Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 39 Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir ÞRIÐJA gamanmyndin um gaurana Craig (Ice Cube) og Day Day (Mike Epps) hefst á því er þeir verða að taka á honum stóra sínum og fara út í framkvæmdir, sem eru þeim félögun- um nánast ofviða. Nú er nefnilega komið að því að flytja að heiman og koma sér fyrir úti í hinum harða heimi þar sem engin elsku mamma er til aðstoðar. Tilhugsunin ein veldur þeim hreinni skelfingu. Það er vita- skuld kominn föstudagur og fjöl- skyldan og vinirnir hjálpa til við flutn- ingana. Allt gengur að óskum til að byrja með og jólin nálgast. En á að- fangadagskvöld fer allt á annan end- ann. Frændurnir eru nýbúnir að taka upp gjafirnar þegar þeim er stolið ásamt því litla sem talist getur fé- mætt í kofanum. Meðal þess, sem hverfur, eru peningarnir, sem eiga að fara í að borga húsaleiguna. Til að bæta gráu ofan á svart, hefur þjóf- urinn verið svo óforskammaður að dulbúast sem jólasveinn. Tvær fyrri myndirnar um þá Craig og Day Day eru einnig kenndar við föstudaga. Þær nutu þó nokkurra vinsælda og komu þeim Ice Cube og Chris Tucker á blað í bíóborginni Hollywood. Ice Cube er, auk þess að leika aðalhlutverkið, handritshöf- undur að myndinni, en leikstjórinn er hinn 37 ára gamli Marcus Raboy. Allt fer á annan endann á að- fangadagskvöld og þjófurinn, John Witherspoon, er svo óforskamm- aður að dulbúast sem jólasveinn. Á eigin fót- um í hörð- um heimi Laugarásbíó frumsýnir Friday After Next. Leikarar: Ice Cube, Mike Epps, John Witherspoon, Don D.C. Curry og Anna Maria Horsford. Í BÍÓMYNDINNI Ghostship eða Draugaskipið, sem frumsýnd verður í dag, finnur hópur fólks farþega- skip, sem byggt hafði verið árið 1954 og horfið átta árum síðar á leið frá Ítalíu til Bandaríkjanna. Skipið er á reki um Beringshafið og ákveður fólkið að eigna sér skipið. Þegar svo farið er að draga skipið til næstu hafnar, fara undarlegir hlutir að ger- ast og fólkið er lokað inni í skipinu. Það kemst fljótt að því að einhver mjög ill vera á þar heima. Leikstjóri Ghostship er Steve Beck, sem leik- stýrði einnig draugamyndinni Thir- teen Ghosts og frumsýnd var í fyrra. Þetta listilega vel gerða skemmti- ferðaskip, sem þótti vera listaverk í sjálfu sér og stolt ítalska flotans þeg- ar það var byggt, var í einni glæsi- ferðinni þegar það virtist hafa horfið nánast af yfirborði jarðar. Gestir nutu alls þess besta, sem hugsast gat í þægindum og munaði um borð, hvort sem litið var til aðstöðu og veitinga innan dyra eða aðstöðu til afslöppunar og íþróttaiðkunar á dekki. Miðpunktur skipsins, sem bar heitið Antonia Graza, var svo hinn ríkmannlegi og íburðarmikli dans- staður þar sem gestir gátu dansað fram á rauða nótt við rómantík og undirleik strengjahljómsveitar á sviði. Umgjörðin var svo sannarlega glæsileg og gestirnir litu svo á að hér væri um einstaka ferð að ræða sem varla yrði endurtekin á lífsleiðinni. Björgunarsveitin um borð í drátt- arbátnum Arctic Warrior kann vel til verka og þegar kanadíski flug- stjórinn Jack Ferriman finnur tor- kennilegt fley á floti skammt undan ströndum Alaska, fær hann sveitina í lið með sér til að rannsaka hið leyndardómsfulla skip, Antonia Graza, sem hefur verið týnt í meira en 40 ár. Björgunarsveitin ákveður að slá til þar sem björgunarlaunin ein og sér gætu numið umtals- verðum upphæðum. En það er ým- islegt fleira sem björgunarmenn- irnir þurfa að takast á við en að koma skipinu til hafnar. Það ríður á að leysa ráðgátuna um fortíð skips- ins og ljóstra upp leyndarmálinu, sem ógnar nú þeirra eigin tilvist. Það ríður á að leysa ráðgátuna um fortíð skipsins Antonia Graza og ljóstra upp leyndarmáli. Gabriel Byrne í myndinni Ghost Ship. Torkennilegt