Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 80
80 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HLJÓMSVEITIN Spaðar var stofnuð í árs-
byrjun 1983 og verður því tvítug eftir ára-
mótin. Löngum var rætt um að þetta væri
dularfyllsta neðanjarðarsveit landsins, jafn-
framt því að vera sú menntaðasta, en inn-
anborðs hefur jafnan verið töluverður fjöldi
af mjög svo langskólagengnum mönnum.
Nýútkomin er platan Skipt um peru, sem
mun vera fimmta útgáfa Spaðanna. Að baki
nú eru snældurnar Lukkan lukkan (’87),
Hinir ástsælu Spaðar (’90) og Gráti nær
(’92) og svo hljómdiskurinn Ær og kýr (’97).
Kjarni
Á Skipt um peru eru fimmtán lög, þar af
þrettán frumsamin. Tónlist Spaðanna hefur
jafnan verið fremur óræð, helst að megi
greina þar austur-evrópsk þjóðlagaáhrif en
á plötunni nýju bregður m.a. fyrir: „brim-
brettatónlist, diskói og kúbanskri sveiflu að
ógleymdu þjóðlagarokki og amerískri
sveitatónlist,“ eins og segir í tilkynningu
frá sveitinni. „Allt fær þetta þó persónu-
legan – sumir myndu jafnvel segja annar-
legan – blæ í meðförum Spaða,“ segir þá
jafnframt.
Spaða skipa nú: Aðalgeir Arason (mand-
ólín), Guðmundur Andri Thorsson (söngur),
Guðmundur Ingólfsson (kontrabassi), Guð-
mundur Pálsson (fiðla), Gunnar Helgi Krist-
insson (harmónikka), Hjörtur Hjartarsson
(flauta, klarinett og rafmagnsgítar) Magnús
Haraldsson (gítar) og Sigurður G. Val-
geirsson (trommur).
Morgunblaðið sló á þráðinn til trymbils-
ins.
„Við viljum meina að við séum með hinn
eina sanna Dr. Gunna innanborðs þar sem
Gunnar Helgi (sem er doktor í stjórn-
málafræði) er á nikkunni,“ segir Sigurður
og kímir. Hann tekur og undir þá tillögu
blaðamanns að sveitin sé smá „költ“ og eigi
sér harðan kjarna aðdáenda. „Við reynum
að spila a.m.k. einu sinni á ári og þá tekur
maður stundum eftir einhverjum hópum
manna sem eiga það sameiginlegt að hafa
hlustað á okkur síðan í menntaskóla – jú,
ég myndi því segja að við séum svona hæfi-
lega neðanjarðar.“
Hnökrar
Sigurður segir einfalda ástæðu búa að
baki disknum, ný lög hafi einfaldlega verið
orðin það mörg að nauðsynlegt hafi verið
að losa þetta út.
„Það er líka ágætt að vera með eitthvert
smá verkefni á milli handanna. Upptökur
voru gerðar í nokkrum lotum og sýndi upp-
tökustjórinn, Þorkell Heiðarsson – Geirfugl
og Spaðaaðdáandi – okkur mikla þolin-
mæði. Menn eru auðvitað misfærir á hljóð-
færin og það eru nokkrir skemmtilegir
hnökrar þarna á stangli.“
Sigurður segir að lokum að þeir sem hafa
áhuga á þannig sköpun, hvar viljinn er tek-
inn fyrir verkið, muni finna margt við sitt
hæfi á plötunni.
Spaðar halda útgáfutónleika í kvöld á
Grandrokk. Þeir hefjast stundvíslega kl. 22
og lýkur á miðnætti.
„Svona hæfilega
neðanjarðar“
Hinir sprellfjörugu Spaðar.
Spaðar gefa út nýja plötu
MARY Hansen, gítarleikari og söng-
kona í hljómsveitinni Stereolab, lést í
reiðhjólaslysi á mánudaginn. Han-
sen var 36 ára gömul og hafði verið í
Stereolab í 10 ár.
„Við erum harmi slegin yfir frá-
falli vinkonu okkar,“ segir í frétta-
tilkynningu sem eftirlifandi félagar
hennar úr Stereolab sendu breskum
fjölmiðlum. „Mary var einstök
manneskja og við sendum fjölskyldu
hennar og vinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.“
Stereolab hefur verið í hópi til-
raunaglöðustu og áhrifamestu
hljómsveitar Bretlands síðasta ára-
tuginn. Einir síðustu tónleikar sem
Hansen kom fram á með hljómsveit
sinni voru á Íslandi en Stereolab lék
á tvennum tónleikum á Grandrokk í
lok októbermánaðar.
Liðsmaður Stereolab
lést í reiðhjólaslysi
Engum sögum fer af því hvort
skarðið sem Mary Hansen (lengst
til hægri) skilur eftir sig verði fyllt
eða hver sé framtíð Stereolab.
Fortíðin mun tengja þau!
POSSESSION
GWYNETH
PALTROW
AARON
ECHART
JENNIFER
EHLE
JEREMY
NORTHAM
Sýnd kl. 10.05
1/2MBL 1/2
Roger Ebert
Roger Ebert
1/2 Kvikmyndir.is
DV
4 8 . 5 0 0 G E S T I R Á 2 0 D Ö G U M
1/2HL MBL
RadíóX
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur öllum í jólaskap
Jólamyndin 2002
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 5 og 8.
Kvimyndir.is
Yfir 54.000 áhorfendur
8
Eddu
verðlaun
WITH
ENGLIS
H
SUBTIT
LES
AT 5.4
5
Jólamynd film-undar
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 5.45 með enskum texta og 8. B.i. 12.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
H.K. DVGH. Vikan
SV. MBL
GH. Kvimyndir.com
B.Ö.S. Fréttablaðið
Tónlist eftir Sigur Rós.
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 461 Sýnd kl. 4. Ísl tal Vit 448
KRINGLA
Sýnd kl. 4.45, 6.50 9 og 11.10. Vit 485
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. Vit 487
ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI
Kvikmyndir.is
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem
Jólamyndin 2002
Kvimyndir.is
4 8 . 5 0 0 G E S T I R Á 2 0 D Ö G U M
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 9.15 B. I. 16. VIT 469.
Það voru 1200 manns
um borð þegar það
týndist fyrir 40 árum..
nú er það komið aftur
til að hrella þig!
KRINGLA