Morgunblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 27 KLUKKAN var 20 mínútur gengin í eitt þriðju-daginn 23. janúar árið 1973, þegar dóttir Est-erar Árnadóttur og Hilmars Jónassonar fráVestmannaeyjum leit dagsins ljós í Reykja- vík. Gleðin yfir fæðingu dótturinnar hefur áreiðanlega verið mikil, en hugur foreldranna var þó líka heima í Eyjum. Þar hafði jörð klofnað um nóttina og bæjarbúar flúið upp á land. Foreldrarnir ákváðu að minnast þessa atburðar í nafngift litlu stúlkunnar. Eyjastúlkan litla, sem í dag fagnar þrítugsafmælinu, var nefnd Jóhanna Eldborg. „Mamma var komin til Reykjavíkur nokkrum dögum áður en ég fæddist,“ segir Jóhanna Eldborg. „Hún var komin með hríðir um það leyti sem gosið hófst.“ Sex mánaða á þjóðhátíð Hilmar gat ekki varið miklum tíma með konu og dótt- ur eftir fæðinguna, því hann hélt til Eyja til björgunarstarfa. „Pabbi var vörubílstjóri á þessum árum og hann fór strax að vinna. Húsið okkar, Mjölnir, fór ekki undir hraun, en það hvarf í ösku. Um leið og hætti að gjósa notaði pabbi hverja frístund sem gafst til að moka húsið upp. Á meðan var mamma ein með mig í Reykjavík. Við fluttum aftur út í Eyj- ar í lok september, vorum hjá ætt- ingjum í mánuð og gátum svo aftur flutt í húsið okkar. Þar bjuggum við næstu 14 árin. Þremur árum síðar, 1976, fæddist bróðir minn, Árni Ás- mundur.“ Jóhanna Eldborg skrapp reyndar út í Eyjar með mömmu sinni áður en fjölskyldan flutti heim á ný. „Já, mamma sagði mér að ég hefði farið á fyrstu þjóðhátíðina mína þetta sum- ar, 1973, hálfs árs gömul. Vest- mannaeyingar voru harðákveðnir í að sleppa ekki þjóðhátíð, þótt ekki væri hægt að halda hana í Herjólfsdal. Þess í stað var hún haldin á Breiða- bakka, sem er skammt frá Stórhöfða. Mér skilst að ótrúlega margir hafi mætt, þótt aðstæður sex mánuðum eftir gos hafi ekki verið með allra besta móti.“ Lítil lukka á Hagstofunni Jóhanna mun vera eina konan hér á landi sem heitir Eldborg, en hefur m.a. deilt því nafni með fjalli og skipi. „Mamma og pabbi voru hörð á því að ég yrði að bera nafn sem minnti á gosið, af því ég fæddist á þessum degi. Þau veltu ýmsum möguleikum fyrir sér en voru hrifnust af Eldborgu, sem þeim fannst fallegt nafn og það fellur vel að íslenskri nafnahefð, eins og til dæmis Vilborg.“ Hjá Hagstofu Íslands ríkti ekki sama hrifning og þurftu foreldrar hennar að standa í töluverðu stappi til að fá nafnið viðurkennt. „Mér skilst að þar á bæ hafi menn haft mestar áhyggjur af að ég myndi nota nafnið sem ættarnafn. Það hefur aldrei komið til greina, ég hef alltaf verið og verð Hilmarsdóttir.“ Í Eyjum kipptu skólafélagar og vinir Jóhönnu Eld- borgar sér ekkert upp við nafnið, en þegar hún flutti upp á land 14 ára gömul voru margir sem hváðu og héldu að sér hefði misheyrst. „Stundum sleppti ég Eldborgar- nafninu, til að losna við athyglina. Ég er hins vegar mjög ánægð með nafnið mitt og núna nota ég það alltaf.“ Útihátíð kom til bjargar Hún þurfti lengi vel að stafa nafnið fyrir fólk, en það breyttist sumarið 2001. „Eftir Eldborgarhátíðina umtöl- uðu um verslunarmannahelgina það ár voru allir með Eldborgarnafnið á hreinu. Ég hef ekki þurft að stafa það síðan.“ Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir býr núna í Hafn- arfirði með eiginmanninum, Guðmundi Gunnarssyni, og sonunum Viktori Erni 7 ára og Jökli Frey 1 árs. Eyja- stúlku leið ekkert allt of vel þegar hún bjó í Breiðholti, en núna sér hún til sjávar og hún segir að í götunni hennar sé næstum þorpsstemning, þar sem allir þekkja alla. Veisluhöldum vegna þrítugsafmælisins verður líklega slegið á frest fram að helgi, en í kvöld ætlar Eldborg að horfa á sjónvarpsþátt um eldgosið í Eyjum. Morgunblaðið/Þorkell Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir: „Mamma og pabbi voru hörð á því að ég yrði að bera nafn sem minnti á gosið, af því ég fæddist á þessum degi. Þau veltu ýmsum möguleikum fyrir sér en voru hrifnust af Eldborgu.“ Eldgosið réði nafn- giftinni Á þjóðhátíðinni sem haldin var á Breiðabakka á Heimaey 1973. Móðirin, Ester Árnadóttir, stendur við vagninn, afi og amma, Guðrún Magnúsdóttir og Jónas Guðmundsson frá Grundarbrekku, sitja og t.h. er Jóhann Jónas- son, föðurbróðir Jóhönnu Eldborgar. rsv@mbl.is Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir er þrítug í dag Jóhanna Eldborg fór á fyrstu þjóðhátíð eftir gos, um verslunarmannahelgina 1973, þá hálfs árs gömul. Loka tækifærið! Brandt-Blomberg Seljum nokkra ofna, helluborð og viftur úr sýningareldhúsi með verulegum afslætti. Dæmi: FAC 24 ofn Verð áður 64.900 Verð nú 39.800 Athugið: Takmarkað magn. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.