Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AMRAM Mitzna tók við leiðtoga- embætti í Verkamannaflokknum í fyrra en hann var lengi vinsæll borgarstjóri í Haifa. En maðurinn sem átti að reisa flokkinn við hefur átt við ramman reip að draga og margir telja að hann hafi gert slæm mistök er hann lýsti því yfir að ekki kæmi til greina að flokk- urinn tæki þátt í nýrri stjórn undir forystu Ariels Sharons. Með þessu væri hann ef til vill að reka Sharon í faðm æstra þjóðernissinna og harðlínuafla úr röðum bókstafs- trúarmanna. Einhvers staðar verður Sharon að finna þingmeiri- hluta. Verkamannaflokkurinn sagði e u V s í a m e u s t h f b g e sig úr stjórn Sharons í nóvember sl. og sumum þykir ekki hyggilegt að flokkurinn skuli svo afdráttarlaust hafna þeim möguleika að axla ábyrgð þegar margir leggja áherslu á að Ísraelar verði að standa saman í hörðum heimi. En Mitzna setti í kosningabarátt- unni fram ígrundaðar tillögur sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá kjós- endum. Hann sagðist myndu bjóða Palestínumönnum frið en fyrst myndi hann draga Ísraelsher al- gerlega frá Gaza-ströndinni og það skilyrðislaust og án nokkurra und- anfarandi samninga. Nokkur þús- und landnemar gyðinga á Gaza yrðu þá að hafa sig á brott. Nýr leiðtogi í vanda Amram Mitzna Í SRAELAR kjósa nýtt þing í dag og bendir margt til þess að niðurstaðan verði sú að Likud-flokkur harðlínu- mannsins Ariels Sharons forsætisráðherra verði eftir sem áð- ur stærsti flokkurinn á þingi með um fjórðung sætanna. Það sem meira er, alls er hægriflokkunum spáð allt að 67 þingsætum af 120 á þinginu, Knesset, en vinstrimönn- um aðeins 37 sætum. Verði kjör- sókn mikil meðal arabískumælandi kjósenda gæti það styrkt vinstri- vænginn en varla nóg til að breyta niðurstöðunni verulega. Þrátt fyrir blóðug átök við Pal- estínumenn í nær þrjú ár, miklar efnahagsþrengingar, atvinnuleysi og verðbólgu virðast kjósendur treysta aldraða hershöfðingjanum betur en öðrum til að leiða þjóðina á þessum erfiðu tímum. Þótt hann sé umdeildur og víða hataður eru margir Ísraelar hikandi við að fela nýjum og lítt þekktum leiðtoga Verkamannaflokksins, Amram Mitzna, að stýra þjóðarskútunni núna. Ekki síst þegar búast má við ólgusjó í Miðausturlöndum fari svo að Bandaríkjamenn ráðist á Írak. Verkamannaflokkurinn hefur í síðustu könnunum fengið um og innan við 20 þingsæti. Ísraelski sagnfræðingurinn Tom Segev segir að hryðjuverkin síðustu árin hafi valdið því að þorri ísraelskra kjós- enda sé nú mjög ráðvilltur. Menn velti ekki fyrir sér málunum heldur bregðist við í fáti, óbeislaðar tilfinn- ingar ráði ferðinni. Þess vegna taki flestir Sharon fram yfir Mitzna. „Ariel Sharon er kreppti hnefinn sem mun leita hefnda meðal hermd- arverkamanna, Palestínumanna og araba almennt,“ segir Segev í grein á vefsíðu vinstri-dagblaðsins Haar- etz í gær. Hann segir ennfremur að menn hafi í kosningabaráttunni fjargviðrast út af spillingarmálum, þau hafi verið blásin upp vegna þess að rifrildið um þau hafi verið ein að- ferðin til að flýja veruleikann. Rétt eins og í öðrum þróuðum löndum deila Ísraelar um markaðs- hyggju og velferð, skatta og spill- ingu, umhverfismál og lífeyrismál. Þráteflið endalausa við Palestínu- menn um skikann sem báðar þjóð- Friðarsinninn Mitzna ge langt í því að undirstrika m sér og harðlínuöflum fyr mönnum að hann segir ek til greina að Verkamann inn gangi aftur til liðs steypustjórn undir fory ósveigjanlega Sharons. mönnum í flokki Mitzna le