Morgunblaðið - 23.01.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 23.01.2003, Síða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 17 FASTEIGNA- MARKAÐURINN BYLTING Á FASTEIGNAMARKAÐI Minni kostnaður - Meiri þjónusta – Ein skráning – Margfaldur árangur Fasteignasölurnar Ásbyrgi, Bifröst, Fasteignamarkaðurinn og Fasteignamiðlun hafa tekið í notkun miðlægan eignagrunn fasteigna. Ef eignin er skráð í einkasölu hjá einni af þessum fasteignasölum, þá er hún um leið boðin til sölu hjá þeim öllum af fjölda sölumanna. Kaupendur geta skráð sig á óskalista okkar og við látum þá vita, þegar rétta eignin er komin á skrá. Hvergi meira úrval eigna. EINI MIÐLÆGI FASTEIGNABANKI Á ÍSLANDI - SKRÁÐU EIGNINA ÞÍNA OG ÞÚ HEFUR FORSKOT Vegmúla 2 - Sími 533 3344 Pálmi B. Almarsson, lögg. fastsali bifrost@fasteignasala.is www.fasteignasala.is Óðinsgötu 4 - Sími 570 4500 Jón Guðmundsson, lögg. fast.- og skipasali fastmark@fastmark.is www.fastmark.is Síðumúla 11 - Sími 575 8500 Sverrir Kristjánsson, lögg. fastsali brynjar@fasteignamiðlun.is www.fasteignamidlun.is Suðurlandsbraut 54 - Sími 568 2444 Ingileifur Einarsson, lögg. fastsali asbyrgi@asbyrgi.is www.asbyrgi.is FULLTRÚAR á þýska þinginu og æðstu ráðamenn héldu í gær til Par- ísar til að taka þar þátt í hátíðarhöld- um í tilefni af 40 ára afmæli sam- starfssáttmála þjóðanna tveggja, svonefnds Elysee-sáttmála. Skýrt var í gær frá ýmsum aðgerðum í sam- starfinu sem ætlað er að dýpka það enn frekar. Um 900 kjörnir fulltrúar frá löndunum snæddu saman mið- degisverð í speglasal Versalahallar í gær. Þeir Gerhard Schröder Þýska- landskanslari og Jacques Chirac Frakklandsforseti héldu ásamt ráð- herrum sínum sameiginlegan fund í forsetabústað Frakka, Elysee-höll í París. Þar undirrituðu þáverandi leiðtogar Frakklands og Vestur- Þýskalands, Konrad Adenauer kanslari og Charles de Gaulle forseti, sáttmálann á sínum tíma. Með hon- um voru lagðar til hliðar deilur og átök sem staðið höfðu með hléum í nær hundrað ár; blóðugust urðu átökin í heimsstyrjöldunum tveimur á 20. öldinni. Chirac og Schröder hétu í sameig- inlegri yfirlýsingu að vera gott for- dæmi þeim sem vildu aukinn sam- runa í Evrópusambandinu. Samráð milli ríkjanna tveggja yrði aukið, gerðar yrðu lagabreytingar til að ýta undir ferðalög og flutninga borgar- anna milli landanna tveggja og stefnt yrði að því að Frakkar og Þjóðverjar yrðu ein þjóð. „Frakkar og Þjóðverjar eru tengd- ir sameiginlegum örlögum. Sameig- inleg framtíð okkar verður ekki skilin frá framtíð Evrópusambands sem verður æ stærra og einkennist af enn nánara samstarfi. Þess vegna viljum við bjóða félögum okkar að deila með okkur sameiginlegri framtíðarsýn fyrir Evrópu,“ sagði í yfirlýsingunni. Leiðtogarnir skipust á gjöfum. Chirac gaf Schröder koníaksflösku frá árinu 1900 og glasasett; þýski kanslarinn gaf gestgjafa sínum bók sem Friðrik mikli Prússakonungur ritaði árið 1741 um bók Macchiavell- is, Furstann. Fagna 40 ára sam- starfi í stað átaka Morgunblaðið/Sverrir