Morgunblaðið - 28.01.2003, Page 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Það hefur mikla þýð-
ingu fyrir flest okkar að
eiga samstarf og sam-
veru og deila geði með
góðu fólki. Til þess finn-
um við mismunandi far-
vegi. Kór Akureyrar-
kirkju er slíkur vett-
vangur u.þ.b. 50 manna hóps – um
lengri eða skemmri tíma. Björn Þór-
leifsson kom í félagsskap okkar fyrir
rúmum tíu árum. Kór 2 – sem söng í
messum – þriðja eða fjórða hvern
sunnudag – var messuhópur okkar
Björns; „Sunnudag eftir sunnudag,
sem jól og páska…“ – var stef í
skemmtikvæði sem hann setti saman
fyrir árshátíð. Við vorum „bassa-par“
í messu og sungum auk þess við
margar jarðarfarir þessi ár. Sam-
BJÖRN
ÞÓRLEIFSSON
✝ Björn Þórleifs-son fæddist á Ísa-
firði 2. desember
1947. Hann lést 17.
janúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Akureyrar-
kirkju 27. janúar.
skiptin á stigapallinum
– á kirkjuloftinu undir
predikun í sunnudags-
messu – eða í hinum „sí-
vinsælu föstumessum“
á miðvikudagskvöldum
– voru oft ótrúlega
skemmtileg. Vísukorn-
in, – limrurnar og lengri
yrkingar í sálma og
passíusálmastíl undir
þekktu lagi skemmtu
okkur og gerðu okkur
kirkjuferðirnar – oftast
miklu meira en þolan-
legar. Stundum kvisað-
ist jafnvel að prestunum
þætti sem við skemmtum okkur held-
ur of vel undir þeirra predikun – svo
og að við mættum gjarna sækja okkur
sakramentið undir þeirra handarjað-
ar frekar en að súpa úr óvígðum bikar
um leið og kórstjórinn hafði sleppt af
okkur hendi.
Sérstaklega er minnisstætt hversu
oft Björn hvíslaði óvænt að manni
vísu eða athugasemd sem tilheyrði
augnablikinu. Ein föstumessa er verð
upprifjunar af því að það sem þar bar
við var býsna lýsandi fyrir samskipti
okkar: Það var stórhríðarveður og
kórinn hafði látið sig dreyma um
messufall – en í kirkjuna drógust
örfáar sálir á síðustu stundu. Ungi
klerkurinn messaði fyrir þessa þrjá
eða fjóra. Að fyrirmynd gamla prests-
ins sagði sá ungi dæmisögur; og í
þetta skipti um ungan mann sem
rakst inn í verslun. Þar áttaði hann sig
ekki á vöruvalinu og spurði því af-
greiðslumanninn, hvað eiginlega feng-
ist í þessari búð. Afgreiðslumaðurinn
tjáði honum að það væri „… bókstaf-
lega allt sem hugurinn girntist; – bara
að nefna það, ungi maður.“ Þá segir
klerkurinn í ræðu sinni: „… og hvað
haldið þið að ungi maðurinn hafi þá
sagt?“ – og hefur þögn til íhugunar.
Þar sem ég sit á kórpöllunum uppi á
loftinu er hvíslað að mér kunnuglegu
stefi úr bíómynd Stuðmanna: „Þett’er
langbesta sjoppan sem að ég hef kom-
ið í – hún er æðis-lega góð …“ Við-
bragð mitt var ósjálfrátt og hálfkæft
sambland af hlátri og einhverju ennþá
síður viðeigandi á þessum stað. Kon-
urnar í kórnum sussuðu auðvitað á
okkur – eins og svo oft – og eftir mess-
una varð ég að biðja prest afsökunar á
framkomu minni og gefa skýringar –
sem mig minnir að hafi verið teknar al-
veg fullgildar.
Þannig þekkti ég Björn sem frá-
bæran félaga og söngbróður, – öxl við
öxl, – stundum í nánd við sorg ann-
arra við jarðarför, – oftar í samfélagi
góðra vina sem sungu lífinu sinn óð –
algerlega óvitandi um þá alvöru sem
vísast var á næsta leiti.
Persónulega kynntist ég honum
kannski aldrei verulega á fjöskyldu-
plani. Samt sem áður fannst mér ég
þekkja manninn býsna vel – og eft-
irminnilega upprifjun höfum við
Helga kona mín átt á næturlangri
samsetu okkar með Birni í Vancouver
– við hið Kyrrahaf. Litið til þeirra
samræðna sem við áttum þá er okkur
e.t.v. ljósari afstaða hans til þess
skapadægurs sem okkur er öllum
ætlað en fæstir fá að kjósa sér.
Nú hefur Björn Þórleifsson lagt
upp í sína síðustu fjallgöngu og mun
ekki snúa aftur til búða eða til fundar
við félagana. Ég mæli fyrir munn
„bassavina hans“ sem kveðja hann í
dag með söng eins og þeir best kunna
– og í einlægri þökk fyrir góðan fé-
lagsskap og sameiginlegar gleði-
stundir. Félagsskapurinn hefur mik-
ils misst en við munum örugglega
rifja upp margar velheppnaðar
skemmtanir á næstunni – þar sem
samsetningur Björns og sjónarhorn
vekur okkur hlátur – í bland við tárin.
Við Helga sendum Júlíönu, Sigríði
Ástu og Þórhildi innilegustu samúð-
arkveðjur. Jafnframt vil ég sérstak-
lega koma á framfæri kveðjum til Júl-
íönu frá Sigrúnu Benediktsdóttur –
hún finnur djúpt til með kennara sín-
um sem hún hefur mikið traust á.
