veiðimenn í útnorðri lýkur á sunnudag. Þar er að finna listaverk, þjóðminjar og hátækni- búnað sem bera vitni um veiðimenn- ingu Grænlands, Færeyja og Íslands að fornu og nýju. Upplýsingar um sýninguna má sjá á heimasíðu Norræna hússins: www.nordice.is Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12–17. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu Ólafar Kjaran í Rauðu stofunni lýkur í kvöld. Sýningu lýkur NÝTT sýningamet verður slegið í Möguleikhúsinu nú í desember þeg- ar 55 leiksýningar eru sýndar á þrjátíu dögum, á tímabilinu 20. nóv- ember til 19. desember, að sögn að- standenda leikhússins. Flestar eru á jólaleikritunum Hvar er Stekkjar- staur? og Jólarósir Snuðru og Tuðru, en einnig er um að ræða sýn- ingar á leikritunum Prumpuhóllinn, Heiðarsnælda og Völuspá. Sýningar þessar eru ýmist sýndar í Möguleikhúsinu við Hlemm eða fyrir hópa í leik- og grunnskólum. Flestar sýningar á einum degi verða í dag, fimmtudag, en þá eru sýndar tvær sýningar á Prumpuhólnum, tvær á Jólarósum Snuðru og Tuðru og ein á Hvar er Stekkjarstaur? Auk þess að sýna þessar 55 sýn- ingar mun Möguleikhúsið aðstoða Þjóðminjasafnið við að taka á móti íslensku jólasveinunum, en þar sem safnið er lokað munu þeir koma í Ráðhús Reykjavíkur. Morgunblaðið/Ásdís 55 sýning- ar á einum mánuði Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tónlistardeildar verða kl. 20. Yf- irskriftin er Tónlist, samfélag og nám. Flytjendur eru Anna S. Þor- valdsdóttir, Birna Hallgrímsdóttir, Gestur Guðnason, Guðrún Rúts- dóttir, Hafdís Vigfúsdóttir, Hjör- dís Eva Ólafsdóttir, Ingi Garðar Erlendsson, Ingibjörg Eyþórs- dóttir, Ingibjörg Sigurrós Gunn- arsdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Melkorka Ólafs- dóttir, Sigrún Erla Egilsdóttir og Þóra Gerður Guðrúnardóttir. Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjavíkur og nemendur úr Nýja tónlistarskólanum. Norræna húsið Sænska félagið á Íslandi stendur fyrir Lúsíutón- leikum kl. 8.30. Þá verða Lús- íutónleikar kl. 19 í Tjarn- arsalnum. Þar verður sænsk jólastemmning með tónlist og lif- andi kertaljósum. Í kórnum eru um 30 söngraddir undir stjórn Mariu Cederborg. Stjörnumessa verður haldin í bílaverkstæðinu Bílastjörnunni við Gylfaflöt 10 í Grafarvogi frá kl. 18–20. Hópur listamanna kemur fram með Grafarvogsskáldin í broddi fylkingar. Þeir sem lesa upp úr verkum sínum eru: Að- alsteinn Ingólfsson, Ari Trausti Guðmundsson, Einar Már Guð- mundsson, Gyrðir Elíasson, Krist- ín Marja Baldursdóttir, Sigmund- ur Ernir Rúnarsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Einar Kárason og KK troða upp í tilefni af bók Ein- ars um tónlistarmanninn. Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Krist- jánsson flytja nokkur lög. Leyni- gestur samkomunnar er einn af virtustu rithöfundum landsins. Fimm myndlistarmenn starfandi á Korpúlfsstöðum sýna myndlist á skjávarpa: Ása Ólafsdóttir, Bryn- dís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir og Þorgerður Sigurð- ardóttir. Kynnir er Vigfús Þór Árnason prestur í Grafarvogskirkju. Samkomunni lýkur með flug- eldasýningu. Lovísa Lóa Sigurðardóttir verð- ur með vinnustofusýningu á Laugavegi 1b, bakhús, kl. 12–20 fram á sunnudag. Lovísa útskrif- aðist í málun frá Finnlandi árið 1998. Lindaskóli Mynlistarsýning Brian Pilkingtons verður opnuð kl. 14 í tilefni af menningardögum Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is TÚLKUN Íslend- ingasagna í ljósi munnlegrar hefð- ar eftir Gísla Sig- urðsson hefur ver- ið samþykkt til útgáfu á ensku í ritröð hjá Harv- ard University Press um rann- sóknir á munn- legri hefð: Publications of the Milman Parry Collection of Oral Literature. „Slík útgáfa er mikil viðurkenning fyrir íslensk fræði sem fá með henni mikla dreifingu langt út fyrir þann hóp sem fæst einkum við rannsóknir á fornís- lensku efni. Með því að koma út hjá svo virtu forlagi eru því líkur á að sú aðferðafræðilega nýjung sem í bókinni felst muni nýtast í þeim fræðum sem fást við spurningar tengdar munnlegri hefð á miðöldum í Evrópu,“ segir í frétt Árnastofnun og Háskólaútgáfunni sem gáfu bók- ina út hér á landi sl. sumar. Þá hefur bókin vakið athygli í Svíþjóð og fjallar Lars Lönnroth prófessor í Gautaborg um hana í heilsíðugrein í Svenska Dagbladet og gerir rækilega grein fyrir efni bókarinnar og vekur athygli á því að þar sé komin fram ný aðferð til að fást við eina af grundvallar- spurningum íslenskra fræða um þátt munnlegrar hefðar við ritun fornsagna. Lars telur að með þess- ari bók hafi Gísli í mörgum atriðum endurnýjað rannsóknir á fornsög- um og hefur þar einkum í huga þá aðferð hans að bera saman sögur af sömu persónum og atburðum með það í huga að draga fram hina munnlegu hefð að baki hinum rit- uðu sögum. Íslenskt rit hjá Harvard-útgáfunni Bók Gísla á ensku Gísli Sigurðsson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Frá kreppu til við- reisnar – Þættir um hagstjórn á Íslandi á árunum 1930 til 1960. Höfundar eru Bjarni Bragi Jóns- son, Guðmundur Jónsson, Jóhann- es Nordal, Jónas H. Haralz, Magnús Sveinn Helgason, Valur Ingimundarson og Þórunn Klem- ensdóttir. Ritstjóri: Jónas H. Haralz. Þegar heimskreppan skall á upp úr 1930 gripu Íslendingar til gjaldeyris- og innflutningshafta. Hvernig stóð á því að Íslendingar gengu svo langt á haftabrautinni sem raun varð á, og hvers vegna voru þeir tregari en aðrar þjóðir til þess að breyta um stefnu? Ekki alls fyrir löngu ræddi hópur hag- fræðinga og sagnfræðinga þessar spurningar í málstofum í Háskóla Ís- lands. Af þeim umræðum eru þeir þættir sprottnir sem hér birtast. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag í samstarfi við Hag- fræðistofnun HÍ og Sagnfræðistofn- un HÍ með stuðningi frá Rannsóknarframlagi bankanna. Bók- in er 320 bls. Verð: 3.990 kr. Hagstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.