Morgunblaðið - 28.01.2003, Page 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ert þú atvinnulaus?
Upplagt að fara inn á
fyrirtæki.is
Þarft þú að kaupa þér atvinnu? Vilt þú verða sjálfstæðu án þess að
eiga það á hættu að fá uppsagnarbréf fyrirvaralaust og eiga sjálfur
það sem eftir verður?
Þarft þú að selja? Skráðu fyrirtækið hjá okkur, það kostar þig ekkert
en það gæti selst. Hafðu samband. Allar upplýsingar í fullum
trúnaði. Þannig vinnum við.
Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur
á hverjum tíma.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að koma upp
torgi í hjarta Árbæjarhverfis og er
gert ráð fyrri að fyrstu framkvæmd-
ir við það geti hafist á sumri kom-
anda. Íbúar hverfisins verða fengnir
til að taka þátt í skipulagsvinnu
vegna torgsins.
Árbæjartorg, eins og torgið hefur
verið nefnt, verður staðsett á svæð-
inu milli Árbæjarkirkju, félagsmið-
stöðvarinnar Ársels og Árbæjar-
skóla. Samkvæmt upplýsingum frá
Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa
og formanni Hverfisráðs Árbæjar,
er hugmyndin að þaðan verði greið
götutengsl við félagssvæði Fylkis og
Elliðaárdal í suðurátt og einn meg-
inþjónustukjarna hverfisins í norður
þar sem meðal annars er að finna
pósthús og heilsugæslu Árbæjar.
Vinna við skipulag torgsins mun
fara fram á yfirstandandi vormisseri
og verða íbúar hverfisins og aðrir
hagsmunaaðilar fengnir til að koma
með hugmyndir um mótun og út-
færslu svæðisins. Er gert ráð fyrir
að kallað verði á næstunni til fundar
með íbúum í Árbæ til að ýta vinnunni
úr vör. Um að ræða eitt fyrsta svæð-
ið í borginni sem skipulagt yrði á
þennan hátt með þátttöku íbúa, skv.
upplýsingum Dags.
Hann bendir á að samkvæmt fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar sé
gert ráð fyrir að hægt verði að ljúka
framkvæmdum við alla þrjá skóla
hverfisins ásamt lóðum þeirra á
þessu ári. Vonir standi til að hægt
verði að nýta hluta fjármagns til frá-
gangs á lóð Árbæjarskóla til að hefja
framkvæmdir við fyrsta áfanga
torgsins í sumar.
!
"
#$
%
&
.$#7!+
&' (
)
) *+ +
) *+ , *
) *+
Nýtt torg í hjarta
hverfisins
Árbær
FÉLAG áhugafólks um hagkvæmar
byggingarleiðir í Bessastaðahreppi,
Byggingaþróunarfélag Bessastaða-
hrepps, var stofnað í gærkvöld á fundi
sem haldinn var í hátíðarsal íþrótta-
hússins þar. Markmið félagsins er að
veita ungu fólki og brottfluttum sveit-
ungum tækifæri til að koma sér upp
húsnæði innan hreppsins.
Að sögn Úlfars Ármannssonar,
sem átti sæti í undirbúningsnefnd
fyrir stofnun félagsins, er hugmyndin
að finna leiðir til hagkvæmra bygg-
inga innan sveitarfélagsins. „Á Álfta-
nesi er heilmikið af ungu fólki sem vill
búa þar áfram og við erum í raun að
reyna að skapa möguleika og aðstoða
þetta unga fólk til að gera þetta.
