Morgunblaðið - 23.01.2003, Side 36

Morgunblaðið - 23.01.2003, Side 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ skoðun á ársreikningum Múrarafélags Reykjavíkur kemur í ljós að sjóðir félagsins, aðallega Sjúkra- og Orlofsheimilasjóður, hafa verið notaðir til að fjármagna rekstur þess. En það er hlutverk Félagasjóðs að reka félagið. Í dag skuldar Félagasjóður þessum sjóð- um kr. 26.665.051. Ástæðan er sú að Félagasjóður hefur til margra ára verið rekinn með tapi og síð- ustu tvö árin nam tapið kr. 4.204.782. Af peningum Sjúkrasjóðs hafa verið teknar kr. 16.364.002 til að fjármagna rekstrartap félagsins. Tilgangur sjúkrasjóðs er að styrkja sjóðsfélaga, sem missa vinnutekjur vegna slysa eða sjúk- dóma. Tekjur hans eru samnings- bundin gjöld atvinnurekenda, l% af launum og vaxtatekjur og arður af eignum sjóðsins. Samkvæmt reglu- gerð skal halda fjárreiðum sjóðsins aðskildum frá öðrum fjárreiðum félagsins. Sjóðurinn skal vaxtaður á tryggan hátt, þó þannig að ávallt sé fé hans handbært. Sjóðnum er heimilt að eiga fasteignir fyrir starfsemi sína enda sé tryggt að eðlilegt endurgjald komi af þeirri fjárfestingu. Í dag hafa verið lán- aðar, vaxtalaust, á annan tug millj- óna króna til Félagasjóðs. Varla getur það talist handbært fé eða vaxtað á tryggan hátt. Sjóðurinn hefur ekkert endurgjald af eign sinni Síðumúla 25, 3.hæð, í reikn- ingum félagsins heitir það reikn- aðar leigutekjur. Sjúkrasjóður á 50% hlut í Öndverðarnesi og eru skuldir Öndverðarness farnar að nálgast kr. 25.000.000. Af peningum Orlofsheimilasjóðs hafa verið teknar kr. 10.172.097 til reksturs félagsins og kr. 128.952 af peningum Menningar- og styrkt- arsjóðs. Það er vægt til orða tekið að stjórnin hafi með aðgerðum sín- Er Múrarafélag Reykjavíkur gjaldþrota? Eftir Svein Grímsson „Ég átti alls ekki von á að ráðist yrði á sjúkra- og orlofsréttindi okkar múrara með þessum hætti og af þessum aðilum.“ JÓNAS Bjarnason, efnaverkfræð- ingur, skrifar grein í Morgunblaðið, 10. janúar sl. undir heitinu „Með staðreyndir að vopni“. Í greininni ásakar Jónas undirritaða um að „fara rangt með og álíta að betra sé að veifa röngu tré en engu“. Á hinn bóginn gefur Jónas í skyn að hann sjálfur hafi „staðreyndir að vopni“ og sé því líklegur til að leiða þjóðina í sannleika um rétta fiskifræðilega niðurstöðu. Þessar ásakanir eru vissulega alvarlegar, en ekki að sama skapi vel rökstuddar eins og við munum sýna fram á hér á eftir. Af sjálfu leiðir að við vísum ásök- unum þessum alfarið á bug. Hrygningarstofn og nýliðun Jónas heldur fram þeirri skoðun að „samband á milli nýliðunar og hrygningarstofns (virðist) vera lítið sem ekkert“, án þess að rökstyðja það sérstaklega. Því næst rýnir hann í „þá vísindagrein, sem félagarnir (þ.e. undirritaðir, innsk. undirrit.) líklega vitna í (R.A. Myers og fél., 1996)“, en að mati Jónasar „er nið- urstaða hennar sú, að ekkert sam- band sé á milli stærðar veiðistofna og nýliðunar eða að nýliðun hafi ekki goldið þess þegar hrygningarstofnar voru minnstir í þorskstofnunum“. Grein sú sem við vitnuðum óbeint til er eftir kanadísku vísindamennina Myers og Barrowman (Is fish re- cruitment related to spawner abund- ance (Er nýliðun fiska háð hrygning- arstofni). Fishery Bulletin 94: 707-724, 1996). Í greininni er lýst niðurstöðum umfangsmikillar grein- ingar á gögnum 364 fiskstofna, þeirra á meðal eru 23 þorskstofnar. Meginniðurstöður þeirra Myers og Barrowman eru þessar (í þýðingu undirritaðra): 1) Nýliðun hefur tilhneigingu til að vera best þegar hrygningarstofn er stór. 2) Nýliðun hefur tilhneigingu til að vera verst þegar hrygningarstofn er lítill. 3) Meðalnýliðun er betri þegar hrygningarstofn er stærri en mið- gildi, heldur en þegar hrygningar- stofn er minni en miðgildi. 