Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 17 Skelltu þér á útsöluna! Enn meiri verðlækkun Allt að 60% afsláttur KRINGLUNNI, S. 568 9017LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 / 511 1718 úlpur kápur treflar peysur húfur buxur skyrtur ingar að afnema öll stjórnunarkerfi, einkum og sér í lagi á þessum tímum alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi. Sovétkommúnisminn átti líka upp- tök sín í útópískum hugmyndum um jöfnuð allra manna, en leiddi til mis- kunnarlausrar einræðisstjórnar, líkt og Brink Lindsey við Cato Institute, hægrisinnaða hugveitu í Wash- ingtonborg, bendir á. Anarkismi byggist að hans sögn á barnalegum skilningi á mannlegu eðli og myndi leiða til vanþróaðs þorpssamfélags BRIEN Gartland stundar „rusla- tunnudýfingar“ dag hvern til að verða sér úti um sitt daglega brauð. Hann rótar í ruslapokum fyrir utan góðmetisverzlanir í leit að lítillega mörðum mangóávöxtum, óopnuðum hríðsgrjónabúðingsdollum og öðru slíku sem velmegunarneyzlusam- félagið kastar frá sér. Gartland, sem er 21 árs, er í sínum hópi þekktur undir viðurnefninu „Deadbolt“. Hann sefur í yfirgefinni byggingu og neitar að finna sér hefðbundna vinnu, að eigin sögn vegna þess að augu sín hafi opnast fyrir því að kap- ítalisminn og vestrænt lýðræði séu kerfi sem arðræni hina fátæku og færi öll völd í hendur fámennri for- réttindastétt. Gartland er anarkisti. Hann álítur allt stjórnvald og reyndar hvers kyns kerfi þar sem einn hefur yfir öðrum að segja vera kúgunarkerfi í eðli sínu og ólýðræðislegt í raun. Anarkistar hafa vakið athygli á síðustu árum sem kjarni þátttak- enda í mótmælaaðgerðum, sumum ofbeldisfullum, á fundum alþjóðlegra samtaka eins og World Economic Forum, félagsskapar sem árlega stefnir forystufólki úr stjórnmála- og viðskiptalífi heimsins til málþings í Davos í Sviss, en fundur þessa árs fer einmitt fram þessa dagana. Að áliti Gartlands og skoðana- systkina hans væri heimurinn betri ef hinn almenni borgari tæki beinan þátt í að taka einróma ákvarðanir um samfélagsleg málefni, í stað þess að láta kjörna þingmenn og stjórnend- ur stórfyrirtækja um það. Lífsstíll Gartlands er öfgakennd- ur, jafnvel á mælikvarða anarkista. Flestir reyna að finna milliveg milli andúðar sinnar á kapítalismanum og þess að vinna fyrir sér. En anarkísk viðhorf eru að breiðast út meðal að- gerðaviljugs ungs fólks, og helgast það að miklu leyti af vaxandi vin- sældum hugmynda andhnattvæðing- arsinna – eða hreyfingarinnar um hnattrænt réttlæti, eins og stuðn- ingsmenn kjósa að kalla fyrirbærið. „Hreyfing um hnattrænt réttlæti“ Anarkistar hafa á síðustu misser- um aflað sér athygli með herskáum aðferðum – svo sem með því að ögra lögreglu til slagsmála og brjóta glugga í verzlunum – frá mótmæl- unum sem létu fund Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í Seattle árið 1999 fara út um þúfur, til mótmæla- aðgerða í Quebec-borg, Gautaborg, Prag og Washington. Slagsmál við óeirðalögreglu í Genúa á Ítalíu, er leiðtogar sjö helztu iðnríkja heims hittust þar árið 2001, skildu einn mótmælanda eftir í valnum, en hann féll fyrir byssukúlu lögreglumanns. Margir þeirra sem hafa fundið sér hlutverk með því að standa í mót- mælum gegn hnattvæðingunni vilja ekki láta flokka sig með anarkistum og fordæma ofbeldisaðgerðir. En an- arkistar hafa sett mark sitt á mót- mælafundina, bæði hvað boðskapinn varðar – svo sem um að vald skuli fært „til baka“ frá stjórnendum til borgaranna – og hvað varðar skipu- lag – litlir hópar sem eiga með sér samstarf um ákveðin verkefni, án þess að lúta miðstýrðri stjórnun. „Seattle var dúndurgott „út-úr- skápnum-partí“ fyrir anarkista,“ segir Mark Lance, dósent í heim- speki við Georgetown-háskóla í Washington DC og anarkisti. Anark- ismi hefur að hans sögn „sannarlega orðið mun sýnilegri í gegnum hreyf- inguna um hnattrænt réttlæti.