Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VLADÍMÍR Bouchler er 48ára, fæddur í Tashkent,höfuðborg Úsbekistan,eins af Mið-Asíulýðveldum Sovétríkjanna sálugu, sem nú eru orðin sjálfstæð ríki. Hann segist vanur því að starfa í milljónaborgum, og vinir hans hafi sumir hverjir haft af því miklar áhyggjur að honum leiddist í aðeins 15 þúsund manna samfélagi norður á Íslandi. En hann fullyrðir að til þess hafi aldrei gefist tími. Bæinn segir hann í raun hvers- dagslegt kraftaverk, en leikrit með því nafni verður frumsýnt hjá Leik- félagi Akureyrar í kvöld og það er einmitt ástæða þess að Bouchler flutti tímabundið til höfuðstaðar Norðurlands; hann er leikstjóri þessa rússneska verks sem orðið er nær hálfrar aldar gamalt en er nú sýnt í fyrsta skipti utan Rússlands. Höfundur verksins er Évgení Schwarz. „Hann skrifaði mikið á Stalínstímanum; þetta leikrit sem er eitt hans síðasta og jafnframt eitt það besta að mínu mati, er frá 1954. Hann lauk við það aðeins fáeinum mánuðum eftir að Stalín lést,“ segir Vladímír við Morgunblaðið. Spenntur fyrir að koma Þetta ævintýri hefur verið í uppá- haldi hjá Vladímír síðan hann var barn. „Umboðsskrifstofa mín vissi að mig hefur lengi langað til að setja upp verkið og ég varð því strax spenntur þegar beðið var um að út- vega mann hingað í þeim tilgangi.“ Hann segist hafa hitt Íslendinga á kvikmyndahátíðinni í Berlín, þeir hafi sýnt honum myndir frá Íslandi og dásamað náttúruna. „Ég varð fyr- ir miklum áhrifum þá og aftur þegar ég kom og sá að allt var rétt sem þeir höfðu sagt. Ég hafði heyrt um íslensku forn- sögurnar, um menninguna sem hér þrífst og var því mjög spenntur fyrir því að koma. Og ég hef ekki orðið fyr- ir vonbrigðum. Mér líkar vel að vera hér; hef verið í tvo mánuði og það er mikið fyrir mann sem er vanur að vera ætíð í stórum samfélögum. Þrjár og hálf milljón býr í Tashkent þar sem ég er fæddur og 12 milljónir í Moskvu. Ég hef líklega aldrei áður starfað í borg þar sem búa færri en ein milljón manna. Vinir mínir hafa spurt mig hvort mér leiðist ekki hérna í þessu litla samfélagi, en ég segi nei: Ég spila borðtennis, fer í líkamsrækt, æfi leik- ritið, hitti fólk og spjalla; hef bók- staflega engan tíma til að láta mér leiðast. Og í helgarfríum hef ég farið til Mývatns til að skoða náttúruna og ég hef farið út í Hrísey og til Gríms- eyjar.“ Hversdagslegt kraftaverk? Hann segir rólegt á Akureyri og þess vegna sé gott að einbeita sér þar. „Það er alveg nýtt fyrir mig að starfa í svona litlum bæ og mér finnst í raun ótrúlegt að hér skuli vera leik- hús fullt af atvinnumönnum; leik- urum, hönnuði, ljósamönnum …Í því eru fólgin mikil verðmæti fyrir 15.000 manna bæ að eiga svona leik- hús; algjör fjársjóður, og fyrir mig er það áhugavert ævintýri að fá að taka þátt í starfinu um stundarsakir.“ Vladímír Bouchler segir skilj- anlegt að atvinnuleikhús séu í öllum höfuðborgum en það sé skemmtilega séríslenskt að atvinnuleikhús sé til á svo litlum stað sem Akureyri. „Er það ekki hversdagslegt kraftaverk?“ Vladímír segir leikritið fyrir alla fjölskylduna. „Það á að vera áhuga- vert fyrir alla, bæði börn og full- orðna. Í því er ekkert ofbeldi, ekkert sem getur talist slæmt fyrir börnin. Það er mjög mannlegt, gegnsætt og áhugavert. Það var erfitt að setja sýninguna upp en ég vona að hún gangi vel.