Morgunblaðið - 28.01.2003, Qupperneq 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 27
KVENNALISTAKONUR höfðu
gjarnan það stef í sínum baráttu-
söngvum sem er yfirskrift þessarar
greinar. Þær sungu „ég þori, get og
vil“. Kvennalistinn var grasrótarsam-
tök sem spruttu upp af þeirri þörf að
konur mynduðu samtök til að breyta
hinu rótgróna karlasamfélagi, þar
sem völd og áhrif voru langt utan seil-
ingar flestra kvenna. Kvennalista-
konur fóru í borgarstjórn, í sveitar-
stjórnir og inn á Alþingi. Konur voru
ekki lengur hinn hljóði hópur sem
vann að félagsmálum, menntamálum,
líknarmálum og öðrum mjúkum mál-
um í kyrrþey. Kvennalistinn skilaði
þannig sínu til þess að koma konum til
áhrifa.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er ein
þeirra kvenna sem vakti mikla athygli
fyrir störf sín innan Kvennalistans.
Þegar undirbúningur að stofnun
Reykjavíkurlistans í upphafi ársins
1994 fór fram kom nafn hennar fljót-
lega upp á borðið. Allir landsmenn
vita að ekki er líklegt að Reykjavík-
urlistinn hefði orðið til nema vegna
þess að Ingibjörg Sólrún fékkst til að
afsala sér þingmennsku og taka þar
við forystuhlutverki. Við þekkjum
síðan öll sigurgöngu Reykjavíkurlist-
ans. Loks tókst að breyta valdahlut-
föllum í borginni, og gífurlegar breyt-
ingar hafa orðið í stjórnkerfi borgar-
innar í lýðræðisátt með tilkomu
Reykjavíkurlistans.
Nú er vegið að Ingibjörgu Sólrúnu
fyrir að taka 5. sæti á lista Samfylk-
ingar í Reykjavík-norður og hún
ásökuð um að hafa svikið kjósendur,
og hún sé ekki lengur trúverðugur
stjórnmálamaður. En hvers vegna
tók hún þeirri áskorun að taka þetta
sæti? Voru það ekki kjósendur sem
óskuðu eftir því í ótal skoðanakönn-
unum?
Hún hefur engan svikið, þvert á
móti taldi hún sig, með þessari
ákvörðun, hafa tækifæri til að vinna
borginni enn meira gagn en áður.
Hún gat tekið þátt í starfi þingflokks-
ins, komist inn á þing sem varamaður
og talað fyrir málum borgarinnar.
Samstarfsmenn hennar úr öðrum
flokkum hefðu átt að fagna þessari
ákvörðun hennar, í stað þess að krefj-
ast afsagnar hennar úr starfi borg-
arstjóra og veikja með því Reykjavík-
urlistann.
En það er búið og gert og Ingibjörg
Sólrún getur borið höfuðið hátt. Hún
hefur alltaf staðið við orð sín og gerir
það einnig nú. Hún tekur það 5. sæti
sem hún lofaði, jafnvel þó það kosti
hana borgarstjórastarfið.
Nú koma jafnvel fyrrum kvenna-
listakonur og ásaka Ingibjörgu Sól-
rúnu um svik við baráttumál Kvenna-
listans, sem hafnaði foringjadýrkun,
þar skiptu málefnin höfuðmáli. Það er
vissulega rétt, en það skiptir ekki síð-
ur sköpum, hver talar fyrir þeim mál-
efnum. Þegar slík kona sem Ingibjörg
Sólrún talar fyrir málum, þá er eftir
því tekið, hver afstaða hennar er og
hún hefur áhrif. Var það ekki það sem
við vildum? Og var ekki ætlunin með
starfi Kvennalistans að styðja hver
aðra til þess að konur kæmust til
áhrifa?
Í því hitamáli sem nú er í um-
ræðunni, Kárahnjúkavirkjunin, og af-
stöðu Ingibjargar Sólrúnar til
ábyrgðar borgarinnar fyrir lánum
Landsvirkjunar, er ákvörðun hennar
einnig tekin að vel athuguðu máli.
Eigendur Landsvirkjunar hafa gert
með sér samkomulag um að arðsem-
iskrafa til framkvæmda á vegum
Landsvirkjunar væri 5–7%. Þegar
flestar skýrslur sýna arðsemi 10–
12%, hvaða rök eru fyrir því að vera á
móti?
Það var ekki verið að greiða at-
kvæði um stefnu í umhverfismálum.
Það var verið að greiða atkvæði út frá
arðsemiskröfu eigenda Landsvirkj-
unar. Hitt er svo allt annað mál hvort
það er framtíðin að virkja til að fram-
leiða ál. Ég er sannfærð um að Ingi-
björg Sólrún hefur tekið afstöðu út
frá heildarhagsmunum og að vel yfir-
veguðu máli. Hún hefur alltaf tekið
sínar ákvarðanir þannig. Það gerði
hún líka í EES-málinu á sínum tíma
þó að við værum ekki sammála um þá
afgreiðslu, þingkonur Kvennalistans.
Við töldum fullveldisafsalið svo mikið
að það réttlætti ekki slíkan viðskipta-
samning, og greiddum atkvæði á
móti. Hún var okkur sammála um
fullveldisafsalið, en taldi það ekki
nægileg rök fyrir því að vera á móti
og sat hjá við atkvæðagreiðsluna,
með góðum rökstuðningi. Sá rök-
stuðningur var vel unninn og mjög
sannfærandi. Hún lætur ekki áróður í
sterkum tilfinningamálum ráða sinni
afstöðu.
Með því að hafa nú fengið Ingi-
björgu Sólrúnu í landsmálin, skapast
tækifæri til þess að breyta stjórnar-
munstrinu á Íslandi í kosningum í
vor. Með málflutningi sínum mun hún
og aðrir frambjóðendur Samfylking-
arinnar skerpa á þeim málum sem
Samfylkingin stendur fyrir. Þar hefur
verið unnið vel að málefnavinnu og í
Samfylkingunni er enginn einn al-
valdur, fólk skiptir með sér verkum
og nýtir það besta hjá hverjum og ein-
um.
Ég fagna því að hafa fengið til liðs
við okkur jafn sterkan talsmann sem
Ingibjörg Sólrún er. Þar fer kona sem
talar samkvæmt sannfæringu sinni
og almenningur veit að óhætt er að
treysta til ákvarðanatöku.
Að þora – geta
– og vilja
Eftir Jónu Valgerði
Kristjánsdóttur
„Í Samfylk-
ingunni er
enginn einn
alvaldur!“
Höfundur er fv. þingkona
Kvennalistans.
LEIKUR
3
3
Taktu þátt í leiknum
Dregið verður úr réttum svörum á morgun.
Vinningshafinn fær flugmiða að eigin vali til
einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu.
Ein spurning daglega frá 26. janúar til 2. febrúar.
Vinningur fyrir hverja spurningu: Einn flugmiði að eigin vali
vinningshafa til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu.
Icelandair og Morgunblaðsins
spurning:
Hvað heitir þessi leikmaður?
Farðu á íþróttavef mbl.is og svaraðu spurningu dagsins fyrir miðnætti í kvöld.
www.icelandair.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
20
04
4
0
1/
20
03