Morgunblaðið - 28.01.2003, Side 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FJALLGÖNGUR í Afríku eru að
verða mjög vinsælar hjá Íslend-
ingum en a.m.k. fleiri tugir manna
ætla að reyna að komast á tind
Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku, á
næstu vikum og mánuðum. Kilim-
anjaro í Tansaníu er einn hátind-
anna sjö og rís í 5.895 m hæð yfir
sjávarmáli. Agnar Kofoed-Hansen
komst fyrstur Íslendinga á topp
fjallsins 18. nóvember 1966 en það
var fyrst klifið árið 1889.
Hægt er að velja um nokkrar
miserfiðar leiðir á fjallið en þar
getur orðið 25 stiga frost og æði-
hvasst auk þess sem hætta er á
fjallaveiki vegna loftþynningar.
Einn þeirra sem æfa af kappi
fyrir fjallgönguna er Tómas Óskar
Guðjónsson líffræðingur sem held-
ur utan 25. febrúar og stefnir á að
standa á tindinum í byrjun mars.
Fjallgangan tekur um 5 daga og
Tómas leynir ekki spenningnum
vegna ferðarinnar. „Ég hef ekki
hlakkað jafnmikið til nokkurs hlut-
ar í mörg ár,“ segir hann. „Það
hefur verið fiðringur í mér í tvo
mánuði og ágerist með hverjum
degi.“
Tómas gengur reglulega á Esj-
una í æfingaskyni, en Esjan er að
verða einn helsti samkomustaður
íslenskra Kilimanjaro-fara og
sjaldgæft að þar sé ekki einhver að
æfa sig fyrir stóra túrinn. Tómas
segist ekki mikill fjallagarpur þótt
hann hafi gengið á nokkur fjöll en
hann er samt í ágætri þjálfun, spil-
ar fótbolta og hjólar reglulega.
Tildrögin að ferðinni voru þau
að vinur hans fékk Kilimanjaro-
ferð í fertugsafmælisgjöf frá fjöl-
skyldu sinni en vantaði hins vegar
ferðafélaga og þar kom Tómas inn
í málið. Þeir fara því tveir saman í
13 manna hópi á vegum Úrvals-
Útsýnar og íslensku ferðaskrifstof-
unnar Rovers Expedition sem sér
um skipulagningu í Afríku.
Að ýmsu er að hyggja fyrir leið-
angurinn, kaupa þarf bólusetn-
ingar og malaríulyf og hafa góðan
fjallagalla og vera búinn undir dá-
gott puð í þunna loftinu. „Loft-
þynningin er aðalóvissuþátturinn í
þessu og ég hef ekki hugmynd um
hvernig maður bregst við henni.
Mér skilst að gamalmenni eigi ekki
minni möguleika á fjallinu en þeir
ungu og spræku.“
Tómas segir dýralífið við rætur
fjallsins hafa mest aðdráttarafl
fyrir sig en síðan kemur fjall-
gangan sem einskonar sæluauki og
aðalspennuhlutinn í ferðinni.
„Þarna eru margir af bestu þjóð-
görðum Afríku og það er gengið
um ótrúlegt landsvæði, úr brak-
andi hita regnskóganna upp í
hörkufrost á fjallinu. Búnaðurinn
þarf því að vera ansi fjölbreyttur.“
Borgar Þorsteinsson eigandi
Rover Expedition í Kenýa segir
allt að 25 Íslendinga vera á leiðinni
á fjallið á næstu vikum og mán-
uðum og eru þeir þá ótaldir sem
kaupa sér ferð með öðrum. Hann
byrjaði að selja ferðir á fjallið árið
1997 en fáir létu sjá sig fyrstu ár-
in. Smátt og smátt fór fólk að taka
við sér og nú er fjallganga á Kilim-
anjaro orðin vinsælasta ferðin hjá
Borgari.
Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, dregur að sér íslenska fjallgöngumenn
Mesta tilhlökkunarefni í áraraðir
Morgunblaðið/Golli
Mánuður í brottför til Kilimanjaro: Tómas Óskar Guðjónsson líffræðingur.
