Morgunblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 45 Sókn í atvinnumálum Kjördæmaþing reykvískra sjálfstæðismanna laugardaginn 25. janúar á Hótel Sögu, Sunnusal Dagskrá Kl. 13.15 Aðalfundur Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 1. Skýrsla stjórnar, Margeir Pétursson formaður Fulltrúaráðsins. 2. Kjör stjórnar. 3. Tillaga kjörnefndar um skipan framboðslista í Reykjavíkurkjördæmunum. 4. Ávarp Davíðs Oddssonar. Opinn fundur um atvinnumál Kl. 14.30 Formaður Varðar - Fulltrúaráðsins flytur inngangsorð. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, námssálfræðingur og verkefnisstjóri AUÐAR í krafti kvenna. Guðmundur Ólafsson, lektor við HÍ. Pallborðsumræður Stjórnandi: Katrín Fjeldsted, alþingismaður. Þingforseti: Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi. Allir velkomnir. Þorrablót í Valhöll Kl. 20.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Húsið opnað kl. 19.00. Miðasala í Valhöll, sími 515 1700. Heiðursgestur: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Blótsstjóri: Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður. Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í ReykjavíkSJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FASTEIGNASALAN GIMLI – GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 • FAX 570 4810 TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR GIMLI GIMLI SÉRBÝLI SELJENDUR Í FOSSVOGI ATHUG- IÐ! Höfum fjársterka kaupendur að ein- býli eða raðhúsi með innbyggðum bílskúr. Um er að ræða ríflegan afhendingartíma t.d. um mitt næsta sumar. Óskað er eftir eignum á verðbilinu 25-35 millj. Ef þú ert í söluhugleiðingum hafðu þá samband við Hákon eða Grétar á skrifstofu Gimli. BORGARGERÐI - NÝTT - 2JA ÍB. HÚS Vorum að fá í einkasöu glæsilegt 225 fm parhús með rúmgóðri 2ja herb. aukaíb. á þessum frábæra stað. Húsið er byggt árið 1991 en er staðsett í grónu hverfi. Vandaðar innr. og gólfefni. Að utan er húsið fullbúið á vandaðan hátt. Að inn- an er húsið fullbúið nema risið sem er tilb. til innr. Áhv. 10,0 millj. Verð 25,8 millj. SKIPTI MÖGUL. Á MINNI EIGN. HRINGBRAUT- RVÍK Vorum að fá í sölu 115 fm sérhæð sem er 4 svefnh., stofa, eldhús, bað, þvottahús og ris. Íbúðin þarfnast lagfæringar, hentar vel fyrir lag- henta. Samþykktur fermetrafjöldi hjá bygg- ingafulltrúa er 141,6 fm. DIGRANESVEGUR - ÚTSÝNI - Glæsileg og algjörl. endurn. 5 herb. neðri sérhæð í steinst. þríbýli byggt árið 1964. Gegnheilt eikarparket á öllum gólfum íbúð- arinnar. Fallegar innréttingar. Þrjú svefn- herb., stofa og borðstofa. Glæsilegt útsýni til suðurs. Áhv. 11,1 millj. Verð 15,5 millj. 5 HERB. OG STÆRRI BRYGGJUHVERFIÐ Vorum að fá í sölu fallega 150 fm íbúð á 2. hæð í þriggja hæða fjölbýli í þessu skemmtilega hverfi rétt við smábátahöfnina. 3-4 svefnherb., 2 stórar og rúmg. stofur. Góðar suð-vestursvalir. Fallegar innréttingar. Flísar og parket á gólfum. Sameign fullbúin. Lóð í rækt. Íbúð- in er laus strax. Verð 17,8 millj. 