Morgunblaðið - 28.01.2003, Page 26
Í MOSFELLSBÆ er þverpólitísk
samstaða meðal bæjarfulltrúa úr öll-
um flokkum um mikilvægi þess að
hjúkrunarheimili verði byggt sem
fyrst svo hægt verði veita eldri borg-
urum bæjarfélagsins þá þjónustu sem
þeir eiga rétt á. Bæjarstjórn Mos-
fellsbæjar hefur sótt fimm sinnum
um styrk til Framkvæmdasjóðs aldr-
aðra til byggingar hjúkrunarheimilis
og er það eitt fárra sveitarfélaga á
landinu sem ekki hefur tryggan að-
gang að hjúkrunarrýmum fyrir aldr-
aða íbúa sína og er sú staða algjörlega
óviðunandi.
Í Mosfellsbæ eru hvorki hjúkrun-
arrými né sólarhringshjúkrun. Aftur
á móti sýna útreikningar heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins að
ætluð þörf fyrir hjúkrunarrými í
Mosfellsbæ séu 16 rúm árið 2000 og
33 rúm árið 2010.
Heimaþjónustan aukin
Ein mikilvægasta skylda sam-
félagsins er að tryggja okkar nánustu
öryggi á efri árum. Markmið laga um
málefni aldraðra frá 1999 er ætlað að
tryggja það með því að auka ábyrgð
sveitarfélaga í rekstri og þjónustu
gagnvart eldri borgurum. Ríkisvald-
inu er skv. lögunum ætlað að sjá til
þess að aldraðir eigi völ á þeirri heil-
brigðis- og félagsþjónustu sem þeir
þurfa á að halda miðað við þörf og
ástand hins aldraða. Hins vegar hefur
þáttur sveitarfélaga verið aukinn í
lögunum frá því sem áður var. Sveit-
arfélögum er ætlað að veita öfluga
heimaþjónustu svo að aldraðir geti
búið eins lengi og unnt er við eðlilegt
heimilislíf.
Þar sem ekkert hjúkrunarrými er í
Mosfellsbæ, hefur félagsleg heima-
þjónusta verið aukin til að takast á við
þann vanda sem myndast hefur í bæj-
arfélaginu. Um 90% þeirra sem njóta
félagslegrar heimaþjónustu í Mos-
fellsbæ eru aldraðir. Frá 1998 til árs-
loka 2001 jukust útgjöld sveitarfé-
lagsins til þessa málaflokks um 100%.
Þessi aukning segir okkur að Mos-
fellsbær sé að gera sitt til að tryggja
öldruðum þá þjónustu sem þeir eiga
rétt á, meðan ríkisvaldið hefur ekki
komið til móts við aldraða Mosfell-
inga.
Vandi sem þarf að leysa
Í áætlun um uppbyggingu öldrun-
arþjónustu 2002–2007 kemur fram að
verulega skortir á uppbyggingu
stofnanaþjónustu fyrir aldraða hér á
landi. ,,Vandinn er hins vegar gífur-
legur á höfuðborgarsvæðinu (Reykja-
vík, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafn-
arfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær)
en það vantar 281 hjúkrunarrými til
að mæta þörfum aldraðra sem nú eru
metnir í mjög brýnni þörf fyrir vistun
á stofnun.“
Í Mosfellsbæ hafa eldri borgarar
þurft að leita út fyrir sinn heimabæ til
að fá þá þjónustu sem þeir þurfa
vegna skorts á henni heima fyrir. Það
er ljóst að skortur á hjúkrunarrýmum
fyrir aldraða í Mosfellsbæ hefur þær
afleiðingar að sjúkir aldraðir Mosfell-
ingar taka upp pláss á deildum
sjúkrahúsa sem eru ekki til þess
gerðar að þjóna þeim hópi s.s. deildir
hátæknisjúkrahúsanna í Reykjavík.
Uppbygging hefjist 2003
Í þessu máli sem og öðrum virðist
sem Mosfellsbær sitji á hakanum
þegar ríkisvaldið er annars vegar.