Sömuleiðis erum við að hugsa til aðila,
sem eru fluttir úr hreppnum en vilja
koma aftur, og til eldra fólks sem vill
minnka við sig.“
Úlfar segir möguleika fyrir ungt
fólk til að koma undir sig fótunum á
Álftanesi hafa verið af skornum
skammti. „Það er mikið um sérbýli á
Nesinu og reyndar hafa nokkrar
blokkir verið byggðar. Hins vegar
þarf meira af fjölbýlishúsum með
tveggja og þriggja herbergja íbúðum
til að gefa ungu kynslóðinni sem er að
alast hér upp betri möguleika á að
eignast íbúð og koma sér af stað.“
Ekki kaupleiguíbúðir
Hann segir hugmyndina vera þá að
nýja félagið verði í formi einhvers
konar byggingasamvinnufélags sem
stofnað yrði um hverja byggingu fyrir
sig. „Þá geta félagsmenn sem ein
heild fengið hagkvæmari tilboð í lóðir
og ýmsa verkþætti í stað þess að
byggingin fari í gegn um sjálfstæðan
byggingaverktaka sem skili þessu til-
búnu.“ Þá gætu fleiri einstaklingar
tekið sig saman um að bjóða í heilu
fjölbýlishúsin sem byggingaverktak-
ar sæju um að byggja og þannig fá
lækkun á verði byggingarinnar í stað-
inn.
Aðspurður segir Úlfar félagið ekki
hafa áhuga á að fá fleiri kaupleigu-
íbúðir í hreppinn. „Það er engin
eignamyndun í því,“ segir hann. „Það
er heldur ekki reiknað með því að fé-
lagið sem slíkt verði verktaki eða
eignaraðili að þessu heldur verði það
einfaldlega leiðbeinandi.“
Félag stofnað um hag-
kvæmar byggingarleiðir
Bessastaðahreppur
HAFNARFJARÐARBÆR hefur
sagt upp öllum konum sem starfað
hafa á gæsluvöllum bæjarins frá og
með 1. maí næstkomandi. Ekki er
búið að ákveða hvort og þá með
hvaða fyrirkomulagi gæsluvellir
bæjarins verða reknir eftir það.
Alls eru fimm starfsmenn við
vellina og eru fjórir þeirra í 81%
stöðum en einn í 50% stöðu.
Að sögn Hildar Sigurbjörns-
dóttur, daggæslufulltrúa í Hafnar-
firði, eru nú tveir gæsluvellir starf-
ræktir á vegum bæjarins, annar við
Grænukinn en hinn í Háholti. „Völl-
urinn á Háholti var opnaður í fyrra
en svo kom nýr meirihluti og þá var
kannski farið að skoða þetta öðru
vísi,“ segir hún og bætir við að þeg-
ar mest var hafi vellirnir hins vegar
verið sjö. „Börnunum hefur því
miður alltaf fækkað meir og meir á
gæsluvöllunum eftir því sem þau
hafa komist á leikskóla,“ segir Hild-
ur og telur lélega nýtingu vallanna
líklegustu ástæðuna til að nú sé
hugað að lokun þeirra. „Á Akureyri
hefur þeim alveg verið lokað og í
Garðabæ er þeim lokað á veturna
en einn er opinn á sumrin. Þróunin
hefur einfaldlega verið þessi eftir
því sem leikskólaplássum hefur
fjölgað. Þá er eins og þetta hafi
lagst smám saman af.“
Rekstur vallanna hefur hingað til
verið á höndum Félagsþjónustunn-
ar í Hafnarfirði og hefur daggæslu-
fulltrúi haft eftirlit með þeim. Hild-
ur segir ekki ljóst hvað verður um
vellina eftir 1. maí.
„Mér skilst að bæjaryfirvöld ætli
að prófa eitthvert annað fyrir-
komulag á rekstrinum í sumar. Það
er þó ekki búið að taka ákvörðun
um það hvernig þeir verða reknir
en það færist alla vega úr okkar
höndum 1. maí.“
Hildur bendir á að í fyrra hafi
einn gæsluvöllur verið rekinn af
Æskulýðsráði bæjarins þar sem
fimm ára börnum var boðið að
koma hálfan mánuð í senn. Þannig
hafi verið um eins konar nám-
skeiðshald að ræða.
Morgunblaðið/Kristinn
Þeir Haraldur og Benedikt kunnu vel að meta snjóinn í síðustu viku og bjuggu til stóran snjókarl en þeir sækja
gæsluvöllinn á Háholti. Þótt hann hafi verið opnaður í fyrra er nú óvíst um framtíðarrekstur hans.
