Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 13 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Sérflug Heimsferða - vikuferð Síðustu sætin Karíbahafið 16.-23. febrúar frá kr. 54.950 Mundu Mastercard-ávísunina Verð kr. 54.950 M.v. hjón með barn, 3 í herbergi. Flug, gisting, skattar. M.v. Mastercard eða VR-ávísun að verðmæti kr. 5.000 á mann. Verð kr. 64.950 M.v. 2 í herbergi. Flug, gisting, skattar. M.v. Mastercard eða VR- ávísun að verðmæti kr. 5.000 á mann. Hotel Barceló Colonia **** Falleg 4 stjörnu hótel við ströndina með frábærum aðbúnaði. Njóttu lífsins í Karíbahafinu við ótrúlegar aðstæður í febrúar á þessari fögru paradísareyju, Dóminíska lýðveldinu. Önnur stærsta eyja Karíbahafsins býður stórkostlegar aðstæður fyrir ferðamanninn, fagrar strendur, einstaka tónlistarmenningu og glæsileg hótel, þar sem þú getur valið um hvaða afþreyingu, íþróttir eða skemmtun sem hægt er að hugsa sér. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á glæsilegu 4 stjörnu hóteli, Barceló Colonia, við ströndina í Juan Dolio, einum vinsælasta áfangastaðnum, sem er 35 kílómetra frá höfuðborginni Santo Domingo, sem er ein fegursta borg Karíbahafsins og hér er einstakt tækifæri til að upplifa stórkostlegar strendur og mannlífið í höfuðborginni. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Aðeins 10 herbergi í boði. REKSTUR norska fiskeldisfyrir- tækisins Fjord Seafood, sem Sam- herji hefur keypt um 2,6% hlut í, hef- ur gengið erfiðlega á síðustu misserum, en með hækkandi verði á laxi er gert ráð fyrir að fyrirtækið skili hagnaði á þessu ári. Fyrirtækið sérhæfir sig í laxeldi og er þriðja stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi en fyrirtækið er með 10% markaðs- hlutdeild á framleiddum laxi. Fjord Seafood var stofnað ár- ið 1996 og var skráð á hlutabréfa- markað árið 2000, þá á genginu 46. Gengið í síðustu viðskiptum með fé- lagið voru rúmlega 2 en Samherji keypti hlutinn á genginu 2,5. Þetta kom fram í Morgunpunkt- um Kaupþings, en þar var meðal annars fjallað um Fjord Seafood og kaup Samherja í því. Þar segir meðal annars: „Fjord Seafood hefur átt í nokkr- um erfiðleikum síðustu misseri en lækkandi verð á laxi hefur haft þar mest áhrif en einnig má segja að of- fjárfesting hafi verið félaginu þung- ur baggi. Mikil samþjöppun hefur orðið í greininni, en mikil ásókn var eftir leyfum til laxeldis fyrir nokkrum árum og var það ástæða mikillar fjárfestingar eins og hjá Fjord Seafood. Félagið hefur hins vegar nú umsjón með öllu fram- leiðsluferlinu, allt frá hráefnisöflun til sölu, sem er talið afar mikilvægt upp á rekjanleika.“ Lágt verð á laxinum Erfiðleikarnir stafa fyrst og fremst af lágu verði á laxi: „Laxverð var til að mynda um NOK 38 á kíló árið 2000 en fór lægst í janúar 2002 er það var NOK 16 á kg. Félagið gekk vel á árinu 2000, EBITDA framlegð var um 12,2% en hæst fór hún árið 1999 er hún var 24,4%. Það fór svo að halla undan fæti árið 2001 með lækkandi verði og var framlegð- in neikvæð um 12,5% á því ári og nam tap félagsins um NOK 860 milljónum það árið. Í dag er markaðsverð á laxi rúm- lega 20 NOK. Rétta úr kútnum Í spám greiningaraðila er gert ráð fyrir að rekstur félagsins fari að rétta úr kútnum í ár og er gert ráð fyrir að félagið skili hagnaði á yfir- standandi ári og EBTIDA framlegð er á áætluð tæp 10%. Það er ljóst að Fjord Seafood hefur gengið í gegn- um mikla erfiðleika í rekstri undan- farið en þó virðist vera ljós í myrkr- inu. Verð á laxi hefur hækkað síðastliðna mánuði. Birgðastaðan hefur ekki minnkað sé horft til ár- anna 2000 og 2001 en hins vegar er hún enn hærri nú en í lok árs 1999.“ Batnandi afkoma fram- undan hjá Fjord Seafood Lágt verð á laxi undanfarin miss- eri leiddi til nokk- urs taprekstrar Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Hafrannsóknastofnunar aukið heildarkvóta í loðnu á yfir- standandi vertíð úr 690.000 tonn- um í 910.000 tonn, eða um 220.000 tonn. Kemur þessi aukning öll í hlut íslenzku loðnuskipanna auk þess sem 30.000 tonn bætast við hlut þeirra vegna fiskveiðisamn- inga við Evrópusambandið. Stærð stofnsins vanmetin Áður hafði íslenzkum loðnu- skipum verið úthlutað um 410.000 tonnum af loðnu og verður hlutur þeirra eftir aukninguna því um 660.000 tonn. Í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar um nýlokinn mælingarleiðangur segir, að lík- legt sé að stærð veiðistofnsins sé vanmetin og því er gert ráð fyrir að loðnustofninn verði mældur á ný í febrúarmánuði næstkomandi. 170.000 tonn frá áramótum Loðnuafli frá áramótum er nú orðinn tæplega 170.000 tonn og er það mun meira en á sama tíma í fyrra. Afli á sumar- og haustvertíð var 180.000 tonn og heildarafli á vertíðunum tveimur því orðinn langleiðina í 350.000 tonn. Eftir standa því nú um 310.000 tonn óveidd miðað við viðbótina. Loðnukvótinn aukinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.