Aftur á móti er metnaður meðal bæj-
aryfirvalda um að keyra þetta mál í
höfn sem fyrst. Á bæjarstjórnarfundi
27. nóvember sl. var einróma sam-
þykkt tillaga félagsmálanefndar um
að veita 10 milljónir til hönnunar
hjúkrunarheimilis á árinu 2003. Áætl-
aður heildarkostnaður við byggingu
hjúkrunarheimilis sem tengist núver-
andi íbúðum og þjónustuhúsnæði við
Hlaðhamra er um 173 milljónir fyrir
20 rýma deild.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar bíður
nú eftir því að stjórnvöld gefi út skrif-
lega yfirlýsingu svo að framkvæmdir
geti hafist og þær áætlanir sem settar
hafa verið geti staðist. Við viljum
skora á ríkisvaldið að taka ákvörðun
hið fyrsta í þessu mikilvæga hags-
munamáli Mosfellinga.
Áskorun úr
Mosfellsbæ
Eftir Pétur Berg Matth-
íasson, Jónas Sigurðs-
son og Þröst Karlsson
Pétur er varabæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, Jónas er bæjar-
fulltrúi Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna og Þröstur er bæj-
arfulltrúi Framsóknarflokksins
„Skortur á
hjúkrunar-
rýmum fyrir
aldraða í
Mosfellsbæ
hefur þær af-
leiðingar að sjúkir aldr-
aðir Mosfellingar taka
upp pláss á deildum
sjúkrahúsa.“
Pétur Berg
Matthíasson
Jónas
Sigurðsson
Þröstur
Karlsson
UMRÆÐAN
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐ fyndist mönnum um það, að
einhver áhugamaður um íslenska tón-
list tæki upp á því að safna saman allri
útgefinni tónlist á Íslandi, gamalli og
nýrri, á einn „súperdisk“ sem lands-
menn hefðu síðan aðgang að á Netinu
án endurgjalds? Heldur þú, lesandi
góður, að það heyrðist ekki hljóð úr
horni frá tónlistarmönnum og útgef-
endum? Heldur þú að það yrði mikill
og góður grundvöllur fyrir útgáfu-
starfsemi ef slíkt hátterni fengi að
viðgangast?
Þessi lýsing hér á undan er alveg
hliðstæð við hina nýju „Íslendinga-
bók“ sem sett hefur verið á Netið af
Friðriki Skúlasyni og Kára Stefáns-
syni í nafni Íslenskrar erfðagreining-
ar. Eflaust finnst flestum þessi nýi
vefur stórsniðugur á sama hátt og
flestum ungmennum finnst það stór-
sniðugt að geta sótt nýútgefna tónlist
á Netið eða fjölfaldað efni frá vinum
sínum í tölvunni heima.
Það sem fólk þarf hins vegar að
átta sig á er að með „Íslendingabók“
er hætta á að ættfræðingar eða ætt-
greinar og útgefendur ættfræðirita
hætti starfsemi sinni, þar sem ekki er
lengur neinn fjárhagslegur grund-
völlur fyrir útgáfu ættfræðirita og
vegna þess að það er leiðinlegt að
vinna að skráningu og rannsóknum á
ættum og ættartengslum og sögu
þjóðarinnar, ef óprúttnir aðilar stela
vinnunni manns til að gefa hana al-
menningi á Netinu.