Sendiherrar Frakklands og Þýskalands, Louis Bardollet (t.v.) og Hendrik Dane, efndu til sameiginlegrar móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær í til- efni 40 ára afmælis Elysee-sáttmálans. París. AFP. FÓLK sem á uppruna sinn í löndum Rómönsku Ameríku, þ.e. sunnan Bandaríkjanna, skipar nú fjölmenn- asta minnihlutahóp Bandaríkjanna. Blökkumenn hafa fram að þessu ver- ið stærsti minnihlutahópur Banda- ríkjanna. Nú eru 37 milljónir Banda- ríkjamanna af suður-amerískum uppruna en 36 milljónir af afrískum uppruna, samkvæmt upplýsingum bandarískra yfirvalda. Nær 13% íbúa Bandaríkjanna eru því af rómönsk-amerískum uppruna en íbúar Bandaríkjanna eru nú alls 284,4 milljónir. Þá segja fulltrúar manntalsskrifstofu bandarískra yfir- valda allt benda til þess að hlutfall fólks frá Rómönsku Ameríku eigi eftir að aukast á næstu árum og ára- tugum þar sem fæðingartíðni meðal þess sé hærri en hjá öðrum þjóð- félagshópum. Tveir þriðju hlutar þessa hóps eiga ættir að rekja til Mexíkó. Þess ber að geta að frétta- vefur BBC segir að blökkumenn frá Rómönsku Ameríku séu ekki taldir með minnihlutahóp svartra heldur með fólki frá Rómönsku Ameríku. Fólk af asískum uppruna er þriðji stærsti minnihlutahópur Bandaríkj- anna, um 12,1 milljón eða 4% íbúa Bandaríkjanna. Fjórði stærsti minnihlutahópurinn, indíánar, eru 4,3 milljónir. Flestir Bandaríkjamenn eru hins vegar af evrópsku bergi brotnir en þeir eru um 199,3 milljónir eða tæp- lega 70% af öllum íbúum Bandaríkj- anna. Stærsti minnihlutahópurinn 13% Bandaríkja- manna af s-amer- ískum uppruna Washington. AP. ÍSRAELSKI herinn jafnaði við jörðu með jarðýtum í gær þrjú íbúðarhús Palest- ínumanna sem stóðu nærri landnemabyggð gyðinga sunnarlega á Vesturbakkan- um, að því er vitni greindu frá. Að sögn Talia Somech, talsmanns ísraelskra yfir- valda á Vesturbakkanum, voru húsin rifin vegna þess að þau voru byggð í heimild- arleysi. Að sögn palest- ínskra vitna má vera að í húsunum hafi tveir herskáir Palestínumenn dvalið, sem gerðu árás á gyðingabyggð- ina Otniel í síðasta mánuði. Árásarmennirnir drápu fjóra Ísraela áður en þeir voru skotnir til bana. Ísraelsher hefur að undanförnu gengið skipulega fram í að jafna við jörðu íbúðarhús meintra öfgamanna í röðum Palestínumanna, í því skyni að fæla þá frá því að gera árásir á ísr- aelska borgara. Talsmenn Palestínu- manna eru mjög ósáttir við þessa að- ferð og segja Ísraela með henni vera að refsa öllum fyrir brot fárra. Ísraelar eyðilögðu á þriðjudag 62 verzlanir í palestínska þorpinu Nazl- at Issa, og voru það umfangsmestu niðurrifsaðgerðir á Vesturbakkan- um í mörg ár. Ísraelar segja verzl- anirnar hafa verið reistar ólöglega. Bæjarstjórinn Ziad Salem sakaði Ísraela um að heyja stríð gegn efna- hagslífi Palestínumanna. Mikið niðurrif á Vesturbakkanum Jerúsalem, Kaíró. AP, AFP. Starfsmaður ísraelskra stjórnvalda rýfur straumleiðslu að húsi Palestínumanna sem síðan var rifið í grennd við Hebron í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.