draugaskip Sambíóin frumsýna Ghost Ship. Leikarar: Julianna Margulies, Gabriel Byrne, Ron Eldard, Isaiah Washington, Desmond Harrington, Alex Dimitriades, Karl Urban, Emily Browning og Franc- esca Rettondini. Framleiðendur myndarinnar eru Barry Josephson (Wild Wild West, The Tick) og Peter Heller (Bones, Brown Sugar). Höfundar handritsins eru Michael Elliot og Jordan Moffet og leikstjóri myndarinnar er John Schultz, sem leikstýrði m.a. Drive Me Crazy og Bandwagon. Fjöldi NBA-stórstjarna kemur fram í myndinni. Þar á meðal má nefna Chris Webber, Vince Carter, Allen Iverson, Jason Kidd, Alonzo Mourning, David Robinson, Tracy McGrady og Gary Payton. Rapparinn Lil Bow Wow er að þreyta frumraun sína í heimi kvik- BARNA- og unglingamyndin Like Mike fjallar um fjórtán ára gamlan munaðarlausan strákgutta, Calvin Cambridge, sem á sér þann draum að verða fræg körfuboltastjarna. Draumur hans rætist og hann verður súperstjarna í NBA-körfuboltadeild- inni eftir að hafa fundið strigaskós- ræksni með upphafsstöfum Michaels Jordans (MJ). En það eru fleiri sem vilja komast yfir þessa töfraskó og ekki eru þeir allir með góðan ásetn- ing í huga. Upphefst nú mikið æv- intýri og kapphlaup með skondnum uppákomum. Með aðalhlutverkið fer rapparinn Lil Bow Wow og Jonathan Lipnicki sem lék litla strákinn í Jerry McGuire. myndanna í þessari mynd. Fyrsta breiðskífa hans, Beware of Dog, seld- ist í yfir tveimur milljónum eintaka í Bandaríkjunum og þaut lagið Bounce With Me rakleiðis upp rapp- vinsældarlistana. Aðra plötuna sína, Doggy Bag, vann hann í samvinnu við lærimeistara sinn, Jermaine Dupri, en lagið Thank You af þeim diski til- einkar hann fjölmörgum aðdáendum sínum. Hann hélt í tónleikaferðalag á síðasta ári þar sem færri komust að en vildu og hefur verið skráður í heimsmetabók Guinness fyrir að vera yngsti rapparinn til að verma topp- sæti bandarísku vinsældarlistanna. Like Mike fjallar um fjórtán ára gamlan munaðarlausan strák, sem fær þann draum sinn uppfylltan að verða stjarna í NBA-körfuboltadeildinni. Súper- stjarna á töfra- skóm Smárabíó frumsýnir Like Mike. Leikarar: Lil Bow Wow, Morris Chest- nut, Jonathan Lipnicki, Brenda Song, Jesse Plemons og Julius Charles Ritter. ÞAÐ lögðu ótrúlega margir leið sína í sal tónlistarskólans í Kópavogi þennan eftirmiðdag, sérstaklega þar sem svo mikið var um að vera í menningarlífi höfuðborgar- svæðisins. En í Salnum voru einsöngtón- leikar ungrar söngkonu, Eddu Hrundar Harð- ardóttur sem stundar fram- haldsnám við Royal Academy of Music í London, en þaðan lauk hún B.Mus.-gráðu vorið 2002 og stefnir á að ljúka þaðan diploma- prófi vorið 2003. Tónleikarnir hófust með tónlesi og aríunni O that I on wings co- uld rise úr óratóríunni Theodoru eftir George Friedrich Handel. Þá komu fimm lög eftir Gustav Mahler, Frühlinsmorgen, Erinn- erung, Das irdische Leben, Liebst du um Schönheit og Wer hat dies Liedlein erdacht? Eftir Jón Ásgeirsson söng Edda lögin Hjá lygnri móðu, Þótt form þín hjúpi graflín og Haldiðún Gróa hafi skó, öll við texta Halldórs Kiljan Laxness, og síðast fyrir hlé voru Fimm vinsæl grísk lög eftir Maurice Ravel. Eftir hlé söng Edda aríu Músettu úr La Bohème, Quando men vó eftir Puccini. Eftir Francis Poulenc voru flutt ljóð eftir Louse de Vilmorin, Métamorphoses. Pyotr Tchaikovsky átti síðan tvö lög, My Friend, Not a Word Now Op. 6 nr. 2 og None But the Lonely Heart, Op. 6 nr. 6. Síðast á efnis- skránni var aría Júlíu, Eccomi... Oh quante volte, oh quante! úr óperunni I Capuleti ed i Mont- ecchi eftir Vincenzo Bellini. Sem aukalag valdi hún söngleikjalag sem ég náði því miður ekki nafn- inu á. Efnisskráin er kannski aðeins of einhæf til að segja mikið um hæfileika Eddu Hrundar þar sem flest sönglögin eru samin