Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 33 illar ánægju að geta búið Margréti nýja aðstöðu til heimilishalds, þegar við réðumst í að byggja okkur nýtt hús við Seljugerði í Reykjavík árið 1975. Börn okkar voru þá á þeim aldri að þau kunnu vel að meta veru ömmu sinnar í húsinu og hændust mjög að henni. Var samband þeirra með þeim hætti að þau munu búa að því alla ævi. Við þessa nærveru fékk ég enn betra tækifæri en áður til þess að kynnast öllum hennar mannkostum. Síðustu fimm æviárin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Eir og naut þar allrar þeirrar góðu að- hlynningar sem þekkt er á þeim bæ. Fyrir hönd fjölskyldunnar færi ég starfsfólki hjúkrunarheimilisins al- úðar þakkir fyrir þá góðu umhyggju sem hún naut þar. Oft er sagt að samband tengda- sonar og tengdamóður geti verið erfitt en það er ekki mín reynsla. Allt viðmót Margrétar var með þeim hætti að það var mér til aukins þroska og mikillar ánægju. Í mínum huga lifir minning um Margréti Möller með þeim hætti að allir ættu að taka hana sér til fyrirmyndar sem vilja láta gott af sér leiða í líf- inu. Blessuð sé minning hennar. Kristján Ragnarsson. Hún elsku amma mín er látin. Þó hún hafi verið stjúpmóðir föður míns var hún aldrei annað en amma í mínum huga. Hún var yndisleg kona, sérlega falleg og með það fal- legasta hvíta hár sem ég hef séð. Hún var með stórt og hlýtt hjarta. Amma var seinni kona afa Thom- asar en áður átti hann Kristínu El- ísabetu Sveinsdóttur Möller er lést eftir erfið veikindi langt um aldur fram. Afi og amma Kristín eignuð- ust þrjú börn, Guðrúnu, Óttarr (fað- ir minn) og Jóhann. Lát ömmu Kristínar var fjölskyldunni mikið áfall og harmsefni og dreifðist fjöl- skyldan um skeið, en síðar kvæntist afi ömmu Margréti og gekk hún börnunum ungu í móðurstað. Mér er kunnugt um að börnin hafi ávallt lit- ið á það sem sitt lífslán þegar amma Margrét gekk þeim í móðurstað og fjölskyldan sameinaðist á ný. Afi og amma Margrét eignuðust þrjú börn, Agnar, Kristínu og William Thomas. Amma og afi bjuggu í Stykkis- hólmi þar til þau fluttu til Reykja- víkur, um 1957. Þau bjuggu hjá okk- ur á Vesturbrún 24 einn vetur ásamt Villa. Síðan fluttu þau í Eskihlíð 18 og bjó amma þar eftir að afi lést 1961 þar til hún flutti til Dinnu dótt- ur sinnar í Seljugerði 7. Síðustu árin bjó amma á hjúkrunarheimilinu Eir. Þegar ég var lítil fékk ég oft að gista hjá ömmu um helgar. Hún kenndi mér að prjóna, hekla og spila. Gát- um við setið í lengri tíma við að spila „sæl amma“ eða eitthvert annað spil. Eftir að ég eignaðist sjálf börn var amma alltaf að gauka einhverju að mér eins og lopapeysum, vett- lingum og sokkum sem hún hafði prjónað á börnin. Hún hafði afskap- lega gaman af að ferðast og sigldi hún ásamt Gunnu frænku margar ferðir til útlanda. Hún safnaði kortum frá þeim stöðum sem hún kom á og svo sýndi hún mér þau og rakti ferðasöguna. Það var auðheyrt að hún hafði mikla ánægju af þessum ferðum. Hún var alltaf kát og glöð og best leið henni þegar öll fjölskyldan var samankom- in. Hún kættist alltaf ef henni var sagt frá því að væntanlegur væri nýr fjölskyldumeðlimur. Hún hvísl- aði því að mér en sagði að ég mætti engum segja. Mér finnst auður minn mikill að hafa fengið að eiga ömmu fyrir ömmu og er ég ævinlega þakklát fyrir það. Blessuð