Morgunblaðið - 28.01.2003, Qupperneq 2
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
greindi frá því á Alþingi í gær að
hann myndi í vikunni senda for-
ystumönnum stjórnmálaflokkanna
hugmyndir, sem hann hefði látið
vinna, að hugsanlegum starfsgrund-
velli þverpólitískrar nefndar um
Evrópumál. Næðist sæmileg sátt
um þær hugmyndir væri í fram-
haldinu hægt að leita eftir tilnefn-
ingum í nefndina. Kom þetta fram í
svari ráðherra við fyrirspurn Stein-
gríms J. Sigfússonar, formanns
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs.
Eins og kunnugt er vakti Davíð
Oddsson máls á þeirri hugmynd að
setja á fót þverpólitíska nefnd um
Evrópumál í áramótagrein sinni í
Morgunblaðinu í lok desember sl.
„Frá því ég varpaði þessari hug-
mynd fram,“ sagði ráðherra, „og
þar sem hún fékk [...] allgóðar und-
irtektir hef ég látið vinna gögn sem
gætu sýnt starfsgrundvöll slíkrar
nefndar. Ég hafði hugsað mér núna
í þessari viku að senda forystu-
mönnum flokkanna þær hugmyndir.
Ég tel eðlilegt að gera það fyrst til
að fá viðhorf manna við þeim hug-
myndum áður en ég leita eftir til-
nefningum í nefndina.“ Þannig
væru menn, sagði ráðherra, nokk-
urn veginn sammála um það á
hvaða grundvelli nefndin ætti að
starfa áður en skipað væri í hana. Í
máli ráðherra kom einnig fram að
hann teldi að slík nefnd ætti að
skapa vettvang þar sem menn gætu
náð saman um ákveðin meginatriði
í Evrópuumræðunni.
Steingrímur lýsti yfir ánægju
sinni með svör ráðherra og sagði
mikilvægt að undirbúningur að
stofnun nefndarinnar væri kominn í
fullan gang. „Ég tel út af fyrir sig
þennan framgangsmáta eðlilegan
og skynsamlegan, þ.e. að það verði
fyrst leitað eftir samstöðu um
starfsgrundvöll eða erindisbréf
slíks starfshóps eða nefndar. Náist
um það samstaða ætti mönnum
ekki að vera neitt að vanbúnaði að
skipa sjálfa nefndina.“
Tillaga forsætisráðherra um þverpólitíska Evrópunefnd
Hugmyndir sendar for-
ystumönnum flokkanna
Morgunblaðið/Golli
Davíð Oddsson forsætisráðherra ætlar síðar í vikunni að kynna hugmyndir
um störf nefndar um Evrópumál sem hann hefur lagt til að verði stofnuð.
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TÍMINN AÐ RENNA ÚT
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að Írak-
ar fengju ekki öllu meiri tíma til að
hlíta kröfum öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna um afvopnun. Fyrr um
daginn flutti Hans Blix, yfirmaður
vopnaeftirlitsnefndar SÞ, örygg-
isráðinu áfangaskýrslu um starf
vopnaeftirlitsins í Írak. Blix sagði að
svo virtist sem Írakar hefðu ekki í
reynd sætt sig við að þeir þyrftu að
afvopnast. Hann fór fram á meiri
tíma til vopnaleitarinnar.
Birgðir af kjöti aukast
Sala á kjöti jókst á Íslandi í fyrra
um 4,8%. Framleiðsla jókst hins
vegar á sama tíma um 8,1% og því er
ljóst að birgðir af kjöti aukast í land-
inu.
ESA stefnir íslenska ríkinu
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hef-
ur stefnt íslenska ríkinu fyrir
EFTA-dómstólinn en stofnunin tel-
ur að íslenska ríkið brjóti gegn
reglum Evrópska efnahagssvæð-
isins með því að innheimta hærri
skatta af farþegum í millilandaflugi
en í innanlandsflugi.
