Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 26. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 mbl.is Tár og lófaklapp Loftbrögð í boltanum Hvað er líkt með Kjalnesinga sögu og enska boltanum? Íþróttir 44 Allsgáð og klikkað Hafliði Hallgrímsson og Stravinskíj á Tíbrártónleikum Listir 24 Nói albínói fær góðar viðtökur og verðlaun í Frakklandi Fólk 53 RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var neikvæð um 2,7% á seinasta ári. Er þetta annað árið í röð sem ávöxtun sjóðsins er neikvæð en árið 2001 var neikvæð raunávöxtun 0,7%. Ávöxtun sjóðsins á árinu 2000 var einnig slök. Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna juk- ust um 4,5 milljarða á síðasta ári eða um 5% og námu 102 milljörðum kr. í árslok. Á árinu greiddu 41.243 sjóð- félagar til sjóðsins. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er fyrsti lífeyrissjóðurinn sem skilar af- komutölum fyrir síðasta ár. Flest bendir til að afkoma sjóðanna hafi al- mennt verið léleg á síðasta ári. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna, segir þróunina á erlendum verðbréfa- mörkuðum valda mestu um lélega af- komu. Ávöxtun erlendrar hluta- bréfaeignar sjóðsins í dollurum var neikvæð um 19,9% á síðasta ári. Á sama tíma lækkaði heimsvísitala Morgan Stanley um 21,1% en hún er helsti mælikvarði á breytingu hluta- bréfaverðs í heiminum. Á árinu styrktist íslenska krónan um 13,5% gagnvart erlendum gjaldmiðlum. „Innlendu hlutabréfin skiluðu okkur vel,“ segir Þorgeir en raun- ávöxtun innlendu hlutabréfaeignar sjóðsins í fyrra var jákvæð um 17,7% og nafnávöxtun var 20%. „Með sama hætti voru skuldabréfin með trausta raunávöxtun eða 5,9%.“ Að mati forsvarsmanna sjóðsins mun hærra hlutfall hlutabréfa í verð- bréfasafni sjóðsins til lengri tíma lit- ið skila sjóðnum betri raunávöxtun en ef eingöngu hefði verið fjárfest í skuldabréfum. Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu 5 árin sé til að mynda 3,2%. „Það er ljóst að við erum núna hvað fimm ára meðaltalið varðar rétt undir viðmiðunarmörkum trygg- ingafræðinganna en við rekstur líf- eyrissjóða þarf að horfa til mjög langs tíma og við reiknuðum jafn- framt meðalraunávöxtun síðustu tíu ára, sem er 5,4%,“ segir Þorgeir. Á von á hægum umskiptum „Ég á bágt með að trúa því að er- lendi markaðurinn þróist með jafn- óhagstæðum hætti á næstunni og hann hefur verið að gera síðustu þrjú árin. Ég hef þá trú að það muni koma hægur viðsnúningur þannig að þeg- ar til lengri tíma er litið uppskeri menn við þessar fjárfestingar er- lendis,“ segir Þorgeir. Erlendu bréfin lækka um 20% Raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna neikvæð um 2,7% ESA stefn- ir Íslandi fyrir dóm Segir EES ekki leyfa misháa flugvallarskatta EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir EFTA- dómstólinn þar sem stofnunin telur að Ís- land brjóti gegn reglum Evrópska efna- hagssvæðisins með því að innheimta hærri skatta af farþegum í millilandaflugi en í innanlandsflugi. Skattur sem lagður er á brottfararfar- þega í millilandaflugi er 1.250 krónur en 165 krónur í innanlandsflugi samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sturla Böðvarsson samgönguráðherra af- ar ósáttur við þessa niðurstöðu ESA. Ís- lensk stjórnvöld hafi ekki talið að misháir skattar brjóti gegn samkeppnisstöðu og enginn hafi kvartað undan þessu kerfi nema embættismenn hjá ESA. Með þessu gangi ESA jafnframt harðar fram gegn Íslandi en ESB gagnvart aðildarríkjum sínum. Skattar sem innheimtir eru fyrir innan- landsflug og flug til Grænlands og Fær- eyja eru lægri en skattar af flugi milli Ís- lands og annarra landa innan EES. Í stefnunni heldur ESA því fram að í þessu felist brot gegn 36. grein EES-samnings- ins sem kveður á um að engin höft skuli vera á frelsi til að keppa um þjónustu inn- an EES. Stofnunin gerði fyrst formlega athugasemd vegna málsins árið 1998. Þetta er annað málið gegn Íslandi sem ESA vísar til EFTA-dómstólsins. Fyrra málið varðaði vörugjöld og leystist með samkomulagi milli íslenskra stjórnvalda og ESA áður en til þess kom að dómstóll- inn tæki afstöðu til þess. Morgunblaðið/Golli Brottfararfarþegar í Leifsstöð.  