sé minning þín, elsku amma mín. Kristín Elísabet Möller. Margrét amma okkar er látin 97 ára. Við erum þakklát Guði að taka hana til sín. Hún var orðin þreytt á sál og líkama. Margrét amma var höfðingi í öll- um skilningi. Hún var góð, falleg, skilningsrík, brosmild og besta amma. Við munum aldrei eftir ömmu öðruvísi en að vera að hugsa um okkur og okkar velferð til sálar og líkama; hugga og styðja þegar á þurfti að halda. Spila við okkur, prjóna á okkur og baka blúmbu eða annað okkur til góða. Alltaf var amma til staðar. Minningarnar hrannast upp. Við munum öll eftir ömmu og afa í Stykkishólmi. Ömmu munum við vel í eldhúsinu í fallega húsinu við hlið- ina á kirkjunni. Alltaf átti amma góðgæti í stóra búrinu. Hún virtist alltaf með lítilli fyrirhöfn elda mat fyrir fjölskylduna og gesti. Það var mjög gestkvæmt í Möllers húsinu og mikið um að vera. Amma átti góð ár í Seljugerðinu hjá Dinnu og fjölskyldu og þar kom fjölskyldan saman. Alltaf kaffi á könnunni og nýbakaðar kökur. Dúk- að borð og servíettur. Amma sá allt- af til þess að stórfjölskyldan hittist, öllum þótti vænt um alla, og mikið um kossa og knús. Amma var glöð- ust þegar við vorum öll saman kom- in. Margrét amma var húsmóðirin sem allir dáðust að. Hún var alltaf svo fín og vel til höfð. Hárið hennar fallega var alltaf í lagi. Það var eitt- hvað sem hún passaði alltaf upp á, enda var hún alltaf falleg, já falleg í gegn. Hún er frábær fyrirmynd fyrir af- komendur sína. Hún er ekki síst fyr- irmynd okkar í elju til verka, já- kvæðu hugarfari og velvilja til náungans. Amma naut góðrar, einlægrar umönnunar á Eir síðustu árin sem við erum þakklát fyrir. Hún var um- vafin fjölskyldunni, sem kom mikið í heimsókn. Nú þegar amma er komin til Guðs, þökkum við henni af alhug alla hennar góðsemi. Við vitum að nú líður henni vel, og fallegi, smit- andi hláturinn hennar ómar á himn- um. Við biðjum góðan Guð að blessa hana. Við munum geyma minn- inguna um Margréti ömmu í hjört- um okkar að eilífu. Margrét, Alma, Thomas, Ásta og Edda. Ég á svo margar minningar um hana ömmu enda vorum við í sam- búð í tæplega 20 ár. Það gaf mér mikið að alast upp með „ömmu niðri“ og á hverju degi kíkti ég inn til hennar. Þótt ég hafi verið dugleg við að heilsa upp á hana þá var það nú oftar sem hún kallaði á mig til að aðstoða sig við að leita að gleraug- unum sínum eða til að taka upp lykkjur í prjónaskapnum. Ég er viss um að samanlagt hef ég örugglega eitt a.m.k. mánuði í að leita að öðr- um hvorum gleraugunum hennar! Það ríkti alltaf mikil glaðværð í okk- ar samskiptum og gátum við hlegið mikið saman, ekki síst á hennar kostnað. Amma var mjög sparsöm og var rafmagnssparnaður sérstakt áhugamál. Ég man að ég var nú stundum þreytt á því á unglingsár- unum þegar hún slökkti ljósið í her- berginu mínu ef ég fór út úr því í augnablik. Þá fór ég nú yfirleitt inn til hennar til að láta vita að ég væri nú heima og þá hló hún mikið yfir vitleysunni í sér (eins og hún kallaði það). Ömmu fannst nú ekki leiðinlegt að horfa á sjónvarp og var Dallas uppáhaldssjónvarsefnið á sínum tíma. Hún átti það til að slökkva í smá stund þegar spennan varð of mikil eða þegar JR fór yfir strikið í óheilindum sínum. Við áttum óteljandi margar ánægjustundir saman og var amma mér einstaklega kær. Vinkonur mín- ar öfunduðu