Segist saklaus
Milan Milutinovic, fyrrverandi
forseti Serbíu, kom fyrir stríðs-
glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í
Hollandi í gær og lýsti sig saklausan
af ákærum um glæpi gegn mannkyni
og önnur ódæði í tengslum við að-
gerðir serbneskra öryggissveita í
Kosovo 1999.
Kosið í Ísrael
Ísraelar ganga að kjörborðinu í
dag en þá fara fram þingkosningar í
landinu. Líklegt þykir að Likud-
flokkur Ariels Sharons forsætisráð-
herra vinni sigur og fái um fjórðung
af 120 þingsætum. Verkamanna-
flokkurinn geldur hins vegar afhroð,
skv. könnunum, en hann fær líklega
ekki nema um 20 þingmenn kjörna.
Neikvæð ávöxtun
Raunávöxtun Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna var neikvæð um 2,7% á
síðasta ári. Þróunin á erlendum
verðbréfamörkuðum veldur mestu
um lélega afkomu.
Þriðjudagur
28. janúar 2003
Prentsmiðja
Morgunblaðsins blað B
Lykillinn að
sparnaði, öryggi
og þægindum
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Áfram-
haldandi
fólksflutningar 13
Sameiginlegar
framkvæmdir
Hvað
erbezt?
Ákvarðana-
taka í húsfélög-
um 26
Deilt
um
ofnloka 43
Byggðaþróun
síðustuára
!"!#$!
% "
#$
&'(
)*+
&'(
) *+
!
"#$
%&$ %''&
-%.$/#$
%"/++%
01%23+
456#0!+
(1+1/7+ !+
8+ 23+
'%" 9+
"
:$+;
% ":$+;
$!+%.+
:$+;
% ":$+;
(
(%<) "%"+$
+$ 1+=""+)>>>1+
?"/@+AB
*
*
*
*
! !",
!" ! # $
)*
+% /@AB
#'
'
-
"'
-
&
'
"'"
"$.#.
"./0
0
#./.
"%/0
%2B
1! 2
! $ %'$
%0$ %''&
8%"+#$!
&"
%""+
% %" %%
"
$ $
„ÞAÐ er meiri bjartsýni nú hjá
mönnum í atvinnurekstri og um leið
meiri eftirspurn eftir atvinnuhús-
næði. Það mátti greina breytingu
strax í fyrrahaust, en eftirspurnin
hefur farið vaxandi síðan,“ segir
Magnús Gunnarsson hjá fasteigna-
sölunni Valhöll.
„Ég hef alltaf fundið fyrir þörf-
inni, en það var eins og margir
þyrðu ekki að stíga skrefið til fulls
fram eftir ári í fyrra en séu reiðu-
búnir til þess nú. Þess verður líka
að gæta, að atvinnuhúsamarkaður-
inn er miklu hægari í allri fram-
kvæmd en kaup og sala á íbúðar-
húsnæði. Öll viðskipti taka lengri
tíma og það fer meiri tími í und-
irbúning.“
Magnús Gunnarsson er nú með
til leigu stórt húsnæði við Höfða-
bakka 9, þar sem höfuðstöðvar
Marels voru áður.
„Það hefur verið mikil eftirspurn
eftir húsnæði í þessari byggingu og
talsverður hluti þess hefur þegar
verið leigður út,“ segir Magnús.
„Aðaleinkenni þessa húsnæðis eru
góð lofthæð, mjög góð staðsetning,
góð aðkoma og næg bílastæði.“
Byggingin er tvær hæðir. Þegar
er búið að leigja út af neðri hæðinni
um 1.700 ferm. „Þar er um að ræða
eitt fyrirtæki í framleiðslu á búnaði
fyrir fiskiðnaðinn, annað er heild-
sala og þriðja fyrirtækið starfar við
auglýsingaþjónustu,“ segir Magnús.
