Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Nú þegar hátíð ljóss-
ins er liðin og allt er að
komast í sitt daglega
horf þá barst mér sú sorglega frétt
að Erna hefði yfirgefið þetta jarðlíf.
Mér finnst svo sannarlega sjónar-
sviptir að henni.
Það var fyrir u.þ.b. 50 árum, en þá
bjuggum við báðar í vesturbæ
Reykjavíkur, að ég veitti henni at-
hygli, annaðhvort á förnum vegi eða í
verslunum hverfisins, en heimili
okkar voru á svipuðum slóðum.
Svo var það eitt sinn að móðir
hennar, Svava, bauð tengdafjöl-
skyldu minni til kaffidrykkju á heim-
ili sínu að Suðurgötu í Hafnarfirði og
fylgdi ég hópnum. Ástæða þess var
að Theodór, móðurbróðir mannsins
míns, var mikill vinur þessa góða
fólks og það sýndi áhuga á að hafa
samband við ættingja Theodórs, sem
hafði verið blindur einstæðingur í
mörg ár.
Eftir að fjölskyldur okkar Ernu
fluttust í Garðahreppinn, en svo hét
Garðabær þá, tókust náin kynni og
var samgangur töluverður. Við tók-
um upp á því að ganga í kvenfélagið í
hreppnum og störfuðum mikið. Þess
má geta að Erna var formaður þess
um tíma. Þá fórum við saman á fund
Sjálfstæðisfélags Garðahrepps og
gengum í það. Það var nóg að gera
hjá okkur.
Erna var hamingjusöm í sínu
hjónabandi, enda var Sigurður, eig-
inmaður hennar, henni góður og vildi
hag hennar og barna þeirra sem
bestan. Heimili þeirra var fagurt,
enda hjónin laghent og smekkmann-
eskjur. Það var einnig heimili þeirra
við Fannafold sem þau reistu með
eigin höndum. Blessuð sé minning
Sigurðar, en hann lést fyrir nokkrum
árum. Þar kom að Erna seldi í
Fannafold og keypti góða íbúð í
Hafnarfirði ekki fjarri æskuheimil-
inu.
Börnin hennar eiga nú um sárt að
binda og sendi ég þeim mínar bestu
samúðarkveðjur.
Megi Guðs almáttugs blessun
ERNA GEIRLAUG
ÁRNADÓTTIR
MATHIESEN
✝ Erna GeirlaugÁrnadóttir
Mathiesen fæddist á
Austurgötu 29 í
Hafnarfirði 12. apríl
1928. Hún lést á
kvennadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 12. janúar síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju
21. janúar.
fylgja Ernu Matt í nýj-
um heimkynnum. Þar
munu eiginmaður, for-
eldrar, sem og áður
farnir, taka vel á móti
henni. Í Guðs friði.
Guðfinna
Snæbjörnsdóttir.
Um jól og áramót
leitar hugurinn inn á
við. Við hugsum til ást-
vina sem eru farnir eða
eru sjúkir. Gleði
jólanna er jafnframt
blandin söknuði. Við
rifjum upp liðnar stundir, er þeir
voru enn þátttakendur í hátíðarhöld-
unum með okkur. Nú um hátíðarnar
leitaði hugur minn oft til Ernu, móð-
ur Valgerðar æskuvinkonu minnar,
sem lá á sjúkrahúsi.
Erna lést að morgni 12. janúar.
Erna Mathiesen og maður hennar
Sigurður Hjálmtýsson og börnin
þeirra hafa verið samferðarmenn
mínir í lífinu í rúm fjörtíu ár. Frá
æsku bundumst við Vala dóttir
þeirra vináttuböndum sem urðu að
órjúfanlegum þætti í lífsgöngu
minni. Alla tíð síðan hef ég notið vin-
áttu fjölskyldu hennar. Ég á í hug-
skoti mínu óteljandi myndir af sam-
verustundunum. Þessar myndir eru
mér dýrmætur sjóður sem ég geymi
með sjálfri mér.
