Morgunblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ G eorge W. Bush Banda- ríkjaforseti stendur að mörgu leyti í áþekkum sporum og Harry S. Truman, forseti Bandaríkjanna 1945–1953. Raunar mætti færa rök fyrir því að þeir Truman og Bush séu ekki óáþekkir menn. Bush gefur sig t.a.m. út fyrir að tala „almúgamál“ – rétt eins og Truman var vanur að tala tæpitungulaust. Þá var Truman ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá menntaelítunni í Bandaríkjunum og hið sama má víst segja um núver- andi forseta Bandaríkjanna. Bush er að vísu af kyni sem lengi hefur verið að vasast í pólitík. Truman var aftur á móti sannur „aðkomumaður“ í Washington; sveitastrákur frá Missouri sem for- framaðist á miðjum aldri. Bæði Truman og Bush tóku við forsetaembættinu við eilítið óvenjulegar kring- umstæður. Truman varð varafor- seti eftir hinsta kosningasigur Franklins D. Roosevelt en var skyndilega orðinn forseti örfáum mánuðum seinna, þegar Roosevelt féll frá hinn 12. apríl 1945. Þjakaði það Truman nokkuð næstu þrjú árin, að hann taldi sig hafa tak- markað umboð til starfans, ver- andi að sinna verki, sem annar maður hafði verið kjörinn til. Eftir að Truman náði að vinna ævintýralegan sigur í forsetakosn- ingum haustið 1948 taldi hann hins vegar að hann hefði nú sjálfur hlot- ið umboð bandarísku þjóðarinnar og hagaði sér því framvegis eins og hann væri sloppinn úr skugga for- verans mikilhæfa. Bush varð sömuleiðis forseti við býsna óvenjulegar aðstæður, eins og menn muna, og því má halda fram að umboð hans til starfans sé heldur vafasamt: Al Gore fékk jú fleiri atkvæði en Bush í forseta- kjörinu í nóvember 2000. Í kosningabaráttunni var gert grín að fáfræði Bush hvað varðar utanríkis- og alþjóðamál. Truman taldi þessa málaflokka ekki heldur meðal sinna sérsviða, þegar hann tók við embætti. Báðir þurftu hins vegar að mæta erfiðum áskor- unum í þessum efnum strax á fyrstu mánuðunum í embætti. Truman gerði sér fullkomlega ljóst sumarið 1945, að heimurinn yrði aldrei samur, eftir að búið var að kynna fyrir honum eðli sprengj- unnar, sem vísindamenn í Banda- ríkjunum töldu sig nú geta búið til: atómbombunnar. Hlutskipti Trumans var að þurfa að taka þá afdrifaríku (og umdeilanlegu) ákvörðun að beita þessu hrikalega vopni; en sem kunnugt er var kjarnorkusprengjum varpað á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan í ágúst 1945. Verkefni Trumans í framhaldinu var að veita vestrænum ríkjum forystu í því kalda stríði sem skall á; samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sem verið höfðu bandamenn í stríðinu við Hitlers- Þýskaland, fóru versnandi og járntjald skildi brátt að íbúa hinn- ar frjálsu Evrópu og ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu sem til- heyrðu áhrifasvæði Kremlverja. Truman fór í upphafi varlega í að fordæma Sovétríki Stalíns, þó að honum væri snemma ljóst (m.a. af skeytasendingum diplómatans George Kennans frá Moskvu) að Stalín hygðist seilast til áhrifa hvar hann mætti. Truman brenndi eng- ar brýr að baki sér með ótímabær- um og harðorðum yfirlýsingum, heldur var stefnumótun Banda- ríkjanna gradúal; fyrst kom Truman-kenningin 1947, þá Mar- shall-aðstoðin við illa stödd Evr- ópuríki (sem austantjaldsríkjunum var boðin þátttaka í – Stalín hafn- aði boðinu fyrir þeirra hönd) og loks stofnun Atlantshafs- bandalagsins 1949. Stórtækar breytingar voru jafn- framt gerðar á öllu stofnana- umhverfi – varnarmálaráðuneytið tók til starfa 1947, og voru landher og sjóher þar settir undir einn hatt; nýrri stofnun, þjóðaröryggis- ráðinu, var hleypt af stokkunum, auk þess sem leyniþjónustan, CIA, var sett á laggirnar. Hefur George W. Bush nú fyrir sitt leyti fyrirskipað uppstokkun, sem er sú umfangsmesta frá því í tíð Trumans. M.a. hefur verið komið á fót nýju ráðuneyti heima- varna. Menn mega ekki halda að stefnumörkun Truman-stjórn- arinnar hafi verið óumdeild. Hún var það alls ekki. Truman tók um- talsverða pólitíska áhættu, enda var hefð fyrir því í Bandaríkjunum að aðhyllast svonefnda einangr- unarstefnu. Truman skynjaði hins vegar að Bandaríkin gátu ekki horfið aftur inn í skel sína, að af- loknu stríði 1945, líkt og sumir áhrifamiklir stjórnmálamenn vildu þó að yrði gert. Lagði Truman með ákvörðunum sínum hornstein að þeirri stefnu sem Bandaríkin fylgdu í kalda stríðinu. Núverandi forseti Bandaríkj- anna, George W. Bush, hefur verið að reyna að fóta sig við breyttar aðstæður í alþjóðamálum. Bar- áttan við alþjóðleg hryðjuverka- samtök mótar samtímann og það er verkefni Bush að leiða þessa baráttu, sem snertir okkur öll. Auðvitað á sagan eftir að fella sinn dóm yfir Bush en á þessari stundu er það því miður svo, að maður er engan veginn sann- færður um að núverandi forseti standist samanburð við forvera sinn, Harry Truman. Einkum má færa rök fyrir því að ræðan, sem Bush flutti í janúar í fyrra, um öxulveldi hins illa, hafi verið axarskaft sem Truman gerði sig ekki sekan um við mótun stefn- unnar gagnvart Sovétríkjunum. Ákafinn í að skapa kjarnyrtan frasa sem færi í sögubækurnar hafði betur þegar réttara hefði verið að feta sig varlega áfram. Bush flytur á þriðjudag stefnu- ræðu sína fyrir árið 2003. Vonandi ræðir hann ekki um heimsmálin þar á þeim nótum, sem hann gerði í fyrra – þó að ljóst megi vera að Írak beri á góma. Í þeim málum dregur senn til tíðinda. Undirritaður er í hópi þeirra sem vona að Bush viti hvað hann er að gera. Ábyrgð hans er nefni- lega býsna mikil. Því miður valda þó verk hans til þessa hjá manni ákveðnum óróa. Truman og Bush Bush flytur á þriðjudag stefnuræðu sína fyrir árið 2003. Vonandi ræðir hann ekki um heimsmálin þar á þeim nótum, sem hann gerði í fyrra – þó að ljóst megi vera að Írak beri á góma. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is NÁTTÚRA og landslag setja óneitanlega sinn svip á verk lista- mannanna sem nú sýna í Skaftfelli, galleríi Hlemmi og Skugga. Rúrí, í andstöðu við Kárahnjúkavirkjun, sýnir fossa landsins – sem sumir eru horfnir og rifjar upp baráttu Sigríðar í Brattholti, á meðan Þuríður Sigurð- ardóttir velur sér íslenska flóru og landslagsgrunnur verka Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar mótar skemmti- lega andstæðu við primitífar teikn- ingar hans. Á sýningu sinni í Galleríi Skugga nær Ásgeir Jón að tefla á skemmti- legan hátt saman raunsæislegum landslagsmyndum og primitífum ver- um sem mest minna á teikningar barna. Pensildrættir hans eru fínleg- ir og litanotkunin einkennist af ör- yggi sem er til vitnis um það vald sem listamaðurinn augljóslega hefur á miðli sínum. En með samspili hans á ljósi og skugga og notkun hvarf- punktar nær landslagið í meðförum Ásgeirs Jóns dýpt sem er í algjörri mótsögn við tvívíðar teikningar hans. Í verkinu Kryptonite finnur til að mynda sýningargestur allt að því mjúkt grasið bærast í golunni og að- eins teikningin af baráttu Súper- manns