4) Sterkar sannanir („evidence“) eru fyrir því að þessar ályktanir eigi við fiska af þorskaætt, einkum og sérílagi þorsk. Þessar niðurstöður eru mjög skýr- ar og ekki fer á milli mála, við lestur greinarinnar í heild, að Myers og Barrowman eru mög eindregið á þeirri skoðun að stærð hrygningar- stofns skipti miklu máli fyrir nýliðun stofnsins. Okkur er því óskiljanlegt hvernig Jónas hefur komist að þeirri niðurstöðu við lestur þessarar grein- ar „að ekkert samband sé á milli stærðar veiðistofna og nýliðunar ...“. Hvað sem því líður standa niður- stöður Myers og Barrowman vel fyr- ir sínu og eiga fullt erindi í þá um- ræðu sem nú fer fram um ástand þorskstofnsins. Við teljum að niður- stöðurnar eigi mjög vel við íslenska þorskstofninn, enda var hann meðal þeirra stofna sem skoðaðir voru. Þau gögn sem bæst hafa við frá því um- rædd grein var skrifuð, staðfesta þessa túlkun enn frekar. Þessi meg- inniðurstaða útilokar þó engan veg- inn að aðrir þættir hafi áhrif á nýlið- un. Það hefur lengi blasað við að „um- hverfisþættir“ hafa mikil áhrif á ný- liðun og reyndar mun meiri áhrif en hrygningarstofn. Einnig eru vís- bendingar um að óhóflegar veiðar á hrygningarfiski geti haft neikvæð (erfðafræðileg) áhrif á ýmsa mikil- væga líffræðilega þætti stofnsins, svo sem kynþroskaaldur og vöxt. Um þetta, og fleiri mikilvæg atriði sem lúta að afrakstri fiskstofna, munu fiskifræðingar Hafrannsókna- stofnunarinnar fjalla í greinum sem verða birtar á næstu vikum og mán- uðum. „Að veifa röngu tré“? Eftir Björn Ævar Steinarsson og Ólaf Karvel Pálsson „Það hefur lengi blasað við að „umhverfisþætt- ir“ hafa mikil áhrif á nýliðun.“ Höfundar eru fiskifræðingar á Haf- rannsóknastofnuninni. Ólafur Karvel Pálsson Björn Ævar Steinarsson ÞEGAR sú leið var valin að tak- marka aðgang og veiðar á Íslands- miðum með upptöku fiskveiðistjórn- unarkerfis með framseljanlegum kvótum, voru byggðir sem urðu til vegna nálægðar við gjöful fiskimið settar í uppnám. Það forskot sem ná- lægðin veitti þeim áður var að engu gert. Aðgangur að fjármagni skiptir nú mestu um möguleika til að stunda útgerð á Íslandi. Eins og mál hafa æxlast hafa fjármálastofnanir valið þá leið að veðja á fáa stóra; þeirra er því aðgangurinn, eignarhaldið og taka mikilvægar ákvarðanir um hvaða byggðarlög lifa og hver ekki. Það er því eðlilegt að menn ígrundi vandlega hvort það sé siðferðilega réttlætan- legt að fólk sem á sínum tíma ákvað búsetu og fjárfestingar sínar með til- liti til tækifæra sem byggðarlögin buðu upp á, eigi nú að þurfa að sætta sig við þessi örlög. Það var því ekki náttúran sem skapaði þessi örlög heldur ákvarðanir stjórnmálamanna. Forsendur byggðakvóta Í þessu ljósi er fróðlegt að velta fyr- ir sér forsendum úthlutunar þeirra 2.000 þorskígildistonna sem sjávar- útvegsráðherra útdeildi sem byggða- kvóta „til þeirra sjávarbyggða sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi“ eins og segir í reglu- gerðinni. Það er augljóst að verið er að bregðast við þeirri staðreynd að fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið illa með mörg byggðarlög; úthlutun byggðakvóta er því einhvers konar „plástur“ á þau sár sem sjávar- byggðir hafa orðið fyrir vegna kerf- isins. Pólitískt skömmtunarkerfi Sagan geymir ógrynni dæma þess þegar þeir flokkar sem nú sitja við völd hafa útdeilt takmörkuðum gæð- um ríkisins eftir heimtilbúnum reglum, að þá eiga útvaldir flokks- gæðingar meiri möguleika en aðrir á að hreppa hnossið. Þetta á ekki síst við í aðdraganda kosninga; en þá hafa þessir flokkar jafnan talið mikilvægt að geta keypt atkvæði með þessari aðferð. Úthlutun gæða skv. þessari aðferð er jafnan byggð á geðþótta- ákvörðunum valdahafa og samræm- ast því vart þeim kröfum sem nú eru gerðar til stjórnsýslunnar. Þá er það eðli slíkra kerfa, sem útdeila tak- mörkuðum verðmætum, að þau eru jafnan tekin frá einum en færð öðr- um. Til þess að útskýra þessa fullyrð- ingu má taka dæmi af Vestmannaeyj- um. Vestmannaeyingum er úthlutað 41 þorskígildistonni úr þessum 2.000 þorskígildistonna potti. Hefði þessum veiðiheimildum verið ráðstafað sam- kvæmt reglum sem gilda um úthlutun aflaheimilda hefðu Vestmannaeying- ar fengið u.