„Á efri hæð er þegar komin sjúkra-
þjálfarastofa í rúmlega 1.000 ferm.
húsnæði.“
Á fyrstu hæð á eftir að leigja út-
húsnæði, sem skiptist í þrjá sali
með innkeyrsludyrum. Einn er 624
ferm. með 3,7 m lofthæð, annar er
266 ferm. með 3,7 m lofthæð og sá
þriðji er 780 ferm. og með 7,6 m
lofthæð.
Á annarri hæð er óleigt skrif-
stofuhúsnæði, sem skiptist í tvennt,
annars vegar í 1.040 ferm. og hins
vegar í 266 ferm. Mögulegt er að
skipta framangreindum einingum í
smærri einingar.
„Þetta húsnæði hentar vel fyrir
ýmiss konar starfsemi svo sem iðn-
að, heildsölu, skrifstofustarfsemi
o.fl.,“ segir Magnús.
Endurbætt húsnæði
„Eignin er í eigu Landsafls, sem
er öflugt, sérhæft fasteignafélag,“
sagði Magnús ennfremur. „Það er
boðið upp á hagstæða leigu miðað
við sambærilegt húsnæði en húsið
er í góðu ástandi og ætlunin að
bæta það enn.
Á þeirri hlið, sem snýr að Vest-
urlandsveginum er búið að skipta
um alla glugga og komnir áltré-
gluggar í stað þeirra gömlu. Áform-
að er að skipta á sama hátt um alla
aðra glugga í húsinu og eins er í bí-
gerð að að klæða húsið með áli. Í
framtíðinni verður þarna því glæsi-
legt og nútímalegt hús, sem stendur
á mjög góðum stað á Höfðanum.“
„Það er mikið um fyrirspurnir um
þetta húsnæði og ég geri ráð fyrir
að unnt verði að fá leigutaka í það
allt á næstu mánuðum,“ sagði
Magnús Gunnarsson að lokum.
Vaxandi eftirspurn eftir atvinnu-
húsnæði einkennir markaðinn
Höfðabakki 9. „Þegar er búið að leigja út drjúgan hluta af húsinu, en eftir er að leigja út tæplega 3.000 ferm.,“ segir
Magnús Gunnarsson hjá Valhöll, sem sér um að koma húsinu í leigu.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 13/14 Minningar 32/36
Erlent 15/17 Hestar 37
Höfuðborgin 18 Bréf 40
Akureyri 19 Dagbók 40/41
Suðurnes 20 Þjónustan 41
Landið 21 Íþróttir 44/47
Neytendur 22 Bíó 50/53
Listir 23/24 Fólk 48/53
Umræðan 25/27 Ljósvakar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
Þrjú kíló
af hassi inn-
anklæða
TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli
handtók á sunnudagskvöld 36 ára gamlan
Íslending sem var með þrjú kíló af hassi fal-
in innanklæða. Þetta er fyrsta stóra send-
ingin sem er stöðvuð á Keflavíkurflugvelli á
þessu ári.
Að sögn Kára Gunnlaugssonar, yfirdeild-
arstjóra tollgæslunnar, kom maðurinn með
áætlunarflugvél frá Kaupmannahöfn. Eng-
in fíkniefni fundust í farangri mannsins en
við leit á honum kom í ljós að hann hafði
límt þrjú kíló af hassi á líkama sinn. Mað-
urinn hefur ekki áður komið við sögu lög-
reglu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík tók við rannsókn málsins. Mann-
inum var sleppt í gær eftir yfirheyrslur.
Samkvæmt verðkönnun SÁÁ nemur
götuverðmæti fíkniefnana um 6–7 milljón-
um króna.
Óbreytt líðan
eftir bílslys
ELDRI karlmaður sem slasaðist alvarlega í
árekstri tveggja bifreiða á Vesturlandsvegi
norðan gatnamóta Úlfarsfellsvegar síðast-
liðið fimmtudagskvöld liggur enn meðvit-
undarlaus á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi. Hann gekkst undir langa aðgerð
við komu á spítala og hefur verið tengdur
við öndunarvél frá innlögn. Líðan hans er
eftir atvikum að sögn læknis á vakt.
