Morgunblaðið - 28.01.2003, Page 20

Morgunblaðið - 28.01.2003, Page 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM aukahlutir VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Allt fyrir GSM símann þinn færðu hjá okkur Handfrjáls búnaður, frontar & rafhlöður w w w .d es ig n. is © 20 03 FÁLKI sást í gær skammt utan við Sandgerði. Var hann að gæða sér á æðarfugli sem hann klófesti en hræ af fleiri fuglum sáust á slóð hans. Nátthagi er í landi Þóroddsstaða, við veginn milli Sandgerðis og Garðs. Fólk hélt í fyrstu að þarna væri haförn á ferð. Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður Nátt- úrustofu Reykjaness, sagði að um væri að ræða fálka. Taldi hann hugs- anlegt að fuglinn hefði lent í grút og væri þess vegna í ætisleit við strönd- ina í stað þess að sækja í rjúpuna inni á heiði. Sveinn Kári segir að fálkinn nái sér í æti og virðist bjarga sér vel. Þó verði fylgst með honum næstu daga. Myndin var tekin þegar fálkinn tók flugið af girðingarstaur við Nátthaga. Reynir Sveinsson, for- stöðumaður Fræðasetursins í Sand- gerði, var að mynda gestinn sjald- gæfa. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjaldgæfur gestur í Nátthaga Sandgerði NÁTTÚRUSTOFA Reykjaness í Sandgerði leggur áherslu á verkefni sem tengjast atferli fiska enda er for- stöðumaðurinn menntaður á því sviði. Hann vinnur að nokkrum verkefnum í samvinnu við aðrar stofnanir, meðal annars á aðferðum til að greina ís- lenskan þorsk og írskan, fleiri eru í undirbúningi. Náttúrustofa Reykjaness hefur starfað í nokkur ár á vegum Sand- gerðisbæjar og Grindavíkurbæjar þótt hún hafi ekki enn verið formlega opnuð. Sveinn Kári Valdimarsson fiskifræðingur var ráðinn forstöðu- maður í sumar og flutti þá frá Glas- gow í Skotlandi þar sem hann hafði verið við nám og störf. Sveinn Kári segir að lögin um hlut- verk náttúrustofa setji starfseminni ákveðinn ramma. Þó hafi starfsmenn og stjórnir einstakra stofa þróað starfsemina á mismunandi hátt, eftir áhugamálum sínum og þörfum sam- félagsins. Rannsaka stofnmynstur þorsks Sveinn er menntaður í dýrafræði með áherslu á atferli fiska. Lauk hann doktorsprófi í þeirri grein frá háskólanum í Glasgow. „Það er því eðlilegt að áhugamál mín séu á því sviði og starfið mótist nokkuð af því,“ segir hann. Sem dæmi nefnir hann að Náttúru- stofan vinni nú í samstarfi við Haf- rannsóknastofnun að evrópsku verk- efni um þorsk. Snýst verkefnið um að þróa aðferðir til að geta skorið úr um uppruna þorsks og mögulega koma í veg fyrir að þorskur sem ekki er ís- lenskur sé seldru sem slíkur. Meðal annars verður fluttur inn þorskur frá Írlandi til að bera saman við íslensk- an. Telur hann að rannsóknin geti haft þýðingu við þorskeldi og stjórn- un fiskveiða. Náttúrustofan er í sama húsi og Rannsóknarstofnun um botndýr á Ís- landsmiðum og Fræðasetrið í Sand- gerði og segir Sveinn að þar sé að- staða til að hafa sjávarfiska í sóttkví. Mikilvægt sé að geta lagt til slíka að- stöðu við rannsóknir af þessu tagi, hún sé líklega hvergi betri hér á landi. Ákveðið hefur verið að ráðast í annað en ólíkt verkefni á þessu sviði. Það verður unnið við Kleifarvatn í samvinnu við Náttúrufræðistofu Kópavogs og samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Vatnsyfirborð Kleifarvatns er sem kunnugt er breytilegt og stendur nú mjög lágt. Gróður fyrir fólk hyggst nota jarð- vegsmyndandi efni, meðal annars hrossaskít úr hesthúsum höfuðborg- arbúa, til að hefta sandfok úr bökk- unum sem standa upp úr þegar vatnið lækkar. Segir Sveinn mikilvægt að kortleggja vatnalífið vel áður og taka það svo út að verkefninu loknu til að kanna áhrif þessa á lífríki vatnsins. Nefnir hann að þótt sveiflur í vatnsyfirborði Kleifarvatns séu nátt- úrulegar geti rannsóknin hugsanlega nýst við mat á áhrifum foks úr bökk- um manngerðra uppistöðulóna við virkjanir. Náttúrustofan hefur hug á fleiri verkefnum og hefur sótt um styrki til að hefja þau. Sveinn nefnir samstarf við Vaka-DNG og Hafrannsókna- stofnun um fóðrun þorsks í eldi. Til- gangur þess er að hanna fóðrunar- búnað sem mælir hvernig fiskurinn tekur við fóðrinu og fóðrar fiskinn því á markvissari hátt. Einnig er áhugi á að ráðast í rannsókn á áhrif stærðar hrognkelsa á hrygningaratferli fisks- ins. Segir Sveinn mikilvægt að átta sig á því hvaða áhrif það hafi á hrygn- ingaratferli fiskitegunda almennt að stærstu fiskarnir eru veiddir en reynt að friða þá smærri. Áhugi á að koma upp eldfjallagarði Sveinn Kári veit um fjölmörg verk- efni sem áhugavert væri að ráðast í. Hann nefnir að æskilegt væri að Náttúrustofan gæti hafið umhverfis- vöktun á Reykjanesskaganum. Safn- að þannig upplýsingum um nátt- úrufar og