4RA HERBERGJA FÍFULIND - SÉRGARÐUR Vorum að fá í sölu glæsilega 105 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi í fallegu fjölbýli. Þrjú rúmgóð svefnherb. Björt og rúmgóð stofa með útg. á suðurverönd. Parket og flísar á gólfum. Glæsilegar innr. Falleg eign á góðum stað. Áhv. 9,0 millj. Verð 14,8 millj. GETUR LOSNAÐ FLJÓTLEGA. GALTALIND - KÓPAV. Vorum að fá í einkasölu 4ra herb. alls 106,9 fm endaíbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Tvennar svalir. Tvö svefnherbergi og tvær stofur. Fallegt út- sýni. Áhv. 5 millj. húsbr. Verð 14,9 millj. BOÐAGRANDI - GLÆSIL. ÚTSÝNI Nýkomin í sölu sérstaklega falleg og björt 4ra-5 herb. 95 fm endaíbúð á efstu hæð ásamt stæði í bílageymslu. Tvennar svalir með glæsil. útsýni. Þrjú rúmgóð svefnherb. Stofa og borðstofa. Eikarparket á gólfum. Falleg eign. Stutt í alla þjón., skóla og leiksk. Áhv. 3,5 millj. Verð 14,5 millj. 3JA HERB. SKELJANES Vorum að fá í einkasölu 3ja herb. íbúð í lítið niðurgröfnum kjallara í fallegu og virðulegu þríbýli. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu með útg. í garð, rúmgott herb., eldhús og baðherb. Á hæðinni er rúmgott aukaherb. sem fylgir eigninni. Að utan er húsið í mjög góðu standi og mikið endurnýjað. Verð 9,4 millj. 2JA HERB. LANGHOLTSVEGUR Mjög snyrtileg, björt og rúmgóð 75 fm 2ja herb. íbúð í kjall- ara/jarðhæð í steinhúsi. Stór og rúmgóð stofa með mögul. á útg. í garð. Herb. stórt og rúmgott. Parket á gólfum, suðurgarður. Áhv. 3,5 millj. húsbréf. Verð 5,2 millj. 5919 SUÐURGATA - HF. Björt og vel skipu- lögð einstaklingsíbúð (stúdíó). Herbergi með eldhúskrók, baðherb. með sturtu, flís- ar í hólf og gólf, parket og góðir skápar. Áhv. 2,4 millj. Verð 5,9 millj. Laus strax. RAUÐALÆKUR Vorum að fá í einka- sölu hörkugóða 2ja herb. íbúð í þríbýli á þessum eftirsótta stað. Björt og rúmgóð stofa og herb. Nýir fataskápar í herbergi. Parket á gólfum. Verð 7,6 millj. ÞANGBAKKI - LYFTUHÚS/LAUS Vorum að fá í einkasölu góða 2ja herb. 72 fm íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi. Rúmgott herb. og stofa. Gólfefni flísar, parket og dúkar. Stórar svalir, mikið útsýni. Þvottahús á hæðinni. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 4,0 millj. Verð 9,9 millj. EIGNIR Í SKIPTUM FYRIR STÆRRI ÁLFHÓLSVEGUR sérhæð - Einbýli. LINDASMÁRI raðhús - Einbýli allt að 35 millj. HLIÐSNES einb. - Svipað Álftanesi. HRINGBRAUT sérhæð - Sama svæði. SKIPTI Á MINNA BREKKUTÚN einbýli - Eign á sama svæði. TÓMASARHAGI sérhæð - Sama svæði. ÍSALIND einb. - Sama svæði með bílskúr. VALLARBRAUT einb. - Opið svæði. VEGGHAMRAR 3ja - 2ja herb. nær miðbæ. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Glæsileg rúmgóð og vel skipulögð 100 fm íbúð á 1. hæð í góðu húsi. Íbúðin hefur verið algjörlega endurnýjuð og er í góðu ástandi. Nýl. baðherbergi og eldhús ásamt innréttingum og gólfefnum. Upplýsingar á skrifstofu. Myndir á heimasíðu en sjón er sögu ríkari. 6055 Gamli vesturbærinn sími 588 4477 LEIKUR Íslands og Portúgal á Heimsmeistaramótinu í hand- knattleik sem fram fer í dag, fimmtudaginn 23. janúar, kl. 19, verður sýndur í beinni út- sendingu á breiðtjaldi í Hand- boltagarði Smáralindar. Einnig verða sýndir leikur, Íslands og Katar, laugardaginn 25. janúar kl. 17.15, og leikur Íslands og Þýskalands, sunnu- daginn 26. janúar kl. 16.15. Handboltagarðurinn er sam- starfsverkefni Smárlindar, RÚV, HSÍ og Landsbankans, segir í fréttatilkynningu. Ísland – Portúgal á breiðtjaldi í Smáralind Stjórnmálaskóli Sjálfstæðis- flokksins hefst mánudaginn 27. janúar og er kvöld- og helgarskóli. Skólinn er mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöld auk eins laug- ardagmorguns. Námskeið