mig margar og sögðu að amma mín væri svona „ekta“ amma og var ég montin af því að eiga hana að. Söknuður fjölskyldunnar er mikill en ég veit að afi hefur tekið vel á móti henni og að hún er ánægð með að vera á leið aftur í Hólminn. Lang- ömmubörnin hennar, Sandra Krist- ín og Óttar, hafa búið til sínar skýr- ingar á fráhvarfi langömmu og finnst gott að þekkja nú engil á himninum. Við munum halda áfram að hugsa um hana og brosa til him- ins með von um að hún sjái til okkar. Hún var einstök og yndisleg amma. Hildur R. Kristjánsdóttir. Elsku amma mín. Nú hefur þú kvatt þennan heim, orðin níutíu og sjö ára. Þó að við höfum ekki hist oft að undanförnu þá hefur hugurinn mikið verið hjá þér. Ein af mínum fyrstu minningum frá barnæsku er þegar þú og afi Thomas fluttuð frá Stykkishólmi til Reykjavíkur, þá bjugguð þið til að byrja með heima hjá okkur á Vest- urbrún. Ég sat oft í fanginu á afa og las fyrir hann „Palli var einn í heim- inum“. Það skipti engu máli þótt bókin væri á hvolfi. Það varst þú sem kenndir mér að spila. Vinsæl- asta spilið var „Sæl amma“, þá hlóg- um við mikið. Þegar þið afi og Villi frændi flutt- uð í Eskihlíðina fékk ég oft að gista hjá þér, það var alltaf jafn gaman. Þú varst svo elskuleg og góð við alla og aldrei man ég eftir að þú hækk- aðir róminn eða værir reið yfir ein- hverju. Þú varst svo falleg með hvíta hárið þitt og það var svo gott að kyssa þig á kinnina því húðin var svo mjúk. Þegar pabbi og mamma fóru til útlanda þá varst þú alltaf hjá okkur systrunum og þá kenndir þú mér að prjóna og hekla og ósjaldan hjálp- aðir þú mér með heimavinnuna fyrir handavinnutímana í skólanum, enda fékk ég alltaf hátt fyrir handavinnu. Elsku amma mín, ég á svo marg- ar góðar minningar sem ég varðveiti í brjósti mínu. Ég veit að afi Thomas og Gunna frænka hafa tekið fagn- andi á móti þér. Þakka þér fyrir að vera amma mín. Erla Möller. Það er af svo mörgu að taka þeg- ar ég sest niður og rita minning- arorð um vinkonu mína og velgjörð- arkonu Margréti Möller. Hún var gift Thomasi W. Möller sem var póst- og símstöðvarstjóri í Stykkishólmi í 42 ár. Þeim hjónum og þeirra heimili kynntist ég strax við komu mína í Stykkishólm fyrir rúmum 60 árum. Þau voru í far- arbroddi í bæjarlífinu í áratugi, mik- ils metin í öllu, samhent og sam- hljóma. Þær gleymast ekki viðtökurnar sem þau hjón veittu mér á heimili sínu. Möller greiddi fagnandi götu mína og útvegaði mér fæði og húsa- skjól. Heimili þeirra stóð mér ætíð opið og þau voru mörg sporin þang- að þar sem reisn og alúð héldust í hendur. Fyrstu jólin mín í Stykk- ishólmi var ég gestur á heimili þeirra Margrétar og Thomasar Möller. Ég man alltaf hve þau og börnin þeirra gátu komið mikilli hlýju inn í hug minn og sál þar sem ég var í fyrsta sinni á jólum fjarri mínum ættingjum. Margrét Möller var gæfusöm og kærleiksrík kona. Hún var seinni eiginkona Thomasar Möller. Fyrri kona hans Kristín var látin, persóna sem allir dáðu og mátu mikils. Það var Möller mikið lán og einstakur kostur að eignast Margréti. Hún var sönn móðir og fyrri börnum Thom- asar reyndist hún á þann hátt. Mar- grét var fyrst og fremst húsmóðir á kærleiksríku heimili. Heimili sínu stjórnaði hún af sérstakri prýði og umhyggju. Stykkishólmur var Margréti Möller afar kær. Hólmurinn átti í henni mikil