Fyrir allt þetta ber að þakka nú er
ég kveð og minnist Ernu. Hún var
kletturinn sem Sigurður maður
hennar gat reitt sig á. Hann með
draumana og framsýnina, hún jarð-
bundnari og fastari fyrir. Hún var
dul um sinn innri mann, var hrein-
skiptin og heiðarleg og bar sterkt
svipmót ættar sinnar bæði í útliti og
fasi. Börnum sínum var hún góð
móðir og ömmubörnunum örlát og
mild.
Sigurður lést fyrir átta árum og
var það fjölskyldunni mikil sorg og
Ernu mikill missir. Hún saknaði
hans alla tíð. Saman höfðu þau byggt
upp húsið sitt í Grafarvoginum með
yndislegum garði þar sem garð-
yrkjuhæfileikar Ernu nutu sín til
fulls. Þar ætluðu þau að njóta ævi-
kvöldsins saman. Hún tókst á við
breytinguna í lífi sínu og flutti til
Hafnarfjarðar í návist við börn,
tengdabörn og barnabörn er þar
búa.
Að leiðarlokum þakka ég Ernu
vinsemd og vináttu við mig alla tíð.
Elsku Vala mín, Árni, Hjálmtýr,
Hrafnhildur og fjölskyldur og aðrir
aðstandendur. Við Sigtryggur send-
um ykkur öllum innilegar samúðar-
kveðjur.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Guð blessi minningu Ernu
Mathiesen.
Guðlaug Konráðsdóttir.
Eftir erfið veikindi hefur Erna
Geirlaug hvatt þetta jarðlíf. Dauðs-
fall góðvina verður jafnan til þess að
minningar frá löngu liðnum tíma
koma fram í hugann. Svo varð um
mig nú. Því er mér bæði ljúft og skylt
að minnast hennar með nokkrum
þakkar- og kveðjuorðum, þar sem
hef ekki aðstöðu til að vera viðstadd-
ur útför hennar.
Margar gleði- og ánægjustundir
átti ég með henni og bræðrum henn-
ar Matthíasi og Einari, er ég dvaldi á
heimili foreldra þeirra, þeirra Svövu
og Árna Mathiesen, skólaárin mín í
Hafnarfirði. Heimili þeirra var ein-
stakt reglu- og myndarheimili. Það
var lærdómsríkur tími fyrir mig að
eiga samleið með þeim systkinum á
unglingsárum þeirra. Svo náin og
einlæg vinátta varð á millli okkar
allra, líkt og um systkin væri að
ræða.
Eftir að Erna lauk námi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík, var
hún við nám við skóla í London en
eftir það vann hún við verslun Ein-
ars Þorgilssonar í Hafnarfirði, en sú
verslun bar nafn afa hennar. Síðar
vann hún um tíma í viðskiptaráðu-
neytinu, áður en hún stofnaði heim-
ili.
Í desember 1949 gekk Erna að
eiga Sigurð Hjálmtýsson bifreiða-
stjóra. Ég var alloft gestur á heimili
þeirra og fannst mér það bera svip-
mót af æskuheimili Ernu með reglu-
semi og snyrtimennsku. Á heimilinu
ríkti gestrisni og gleði, en Sigurður
var glaðsinna maður og átti auðvelt
með að halda uppi léttum samræðum
við gesti sína.
Enn nánari urðu kynnin við þau
Ernu og Sigurð eftir að eldri sonur
þeirra, Árni Matthías, gerðist vinnu-
maður hjá okkur í Stóra-Ási, en það
var hann samfleytt í níu sumur.
Þann tíma voru þau hjón og fjöl-
skylda þeirra öll tíðir gestir hjá okk-
ur. Það eru margar og eftirminnileg-
ar stundir frá þessum tíma, þar sem
slegið var á létta strengi og gert að
gamni sínu. Síðan liðu árin og þó
samfundirnir yrðu stopulir var alltaf
jafn ánægjulegt að hitta þau hjón á
ný og rifja upp löngu liðna tíð.
Eftir því sem árin líða fækkar
samferðafólkinu. Að leiðarlokum er
Ernu þökkuð samfylgdin með bæn
um að almættið verndi og blessi hana
á þeirri leið sem okkur öllum er búin.