stjórn- málaskólans eru ætluð áhugafólki um stjórnmál og er farið yfir fjöl- mörg atriði. Fyrirlestrar og umræð- ur eru t.d. um sjálfstæðisstefnuna, flokksstarfið, ríkisfjármál, borg- armál, sveitarstjórnarmál, mennta- og menningarmál o.fl. Einnig fá þátttakendur þjálfun í ræðu- mennsku og sjónvarpsþjálfun. Skól- anum lýkur miðvikudaginn 12. febr- úar með heimsókn í Alþingi þar sem kynnt er starfsemi þess. Dagskráin er birt á www.xd.is og hægt er að skrá sig í síma eða senda tölvupóst á disa@xd.is STJÓRNMÁL Þjórsárver og mat á umhverfis- áhrifum Landvernd og Sið- fræðistofnun Háskóla Íslands bjóða til málstofu í Norræna húsinu í dag, fimmtudaginn 23. janúar kl. 16.30– 18, til að ræða hvaða lærdóm megi draga af vinnu við mat á umhverfis- áhrifum Norðlingaöldulóns. Frum- mælendur verða Aðalheiður Jó- hannsdóttir lögfræðingur, Sigurður Arnalds verkfræðingur og Þorvarð- ur Árnason náttúrufræðingur. Fræðsla um skattamál í Alþjóða- húsi, Hverfisgötu 18, verður í dag, fimmtudag kl. 20.15. Sérfræðingur frá ríkisskattstjóra kemur og fjallar almennt um íslenskt skattkerfi, staðgreiðslu, persónuafslátt, fram- talið og fleira. Fundurinn fer fram á íslensku og er túlkaður á rússnesku. Í DAG Reglur EES-samningsins um fjár- málaþjónustu Jóhannes Sigurðsson sérfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel á sviði fjármálaþjón- ustu, mun halda námskeið hjá End- urmenntun HÍ, 17. og 18. febrúar. Farið er yfir þau markmið sem liggja að baki reglum EES-samningsins um fjármálaþjónustu. Gefið er yfirlit yfir tilskipanir og reglugerðir sem gilda um bankastarfsemi, vátrygg- ingastarfsemi, verðbréfaviðskipti og kauphallarstarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu o.fl. Frekari upplýsingar er að finna á vef Endurmenntunar, www.endur- menntun.is. Á NÆSTUNNI Fyrirlestraröð um fötlunarrann- sóknir Elsa Sigríður Jónsdóttir flyt- ur erindið Milli vonar og ótta – við- horf foreldra fatlaðra leikskólabarna, föstudaginn 24. janúar kl. 12–13, í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands og er öllum opin þátttaka. Í erindinu verður sagt frá reynslu foreldra af því að eiga fatlað barn, skoðunum þeirra á leikskóladvöl barnsins og þeim stuðningi sem barnið fær, svo og hvernig foreldrarnir sjá fyrir sér framtíð barnsins o.fl. Frekari upp- lýsingar http://www.hi.is/~rannvt/ Samfélagsáætlun ESB hleypt af stokkunum Evrópusambandið hef- ur lýst eftir umsóknum í Samfélags- áætlun ESB. Fyrsti skilafrestur er 15. apríl nk. Samfélagsáætlunin hef- ur yfir að ráða um 20 milljörðum króna og verður 8,5 milljörðum út- hlutað strax á fyrsta ári. Áætlunin felur í sér styrki til víðtækra rann- sókna á sviði samfélagsmála í jafn- ólíkum greinum og félagsvísindum, hagvísindum, lögfræði og hugvís- indum. Haldinn verður kynning- arfundur í Borgartúni 6, föstudaginn 24. janúar kl. 12.15–14.15, um mögu- leika Íslendinga á styrkjum úr sjóð- um ESB til samfélagsrannsókna. Er- indi halda: Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur hjá Rannsóknaþjónustu HÍ og land- stengiliður við Samfélagsáætlun ESB, Árelía Eydís Guðmundsson dósent við HÍ, Guðmundur Hálfdán- arson prófessor við HÍ, Ásta Sif Er- lingsdóttir forstöðumaður Rann- sóknaþjónusta HÍ og Arna Bjarnadóttir alþjóðafulltrúi RANN- ÍS. Á MORGUN Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.