þ.b. 180 þorskígildistonn vegna hlutdeildar þeirra í heildarút- hlutun. Pólitíska skömmtunarkerfið leiðir því af sér að byggðarlag eins og Vestmannaeyjar „greiðir“ u.þ.b. 140 þorskígildistonn „nettó“ inn í þetta kerfi, sem úthlutað er öðrum. Þegar þetta er skrifað eru u.þ.b. 160 manns á atvinnuleysisskrá. Það verða því að teljast örgustu öfugmæli þegar sett er fram að forsenda úthlutunarinnar sé að hún fari til byggða, sem lent hafa í vanda vegna samdráttar. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um alla en þetta dæmi er tekið til að draga fram afleið- ingar þess þegar hugmyndafræði pólitískra skömmtunarkerfa ræður för. Viðurkenning stjórnvalda Það þarf ekki rekja hér þá stað- reynd að núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfi hefur hvort tveggja kosti og galla. Gallana met ég fleiri. Það er ljóst að sjávarbyggðir landsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna þess. Íbúar þeirra hafa orðið að þola miklar eignaupptökur vegna þess að tækifæri sem nálægðin við auðlindina veitti þeim áður eru ekki lengur til staðar. Þeir hafa því greitt dýru verði þá „meintu“ hagræðingu, sem tals- menn kerfisins halda fram í ræðu og riti, hvenær sem færi gefst, sem það hafi náð fram. Það sem er eftirtekt- arvert við forsendur sjávarútvegsráð- herra við úthlutun byggðakvótans er að þessi staðreynd er nú viðurkennd. Það er alveg nýtt í umræðunni að helstu talsmenn kerfisins viðurkenni þessa augljósu galla, sem á því er. Spurningin er hins vegar sú, hvers vegna þetta er viðurkennt nú. Líkleg- asta ástæðan er sú, að það sé mat rík- isstjórnarinnar að nú sé rétt að stinga niður „dúsum“ hér og hvar í þeirri von að slá á umræðu um fiskveiðistjórn- unarkerfið í aðdraganda alþingis- kosninga. Vandfundin er önnur til- gáta. Hún réttlætir ekki aðgerðina. Byggðakvóti – björg- unaraðgerð eða póli- tískt skömmtunarkerfi? Eftir Lúðvík Bergvinsson Höfundur er alþingismaður. „Þessir flokkar hafa jafnan talið mikilvægt að geta keypt atkvæði.“ ALLIR Íslendingar bera já- kvæðan hug til Barnaspítala Hringsins og djúpa virðingu fyrir Hringskonum sem af elju og fórn- fýsi sinna því mikla góðgerðar- starfi sem dæmin sanna. Það gleður hug og hjörtu allra Íslendinga þegar menn gefa Barnaspítalanum gjafir, stórar eða smáar. Fyrir skömmu gladdi það þannig þegar stofnandi Bónuss færði Barnaspítalanum stórgjafir, en um leið fer ekki hjá því að við, velunn- arar Barnaspítalans, lítum á málið frá víðara sjónarhorni. Við höfum nefnilega tekið eftir því að á burðarpokum þeim sem Bónus selur okkur til þess að bera heim gæðavörur á góðu verði standa þessi orð: „Með kaupum á BÓNUS plastpoka styrkir þú Barnaspítala Hringsins til tækja- kaupa“. Ég hef nú um nokkurt árabil gert mér far um að fylgjast sér- staklega með því hvort eitthvað komi fram í fjölmiðlum um poka- peninga Bónuss til Barnaspítalans og oft hef ég átt orðræður við fólk (t.d. við kassana í Bónusverslun) sem hefur verið mér sammála um að þótt plastpokarnir séu dýrir, réttlæti góður málstaður verðið. Nú stendur fljótlega til að vígja nýbyggingu Barnaspítalans og af því tilefni skora ég á Bónusmenn að færa þeirri góðu stofnun væna fjárupphæð sem hlýtur að hafa safnast vegna pokasölu. Þeir gáfu rausnarlega um daginn og nú er rétti tíminn til að styrkur minn og annarra viðskiptavina Bónuss verði líka afhentur réttum viðtakanda. Samkvæmt mínum lauslegu út- reikningum er ekki um litlar fjár- hæðir að ræða sem safnast hafa, sennilega margir milljónatugir. Pokapening- arnir skili sér Eftir Leó E. Löve Höfundur er lögfræðingur. „Nú er rétti tíminn til að styrkur minn og annarra viðskipta- vina Bónuss verði líka afhentur réttum við- takanda.“ Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.