“ Ástin Schwarz fjallar í þessu leikriti um ástina og tileinkaði það eiginkonu sinni. Þess má geta að höfundurinn lést fjórum árum eftir að hann lauk verkinu. „Öll verk Schwarz eru ævintýri og fólk ásakaði hann gjarnan vegna þess. Spurði hvers vegna hann skrif- aði ævintýri, en segði ekki frekar sannleikann. Hann svaraði því þá til að raunveruleikinn kæmi einmitt fram í verkum hans. Þetta væri hans máti til að koma honum á framfæri en á þessum árum var hættulegt að segja sannleikann. Frægasta leikrit hans, Dragan, var til dæmis strax bannað vegna þess að allir skynjuðu að Dragan var Stalín.“ Évgení Schwarz er frægur höf- undur í Rússlandi og reyndar víðar. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir nokkrum leikrita hans en Hvers- dagslegt kraftaverk hefur aldrei ver- ið sýnt á sviði utan Rússlands fyrr. „Á þessu ári var það í fyrsta skipti þýtt á þrjú erlend tungumál; frönsku, ensku og íslensku,“ segir Vladímír en kveðst ekki vita hvers vegna leikritið hafi ekki verið sýnt erlendis fyrr. Það sé reyndar býsna sérkennilegt að hans mati vegna þess hve gott að er „en ég er viss um að það verður mikið sýnt í Vestur-Evrópu á næstu árum fyrst loksins er búið að þýða það“. Vladímír segir uppsetningu verks- ins hafa verið áhugaverða: „Það er allt nýtt. Við erum ekki að herma eft- ir neinum; allt er skapað hér innan- húss og allir sem koma að verkinu hafa verið mjög skapandi. Allir voru núllstilltir, eins og þarf með lista- menn, og svo var byrjað frá grunni. Þetta var erfitt en mér fannst vinnan mjög skemmtileg og vona að aðrir hafi sömu sögu að segja.“ Vladímír nefnir að ævintýrið, sem slíkt, sé mikilvægt í leikhúsi, bæði í Rússlandi og annars staðar. Tekur dæmi af Norðurlöndum og talar um verk H.C. Andersens. Segir svo frá því að síðustu 100 árin hafi sama ævintýrið verið sett upp í Moskvu um jólin. Það var á sínum tíma skrifað og leikstýrt af hinum þekkta leikhúsmanni Stan- islavsky og nú hafi nokkrar kynslóðir leikara haldið því gangandi. „Þetta er einsdæmi og gerist varla nema í Rússlandi, þar sem leiklistarhefðin er geysilega sterk, enda er þessa get- ið í Heimsmetabók Guinness.“ Borðtennis Vladímír segist snemma hafa farið að standa á eigin fótum fjárhagslega, þótt hann flytti ekki strax úr for- eldrahúsum, vegna þess að 14 ára hafði hann sömu laun og faðir hans; varð þá atvinnumaður í borðtennis!“ Strákurinn byrjaði ungur að æfa íþróttina, varð snemma landsmeist- ari og hafði svo atvinnu af henni um tíma. Segir háskóla hafa slegist um krafta sína vegna þessa, eins og hvar- vetna sé algengt um góða íþrótta- menn. Hann hefur meira að segja gripið aðeins í borðtennisspaðann á Akur- eyri, eins og áður sagði. Blaðamaður spyr hvar slík aðstaða sé í boði og hann svarar: „Þið eigið Björk; þetta hljómar svipað.“ Það er sem sagt í Bjargi. „Ég spila þegar stund gefst. Heimamenn hér eru nú ekki sérlega sterkir í borðtennis en hreyfingin er góð fyrir heilsuna.“ Þegar hann fór í háskóla segist Vladímír ekki hafa vitað hvað hann vildi læra. Hóf þá nám í rafmagns- verkfræði í Tashkent, lauk því 1976 og vann við það fag í eitt ár. „Þá var mér farið að leiðast verkfræðin og hætti. Breytti algjörlega um stefnu; sneri mér að leiklistinni.