í forgrunni myndarinnar nær að trufla skynjun hans á náttúrunni. Súpermann, líkt og aðrar lífverur á sýningu Ásgeirs Jóns, byggist hins vegar á línuteikningu sem einkennist af óöruggum dráttum barnsins. Ójaf- vægi milli útlima á þessum höfuð- stóru og hálslausu verum, sem og ein- föld línuteikningin gera þær annars heims og aðeins sú ákvörðun lista- mannsins að gefa teikningunni fyll- ingu með notkun pensilsins skapar tengsl milli hennar og landslagsins í verkum á borð við Kryptonite og Neo. Annars staðar í verkum á borð við Innrásin kýs hann hins vegar að láta hluta strigans vera hráan og þar er teikningin í alla staði tvívíð – svört primitíf pensilteikning af geimskip- um tengist aðeins landslaginu fyrir tilstilli sprengnanna sem þau varpa á jörðu og öðlast hafa lit og fyllingu umhverfis síns. Geimurinn og ofurmannlegar ver- ur teiknimyndasagnanna setja óneit- anlega sinn svip á sum verkanna og ekki ólíklegt að vinna Ásgeirs Jóns, sem sl. þrjú ár hefur unnið að hönnun tölvuleiksins Eve Online, eigi sinn þátt að máli. Annars staðar getur við- fangsefnið þá verið drungalegt, s.s. í verkinu M16 þar sem barnsleg teikn- ingin nær að fylla áhorfandann viss- um óhugnaði, en í heildina er viss glaðværð ríkjandi í verkum Ásgeirs Jóns og sú skemmtilega blanda raunsæis og primitífrar listar sem hann býður sýningargestum upp á kallar fram í hugann minningar af sköpunargleði og ævintýragirni barnshugans. Undir yfirborðinu Sýningin í kjallara Gallerís Skugga er með allt öðrum formerkjum, en þar sýnir Hans Alan Tómasson lág- myndir unnar með blandaðri tækni sem hann nefnir „Undirmyndir“. Öll verkin eru nafnlaus og hvítt yfirborð- ið gerir þau stílhrein og einföld ásýndar, en efniviður þeirra er M.D.F. bílaspartl, olía og akríl-lakk svo dæmi séu tekin. Heiti sýningarinnar „Undirmynd- ir“ bera verkin svo með rentu, því undir hvítu, allt að því sterilíseruðu, yfirborðinu leynast myndefni Hans Alans, sem sum hver ná að brjótast í gegnum hvíta skel sína. Sum formin eru kunnugleg, önnur ekki, og á stundum virðist listamaðurinn leika sér með anatómíu mannslíkamans. Í verkum nr. 2 og nr. 8 virðist til að mynda glitta í bleikleitt og rauðlitað hold undir hvítu yfirborðinu, á meðan hvítt yfirborð – hjarta skotið með ör – hylur að fullu verk nr. 3. Önnur verk Hans Alans eru óhlutbundnari, en öll eiga þau það sameiginlegt að hylja „raunverulegt“ myndefni sitt undir plastkenndu yfirborðinu. Vor í vetri Óboðnir gestir Þuríðar Sigurðar- dóttur, sem sýnir sín verk í Galleríi Hlemmi, virðast sannarlega vel- komnir að mati sýningargesta sé sala verka einhver mælikvarði á vinsældir – er gagnrýnandi skoðaði sýninguna voru aðeins tvö verk óseld, sem hlýt- ur að tala sínu máli. Þuríður, líkt og Ásgeir Jón, hefur valið olíuliti sem sinn miðil og hefur hún fyllt galleríið af blómamyndum í yfirstærð. Allur á gróðurinn það sam- eiginlegt að tilheyra hinni íslensku flóru og vera, líkt og listakonan bend- ir á, gjarnan óvelkominn í ræktaða garða landsmanna. Í meðförum Þur- íðar fá fíflarnir, fjólurnar og sóleyj- arnar hins vegar uppreisn æru og má segja að myndir hennar séu eins kon- ar óður til íslenskrar náttúru. Nærmyndirnar af gróðrinum krefjast þess hins vegar ekki að vera teknar of alvarlega, því skærir, örlítið ýktir litir blómanna iða af lífi. Lita- dýrðin ásamt yfirstærðinni falla vel að poppuðu yfirbragði verkanna og tekst Þuríði víða vel að túlka blóma- dýrðina. Þannig njóta