ítök. Þegar þau hjón Margrét og Thomas kvöddu Hólm- inn fyrir rúmum 40 árum var þeim haldið veglegt og virðulegt samsæti þar sem störf þeirra og styrkur voru þökkuð með sóma. Farsæld bæjar- ins var ríkjandi í öllum þeirra störf- um. Eftir lát eiginmanns síns fékk hún að njóta ástríkis barna sinna og fjölskyldna þeirra. Hún hélt vináttu og tengslum við brottflutta Hólmara í Reykjavík og heimsótti oft kæra vini sína í Stykkishólmi. Margrét lofaði ætíð hversu lífið hefði reynst henni gjöfult og far- sælt. Hún efaðist ekki um hand- leiðslu Drottins. Ég vil þakka Margréti Möller fyr- ir farsæla samfylgd. Hennar hlýja handtak geymi ég í hreinum huga. Guð blessi hana allar stundir og veri með henni. Árni Helgason, Stykkishólmi. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, STEINDÓRS GUÐMUNDSSONAR frá Hvammi í Lóni. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkr- unardeildar HSSA á Höfn og SHS á Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Margrét Sigurðardóttir, Sigrún Steindórsdóttir, Jóhann Páll Stefánsson, Aðalbjörg Steindórsdóttir, Pálmi Sigurðsson, Eyrún Steindórsdóttir, Þorkell Kolbeins, Ragna Steindórsdóttir, Bjarni Bergþórsson, Guðný Steindórsdóttir, Sigurjón Steindórsson, Eyrún Axelsdóttir, Unnsteinn Steindórsson, Hildur Steindórsdóttir, Ólafur Þór Guðjónsson, Ingibjörg Steindórsdóttir, Kristján Garðar Þórðarson, Jóna Steindórsdóttir, Katrín Steindórsdóttir, Þorleifur Olsen. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN EINARSSON, Þórufelli 12, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 26. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Magnúsdóttir, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Hannes R. Richardsson, Gunnar Örn Jónsson, Kristján Már Gunnarsson, Gísli Þór Gunnarsson, Ólafur Gunnarsson, Fannar Freyr Hannesson, Richard Rafn Hannesson, Margrét Mist Hannesdóttir. Okkar ástkæri sonur, bróðir, barnabarn og frændi, RÓBERT BIRKIR VIGGÓSSON, Heimahaga 9, Selfossi, sem andaðist fimmtudaginn 23. janúar, verður jarðsunginn frá Reyniskirkju laugardaginn 1. febrúar kl. 14.00. Kveðjuathöfn fer fram frá Hvítasunnukirkju Fíladelfíu, Hátúni 2, fimmtudaginn 30. janúar kl. 11.00. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti Samhjálp njóta þess. Viggó Rúnar Einarsson, Elísa Berglind Adólfsdóttir, Jón Ingi Smárason, Lovísa Dögg Viggósdóttir, Sigurður Rúnar Kristbjörnsson, Hlynur Freyr Viggósson, Einar Klemensson, Hrefna Finnbogadóttir, Eiríkur Einarsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Daníel Ingi Jónsson og Viggó Rúnar Sigurðsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HILDUR KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR, Borgarsíðu 12, Akureyri, sem andaðist á Seli, hjúkrunardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, 23. janúar, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 31. janúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Parkinson-samtökin á Íslandi eða líknarstofnanir njóta þess. Gunnar Valgeir Sigurðsson, Þórdís Gunnarsdóttir, Valur Gunnarsson, Hermína Gunnarsdóttir, Örn Gunnarsson, Sara Benediktsdóttir, Ólöf Guðnadóttir, Birgitta Maggý Valsdóttir, Hildur Valsdóttir, Gunnar Valsson, Vikar Valsson, Jóhann Sigurðarson, Gunnar Máni Arnarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.