Enginn kvartað/4 Reuters MENN úr röðum bókstafstrúarmanna í Ísrael ganga fram hjá kosningaspjöldum í Jerúsalem í gær. Kosið verður nýtt þing í dag og ef marka má skoðana- kannanir eru líkur á því að Likud-flokkur hægri- mannsins Ariels Sharons forsætisráðherra fái flesta þingmenn kjörna eða um 30 af alls 120. Ísraelar ganga til kosninga  Breytist/28 FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar sögðu í gær að áfangaskýrsla yfirmanns vopnaeftirlits- nefndar Sameinuðu þjóðanna (UNMOVIC) um vopnaeftirlit í Írak staðfesti að stjórnvöld í Bagdad væru engan veginn á þeim buxunum að hlíta ályktunum öryggisráðs SÞ um afvopnun. „Spurningin er ekki hversu mikinn tíma til við- bótar vopnaeftirlitsmenn þurfa til að athafna sig í myrkrinu,“ sagði Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. „Málið snýst um hversu mikinn tíma Írakar eigi að fá til að kveikja á ljósinu og gera hreint fyrir sínum dyr- um. Svarið er: Ekki mikið meiri tíma.“ John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði um skýrslu Hans Blix, yfirmanns UNMOVIC, að þar væri ekkert að finna sem benti til að Írak myndi afvopnast að eigin frum- kvæði. Embættismenn í Washington lögðu þó áherslu á að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi ekki beita hervaldi gegn Írak nema allir aðrir kostir hefðu verið útilokaðir. Þurfa „nokkra mánuði“ enn Blix og Mohamed ElBaradei, yfirmaður Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, sögðu á fundi með öryggisráðinu að vopnaeftirlitsmenn þyrftu „nokkra mánuði“ enn til að ljúka starfi sínu. Studdu mörg ríki, þ. á m. Rússland, Kína, Þýskaland og Frakkland, þær óskir. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði hins vegar að þótt vopnaeftirlitsmenn SÞ ynnu verk sitt eftir bestu getu væri það svo að „því meiri tíma sem þeir fá, þeim mun fleiri tækifæri hefur [Saddam] til að hafa þá að fíflum“. Bush flytur í kvöld stefnuræðu sína fyrir árið 2003 og er þar gert ráð fyrir að hann færi enn rök fyrir því hvers vegna afvopna verði Íraka með góðu eða illu. Þá var haft eftir bandarískum embættismanni að Colin Powell myndi eftir fund Bush og Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, nk. föstudag leggja fram nýjar sann- anir um gereyðingarvopnabúr Íraka og tengsl þeirra við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin. Washington, New York. AFP.  Segir Írak/16 Powell segir Íraks- stjórn að falla á tíma VERULEG lækkun varð á gengi hlutabréfa á fjármálamörkuðum í gær og er óttanum við hernaðar- átök í Írak kennt um. Á Wall Street lækkaði Dow Jones-vísitalan um 1,8% og endaði í 7.989,56 punktum og Nasdaq lækkaði um 1,29% og endaði í 1.325,28 punktum. Lækkunin varð enn meiri á evr- ópskum mörkuðum. M.a. lækkaði FTSE-vísitalan breska um 3,4% og hefur ekki verið lægri síðan í októ- ber 1995. Hefur það nú gerst í fyrsta skipti í átján ára sögu vísitöl- unnar að lækkun hefur orðið ellefu daga í röð. Þá lækkaði gengi Bandaríkjadollars gagnvart evr- unni og hefur ekki verið lægra í þrjú ár. Var gengi evrunnar tæp- lega 1,09 dalir við lokun í gær. Veruleg lækkun á mörkuðum New York, London. AFP. SVEITARSTJÓRNIN í Skån- land í Troms í Norður-Noregi íhugar að bjóða ungu fólki jafn- virði 114.000 íslenzkra króna fyrir að flytja burt úr sveitarfé- laginu – að vísu bara tímabund- ið. Í Skånland búa 3.049 manns, en lækki íbúatalan niður fyrir 3.000 á þessu ári fær sveitarfé- lagið um 120 milljónir íslenzkra króna aukalega í styrk frá norska ríkinu næstu fimm árin, jafnvel þótt fólkið flytji til baka fljótlega eftir áramótin. Svein Berg, oddviti í Skån- land, segir í viðtali við Harstad Tidende, að auðvitað vilji hann helzt fjölga íbúum í sveitarfé- laginu. „En þegar kerfið er eins og það er freistar það okkar að reyna að sjá til þess að við verð- um ekki fleiri en 3.000,“ segir hann. Fá borgað fyrir að flytja burt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.