Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 30
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 30 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bikun á bílastæðum og gangstéttum víða á höfuðborgarsvæðinu, og síðast í gær hefðu nokkrir malbiksfarmar farið austur á Selfoss til verktaka þar. Víðar hlýtt á norðurhvelinu Byggingafyrirtæki og steypustöðv- ar fagna einnig hlýindunum og íbúð- arhús og skrifstofubyggingar rísa víða, svo ekki sé minnst á þær und- irbúningsframkvæmdir sem staðið hafa yfir vegna Kárahnjúkavirkjunar og eru fyrirhugaðar. Meðal þeirra verktaka sem bæði eru í jarðvinnu og byggingum er Ís- tak. Loftur Árnason, yfirverkfræð- ingur fyrirtækisins, sagði mörg verk- efni í gangi og miðað við árstíma væri staðan ágæt. Ístak er m.a. að reisa skrifstofubyggingu við Engjateig, íþróttamiðstöð í Laugardal og vopna- geymslu og fleiri byggingar fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. HLÝINDIN á aðventunni hafa kætt suma landsmenn þó að einhverjir séu farnir að óska sér hvítra jóla. Verk- takar í jarðvinnu og byggingariðnaði eru meðal þeirra sem kætast þar sem vel tekst að halda allar framkvæmda- áætlanir sem gerðar hafa verið. Stutt- ur sólargangur hamlar helst útivinn- unni, í öllu falli er það ekki kuldaboli. Þá spara sveitarfélög og ríkissjóður sér milljónir króna í snjómoksturs- kostnaði – enn sem komið er. Malbikunarframkvæmdir hafa m.a. verið í fullum gangi og sagði Sig- þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, við Morgunblaðið að nú væri verkefnastaðan eins og á miðju sumri. „Hér er allt á útopnu líkt og um miðjan júnímánuð,“ sagði Sig- þór en malbikað hefur verið nánast upp á hvern dag það sem af er vetri. Að sögn Sigþórs hafa stærstu verk- efnin verið vegna vöruhótels Eim- skips í Sundahöfn og nýrrar verslun- ar Byko í Kópavogi. Smærri verk hafa verið töluverð. „Þetta er mjög gleðilegt fyrir alla. Í malbikunarstarfsemi hefur jafnan þurft að fækka fólki á haustin en við höfum ekki enn þurft að grípa til þess. Síðustu vetur hafa verið mjög svip- aðir hvað þetta varðar,“ sagði Sigþór en hjá Hlaðbæ-Colas starfa um 30 manns. Farið verður í hefðbundið og „kærkomið“ jólafrí 20. desember sem stendur til 6. janúar. Bíða þá fleiri malbikunarverkefni en Sigþór sagðist reikna með rólegheitum í febrúar og mars næstkomandi. Hjá Malbikunarstöðinni Höfða í Reykjavík fengust þær upplýsingar að miðað við árstíma hefði verið nóg að gera síðustu vikurnar, m.a. í mal- Loftur sagði fyrirtækið einnig hafa verið í vegagerð á Tjörnesi, hafnar- gerð á Húsavík og dýpkunarfram- kvæmdum fyrir Reykjavíkurhöfn. „Auðvitað hefur tíðarfarið áhrif á gang framkvæmda og verktakafyrir- tæki geta vart annað en hagnast á þessu. Ég er einmitt staddur á Kefla- víkurflugvelli og þetta er eins og á sumardegi,“ sagði Loftur er rætt var við hann símleiðis í gær. Starfsmenn Ístaks eru víðar að störfum utandyra í veðurblíðu en hér á landi en 30 manna jarðvinnuflokkur hefur frá því í haust verið að störfum í Hammer- fest í N-Noregi þar sem einmunablíða hefur ríkt, vel norðan við 70. breidd- argráðu á norðurhveli jarðar. Rólegt hjá Vegagerð og borg Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni og Reykjavíkurborg eru ekki miklar framkvæmdir úti við á þeirra vegum. Nokkur minniháttar viðhaldsverk eru í gangi, s.s. holuvið- gerðir og vinna við ræsi. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri bendir á að allra veðra sé von og á meðan ráðist borgin ekki í mikla gatnagerð. Eftir því sem fjárhags- áætlun hafi leyft hafi hlýindin í nóv- embermánuði, þau mestu til fjölda ára, verið nýtt til nokkurra verkefna. Kostnaður borgarinnar vegna snjó- moksturs og saltburðar hefur verið í algjöru lágmarki það sem af er vetri en saltbílstjórar eru engu að síður klárir á sínum vöktum þegar frystir. Fyrir Vegagerðina hefur verið unnið í Kópavogsgjánni og við Þjórs- árbrú á Suðurlandsvegi að undan- förnu. Eftir áramót hefjast svo fram- kvæmdir við tvöföldun Reykjanes- brautar og útboð fer fram á vormán- uðum vegna mislægra gatnamóta við Stekkjarbakka. „Allt á útopnu líkt og í júnímánuði“ Hlýindin hafa já- kvæð áhrif á jarð- vinnu- og bygg- ingarverktaka Reykjavík Morgunblaðið/Árni Torfason Létt var yfir starfsmönnum Hlaðbæjar-Colas fyrir utan nýtt vöruhótel Eimskips í Sundahöfn í gær. KERTI af öllum stærðum og gerðum, litum og formum eru meðal þess handunna varn- ings sem finna má á jólamarkaði Sólheima í Listhúsi þeirra í anddyri Hagkaups í Smára- lind. Listhúsið er opið árið um kring en núna hefur verið opnaður þar fjölbreytilegur jóla- markaður þar sem