Samkvæmt höfundalögum er rann-
sóknarfyrirtækjum eins og Íslenskri
erfðagreiningu heimilt að nota upp-
lýsingar úr öllum útgefnum ættfræði-
ritum til rannsókna sinna. Það er á
sama hátt ljóst að fyrirtækinu er ekki
heimilt að selja eða gefa þessar upp-
lýsingar. Þeir kumpánar Kári og
Friðrik segjast hafa unnið allar þess-
ar upplýsingar sjálfir. Það er hins
vegar rangt, því Friðrik Skúlason
upplýsti þjóðina um það í útvarpi fyrir
nokkrum árum, að hann væri að slá
inn í gagnagrunn sinn öll útgefin ætt-
fræðirit á Íslandi, þótt hann vilji ekki
kannast við það núna. Það stóð til að
sækja mál á hendur Kára Stefánssyni
og Friðriki Skúlasyni fyrir stuld á
upplýsingum úr útgefnum ættfræði-
ritum eftir að þeir upplýstu að þeir
ætluðu að gefa þjóðinni þessar upp-
lýsingar á Netinu. Dómarar höfðu
samþykkt að málið yrði tekið fyrir
enda var búið að sýna fram á að þeir
hefðu tekið upplýsingar ófrjálsri
hendi. Var bent á villur í ættfræðirit-
um sem greinilega höfðu verið slegn-
ar inn í ættfræðigrunn þeirra félaga.
Það mál datt hins vegar upp fyrir
vegna fjárskorts. Ljóst er að almenn-
ingur mun ekki geta sótt á Netið allar
þær upplýsingar sem Kári Stefáns-
son hefði viljað hafa þar – ber hann
við að Persónuvernd hafi bannað það.
Það er mjög óljóst hvaða tilgangi
það þjónar hjá Kára Stefánssyni að
hafa þessar upplýsingar á Netinu.
Hann segir í viðtali við Morgunblaðið:
„Nú erum við að gefa fólki aðgang að
þessu þannig að það á að geta
skemmt sér við að setja saman sína
fjölskyldu langt aftur í tímann.“ Það
er eins og það hafi farið framhjá Kára,
að fólk hefur hingað til geta skemmt
sér við að skoða ættartengsl sín í
vönduðum ættfræðiritum. Kári talar
um það í Morgunblaðsgreininni að
hann og Friðrik Skúlason hafi „raun-
verulega breytt þessu yfir í tiltölulega
spennandi grein sem hefur gjör-
breytta nálgun sem við og aðrir hafa í
rannsóknum, það er á erfðafræði al-
gengra sjúkdóma“. Það er alveg með
ólíkindum að hér tali forstjóri rann-
sóknarfyrirtækis sem kennir sig við
erfðagreiningu. Skráning og rann-
sóknir áhugafólks um ættfræði
byggjast ekki eingöngu á að búa til
nafnalista með fæðingar- og dánar-
dögum, heldur er skyggnst í söguna.
Þar má lesa hvernig lífi fólk lifði,
hvernig fólk fluttist til á milli land-
svæða, hvernig lífsmáti fólks var á
hverju landshorni, hvernig heilu ætt-
leggirnir komust vel af, á meðan aðrir
ættleggir voru undirlagðir fátækt,
eins og um smitsjúkdóm væri að
ræða, og síðast ekki síst hafa ætt-
fræðirannsóknir þessa áhugafólks
leitt ýmislegt í ljós um ættgenga sjúk-
dóma. T.d. var það þetta fólk sem
benti á hvernig karlmenn í ákveðnum
ættum létust allir með sama hætti og
á svipuðu aldursári. Þessi ábending
varð til þess að efla og flýta rannsókn-
um á ættgengu kólesteróli í blóði. Ís-
lendingabók þeirra félaga Friðriks og
Kára fjallar ekkert um þessa hluti.
Því miður talar Kári Stefánsson
niður til þess fólks sem stundar ætt-
fræðirannsóknir þar sem hann segir í
Morgunblaðsgreininni: „Maður hefur
á tilfinningunni að þetta sé aðallega
stundað af gömlum mönnum sem
hafa orðið út undan í samfélaginu og
gera lítið annað en að rækta fóta-
sveppi og kíkja á hver er skyldur öðr-
um“. Þannig er virðingin hjá Kára
fyrir fólkinu sem gaf honum hug-
myndina um að hægt væri að reka
fyrirtæki á sviði erfðarannsókna á Ís-
landi, vegna þess hve áhugi á ætt-
fræði væri hér mikill og hversu upp-
lýsingar um skyldleika manna væru
aðgengilegar.
