Morgunblaðið - 28.01.2003, Side 34

Morgunblaðið - 28.01.2003, Side 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Olga Betty Ant-onsdóttir hús- móðir fæddist á Ak- ureyri 26. janúar 1929. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Anton Árnason sjómaður frá Ytri-Haga á Ár- skógsströnd, f. 26.10. 1905, d. 12.3. 1948 og Pálína Valgerður Oddsdóttir, sem vann við hótel- og þjón- ustustörf, frá Minni-Bakka í Hóls- hreppi í Skálavík, f. 10.1. 1907, d. 20.11. 1984. Þau giftu sig 1927 og hófu búskap sinn í Árnahúsi í Hrísey, en fluttu til Siglufjarðar um 1944. Systkini Bettyjar eru: Eygló Helga, f. 30.9. l941 d. 12.5. 1944, og Anton Helgi, f. 1.2. 1948, maki Sólrún Aradóttir. Betty gift- ist 6. janúar 1951 Páli Gestsyni skipstjóra frá Siglufirði, f. 13.6. 1926. Foreldrar hans voru Gestur Guðjónsson skipstjóri frá Ási í Þelamörk, f. 22.3. 1893, d. 9.8. 1963, hann ólst upp í Hrísey, og Rakel Sigríður Pálsdóttir frá Siglufirði, f. 13.6. 1903, d. 6.10. 1980. Betty og Páll eignuðust sjö börn: 1) Anton Valur, f. 15.3. 1951, sonur Árni Valur, móðir hans Ágústa Hrefna Lárusdóttir, dóttir Inga Birna, móðir hennar Sigur- björg Björnsdóttir. Maki Ingu, Birgir Rúnar Jónsson, dótt- ir þeirra Emilía. Með sambýliskonu sinni Ragnheiði Eggerts- dóttur á Anton Val- ur dótturina Olgu Betty og fósturson- inn Hrólf. 2) Rakel Guðný, f. 24.10. 1953, gift Gunnlaugi Ingimundarsyni, börn þeirra tvö, Mál- fríður Anna, sam- býlismaður Áskell Gestsson, sonur þeirra er Arnar Geir, og Páll. Gunnlaugur á dótturina Ernu Margréti gift Kristni Þór Guð- bjartssyni, börn þeirra Dagný Vala og Gunnlaugur Atli. 3) Krist- ján, f. 4.11. 1954, d. 18.3. 1955. 4) Svanbjörg, f. 12.4. 1956, sambýlis- kona Mia Bergström. 5) Sjöfn, f. 18.3. 1959, gift Þórhalli Sigurð- syni, sonur þeirra er Sigurður. Sjöfn á börnin Baldvin og Þór- unni. Faðir þeirra er Magnús Þór Sigmundsson. 6) Kristjana, f. 1.5. 1960, gift Andrési Bjarnasyni. Dætur þeirra Sigrún Helga, Andr- ea Ruth og Agla Bettý. 7) Gestur, f. 20.9. 1963, sambýliskona Linda Guðlaugsdóttir, börn þeirra Signý, Valgerður og Páll. Útför Olgu Bettyjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú hverfa þær ein af annarri, al- þýðuhetjurnar, sem fæddust á fyrsta þriðjungi síðustu aldar. Fólkið, sem háði hina hörðu stétta- baráttu kreppuára. Kynslóðin, sem lagði grunninn að Íslandi nú- tímans. Við, sem komin erum fram yfir miðjan aldur sjáum æ oftar á bak okkar nánustu ættingum og vinum. Þeir sem átt hafa fastan sess í hjörtum okkar og lífi eru að týnast burt einn af öðrum. Þótt margt hafi verið skrifað um byltinguna sem varð á lífskjörum Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar, er margt ósagt enn. Það þótti ekki í frásögur færandi, þótt bændur, sjómenn og verkamenn kæmu tíu börnum á legg, jafnvel fleirum. En auðvitað var það botnlaus þræl- dómur þessarar kynslóðar innan veggja heimilanna og úti í atvinnu- lífinu, sem skóp okkar auð. Hlutur kvenna í þessu ævintýri hefur verið stórlega vanmetinn, þótt ýmislegt hafi verið dregið fram í dagsljósið á allra síðstu ár- um. Á meðan „hetjur hafsins“ mok- uðu upp þorski og síld, sem gerði Íslendinga ríka, voru aðrar hetjur í landi sem stóðu í flóknum heim- ilisrekstri, sem hagspekingar nú- tímans og gæðastjórnunarmenn hefðu gott af að kynna sér. Vinnsla aflans í frystihúsum og á síldar- plönum var einnig á þeirra könnu, og síðast en ekki síst, uppeldi barnanna. Olga Betty Antonsdóttir greind- ist með krabbamein sl. sumar, og nú nokkrum mánuðum síðar er hún dáin. „Ég vildi ég ætti tímavél og gæti ferðast fram í tímann