Magnús Kolbeinsson.
Kveðja frá Kvenfélagi
Garðabæjar
Þriðjudaginn 21. janúar verður
kvödd hinstu kveðju Erna Árnadótt-
ir Mathiesen, félagskona í Kven-
félagi Garðabæjar.
Erna gekk í Kvenfélag Garða-
bæjar árið 1966 og lét strax til sín
taka. Það er hverju félagi mikils virði
að eiga virka og dugmikla félaga og
þar lagði Erna sitt svo sannarlega af
mörkum. Eiginmaður hennar Sig-
urður Hjálmtýsson var einnig mjög
liðtækur þegar á þurfti að halda við
ýmislegt í þágu félagsins. Erna var
virkur félagi og gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir félagið. Hún var
kosin í aðalstjórn árið 1969 og var
gjaldkeri frá 1969–1975. Þá tók hún
við starfi formanns og gegndi því frá
1975–1979. Einnig var hún rekstrar-
stjóri Garðaholts, samkomuhúss
Garðabæjar sömu ár og hún var for-
maður félagsins.
Fyrir öll störf hennar í þágu fé-
lagsins viljum við þakka. Börnum
hennar og afkomendum vottum við
samúð okkar.
Blessuð sé minning Ernu Árna-
dóttur Mathiesen.
Okkar hjartkæri bróðir og fósturfaðir,
BJARNI MARINÓ STEFÁNSSON,
Lindargötu 63,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 24. janúar kl. 10.30.
Kjartan Stefánsson,
Axelína Stefánsdóttir,
Vilborg Björgvinsdóttir, Jóhannes Sigurðsson,
Birgir Björgvinsson, Edda Svavarsdóttir,
Björk Björgvinsdóttir, Jón Arnar Barðdal,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEINDÓR GUÐMUNDSSON
frá Hvammi
í Lóni,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstu-
daginn 24. janúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Stafafellskirkjugarði að
athöfn lokinni.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög.
Steinunn Margrét Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
Okkar ástkæra,
GUÐMUNDA ÁSGEIRSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugar-
daginn 25. janúar kl. 14.00.
Systkinabörn
og aðrir aðstandendur.
Maðurinn minn,
VALDIMAR ÞÓRARINSSON,
Húsatúni,
Haukadal,
Dýrafirði,
sem lést þriðjudaginn 14. janúar, verður jarð-
sunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn
25. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Styrktar- og minningarsjóð dvalarheimilisins Tjarnar,
Þingeyri.
Fyrir hönd aðstandenda,
Unnur Hjörleifsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
SIGURÐUR JÓN KRISTMUNDSSON,
Karlsbraut 2,
Dalvík,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu-
daginn 20. janúar.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
25. janúar kl. 13.30.
Birna Sveinbjörnsdóttir,
Sigurlína Sigurðardóttir,
Vigdís Sigurðardóttir, Anton Harðarson,
Sigurður Sigurðsson, Sigríður Jóhannsdóttir,
Kristmundur Sigurðsson, Árný Hólm Stefánsdóttir,
Sylvía Sigurðardóttir, Sindri S. Stefánsson,
barnabörn og systkini hins látna.
Bróðir okkar og mágur,
ÓSKAR ANDRÉSSON
frá Saurum,
Borgarbraut 70,
Borgarnesi,
lést á heimili sínu mánudaginn 20. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hulda Brynjúlfsdóttir,
Unnur Andrésdóttir, Jóhann Sigurðsson,
Árni Guðmundsson,
Þorsteinn A. Andrésson, Friðbjörg Óskarsdóttir,
Guðbjörg S. Andrésdóttir, Jón H. Einarsson,
Ragnhildur Andrésdóttir, Ölver Benjamínsson,
Bragi Andrésson, María Nielsen.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÁGÚST SVERRISSON,
Melhaga 17,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 19. janúar.
Hulda H. Waage,
Lára Kr. Ágústsdóttir, Sigurður A. Vilhjálmsson,
Olga Ágústsdóttir, Daníel R. Ingólfsson
og barnabörn.