Til upplýsingar fyrir þá sem ekki
þekkja til vinnu þessa fólks sem
lengstum hefur verið kallað nafninu
ættfræðingar, þá er afrakstur vinnu
þeirra svokölluð niðjatöl, áatöl, ábú-
endatöl, stéttatöl, sögubækur og end-
urútgáfa á manntölum.
Í staðinn fyrir að vinna með þessu
fólki og nýta hina gríðarlegu þekk-
ingu sem fólk hefur aflað sér með
mikilli vinnu – þrátt fyrir lítinn af-
rakstur í peningum talið – þá vegur
Kári Stefánsson að heiðri þess með
því að tala niður til þess og vill virða
að vettugi rétt þess til að fá viður-
kennda þá rannsóknarvinnu sem það
hefur fært þjóðinni. Það er einmitt á
þennan hátt sem menn kasta verð-
mætum á glæ.
Kári Stefánsson vegur að
heiðri ættfræðinga
Eftir Kjartan
Eggertsson
Höfundur er skólastjóri Tónskóla
Hörpunnar.
„Ljóst er að
almenningur
mun ekki
geta sótt á
Netið allar
þær upplýsingar sem
Kári Stefánsson hefði
viljað hafa þar.“
AÐ undanförnu hefur sést í fjöl-
miðlum umfjöllun um „gervihjóna-
band“ eða „dvalarleyfisgiftingu“.
Þetta eru ekki formleg orðasambönd
en eiga við hér að erlent fólk gifti sig
íslenskum ríkisborgarum til þess að
fá dvalarleyfi á Íslandi.
Í umfjöllun leit út eins og fólk af as-
ískum uppruna endurtæki giftingu og
skilnað, svo að það gæti kallað lands-
menn sína hingað til Íslands löglega,
og lögreglan rannsakaði málið. Það
voru önnur dæmi tekin til að segja að
útlendingar frá svokölluðum „þriðja-
heimi“ giftu sig íslenskum ríkisborg-
urum aðeins til þess að komast til Ís-
lands og leita að betri lífskjörum hér.
Mig langar til að benda á þrjú atriði
sem ég tel mikilvæg í sambandi við
þetta fréttaefni.
Hleypidómar og fjölmiðlar
Mér fannst vera yfirleitt mikið af
hleypidómum gagnvart útlendingum
frá „þriðjaheiminum“ í umfjöllunum.
Að mínu mati vantaði þar sönnun í
málinu, aðeins var stuðst við ágiskun
málsflytjanda. En það sem verra er,
fordómar gætu skapast á ný eins og
t.d. að fólk frá Asíulöndum gifti sig
einungis til að flytjast til Íslands.
Varðandi konur frá Asíulöndum hefur
sést nóg af fordómum hingað til eins
og að þær væru „keyptar“ eða „pant-
aðar á neti“ og ég vil krefjast þess af
fjölmiðlum að þeir gæti sín betur í
umfjöllun um slík mál. Hvernig liður
asísku fólki og einnig Íslendingum
sem eiga asíska maka ef þau verða
álitin vera í „gervihjónaböndum“ í
þjóðfélaginu? Þetta er alls ekki gam-
anmál.
Hvernig skal dæma?
Í umfjöllunum þótti „gervihjóna-
band“ slæmt og var dæmt næstum
glæpsamlegt. Getum við slegið því
svo auðveldlega fram?
Fyrst og fremst er hjúskapur ekki
aðeins eins konar siðvenja manna eða
hefð, heldur líka lögfræðilegt hugtak
hér á Íslandi. Hjúskapur stofnast
samkvæmt ákveðnum lögum. Hann
getur verið ógildur ef t.d. svik á hjú-
skaparskilyrðum koma í ljós síðar. En
ógilding er líka framkvæmd sam-
kvæmt lögum. Ef við hugsum um
réttindi að lögum eða í samfélags-
kerfi, sjáum við einnig form eins og
skráða sambúð og samvistir samkyn-
hneigðra. Þær eru líkar hjónabandi
en samt ekki alveg sama og hjóna-
band. Annaðhvort er fólk í hjónabandi
eða utan hjónabands, og hjónaband er
hjónaband. Það er aðeins ein „teg-
und“ hjúskapar í lögunum.