seint á 19. öld eða á fyrstu árum 20. ald- ar, nema aría Handels sem er samin 1750 og söngvar Poulencs frá 20. öldinni. Eina núlifandi tón- skáldið sem átti lög á efnis- skránni er Jón Ásgeirsson. En efnisskráin féll mjög vel að rödd Eddu og var skynsamlega valin. Edda söng af miklu öryggi og vandvirkni og var margt virkilega vel flutt, má þar sem dæmi nefna lög Jóns Ásgeirssonar og Poulencs, sönglög Tchaikovskys sem sungin voru á rússnesku og aríu Júlíu eftir Bellini, sem var sérlega fallega flutt. Framburð- urinn var yfirleitt mjög skýr og góður og framkoman glæsileg og fumlaus. Edda hefur unga og gullfallega rödd sem á eftir að þroskast mik- ið, en virðist frekar stefna í átt að óperusöng en óratóríum og það tímabil sem Edda valdi sér úr sögu tónbókmenntanna hæfir rödd hennar mjög vel að und- antekinni aríu Handels, en flutn- ingur hennar minnti meira á róm- antíska óperu en óratóríu frá lokum barokktímans. Að mati undirritaðs er aðeins of mikið víbrató á röddinni, sérstaklega þar sem um svo kornunga rödd er að ræða, en slíkt er alltaf matsatriði. Einnig á Edda eftir að vinna betur með háu tónana sem stundum voru ekki alveg í samræmi við annan flutning og þá sérstaklega í aríu Músettu og í næstsíðasta lagi Mahlers, einnig á kóleratúrsöngurinn eftir að þroskast aðeins betur. En sem fyrr segir, Edda Hrund er mjög ung og ætti með auknum þroska að eiga glæsilega framtíð fyrir sér og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Með Eddu lék Richard Simm á flygilinn af miklu öryggi og studdi vel við bakið á söngkon- unni. Tónar Evrópu TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Edda Hrund Harðardóttir sópran og Richard Simm píanóleikari. Laug- ardagurinn 7. desember kl. 16.00. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Edda Hrund Harðardóttir NOKKRAR upprennandi stjörnur fara með aðalhlutverkin í töff- aragamanmyndinni Knockaround Guys, sem er í anda Soprano- þáttanna vinsælu. Myndin segir af hrakförum fjórmenninganna Matty Demaret (Barry Pepper), Taylor Reese (Vin Diesel), Johnny Marbles (Seth Green) og Chris Scarpa (Andrew Davioli), sem allir eru synir landsþekktra glæpa- manna. Þeir halda á afskekktan stað í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna í vafasömum erindagjörðum. Þeir lenda í meiri vandræðum en þá hefði nokkurn tíma getað grun- að og gæti vinátta þeirra átt eftir að skipta þá meginmáli í að halda lífi. Fjórmenningarnir eru sendir út af örkinni frá Brooklyn til Spok- ane til að sækja skjóðu fulla af peningum. Ekki tekst betur til en svo að auðæfin týnast í smábæ í Montana og þangað verða fjór- menningarnir að halda á nýjan leik. Þeir komast að því að bæj- arfélaginu stjórnar harðsvíraður og gjörspilltur lögreglustjóri, en piltarnir eru staðráðnir í því að standa sig í stykkinu, hvað sem tautar og raular. Hér er á ferðinni nokkuð óvenjulegur gamankrimmi, sem tekur meðal annars á kynslóðabili í mafíufjölskyldum. Myndina prýða einnig vanir menn á borð við Dennis Hopper og John Malkovich, sem báðir leika ein- staklinga í röðum eldri mafíós- anna. Mennirnir á bak við Knock- around Guys eru Brian Koppel- man og David Levien, sem báðir eru handritshöfundar og leik- stjórar myndarinnar, en þeir skrifuðu einnig kvikmynda- handritið að Rounders, sem var kvikmynduð með góðum árangri af John Dahl (Joy Ride, The Last Seduction) árið 1998. Nokkrar upprennandi stjörnur fara með aðalhlutverkin í töffaragam- anmyndinni Knockaround Guys, sem er í anda Soprano-þáttanna. Hrakfarir mafíósa í gamankrimma Smárabíó frumsýnir Knockaround Guys. Leikarar: Barry Pepper, Vin Diesel, Dennis Hopper, Seth Green, Andrew Davioli og John Malkovich. MOGGABÚÐIN mbl.is www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.