FYLGI Framsóknarflokks, Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs
og Frjálslynda flokksins hefur auk-
ist nokkuð samkvæmt könnun sem
Fréttablaðið birti í gær ef miðað er
við könnun blaðsins fyrir viku en
fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðis-
flokks minnkar frá seinustu könnun.
Samfylkingin mælist með 36,6%
fylgi samkvæmt könnuninni en hafði
39,3% í síðustu könnun, Sjálfstæð-
isflokkurinn mælist með 36% en
hafði 38,2%, Framsóknarflokkur fær
13,7% en hafði 12%, VG fær 9,5% en
hafði 7,5% og Frjálslyndir fá 4,2%,
höfðu 2,2%.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns, skipt jafnt milli kynja og
kjördæma. Alls sögðust 40% vera
óákveðin, neituðu að svara eða ætl-
uðu ekki að kjósa.
Samfylkingin stærst í
könnun Talnakönnunar
Samfylkingin fær mest fylgi eða
39,7%, í könnun sem Talnakönnun
hefur gert fyrir vefsvæðið Heim.is. Í
síðustu könnun Talnakönnunar sem
gerð var í lok nóvember sl. fékk
flokkurinn 25,1%. Sjálfstæðisflokkur
mælist með 36,4% fylgi samanborið
við 44,5% í nóvember, Framsóknar-
flokkurinn fær 13,3% en fékk 14,6% í
nóvember, Vinstrihreyfingin –
grænt framboð, 8,8%, fékk 12,9% í
síðustu könnun og Frjálslyndi flokk-
urinn 2,5% en fékk 2,9% í nóvember.
Alls voru 670 spurðir og sögðust
21% óviss og 17% vildu ekki svara.
Um 2% ætluðu ekki að kjósa eða
skila auðu. Vikmörk eru allvíð eða
+/-4,8% miðað við 95% vissu.
Samfylk-
ing með
mest fylgi
GUÐRÚN Björg Svanbjörnsdóttir,
sem lýst hafði verið eftir frá 29. des-
ember, er komin í leitirnar. Hún
hafði samband við foreldra sína á
sunnudagskvöld en hún var þá stödd
í Malmö í Svíþjóð.
Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, segir að í
kjölfarið hafi verið haft samband við
lögreglu í Malmö sem kom Guðrúnu
undir læknishendur og væri hún nú á
sjúkrahúsi í borginni.
Komin á sjúkra-
hús í Malmö
TUTTUGU og tvær íbúðir eru nú í
byggingu á Austur-Héraði en alls hef-
ur verið úthlutað lóðum fyrir 59 íbúðir
í sveitarfélaginu. Þá liggja átta um-
sóknir frammi fyrir íbúðarhúsnæði og
þrjár fyrir atvinnuhúsnæði. Í Fjarða-
byggð er hafin bygging á einbýlishúsi
í Neskaupstað og þremur íbúðum á
Reyðarfirði. Gerir skipulagsfulltrúi
Fjarðabyggðar, Óttar Guðmundsson,
ráð fyrir því að um 30 íbúðir verði
byggðar á árinu. Hann segir áhuga
verktaka á svæðinu hafa vaxið mikið
að undanförnu. „Við eigum von á að
allt fari á fullt í vor þegar snjóa leysir.
Menn bíða bara í startholunum,“ seg-
ir Óttar.
Talsverður fjöldi lóðaumsókna
liggur fyrir, en hann segir að fram-
kvæmdir muni ekki hefjast fyrr en
snjóa leysi. „Það er ómögulegt að
segja hversu mörg hús verði byggð á
árinu, en eins og þetta lítur út í dag
gæti maður reiknað með um 30 hús-
um kannski,“ segir Óttar. Meðal þess
sem nú er í skoðun er að byggja fjöl-
býlishús á Reyðarfirði, en einnig segir
Óttar að verktakar muni í sumar
byggja sýningarhús sem þeir muni
nota til að sýna væntanlegum kaup-
endum. „Þetta er algjör breyting frá
því sem áður var. Það hefur verið
ákveðin stöðnun og hefur hreinlega
vantað íbúðir. Menn hafa ekki þorað
að fara af stað fyrr, þó svo að það hafi
verið fólksfækkun hefur íbúðarhús-
næði ekki verið byggt það lengi að
það var orðin talsverð eftirspurn um-
fram framboð,“ segir Óttar.