varðveitt. Fyrirtæki sem þurfi að gera umhverfismat vegna fyrirhugaðra framkvæmda þurfi að vinna allt frá grunni og með stuttum fyrirvara. Gæti það sparað verulega fjármuni ef hægt væri að ganga að þessum upplýsingum vísum á einum stað, hjá Náttúrustofunni. Forstöðumaðurinn hefur einnig áhuga á að vinna meira að kynningu á náttúrufari Reykjanesskagans. Það telur hann mikilvægt að gera með því að semja og gefa út kennsluefni og koma á samstarfi við skólana á svæð- inu. Þá telur hann kjörið að kynna náttúru Íslands í Leifsstöð. Hug- myndir væru uppi um að allar nátt- úrustofur landsins sameinuðust um það verkefni. Flestir erlendir ferða- menn komi jú til landsins vegna nátt- úru landsins, fyrst og fremst. Aðeins tvö sveitarfélög standa að rekstri Náttúrustofu Reykjaness, það eru Sandgerðisbær og Grinda- víkurbær. Sveinn segir að þessi tvö sveitarfélög hafi margt fram að færa, svo sem rannsóknarstofu og Fræða- setur í Sandgerði og jarðfræðirann- sóknir á vegum Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og rannsóknastöð Haf- rannsóknastofnunar í Grindavík. Þá megi ekki gleyma því að einn merk- asti náttúrufræðingur landsins, Bjarni Sæmundsson, hafi verið Grindvíkingur. Hann telur þó væri æskilegt að fá fleiri sveitarfélög á svæðinu til liðs við Náttúrustofuna, það myndi tryggja betur grundvöll hennar. Sveinn Kári er eini vísindamaður- inn hjá Náttúrustofunni og með hon- um vinnur ritari í hlutastarfi. Hann vonast til að með fleiri rannsóknar- verkefnum verði hægt að ráða fleiri starfsmenn. Hann segist njóta nábýl- isins við Fræðasetrið og rannsókna- stöð botndýra í Sandgerði en vísinda- menn frá Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun og Hafrann- sóknastofnun standa að rannsókna- stöðinni. Eðli málsins samkvæmt er starf- semi Náttúrustofunnar mjög háð samstarfi við aðrar stofnanir og fyr- irtæki. Sveinn horfir mjög til sam- starfs við öflug fyrirtæki sem eru á Suðurnesjum. Nefnir hann að hug- myndir hafi komið upp um að setja á stofn nokkurs konar eldfjallagarð á Reykjanesi í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja. Á svæðinu séu allar gerðir eldfjalla og væri tilvalið að gera þau aðgengilegri fyrir fólk. Það mætti gera með því að setja upp ferðaskipulag. Stígar yrðu lagðir og staðirnir merktir með góðum upplýs- ingaskiltum, meðal annars um það hversu mikilvæg eldvirkin sé fyrir svæðið og til að viðhalda orkuauðlind- um þess. Náttúrustofa Reykjaness vinnur að fjölda rannsóknarverkefna Flytja inn írskan þorsk í rannsóknarskyni Sandgerði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson SVEINN Kári Valdimarsson er 35 ára gamall Selfyssingur. Hann er líffræðingur frá Há- skóla Íslands og lauk dokt- orsprófi í dýrafræði, með áherslu á atferli fiska, frá há- skólanum í Glasgow í Skot- landi. Að loknu líffræðinámi við HÍ starfaði Sveinn Kári meðal annars á Hólum í Hjaltadal við rannsóknir á bleikju. Eftir doktorsnámið bjó hann í Glas- gow og stundaði rannsóknir, ekki síst á áhrifum eldis á at- ferli lax. Hann tók við starfi forstöðumanns Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði á síð- asta ári, fyrst í hlutastarfi en í fullu starfi frá 1. september. Kona Sveins Kára er Valer- ie Maier og eiga þau tvö börn. Doktor í at- ferli fiska SUÐURNESJAMENN eru hvattir til aukinnar samvinnu til eflingar at- vinnulífs á svæðinu, segir í ályktun sem samþykkt var á opnum fundi Sandgerðislistans um atvinnumál. Fjölmenni var á opnum fundi sem Sandgerðislistinn hélt í veitingahús- inu Vitanum um atvinnumál síðast- liðið fimmtudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Þórs Ólafssonar fundarstjóra voru um 80 gestir á fundinum. Í ályktun var hvatt til aukinnar samvinnu Suðurnesjamanna til efl- ingar atvinnulífs á svæðinu. „Þing- menn, sveitarstjórnir, fyrirtæki og hagmunasamtök þurfa að taka hönd- um saman til að nýta þau sóknarfæri sem bjóðast á Suðurnesjum. Sókn- arfærin er m.a. að finna í sjávarút- vegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Þá eru tækifærin sem fylgja nálægð við alþjóðlegan flugvöll og batnandi samgöngum nær óteljandi. Þessi sóknarfæri þarf að nýta!“ Hvatt til samstöðu í atvinnumálum Sandgerði LÖGREGLAN í Keflavík kom í veg fyrir það að hópur manna færi að aka á torfærubifhjólum á Reykjanesi. Skömmu eftir hádegi á laugardag höfðu lögreglumenn afskipti af rúm- lega tíu mönnum sem hugðust fara í Sandvík og aka þar um á torfærubif- hjólum. Mönnunum var bent á að akstur utan vega væri óheimill sem og akstur á óskráðum og númers- lausum ökutækjum. Mennirnir sinntu ábendingu lögreglunnar. Komu í veg fyrir torfæruakstur Sandvík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.