Morgunblaðið - 23.01.2003, Side 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 21
AKUREYRI
HÁÞRÝSTI
ÞVOTTATÆKI
Verð frá kr.
8.900,-
Hönnun/Björn Ólafs
Í hverfinu verður m.a. smábátahöfn en áformað er að árlega frá árinu 2004
verði lóðir fyrir um 100 íbúðir tilbúnar til framkvæmda.
Hönnun/Björn Ólafs
Vinnu við deiliskipulag svæðisins er ekki lokið en hugmyndir eru um að í
hverfinu búi 1.200–1.500 íbúar.
HAFNARFJARÐARBÆR hefur
hafnað ósk fimm félagsráðgjafa sem
starfa hjá bænum um að leysa þá
undan kjarasamningi Starfsmanna-
félags Hafnarfjarðar (STH) í
tengslum við úrsögn þeirra úr félag-
inu. Kjarasamningurinn rennur út í
lok mars árið 2005.
Í bréfum sínum til bæjarráðs
greina félagsráðgjafarnir frá því að
þeir hafi sagt sig úr STH og sótt um
inngöngu í Stéttarfélag íslenskra fé-
lagsráðgjafa. Óska þeir eftir að bær-
inn leysi þá undan kjarasamningi
STH.
Benda félagsráðgjafarnir á að for-
dæmi séu fyrir því að starfsmenn
Hafnarfjarðarbæjar hafi sagt sig úr
STH á miðju samningstímabili auk
þess sem einn starfandi félagsráð-
gjafi hjá bænum taki laun sam-
kvæmt Stéttarfélagi íslenskra fé-
lagsráðgjafa.
Á fundi sínum í síðustu viku hafn-
aði bæjarráð beiðnum félagsráðgjaf-
anna. Segir í greinargerð starfs-
mannastjóra að bæjarráð geti leyst
félagsráðgjafana undan umræddum
kjarasamningi enda geti starfsmenn
valið í hvaða stéttarfélagi þeir vilja
vera í þeim tilfellum sem atvinnurek-
andi hefur samið við fleiri en eitt
stéttarfélag um sömu störfin.
Verða að geta treyst
samningum
Hins vegar sé meginreglan sú að
starfsmaður geti ekki á gildistíma
samnings sem hann á aðild að skipt
um stéttarfélag og kjarasamning.
Þá segir í bréfi starfsmannastjór-
ans: „Báðir aðilar verða að geta
treyst því að þegar samið er um kaup
og kjör tiltekinna starfsmanna við
stéttarfélag þá standi sá gjörningur
til loka umsamins tíma. Það að
starfsmenn geti „flakkað“ á milli
kjarasamninga/stéttarfélaga á
samningstíma er hvorki ásættanlegt
fyrir starfsmenn, félög þeirra eða
vinnuveitendur.“
Ósk um lausn frá
kjarasamningi hafnað
Hafnarfjörður
ARNÓR Sveinsson háseti á Harð-
bak EA, ísfisktogara Útgerðar-
félags Akureyringa, varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu að fótbrotna
um borð í skipi sínu á miðunum úti
fyrir Norðausturlandi sl. föstudags-
kvöld. Arnór sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki hefði legið al-
veg ljóst fyrir í upphafi að um bein-
brot væri að ræða en fljótlega var
haft samband við lækni, sem vildi fá
hann strax í land. Hins vegar hefði
læknirinn jafnframt talið það mögu-
legt að ljúka veiðiferðinni ef hann
væri ekki mjög kvalinn og varð það
niðurstaðan. Arnór var því fótbrot-
inn um borð í tæpa þrjá sólarhringa
en Harðbakur kom til Akureyrar
um miðjan dag á mánudag.
Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs
Akureyrar sóttu Arnór þá um borð
og var hann fluttur á FSA. Þar kom
í ljós að vinstri leggurinn var í sund-
ur og öklinn mjög marinn. Arnór
sagðist ekki hafa farið fram á að
fara strax í land og að þetta hefði
verið ákvörðun yfirmanna um borð,
eftir að hafa ræðfært sig við lækni.
„Ég hef kannski ekki vælt nógu
mikið.“
Arnór sagðist hafa orðið var við
töluverða umræðu í bænum vegna
þessa atviks en hann sagði það sína
skoðun að í tilviki sem þessu ætti
sjúklingurinn að njóta vafans. „Ég
vona að þessi umræðu verði til þess
að ef eitthvað slíkt kemur fyrir aft-
ur, sem ég vona að verði ekki, þá
verði siglt með viðkomandi strax í
land. Ég hafði mestar áhyggjur af
því að brotið færi á gróa saman úti á
sjó og að það yrði svo að brjóta það
upp aftur þegar á spítalann væri
komið en til þess kom ekki.“
Arnór var að vinna á dekkinu og
fékk bobbingalengjuna á sig í velt-
ingi og klemmdist í skutrennunni
með fyrrgreindum afleiðingum.
„Ökklinn bólgnaði strax upp og við
einblíndum strax á hann en svo fór
ég að bólgna upp undir hné. Ég gat í
hvorugan fótinn stigið strax á eftir
en varð þó fljótlega var við að hægri
fóturinn hafði sloppið þokkalega.“
Arnór hefur verið til sjós til fjölda
ára, bæði á síðutogurum og skuttog-
urum og aldrei lent í óhappi fyrr.
Hann slapp við aðgerð en reiknar
með að vera í gifsi næstu fimm vik-
urnar og gangi allt samkvæmt áætl-
un fær hann göngugifs í framhald-
inu. Það er því ljóst að hann fer ekki
á sjóinn næstu mánuðina. Hann
vildi koma á framfæri sérstöku
þakklæti til þeirra sjúkraflutninga-
manna sem sóttu hann um borð.
Þeir hefðu staðið sig hreint frábær-
lega.
Skipverji á Harðbak EA slasaðist á miðunum
Fótbrotinn um borð í
tæpa þrjá sólarhringa
Morgunblaðið/Kristján
Arnór Sveinsson í gifsi upp fyrir hné heima í stofu á Akureyri, eftir að
hann slasaðist um borð í Harðbak EA, ísfisktogara ÚA.
Michael T. Corgan, stjórnmála-
fræðingur fjallar um stöðuna í
málefnum Íraks og yfirvofandi
árás á landið á almennum opnum
fundi í Háskólanum á Akureyri í
dag, fimmtudaginn 23. janúar.
Fyrirlestur Corgans verður á Sól-
borg, stofu 201 og hefst kl. 15.15.
Corgan er aðstoðarprófessor í al-
þjóðastjórnmálum við Boston Uni-
versity og hefur sérhæft sig í al-
þjóðlegum öryggismálum,
íslenskum stjórn- og varnarmálum
og bandarísku stjórnkerfi.
Kynning verður á útgáfu ferða-
áætlunar Ferðafélags Akureyrar
í kvöld, fimmtudagskvöldið 23.
janúar. Hún hefst kl. 20 og verður
í kjallaranum á Bjargi.
Útivistarvörur verða til sýnis og
eftir kaffihlé verður myndasýning
frá Vestfjörðum.
Í DAG
Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri
heldur opinn fund um efnahags- og
atvinnumál annað kvöld, fimmtu-
dagskvöldið 23. janúar, kl. 20. Fram-
sögu hafa Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra, Arnbjörg Sveins-
dóttir alþingismaður og Halldór
Blöndal, forseti Alþingis.
Á MORGUN