sterkgular sól- eyjar, baldursbrár, bifukolla og fíflar sín vel í meðförum listakonunnar. Skarpur munur á dökkum grunni sem umlykur baldursbrárnar nær að kalla fram dýpt og mýkt bifukollunn- ar skilar sér vel í verki sem sker sig nokkuð frá öðrum verkum á sýning- unni. Listakonan hefur þó nokkuð misgóð tök á viðfangsefnum sínum og nær ekki alls staðar að framkalla verk í sama styrkleika og í hér að of- an. Þannig skortir smára hennar skerpu og gleymméreina mýkt, auk þess sem nokkuð ber á að smámynd- irnar búi ekki að krafti stærri verk- anna. Blómamyndirnar eru þó engu að síður kærkominn vorboði sem virðist falla íslenskum sýningargest- um vel í geð. Um virkjanir Sýning Rúríar Í tímans rás II, sem nú stendur yfir í menningarmiðstöð Seyðisfjarðar, Skaftfelli, tekur á hin- um margræddu virkjanáformum við Kárahnjúka. Svo virðist sem lista- menn láti sig málið nokkru varða, en Rúrí er þriðji listamaðurinn sem fjallar um fossa á sýningu sinni í Skaftfelli sl. ár. Rúrí hefur valið fjögur verk til sýn- ingar fyrir austan, en um er að ræða hluta sýningar sem listakonan sýndi í Kína 2001. Verkin í Skaftfelli eru myndraðirnar Í tímans rás I og II, That Day, sem ekki hefur verið sýnt hér á landi áður, og Foss I-VI. Þar er ólgandi kraftur vatnsiðunnar skoður í nærmynd á sex ljósmyndum sem settar hafa verið upp í líkingu fossins – plata fyrir plötu í tvöfaldri röð sem nær frá loft og ofan í gólf sýningarsal- arins. Myndraðirnar Í tímans rás byggir listakonan síðan á gömlum ljósmynd- um, sem sumar eru allt að 100 ára gamlar. Myndirnar hafa verið stækk- aðar upp, sumar hverjar litaðar og allar eiga þær það sameiginlegt að myndefni þeirra eru íslenskir fossar. Dynjandi, Gilsárfoss og Öxarárfoss eru aðeins brot þeirra fossa sem sýndir eru og þó að fossarnir séu ólík- ir og viðhorf ljósmyndara hvers og eins ólíkt breytist uppstillingin og sú virðing sem myndefninu er sýnt lítið. Það er rómantískt viðhorf til náttúr- unnar sem einkennir þessar fossam- yndir, sem fá nýtt líf við stækkunina og verða óneitanlega áhrifaríkari fyr- ir þá yfirlýsingu listakonunnar að sumir fossanna sem þar er að finna hafi breyst frá því myndirnar voru teknar, eða séu jafnvel ekki lengur til. That Day, samsafn texta og nýrra og gamalla ljósmynda, tekur þá enn harðari afstöðu til virkjanamála en fyrrgreind verk, en þar rifjar Rúrí á áhrifaríkan hátt upp aðdáunarverða baráttu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti fyrir verndun Gullfoss. Dramtískt heiti verksins er tekið úr yfirlýsingu Sigríðar að verði Gullfoss virkjaður fleygi hún sér í vatnsflaum- inn og sýnir afdráttarlaust myndmál- ið skýrlega að listakonan er fyllilega sama sinnis. Frumstæður ævintýraheimur Gallerí Skuggi Galleríið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13–17. Sýningunum lýkur 26. janúar. NEO NAIVE – ÁSGEIR JÓN ÁSGEIRSSON „UNDIRMYNDIR“ – HANS ALAN TÓMASSON Anna Sigríður Einarsdóttir Morgunblaðið/Anna Sigríður Rúrí: Brot úr verkinu That Day. Morgunblaðið/Golli Neo eftir Ásgeir Jón Ásgeirsson. Eitt verka Þuríðar Sigurðardóttur. Gallerí Hlemmur Galleríið er opið miðvikudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. Sýningunni lýkur 2. febrúar. ÓBOÐNIR GESTIR – ÞURÍÐUR SIGURÐ- ARDÓTTIR MYNDLIST Skaftfell – Menningarmiðstöð Seyðisfirði Skaftfell er opið alla daga frá kl. 13–17. Sýningunni lýkur 27. janúar. TÍMANS RÁS – II – RÚRÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.