Hvað hugsum við þá þegar við segj-
um „gervihjónaband“? Það er um til-
gang þess að maður eða kona ganga í
hjónaband. Auðvitað höldum við að
maður eigi að giftast af því að hann
elski einhvern og langi að stofna fjöl-
skyldu. Ef einhver er að gifta sig af
öðrum ástæðum en ást, eins og af
fjárhagslegum ávinningi eða vegna
félagslegra réttinda, munu flest okk-
ar gagnrýna slíka hugmynd eða hegð-
un. Þetta er mál sem varðar skynsemi
okkar eða jafnvel siðferði manna. Ég
er opinber vígslumaður sjálfur, svo
ekki ætla ég að játa hjúskap sem
byggist á einhverju öðru en ástarsam-
bandi.
Engu að síður verðum við að við-
urkenna skýrt, að þessi gagnrýni á
hjúskap sem byggist ekki á því að ást
viðkomandi manna sé til staðar, bygg-
ist aðeins á óhlutbundinni hugmynd
okkar. Í raun getum við ekki sagt
hverjir eigi sanna ást og hverjir ekki.
Auk þess er ástæða manns til þess að
ganga í hjonaband oftast flóknari en
bara ástarkennd. Ástæðan innifelur í
sér líka væntingu til betri framtiðar,
fjárhagslega áætlun eða öryggis-
kennd í samfélagslífi. Mér finnst það
alveg skiljanlegt og eðlilegt. Ásetn-
ingur okkar er alltaf blöndun ýmissa
hugmynda og þess vegna er það afar
erfitt að draga línu milli virðuleika og
virðingarskorts varðandi hjónaband.
Þetta getur verið kynferðisfordóma-
fullt dæmi, en hvað segjum við um
stelpu í sérhverri álfasögu sem bíður
eftir riddara á hvítum hesti? Er ást
hennar sönn eða notar hún bara tæki-
færið til betra lífs? Málið er ekki eins
einfalt og við hugsum yfirborðslega.
Opinbert vald og
friðhelgi einstaklings
Síðast en ekki síst, og það sem er
alvarlegast, ég hef áhyggjur af þeirri
hugmynd sem sést á bak við umfjöll-
un um málefnið, að lögreglan eða ein-
hvert stjórnvald eigi að kanna málið
og dæma „gervihjónaband“. Hver
getur dæmt hina innri hugmynd
manns? Kannski getur stjórnvaldið
sett lög og reglur eins og núna, sem
kveða á um að nýkominn innflytjandi
sem á íslenskan maka öðlist rétt til að
sækja um ríkisborgararétt eftir að
hjónabandið stenst í þrjú ár. En það
er takmörkun háð hve mikið stjórn-
valdið getur hamið einkamál hvers
einstaklings. Ef opinber stofnun byrj-
ar að dæma hvert hjónaband innflytj-
enda mun það verða alvarlegt brot á
friðhelgi einstaklings. Jafnframt ef
stofnun gefur öðruvísi umfjöllun eins
og t.d. um veitingu dvalarleyfis til
hjóna sem hún telur ábótavant, mun
það verða brot á lögunum, þar sem
lögin kveða ekki á um slík mál.
Að lokum langar mig til að sýna
skýrt fram á skoðun mína einu sinni
enn.
1. Fjölmiðlar þurfa að forðast að
halda á lofti hleypidómum í máls-
umfjöllun.
2. Við getum ekki dæmt hjónabönd
annarra, hvort þau séu sönn eða
ekki, svo auðveldlega.
3. Við verðum að vera vakandi svo að
opinbert vald megi ekki gleyma
virðingu á friðhelgi hvers einstak-
lings.
„Gervihjóna-
band“ og
innflytjendur
Eftir Toshiki
Toma
„Ef opinber
stofnun byrj-
ar að dæma
hvert hjóna-
band inn-
flytjenda mun það verða
alvarlegt brot á friðhelgi
einstaklings.“
Höfundur er prestur innflytjenda.