kennir ýmissa grasa – já og hluta. Það er nefnilega hægt að kaupa margs- konar girnileg lífrænt ræktuð matvæli og af- urðir þeirra í Listhúsinu svo og Jurtagull- vörurnar, sem næra hár og húð. Fyrir utan þessar nytsamlegu náttúruvörur eru kerti Sólheima, sem eru víðfræg, á boðstólum svo og margs konar annað handverk; jólakort, trévörur, listaverk og risavaxnir jólasveinar sem vafalaust eiga enga sína líka! Auk þess að vera með jólamarkað í Smáralind fram að jólum eru Sólheimar með í jólamarkaði Reykjavíkurborgar á Lækjartorgi sem opinn er alla sunnudaga auk Þorláksmessu fram að jólum. Gott handverk og fjölbreytt úrval „Allar vörurnar á jólamarkaðnum eru unnar af íbúum Sólheima, en Sólheimar eru vistvænt samfélag í Grímsnesi,“ útskýrir Jó- hanna Þorsteinsdóttir, forstöðumaður at- vinnusviðs Sólheima. „Margt og gott lista- fólk velst til okkar sérstaka samfélags sem er afskaplega notalegt og mjúkt. Á jólamarkaðnum er á boðstólum mjög gott handverk á góðu verði. Allar vörur sem eru unnar í Listasmiðjunni og Vefstofunni eru úr endurunnum efnum. Úrvalið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt og sérlegur stíll sem er afskaplega mjúkur og ljúfur.“ Jóhanna segir að Listhúsinu og jólamark- aðnum hafi verið tekið mjög vel og undir það tók starfsfólk Listhússins er blaðamaður kom þar við í gær. „Á sumrin er mikil ásókn í Listhúsið okkar að Sólheimum í Grímsnesi og við höfum vart undan að framleiða yfir sumarmánuðina. Það er nánast enginn hlut- ur eins, hver og einn er sérstakur.“ Endurunnið, notað og nýtt Vörur Listhússins eru fjölbreyttar enda koma þær frá ólíkum vinnustofum Sólheima. Frá Vefstofu Sólheima koma mottur, dúkar og töskur og allt er endurunnið úr gömlum fötum og líni sem gefið hefur verið til endur- vinnslu. Einnig eru á markaðnum vörur frá Tré- og hljóðfærasmiðju Sólheima en til listsköp- unarinnar og framleiðslunnar eru notuð tré sem felld hafa verið á Sólheimum svo og efn- isafgangar frá trésmiðjum og fleiri tréiðn- aðarfyrirtækjum. Þar eru framleiddir ýmsir skúlptúrar úr tré og einnig skálar, lírur og hörpur. Ekki má gleyma fjölbreyttum leir- listavörum en Leirgerð Sólheima var opnuð fyrir rúmu ári og er annar af tveimur nýj- ustu vaxtarbroddunum á Sólheimum. Leir- munirnir eru algjörlega unnir á Sólheimum, allt frá hugmynd til hönnunar, móta og gler- ungs. Listasmiðjan er sá vinnustaður þar sem mest fötluðu einstaklingarnir á Sólheimum vinna. Kerti minna marga á jólin og er Kerta- gerð Sólheima landsmönnum að góðu kunn. Um það bil 90% framleiðslunnar eru byggð á endurunnu hráefni og 10% úr lífrænu hrá- efni, en Kertagerðin safnar saman kerta- afgöngum út um allt land með aðstoð Sorpu og Olís. Úr þessu er síðan framleidd breið lína af kertum. Börnin búa til sín eigin kerti Í Listhúsinu í Smáralind fá börn í fylgd með fullorðnum að búa til sín eigin kerti og hefur þetta vakið mikla lukku meðal smá- fólksins nú fyrir jólin að sögn starfsmanna. Ófáar jólagjafir til ömmu og afa hafa orðið til í litlum fingrum í Listhúsinu sem munu án efa gleðja marga þegar pakkarnir verða opn- aðir á aðfangadagskvöld. Listhús Sólheima í Smáralind verður opið til kl. 22 öll kvöld líkt og aðrar verslanir fram að jólum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Rósalind Jóhannsdóttir, Kristján Ólafsson og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir starfa í Listhúsi Sólheima fyrir jólin. Hlýlegar vörur úr sérstæðu samfélagi Kópavogur Listhús Sólheima hefur opnað fjölbreytilegan jólamarkað í Smáralind og á Lækjartorgi KRÍLIN á Sólbrekku ráku upp stór augu á dögunum þegar þau komust að því að í gamla daga gátu krakkarnir ekki leikið sér með Baby born og legókubba held- ur undu sér við dýrgripi á borð við völubein, leggi og tölur. Það var Hrafnhildur Sigurð- ardóttir leikskólafulltrúi sem leiddi börnin í allan sannleika um þetta í heimsókn sinni þar sem hún íklædd síðu pilsi, prjónasali og skotthúfu sýndi þeim ofan í gulla- kistilinn sinn. Um leið og hún sýndi þeim þessi undarlegu leik- föng útskýrði hún fyrir þeim hvernig börnin í gamla daga léku sér með þau. Þó að gullin hafi verið gömul í gerð og reynd var um sannkallað nýmæli að ræða hjá Sólbrekku- krökkunum enda höfðu þau ekki fyrr fengið tækifæri til að skoða og snerta þessa gripi og fræðast um gamla tímann í leiðinni. Hver veit nema börnin eigi í framhald- inu eftir að óska sér að fá kjálka- bein og skel í jólapakkann eða skóinn um þessi jól? Það er eitt og annað hægt að gera við dót eins og tölur, legg og skel. Nýmæli af göml- um toga Seltjarnarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.