Gæsluvallarkonum sagt upp
Hafnarfjörður Óvíst með rekstur
vallanna í sumar
SIGURÐUR Sigurðarson, hesta-
maður úr hestaíþróttafélaginu
Herði, var kjörinn íþróttamaður
Mosfellsbæjar 2002. Kjörinu var lýst
á íþróttahátíð sem haldin var í
íþróttahúsinu að Varmá á laugardag
en þá voru nýir áhorfendabekkir í
húsinu einnig vígðir.
Þetta er í 11. sinni sem útnefning á
íþróttamanni Mosfellsbæjar fer
fram. Segir í fréttatilkynningu að á
liðnu ári hafi Sigurður náð einhverj-
um sínum besta árangri frá upphafi
keppnisferils síns. Meðal annars hafi
hann unnið til tveggja Íslandsmeist-
aratitla á árinu og orðið stigahæsti
knapi Íslandsmótsins í meistara-
flokki. „Á árinu vann hann samtals
31 gullverðlaun í íþróttagrein sinni
ásamt öðrum verðlaunum. Sigurður
vann það afrek á árinu að vera með
hæstu einkunn í gæðingaskeiði á
árinu í B flokki með 9,29 stig.“
Í öðru sæti kjörsins var Magnús
Lárusson, golfmaður úr golfklúbbn-
um Kili, og í þriðja sæti var Sigurjón
Jóhannsson, badmintonmaður úr
Aftureldingu. Einnig var veitt við-
urkenning fyrir frábær störf að
skátamálum en hana hlaut Ævar Að-
alsteinsson úr skátafélaginu Mos-
verjum.
Sigurður íþróttamaður ársins
Nýir áhorfenda-
bekkir vígðir
Mosfellsbær
Sigurjón Jóhannsson, badmintonmaður úr Aftureldingu, Sigurður Sigurð-
arson, íþróttamaður ársins í Mosfellsbæ, og Lárus Halldórsson, faðir
Magnúsar Lárussonar úr golfklúbbnum Kili, hampa verðlaunagripum.
HÓPUR 14 ára nemenda í Garða-
skóla í Garðabæ tekur þátt í for-
varnanámskeiði sem er hluti af rann-
sóknarverkefninu Hugur og heilsa
og hefst á næstu vikum. Markmiðið
er að finna árangursríka aðferð til að
koma í veg fyrir þunglyndi síðar á
lífsleiðinni. Þetta kemur fram í frétt
á heimasíðu Garðabæjar.
Könnun var lögð fyrir nemendur
9. bekkja í Garðaskóla síðastliðið
haust þar sem reynt var að meta
hvaða nemendur gætu haft gagn af
að sækja forvarnanámskeiðið. „Í
framhaldi af því var hópi nemenda
boðin þátttaka í námskeiðinu,“ segir
í fréttinni. „Vonast er til að nám-
skeiðið geri unglingana hæfari til að
takast á við vandamál daglegs lífs og
gagnist þeim almennt í lífinu. Hóp-
urinn mun hittast 15 sinnum á 12
vikum undir leiðsögn Brynjólfs G.
Brynjólfssonar, sálfræðings á Skóla-
skrifstofu Garðabæjar. Brynjólfur
segir að námskeiðið geti gagnast
nemendum sem sýna einhver ein-
kenni depurðar eða leiða og mark-
miðið sé að þeir standi sterkari á eft-
ir.“
Námskeiðið er skipulagt með for-
varnir að leiðarljósi og sjónum beint
að viðbrögðum ungmenna við þeim
vandamálum sem þau kljást við í
daglegu lífi.
Talið er að um helmingur ung-
menna sem sýna mörg einkenni
þunglyndis á aldrinum 14–15 ára
finni fyrir alvarlegu þunglyndi fyrir
tvítugt. Rannsóknin beinist að því að
meta árangur námskeiðsins þegar til
lengri tíma er litið, segir í fréttinni á
heimasíðu Garðabæjar.
Forvarnanámskeið
fyrir 14 ára unglinga
Garðabær