“ Frá 1978 hefur hann haft lifibrauð af henni. Hann hafði komið nálægt leiklist á skólaárunum, en lærði nú fagið og varð fljótlega listrænn stjórnandi í heimaborginni. Fór síðan til Moskvu og nam leikstjórn. Vladímír er kvæntur og þriggja barna faðir. Hann á heimili í Tashkent, Moskvu og Brüssel. Eig- inkonan býður hans á síðastnefnda staðnum. „Það er gott að vera í Brüssel, stutt að keyra til margra staða á meginlandinu þar sem ég er oft að vinna.“ Næsta verkefni verður líklega í München í Þýskalandi. Hann flakkar um og leikstýrir, er mikið í Evrópu en einnig í Kanada og Bandaríkj- unum. Starfar bæði við leikhús og sjónvarp, gerir heimildamyndir og kvikmyndir og segist leika nokkuð sjálfur í evrópskum kvikmyndum. En leikhúsið gefur mest af sér, segir hann; veitir mestan innblástur. Hann segir sköpunina það mik- ilvægasta í leikhúsinu. „Ég vil að leikararnir skapi. Auðvitað veit ég í upphafi hvað ég vil og hvert við erum að fara, almennt séð, en ég vil ekki að neinn taki þátt í verkefninu með því einungis að hlusta og gera það sem honum er sagt. Allir verða að taka þátt af lífi og sál. Leikhúshefð er mjög sterk í Rússlandi og það fyrsta sem maður lærir er að leikarinn sjálf- ur er ekki efni í leikritið heldur það sem hann skapar. Og hér hefur sköp- unin sannarlega verið ríkjandi.“ Rúnturinn! Vladímír segir Íslendinga að sumu leyti sérkennilega. Hlær, og tekur dæmi: „Ég hef aldrei áður séð bíla aka svona hring eftir hring eins og unga fólkið gerir hér á kvöldin.“ Á við það sem við köllum „rúntinn“. Hefur farið víða en segist aldrei hafa kynnst þess háttar fyrr. „Hér hef ég kynnst ýmsum undarlegum hlutum, en mér þykir vænt um þá og mun varðveita minninguna um þá í hjarta mínu.“ Hversdagslegt kraftaverk á Akureyri Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld rússneska ævintýrið Hversdagslegt krafta- verk. Skapti Hallgrímsson ræddi við leik- stjórann, Vladímír Bouchler, sem varð at- vinnumaður í borðtennis aðeins 14 ára og er með háskólapróf í rafmagnsverkfræði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ívar Örn Sverrisson og Kolbrún Anna Björnsdóttir í hlutverkum björnsins og prinsessunnar í Hversdagslegu kraftaverki hjá Leikfélagi Akureyrar. Vladímír Bouchler leikstjóri. Jón Ingi Hákonarson og Þráinn Karlsson í Hversdagslegu kraftaverki. skapti@mbl.is Eftir Évgení Schwarz. Leikmynd: Þórarinn Blöndal. Búningar: Hrafnhildur Arnardóttir. Þýðing: Rebekka Þráinsdóttir. Tónlist: Arnór Vilbergsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson. Gervi, hár og förðun: Linda B. Óladóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir. Leikarar: Ívar Örn Sverr- isson, Kolbrún Anna Björns- dóttir, Sigurður Karlsson, Að- alsteinn Bergdal, Þráinn Karlsson, Skúli Gautason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Saga Jóns- dóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, Ívar Örn Björnsson, Jón Lúð- víksson, Lilja Guðmunds- dóttir, Jóhanna Vala Hösk- uldsdóttir og Ingimar Davíðsson. Leikstjóri: Vladimir Bouchler. Hversdagslegt kraftaverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.