“ Það er erfitt að slá tölu á virka an- arkista í Bandaríkjunum, einkum vegna óbeitar þeirra á skipulagi. Jafnvel í Vestur-Evrópu, þar sem anarkismi á sér dýpri rætur og er ekki álitinn eins skrýtið fyrirbæri og vestanhafs, eru þeir allir langt utan hins hefðbundna meginstraums. En Lance og aðrir sérfræðingar telja að anarkismi sé nú útbreiddari en nokkru sinni síðan á fjórða ára- tugnum; hann eigi sér líka meiri hljómgrunn nú en á 8. áratugnum, er anarkískar hugmyndir komust í tízku í tengslum við hreyfingu kjarn- orkuandstæðinga og friðarsinna. Eintómir órar? En anarkistar eiga þó á brattann að sækja í baráttunni um jákvæða ímynd. Margir leggja anarkisma að jöfnu við upplausn, enda er stjórn- leysi (eða nákvæmar: „engir stjórn- endur“) hin upprunalega gríska merking orðsins. Gagnrýnendur segja að það hefði hroðalegar afleið- sem ætti enga samleið með hinni flóknu verkaskiptingu hins hnatt- ræna nútímahagkerfis. „Skynsemis- hugsunin segir manni að þetta séu tómir órar,“ segir Lindsey. Anarkistar svara með því að segja að hryðjuverk, stríð og fátækt séu beinar afleiðingar þess ójafnaðar sem kapítalisminn skapar og stjórn- kerfa nútímans sem færi völd á fárra hendur. Allt kerfið sé rotið og þarfn- ist umbyltingar. Málvísindaprófessorinn Noam Chomsky, sem sennilega er þekkt- asti bandaríski anarkistinn, telur að hugmyndafræði anarkismans höfði til margra vegna „óánægju fólks sem finnst það ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir sem varða það“. Hann bendir á síminnkandi kjörsókn þess- ari fullyrðingu sinni til stuðnings. Chomsky lýsir anarkistum sem „róttækum lýðræðissinnum“, sem stöðugt setji spurningarmerki við lögmæti kerfa þar sem einn hefur yf- ir öðrum að segja. Erfitt að lifa í takt við hugmyndafræðina Margir anarkistar eiga í erfiðleik- um með að sætta sig við þátttöku í efnahagskerfi sem þeir vilja um- bylta. Georgetown-háskólakennar- inn Lance viðurkennir að hann taki þátt í kapítalismanum „á milljón vegu“. „Mér líkar það ekki,“ segir hann, „en ég hef fyrir barni að sjá.“ Óvenjulegri er Gartland, sem segist „nærast vel“ á matnum sem hann tínir úr ruslinu í New York og segist geta lifað á sem svarar um 400 krón- um á mánuði. Óbundinn af hefðbund- inni atvinnu ver hann miklum tíma í sjálfboðavinnu með Food Not Bombs-hópi á Manhattan (Food Not Bombs er keðja anarkistahópa sem dreifa grænmetisfæði ókeypis) og við að setja saman bæklinga um ókeypis viðburði í borginni. „Ég vil bara vinna við eitthvað sem ég trúi á,“ segir hann. Anarkisminn vinnur á Hugmyndafræði anarkista virðist njóta æ vaxandi hljómgrunns á Vesturlöndum, í takt við hreyfingu andhnattvæðingarsinna. New York. Associated Press. AP Andstæðingur hnattvæðingar og hins kapítalíska hagkerfis í fullum her- klæðum þegar mótmælt var fundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í Seattle í Bandaríkjunum í nóvember 1999. ’ Lance og aðrirsérfræðingar telja að anarkismi sé nú útbreiddari en nokkru sinni síðan á fjórða áratugnum. ‘ HELFARAR nazista gegn gyð- ingum var minnzt með ýmsum hætti í gær, er rétt 58 ár voru liðin frá því Rauði herinn hertók útrýmingar- búðir nazista í Auschwitz. Hér bera pólskir gyðingar myndir af ung- verskum gyðingabörnum sem létu lífið í gasklefunum, fyrir utan búð- irnar í gær. Í Berlín undirrituðu í gær Ger- hard Schröder, kanzlari Þýzka- lands, og Paul Spiegel, forseti regn- hlífarsamtaka gyðingasöfnuða Þýzkalands, tímamótasamning sem gefur gyðingasöfnuðunum sömu réttarstöðu og stóru kristnu kirkju- deildirnar njóta þar í landi. Í samn- ingnum felst m.a. að framlag þýzka ríkisins til gyðingasafnaðanna í landinu verður þrefaldað, upp í um þrjár milljónir evra á ári, andvirði um 255 milljóna króna. „Þetta er söguleg stund fyrir gyð- inga í Þýzkalandi,“ sagði Spiegel við þetta tækifæri. „Enginn, virkilega enginn, hefði trúað því árið 1945 að gyðingdómur ætti eftir að þrífast í Þýzkalandi á ný. ... Í dag er freist- andi að fullyrða að gyðingdómur sé að rísa til nýs blóma í Þýzkalandi. Það hefði engan grunað fyrir fáein- um árum,“ sagði Spiegel. Á sl. 10 ár- um hefur gyðingum í Þýzkalandi fjölgað úr u.þ.b. 30.000 í um 100.000, aðallega vegna aðflutnings gyðinga frá lýðveldum Sovétríkjanna fyrr- verandi. Fyrir stríð bjuggu um 600.000 gyðingar í Þýzkalandi. AP Helfararinnar minnzt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.