Þórhallur Pálsson, forstöðumaður
umhverfissviðs Austur-Héraðs, segir
sömuleiðis að framkvæmdir í sveitar-
félaginu séu að aukast. „Við verðum
vör hér við vaxandi fyrirspurnir, bæði
frá verktakafyrirtækjum sem hafa
kynnt sér aðstæður, og einnig frá ein-
staklingum sem langar að prófa að
búa hérna,“ segir Þórhallur.
Hann segir að þó sé þetta engin
stökkbreyting frá því sem verið hefur
því síðustu ár hafi byggingarstarf-
semi verið viðvarandi á svæðinu. Að
meðaltali hafi verið úthlutað lóð fyrir
eina íbúð á mánuði síðustu ár. Sum-
arið 2001 hafi nýtt hverfi verið gert
íbúðahæft, þar hafi verið gert ráð fyr-
ir allt að 56 íbúðum, í dag hafi öllum
lóðunum verið ráðstafað, að undan-
skildum lóðum fyrir fjórar íbúðir.
Nokkrir séu fluttir í hverfið, sem er
austan svokallaðra Þverkletta, en
aðrir séu að byrja að byggja, grafa
eða teikna. Þórhallur segist sjá fyrir
sér að framkvæmdum gæti fjölgað
mjög snögglega á Austurlandi í kjöl-
far fyrirhugaðra stóriðjufram-
kvæmda. Hann segir það ekki mjög
heppilegt fyrir fjárhag sveitarfé-
lagsins að framkvæmdirnar dembist
allar yfir á sama tíma, betra væri ef
þær dreifðust yfir lengri tíma. Óttar
tekur í sama streng segist eiga von á
því að mesta uppbyggingin verði um
leið og lokahnykkurinn á byggingu ál-
versins eigi sér stað. Þegar það fari að
líða að því að framleiðsla hefjist í ál-
verinu komi fólk sem ætli að setjast
að til frambúðar.
Tugir húsa
í byggingu í ár
Veruleg uppbygging á Austurlandi
ÞAÐ HEFUR viðrað einkar vel til útiframkvæmda í
vetur og ekki hafa þeir Ólafur Þórarinsson og Sigurður
Vésteinsson þurft að sópa snjó að morgni þessa dags.
Hér eru þeir að slá saman stokka við nýju heilsu-
miðstöðina við sundlaugarnar í Laugadal, en það er Ís-
tak sem sér um að reisa hana fyrir félagið Laugahús
sem er í eigu Nýsis og Björns Leifssonar í World Class.
Reykjavíkurborg mun þó standa straum af byggingu
50 metra innilaugar í heilsumiðstöðinni.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við miðstöðina verði
1,3–1,4 milljarðar króna og stefnt er að opnun í blá-
byrjun árs 2004.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Naglar í heilsumiðstöð
Á FUNDI mannanafnanefndar á
fimmtudag voru fimm eiginnöfn
tekin til greina og skulu þau
færð í mannanafnaskrá. Karl-
mannsnöfnin voru Fengur, Kilj-
an og Sophus. Kvenmannsnöfnin
voru Melinda og Sigurlinn.
Á síðasta fundi sínum fyrir
áramót féllst mannanafnanefnd á
eftirfarandi eiginnöfn kvenna:
Abela, Donna, Fídes, Karína,
Sæsól og Þórsteina. Og á eitt
karlmannsnafn: Hrafnbergur.
Fallist var á millinafnið Hrafnan
og Ósland en beiðni um milli-
nafnið Abel var hafnað þar sem
það er þegar á skrá sem eigin-
nafn karla.
Beiðnum um eiginnöfnin Car-
olina og Baltazar var hafnað þar
sem nöfnin töldust ekki rituð í
samræmi við ritreglur íslensks
máls og ekki væri hefð fyrir
þessum rithætti.
Kiljan og Sophus samþykktir