HÆGT er að neita útlendingi um endurnýjun á
dvalarleyfi á Íslandi hafi hann þegið framfærslu frá
sveitarfélagi árið sem leyfið hans nær til.
Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðu-
neytinu fá erlendir ríkisborgarar útgefið dvalar-
leyfi vegna atvinnuþátttöku í eitt ár fyrst þegar
þeir koma til landsins. Þegar endurnýja á þetta
leyfi er sótt um dvalarleyfi sem er grundvöllur bú-
setuleyfis og veitir töluverð réttindi hér á landi.
Umsækjandi fær ekki slíkt dvalarleyfi hafi hann
þegið framfærslu frá sveitarfélagi fyrsta árið.
Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, segir þó hægt að veita viðkomandi
tímabundið dvalarleyfi aftur í eitt ár sem þó er ekki
grundvöllur fyrir búsetuleyfi. Bregða megi frá
þeirri framkvæmd ef ríkar sanngirnisástæður mæli
með því.
Samkvæmt lögum um útlendinga þarf sá sem
sækir um dvalarleyfi að geta sýnt fram á trygga
framfærslu. Stefán segir stjórnvöld líta til fram-
tíðar í þeim efnum, þ.e. hvernig viðkomandi ætlar
að framfleyta sér á gildistíma þess leyfis sem hann
sækir um. Trygg framfærsla getur ráðist af launa-
tekjum eða greiðslum fyrir sjálfstæða starfsemi en
einnig af lífeyrisgreiðslum, fjármagnstekjum,
námslánum og rannsókna- eða námsstyrks-
greiðslum. Greiðslur úr félagslega kerfinu mynda
því ekki rétt til dvalarleyfis samkvæmt skilningi
laganna.
Stefán segir þessa framkvæmd í samræmi við
lög um útlendinga sem tóku gildi um síðustu ára-
mót. Einnig sé verið að færa viðmið dvalarleyfis
meira til samræmis við lög um íslenskan ríkisborg-
ararétt, sem góð reynsla sé komin á. Þá þurfi um-
sækjandi að sýna fram á að hann geti framfleytt sér
hérlendis og hafi ekki þegið framfærslustyrk frá
sveitarfélagi tvö ár á undan. Stefán segir að jafnvel
þeir, sem ekki þurfi vegabréfsáritun við inngöngu í
landið, eigi að sýna fram á trygga framfærslu ef eft-
ir því sé gengið.
Opin heimild
Bjarney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Al-
þjóðahússins, segir að umsækjendur um tímabund-
ið dvalarleyfi hafi þurft að sýna fram á trygga fram-
færslu. Nýmæli sé að í reglugerð sé kveðið skýrar á
um að viðkomandi megi ekki hafa þegið fjárhags-
aðstoð sveitarfélags við framfærslu. Það sé þó í
samræmi við lög um íslenskan ríkisborgararétt.
Bjarney segist ekki geta spáð því hvernig fram-
kvæmd laganna verði. Heimildin sé opin og hægt að
vísa fólki úr landi eftir að tímabundið dvalarleyfi
renni út hafi viðkomandi þegið fjárhagsaðstoð á því
tímabili.
Fjárhagsaðstoð torveldar
endurnýjun dvalarleyfis
DRENGJUNUM í Korpuskóla fannst viðeigandi að
stoppa aðeins og gægjast út um gluggann meðan á
frímínútum stóð. Foreldrar í Staðahverfi, sem
senda börnin sín í Korpuskóla, stóðu fyrir borgara-
fundi í gærkvöldi til að ræða uppbyggingu skóla-
húsnæðis í hverfinu. Þeir segja skólann á Korpúlfs-
stöðum ekki fullnægja lágmarkskröfum. Finnst
þeim að nýjar áætlanir um uppbyggingu skóla í
hverfinu beri ekki með sér að stjórnvöldum í
Reykjavík sé alvara að bæta ástandið á næstu árum.
Morgunblaðið/Sverrir
Á útkikki í frímínútum
♦ ♦ ♦