þegar hægt verður að lækna þennan ljóta sjúk- dóm, þá myndi ég bjóða henni ömmu með í vélina,“ sagði lítill sonur minn grátandi, þegar hann frétti lát ömmu sinnar. Hennar Bettyjar er sárt saknað af eiginmanni, börnum, barnabörn- um og langömmubörnum og okkur öllum, sem þekktum hana vel. Hún stóð fast með sínu fólki alla tíð og ól honum Páli sínum 7 börn, sem hún hugsaði um á meðan Palli var á sjónum að veiða fisk. Þau bjuggu á Siglufirði, Raufarhöfn og á ýms- um stöðum í Reykjavík með barna- hópinn, en síðast á Seltjarnarnesi, þar sem ég kynntist fjölskyldunni fyrir 30 árum. Löngu síðar urðu þau tengdaforeldrar mínir. Betty var gamansöm, vel lesin og höfð- ingi heim að sækja. Þetta áttu þau hjónin sameiginlegt, þó að öðru leyti væru þau talsvert ólík. Páll vildi ef til vill hafa strangari tök á hlutunum, en hún var nú ekki að láta smáatriðin þvælast fyrir sér. Saman áttu þau 52 ár. Það var sjálfsagt ekkert, sem hann Palli hefði ekki gert fyrir konuna sína, eins og glögglega kom í ljós eftir að hún veikist, þegar hann vék aldrei frá henni. Nú fara þau ekki fleiri ferðir saman norður til Hríseyjar. Og ekki heldur suður á bóginn, til heitu landanna, þangað sem þau fóru svo oft eftir að börnin uxu úr grasi. Þau kunnu vel við sig í sól- inni. Nú er hún Betty komin til stóru sólarlandanna, þar sem áreiðanlega er tekið vel á móti al- þýðuhetjunum íslensku. Þórhallur Sigurðsson. Í dag fylgi ég þér til grafar, elsku Betty mín. Okkur er ekki ætlað að vera samferða lengur hérna megin. Þegar við kynntumst fór ég eins og fleiri stelpur úr Kópavogi að hanga með strákum nokkrum úr vesturbænum. Um helgar vorum við eins og klíka, leigðum spólur eða hlustuðum á tónlist inni í herberginu hans Gests, jafnvel 15 fullorðnir krakkar á 15 fermetrum. Þú varst ekki í klíkunni, nei, þú varst mamma hans Gests. Sú sem átti alla þessa þolinmæði, með honum Palla þín- um auðvitað. Ég hafði augastað á Gesti og fljótlega eftir að við tvö náðum saman gerði ég honum ljóst að ef honum dytti í hug að skilja við mig, þá flytti ég heim til hans því að á þessum árum var oft ansi storma- samt í minni fjölskyldu og ég frek- ar aum á sálinni, en á þínu heimili, Betty mín, var mér alltaf vel tekið. Þú reyndir aldrei að grafa upp hvað gengi á, vissir bara um leið hvort allt væri í lagi eða ekki. Ég held að ég hafi aldrei formlega flutt inn til ykkar, en ég lá á bedd- anum hans Gests og las undir stúd- entspróf og mér þótti svo vænt um þig og Palla. Þið studduð svo við bakið á okk- ur þegar ég hélt áfram að læra og voruð ánægð fyrir okkar hönd þeg- ar við keyptum okkar fyrstu íbúð, það er allavega alveg á hreinu að við fluttum formlega út. Samt höf- um við nú eiginlega verið með aðra löppina inni síðan, svona eins og hin börnin, tengdabörnin, barna- börnin og undir það síðasta barna- barnabörnin í heimsóknum í félags- heimilinu í Tjarnarbólinu. Það er erfitt að slíta sig frá þeim stað sem manni líður vel á. Það er sárt að sjá á eftir þér, hafðu þökk fyrir allt og allt. Linda Guðlaugsdóttir. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Elsku amma mín, það er komið að kveðjustund. Og við kveðjum þig með sorg og trega í hjarta. Þú barðist mjög hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm, mun lengur en við fáum að vita. Aldrei heyrði ég þig kvarta, heldur hafðir þú miklu meiri áhyggjur af þeim sem þér þótti vænt um. Ég vil þakka þér þau ár sem við áttum með þér. Ég mun ávallt muna eftir þér sem elskulegri ömmu minni. Megir þú hvíla í friði. Allt var kyrrt og hjótt öllu lokið allt of fljótt. Þú fórst oss frá í dag