Einnig vil ég fyrir hönd fjölskyldu
minnar flytja þeim Þórleifi Stefáni og
Héðni, – sem og Lárusi Arnóri – fjöl-
skyldum þeirra og öllum ástvinum
Björns innilegar samúðarkveðjur.
Vertu einlæglega kvaddur, kæri
söngfélagi.
Benedikt Sigurðarson.
Kveðja frá Félagi stjórnenda
í öldrunarþjónustu
Um langt árabil var Björn Þórleifs-
son félagi okkar, þeirra sem eru í for-
svari fyrir öldrunarþjónustu í land-
inu. Hann var valinn þar til forystu og
var formaður félagsins í nokkur ár.
Björn vann félaginu vel og stýrði því
af festu. En okkur er ekki síður minn-
isstæður félaginn Björn, með sína yf-
irveguðu skapgerð og þægilega um-
gengnismáta. Ætíð var stutt í
léttleikann. Félagar í FSÍÖ hittast
ekki sjaldnar en tvisvar á ári og er þá
fundað um ýmis mál. Þar naut félagið
hollráða Björns og minnast verður
þess, að hverri ráðstefnu fylgdi vísna-
bálkur Björns um það helsta, sem
fram fór hverju sinni. Þetta er okkur
ógleymanlegt en þessa nutum við allt
þar til Björn sneri til annarra starfa.
Félag stjórnenda í öldrunarþjón-
ustu þakkar að leiðarlokum Birni
Þórleifssyni fyrir ötult og gefandi
starf.
Aðstandendum Björns eru sendar
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Björns.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
INGÓLFUR ÓLAFSSON
frá Patreksfirði,
Álfaskeiði 102,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 22. janúar.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 30. janúar kl. 15.00.
Auður Marísdóttir,
Ásdís Ingólfsdóttir,
Auðunn Ingólfsson,
Inga Þóra Böðvarsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MARÍU NJÁLSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða
á Akranesi.
Guðný Þórðardóttir, Grétar Guðbergsson,
Pétur Örn Jónsson, Sigrún Skarphéðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
VILMUNDAR HAFSTEINS
REIMARSSONAR,
Hreggnasa,
Bolungarvík.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
Sjúkrahúss Ísafjarðar.
Sigfríður Hallgrímsdóttir,
Reimar H. Vilmundarson,
Guðrún H. Vilmundardóttir
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý-
hug við andlát og útför elsku móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓSEFÍNU ÁGÚSTSDÓTTUR BLÖNDAL
frá Seyðisfirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á
B-gangi, dvarlarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Svala Halldórsdóttir,
Ólavía D. Halldórsdóttir, Jón G. Gíslason,
Lárus Halldórsson, Stella Hálfdánardóttir,
Herbert Halldórsson, Guðmunda Þórðardóttir,
Kristín Halldórsdóttir, Jóhannes Steingrímsson
og ömmubörn.
Alúðar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR HILDIMUNDARDÓTTUR,
Dvalarheimilinu,
Stykkishólmi.
Guð blessi ykkur.
Kristinn B. Gestsson, Ingveldur Sigurðardóttir,
Ingibjörg Gestsdóttir, Gísli Birgir Jónsson,
Þórhildur Halldórsdóttir,
Jónas Gestsson, Elín S. Ólafsdóttir,
Ólafía S. Gestsdóttir, Þórður Á. Þórðarson,
Hulda Gestsdóttir,
Brynja Gestsdóttir,
Ævar Gestsson, Alma Diego,
Júlíana K. Gestsdóttir, Hermann Bragason,
Hrafnhildur Gestsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÞÓREY EIRÍKSDÓTTIR,
Ofanleiti 25,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju miðviku-
daginn 29. janúar kl. 13.30.
Jón Fr. Jónsson,
Anna Lind Jónsdóttir, Guðmundur Guðmundsson,
Arnfríður Jónsdóttir,
Soffía Rut Jónsdóttir, Agnar Jónsson
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
MAGNÚS KRISTJÁNSSON,
Norðtungu,
verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju fimmtu-
daginn 30. janúar kl. 14.00.
Þorsteinn Magnússon,
Magnús Magnússon, Björg Ólafsdóttir,
Sigurlaug Magnúsdóttir, Skúli Hákonarson,
Guðbjörg Magnúsdóttir,
Davíð Magnússon, Margrét Guðjónsdóttir,
Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurður Magnússon,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi, langafi og bróðir,
SKARPHÉÐINN GUÐMUNDSSON
frá Siglufirði,
Sóleyjarhlíð 1,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtu-
daginnn 30. janúar kl. 13.30.
Esther Anna Jóhannsdóttir,
Ebba Skarphéðinsdóttir, Hjálmar Baldursson,
Guðmundur Skarphéðinsson, Margrét Sigmannsdóttir,
Guðný Skarphéðinsdóttir, Sigurður Einarsson,
Jóhann Skarphéðinsson,
Gunnar Rafn Skarphéðinsson, Bergþóra Jóhannsdóttir,
Brynhildur Blomsterberg, Valur Blomsterberg,
Ari Guðmundsson,
Birgir Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
hlýhug og vináttu við andlát og útför
GESTS ÞORGRÍMSSONAR
myndhöggvara.
Sigrún Guðjónsdóttir,
Þorgrímur Gestsson,
Ragnheiður Gestsdóttir,
Guðjón Ingi Gestsson,
Ingibjörg Þóra Gestsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.