blikuna og sagt er að sum hafi hvíslað að fréttamön þeir meintu þetta ekki bók Vinstrisinnar styðja mar etz-flokkinn sem vill málam deilunum við Yasser A menn hans. Aðrir óánæg endur hallast nú að miðjuf Shinui sem hefur stundum unum mælst stærri en mannaflokkurinn. Shinu gegn ofurvaldi Shas og fl stafstrúarflokka sem hafa ist í oddaaðstöðu á þingi förnum árum og getað þ gegn ýmis baráttumál sín trúarlegar hömlur á dag Ísraela, sem margir eru lít eða jafnvel guðleysingjar víðtækar að minnir oft á frá Íran klerkanna. Hægt að velja Grænt Flokkarnir eru yfir tuttu kvæði dreifast mjög. Þótt augljóslega mun öflugri e mannaflokkurinn að þes segir dagblaðið Haaretz a hægrimenn óttist að einn irnar segjast eiga er samt það sem ræður ferðinni. Sprengjutilræðin gegn óbreyttum borgurum og skelfingin í kjölfar þeirra, deilur um aðgerðir hersins á svæðum Palest- ínumanna, allt tengist þetta órjúf- anlega búksorgum eins og þeim að erlendu ferðamennirnir láta ekki lengur sjá sig og tekjurnar af þeim eðlilega ekki heldur. Þjóðarfram- leiðsla dregst saman, vonleysi og hræðsla ráða ríkjum. Víða kvarta kjósendur í lýðræð- islöndum yfir því að lítill munur sé á stefnu flokkanna og engu skipti hver nái kjöri. En munurinn á stefnu Likud og Verkamanna- flokksins gagnvart Palestínumönn- um er að þessu sinni skýr: Sharon og menn hans vilja helst ekkert gefa eftir, hyggjast halda Palest- ínumönnum í skefjum með öllum ráðum. Fátt bendir til að Likud muni leggja niður landnemabyggð- ir gyðinga á hernumdu svæðunum. Breytist kre hnefinn í sátta Flestir spá því að Ariel Sharon muni aftur mynda stjórn í Ísrael, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Á óvissu- tímum treysta margir kjósendur manninum sem þeir þekkja fyrir öryggi sínu. Stuðningsmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, veifar með mynd leiðtogans á kosningafundi í borginni Haifa á sunnuda ’ Og sjálfstæðaPalestínuríkið sem Sharon lýsir yrði lítil og tætingsleg ríkisnefna undir raunverulegri stjórn Ísraels. ‘ AFLEIÐINGAR SKILNAÐAR LÖGREGLAN OG HLJÓÐRITUNARTÆKNIN Dómari við HéraðsdómReykjavíkur, Pétur Guð-geirsson, hefur í dómi sett fram gagnrýni á að lögreglan skuli ekki hljóðrita yfirheyrslur yfir sakborningum og vitnum í saka- málum. Í dómi í líkamsárásarmáli, sem sagt var frá í Morgunblaðinu á sunnudag, segir dómarinn: „Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvernig staða ákæruvaldsins styrkist í einstökum málum ef játn- ing sökunauts liggur fyrir í hljóð- upptöku. Þá þarf ekki að fjölyrða um það hversu hagsmunir sakborn- ings eru betur tryggðir, beri hann það fyrir sig að á hann hafi verið hallað í yfirheyrslunni eða að skýrsla rannsóknarans um hana sé ekki rétt, að hlýða má á upptöku af henni í dómi. Þá er óþarft að minna á allan þann tíma og óþarfa fyr- irhöfn sem nú fer í það – í hverju málinu á fætur öðru – að prófa fyr- ir dómi hvernig orð hafa fallið í lögregluyfirheyrslu. Er vafalaust að það myndi spara tíma og auka á skilvirkni réttarvörslukerfisins ef hljóðupptökur af lögregluyfir- heyrslum yrðu almennar. Loks er það alkunna að tækin sem notuð eru við hljóð- og myndupptökur eru tiltölulega ódýr og þægileg í notkun.“ Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn, sem þessi gagnrýni kemur fram því að í öðrum dómi Péturs Guðgeirssonar, sem kveðinn var upp fyrir réttu ári, var með sama hætti vakin athygli á þeim tíma, fyrirhöfn og peningum sem færu í súginn vegna þess að yfirheyrslur hjá lögreglu hefðu ekki verið hljóð- ritaðar. Gagnsemi þess að hljóðrita yfir- heyrslur lögreglu virðist liggja fullkomlega í augum uppi. Öll þau rök, sem Pétur Guðgeirsson telur upp, eru góð og gild og því má bæta við að víða í nágrannaríkjum okkar hefur lögreglan fyrir löngu tekið hljóðritunar- og myndbands- upptökutæknina í sína þjónustu. Engin viðbrögð hafa hins vegar komið frá lögreglunni við tveimur dómum í Héraðsdómi Reykjavíkur og ummæli Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, í Morgunblaðinu á sunnudaginn benda ekki til að lögreglan ætli að fara að orðum dómarans, þótt vissulega telji hann „æskilegt að þetta sé gert oftar“ og lögreglan eigi búnað til að hljóðrita yfir- heyrslur – raunar er hann til á all- flestum einkaheimilum. Í lögum er heimild til að hljóð- rita yfirheyrslur, þótt ekki sé það skylda, og virðist lögreglan setja það atriði fyrir sig. Ef einhver vafi leikur á því að heimilt sé í öllum tilvikum að hljóðrita yfirheyrslur ætti dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að honum verði eytt. Þetta er augljóslega hagsmunamál lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, sakborninga og skattgreiðenda. Í Morgunblaðinu sl. laugardagbirtist frétt um niðurstöður viða- mikillar könnunar, sem gerð var fyr- ir félagsmálayfirvöld í Svíþjóð, þar sem fram kemur að tíðni fíkniefna- neyzlu og misnotkunar á áfengi, geð- rænna kvilla og sjálfsvíga er mun hærri meðal skilnaðarbarna en ann- arra barna. Voru niðurstöður þessar birtar í brezka læknatímaritinu Lancet nú um helgina. Í þessari athugun var kannaður ferill milljón barna. Þar af voru 65 þúsund börn foreldra sem höfðu skil- ið. Þótt tekið væri tillit til áhrifa at- vinnuleysis, tekjumunar eða geð- rænna sjúkdóma hjá foreldrum var tíðni félagslegra vandamála og heilsufarsvandamála tvöfalt hærri hjá skilnaðarbörnum en öðrum börn- um. Skoðanir hafa lengi verið skiptar um áhrif skilnaða á börn. Sumir halda því fram að það sé verra fyrir börn að búa við óhamingjusamt hjónaband foreldra en skilnað þeirra sem leiði til þess að hvoru foreldri um sig eða öðu hvoru þeirra líði bet- ur en áður. Aðrir hafa verið þeirrar skoðunar að fátt hafi verri áhrif á börn á við- kvæmum aldri en skilnaður foreldra og fullorðið fólk sem á annað borð hafi eignazt afkomendur verði að axla þá ábyrgð sem því fylgir og halda þannig á málum að skilnaður marki ekki líf barnanna nánast alla ævi. Á okkar tímum virðast meiri svipt- ingar í lífi fólks að þessu leyti en framan af 20. öldinni. Því er m.a. haldið fram að eftir því sem langlífi hafi orðið algengara sé ekki hægt að búast við að ákvörðun sem tekin er á ungum aldri endist ævina alla. Það er líka töluvert breytilegt hvaða kröfur trúarbrögð gera í þessum efnum. Auðvitað er hér um að ræða einka- mál fólks en þó er ljóst m.a. af þeirri könnun sem hér er vísað til að þessi einkamál geta haft býsna mikil áhrif á samfélagið allt og þróun þess. Því óhamingjusamari sem þegnar þjóð- félagsins eru þeim mun meiri líkur eru á að upp komi vandamál sem hafi neikvæð áhrif á umhverfið. Það þýðir ekki að segja við fólk að það megi ekki skilja. En það er hægt að gera kröfu til þess að meiri at- hygli sé beint að afleiðingum skiln- aða fyrir börn en nú er gert. Ekki sízt þegar hægt er að sýna fram á al- vöru málsins fyrir börn með tilvísun í svo umfangsmikla könnun sem hér er um að ræða. Að því þurfa allir þeir sem við sögu koma þegar skilnaður vofir yfir að vinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.