englar guðs sungu lag. Morgunn varð sem niðdimm nótt hjá guði þú sefur sætt og rótt. Við rúm mitt stendur ásýnd þín elsku besta amma mín. Þú strýkur hár mitt, kyssir kinn svo ást og frið ég finn. Af þér streymir mikill kraftur og svo hverfur þú aftur. (S.G.) Þín Signý. Elsku Bettý amma mín. Núna ertu farin á vit annarra ævintýra og ég veit að þér líður betur þar. Fyrir mér er þetta samt ennþá allt svo óraunverulegt. Það eru svo ótal margar góðar minningar sem koma upp í huga mér. Ekki grunaði mig að aðfanga- dagur ætti eftir að vera síðasta skiptið sem að við hittumst. Það kvöld var alveg yndislegt kvöld. Þú varst svo hress og alsæl að hafa okkur öll hjá þér. Ég hef alltaf sótt mikið í það að vera hjá þér og afa enda var alltaf svo gott að koma til ykkar og þið rosalega dugleg að sinna mér og styðja mig í því sem ég tók mér fyrir hendur. Það veitti mér mikla ánægju að fá að kynnast þér elsku amma mín og fá að eyða þessum tíma með þér. Það sem við gátum setið við eldhúsborðið þitt og spjallað bara tvær um alla heima og geima. Þú varst með endalausan fróðleik sem oft hefur nýst mér vel. Það er skrítin til- hugsun að geta ekki lengur rennt vestureftir í Tjarnarbólið til ömmu og fengið sér kaffi og nokkra fróð- leiksmola með því. Ég elska þig elsku amma mín og sakna þín sárt. Megi Guð og allir hans englar geyma þig þangað til við hittumst á ný. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mun hverfa úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund. Það geislar af minningu þinni. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Palli afi, megi Guð gefa þér styrk í sorg þinni. Málfríður Anna (Malla). Elsku amma Bettý, það tekur mig sárt að þú ert farin. Ég sakna þín voðalega mikið, ég veit að þú vildir að ég færi út aftur þrátt fyrir að þú værir mikið lasin og mér finnst erfitt að hafa verið svona langt í burtu daginn sem þú kvadd- ir. Ég vildi óska að stundirnar með þér hefðu verið aðeins fleiri ... en það er bara eigingirni í mér. Síð- ustu stundirnar með þér voru ynd- islegar, það var gott að koma til þín með bleikar rósir, sitja við rúmstokkinn hjá þér og halda í hönd þína, þú brostir svo blítt og ég sagði þér sögur af ferðum mín- um. Ég man svo vel orðin sem þú sagðir við mig rétt áður en ég fór aftur til London. Ég var að kveðja þig og þú sagðir: „Ég vona að öll ævintýrin þín endi vel.“ Mér þykir svo vænt um þessi orð, þú varst yndisleg amma og þú varst vinur minn. Ég man svo vel eftir stundunum okkar þegar ég var lítil og ég kom á hverjum morgni áður en ég fór í skólann, við settum í okkur rúllur, púsluðum og eyddum löngum stundum saman í eldhúsinu með kveikt á útvarpinu að spjalla um lífið og tilveruna. Svo vinkaðir þú mér úr svefnherbergisglugganum þegar ég lagði af stað í skólann og þú stóðst við gluggann alveg þang- að til að ég hvarf úr augnsýn. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona góðar minningar um þig. Ég kveiki á kerti á hverju kvöldi þér til heið- urs, sem ilmar eins og bleiku rós- irnar. Ég kveð þig með sorg í hjarta en það veitir mér huggun að ég veit að þú ert á fallegum stað í faðmi ástvina sem fóru á undan þér. Þú ert bak við fjöllin þar sem sólin sefur og ég veit að þér líður vel og ég sé þig þar seinna, elsku amma mín. Þín Þórunn Antonía. OLGA BETTY ANTONSDÓTTIR ✝ HólmfríðurHildimundar- dóttir fæddist í Stykkishólmi 15. nóvember 1911. Hún lést á St. Franciskus- spítalanum í Stykk- ishólmi 8. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Stykkishólms- kirkju 18. janúar. tíma var gaman að sjá þig í matsalnum að horfa út um gluggann og sjá hvernig þú fylgdist með hverri hreyfingu þarna fyrir utan. Ég veit að þú hefur lengi þráð að fá að fara og það var þér fyrir bestu en ég hefði samt viljað að þú lifðir fram yfir ferminguna mína sem verður í vor, en ég veit að þú vakir yfir mér og verður þar mér við hlið. Alla fallegu hlutina sem þú gerðir og gafst mér mun ég alltaf hafa með mér eins og t.d. þegar ég flyt að heiman og fer í skóla, mun ég alltaf hafa þá á áberandi stað þar sem minningin um þig mun alltaf fylgja þeim. Elsku amma, nú kveð ég þig í sorg og söknuði og munu minningar þínar ætíð lifa með mér. Ég vona að þú vakir yfir mér fram á síðasta dag og ég hlakka til að hitta þig aft- ur þegar ég stíg upp til guðsríkis. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; Elsku amma mín. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú skulir vera far- in og söknuðurinn er mjög mikill en nú ert þú komin til afa og ég veit að þér líður vel þar. Ég man þegar ég kom í heimsókn til þín með Kikku vinkonu minni og við hlógum eins og vitleysingar að skrítnum brönd- urum og sögum. Og seinustu stundirnar sem ég átti með þér sem voru þegar ég kom með bekknum mínum uppá dvalarheimili og við spjölluðum við ykkur, spiluðum á hljóðfæri og allir voru að vonast eftir því að ég myndi syngja, en ég spilaði bara á píanóið. Alltaf þegar ég var að fara í píanó- líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingr. Thorst.) Þín sonardóttir, Hildur Lára Ævarsdóttir. Ég trúi á ljós sem lýsi mér á líf og kærleika. Á sigur þess sem sann- ast er. Og sættir mannanna. Á afl sem stendur ætíð vörð um allt sem fagurt er. Á Guð á himni, Guð á jörð og Guð í sjálfum mér. Elsku amma, brosmild og hress með hvítu flétturnar vafðar um höf- uðið, þannig ert þú í minningu okk- ar. Nú er lokið þinni jarðvist og þú komin á fund undangenginna ást- vina. Þegar við hugsum um þig kemur í hug okkar skemmtileg og lífsglöð kona umvafin páfagaukum og skeljum í Lágholti 9. Að koma til þín var spennandi og ævintýri lík- ast. Konfektkassar fullir af skeljum en ekki súkkulaðimolum. Því það var þitt yndi að gera listmuni úr skeljum. Sjaldan sast þú iðjulaus hvort sem þú varst heima eða að heiman. Þannig geymum við minn- ingarnar um þig. Elsku amma, takk fyrir yndisleg- ar stundir sem við áttum með þér. Þær munum við alltaf geyma í hjarta okkar. Kveðja. Íris, Ída og Ísey. HÓLMFRÍÐUR HILDIMUNDAR- DÓTTIR Klemens Sæmunds- son var tæplega 86 ára gamall er hann lést. Mjög kær faðir minn hefur kvatt þetta líf eftir erfið veik- indi í nokkurn tíma og er því sökn- uður okkar allra sem tengdust þér mjög mikill. Margs er að minnast á þeim tæplega 48 árum sem við urð- um samferða í þessu lífi og margt er að þakka fyrir þegar komið er nú að KLEMENS SÆMUNDSSON ✝ Klemens Sæ-mundsson fædd- ist í Minni-Vogum í Vogum 28. desem- ber 1916. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kálfatjarnar- kirkju 21. desem- ber. kveðjustund. Ég vil í fyrsta lagi segja það að faðir minn var alla tíð mjög heiðarlegur og góður maður og já- kvæður í garð allra. Ég ætla hér með að þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar, hvort sem þær voru á heimili þínu í Vogunum, í ferðalögum um landið eða á öðrum stöðum og fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig fyrr og síðar. Um leið og ég vil votta öllum þeim sam- úð mína sem syrgja föður minn vil ég segja það að lokum að þó að Klemens Sæmundsson sé fallinn frá þá mun minningin um hann lifa hjá okkur alla okkar ævidaga. Egill Hallgrímur Klemensson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.