Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Búmannskonur
eða karlar óskast
Okkur vantar reynsluríkt fólk til starfa á nýjum
veitingastað í verslun Byko. Um er að ræða eld-
hússvinnu með vöfflubakstri, lágmarkssmur-
brauði í bland við salarvinnu og samskipti við
viðskiptavini. Störfin krefjast snyrtimennsku,
reykleysis og fallegrar framkomu.
Æskilegur aldur umsækjanda er 30—50 ára.
Unnið er á 6 tíma vöktum alla daga frá kl. 8.00—
14.oo og frá kl. 12.00—18.00, nema sunnudaga
frá kl. 11.00.
Áhugasamir hafi samband við Brynjar Ey-
mundsson hjá Heitt og kalt á Grensásvegi 10,
en umsóknareyðublöð liggja þar frammi.
Síminn er 894 1057.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu
er eitt glæsilegasta og best staðsetta verslunar-
húsnæðið í Skeifunni, 820 fm.
Næg bílastæði. Áberandi staðsetning í glæsi-
legu nýendurbættu húsi.
Möguleiki á lager og skrifstofum í sama húsi.
Upplýsingar í símum 588 2220 og 894 7997.
FÉLAGSSTARF
Hvöt,
félag sjálfstæðiskvenna
í Reykjavík
Félagsfundur Hvatar
Hvöt heldur almennan félagsfund í kvöld,
þriðjudaginn 28. janúar 2003 kl. 20.30, í Vahöll,
Háaleitisbraut 1.
Efni fundarins: Breytt kjördæmaskipan.
Gestur fundarins: Dr. Stefanía Óskarsdóttir,
stjórnmálafræðingur. Allir velkomnir.
Stjórnin.
KENNSLA
Módelteikning
Vegna forfalla er laust pláss í módel-
teikningu á fimmtudagskvöldum.
Upplýsingar á skrifstofu skólans Fann-
borg 6 eða í síma 564 1134 og 863 3934.
TILKYNNINGAR
Stykkishólmur
Auglýsing um deiliskipulag
Með vísan í 25. grein skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997 er auglýst eftir athugasemdum
við deiliskipulagstillögu, Stykkishólmur mið-
bær.
Deiliskipulagið nær til reits sem afmarkast af
Hafnargötu, Aðalgötu, Víkurgötu og Laufás-
vegi, Borgarbraut, Þvervegi, Skólastíg.
Tillagan felst í endurskipulagi miðbæjarins.
Uppdráttur, ásamt greinargerð með frekari
upplýsingum, liggur frammi í Ráðhúsinu í
Stykkishólmi, Hafnargötu 3, frá og með
28. janúar nk. til 27. febrúar 2003.
Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta,
er hér með gefinn kostur á að gera athuga-
semdir við tillöguna. Frestur til þess að skila
inn athugasemdum er til 13. mars 2003.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera
skriflegar og berast í Ráðhúsið í Stykkishólmi,
Hafnargötu 3.
Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við tillög-
una fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn
í Stykkishólmi.
Auglýsing um breytingu á
aðalskipulagi
Stykkishólmsbæjar 2002—2022, vegna
deiliskipulags miðbæjar
Með vísan í 18. grein skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997 er auglýst eftir athugasemdum
við breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæj-
ar 2002—2022.
Breytingin fellst í því að íbúðarsvæði við Aðal-
götu verði stækkað til suðurs.
Breytingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsinu
í Stykkishólmi, Hafnargötu 3, frá og með
28. janúar til 27. febrúar 2003.
Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta,
er hér með gefinn kostur á að gera athuga-
semdir við tillöguna. Frestur til þess að skila
inn athugasemdum er til 13. mars 2003.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera
skriflegar og berast í Ráðhúsið í Stykkishólmi,
Hafnargötu 3.
Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við tillög-
una fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn
í Stykkishólmi.
TIL FASTEIGNAEIGENDA
Fasteignamat ríkisins sendir um þessar mundir leiðrétta tilkynningu um nýtt fasteignamat og brunabótamat
sem gildir frá og með 31. desember 2002.
FASTEIGNAMAT skal endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar miðað við verðlag fasteigna í nóvembermánuði
2002. Fasteignamat skiptist í húsmat og lóðarmat.
Samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 ákveður yfirfasteignamatsnefnd í nóvember-
mánuði ár hvert framreikningsstuðla fyrir skráð matsverð fasteigna með hliðsjón af breytingu verðlags
fasteigna við kaup og sölu frá nóvembermánuði fyrra árs. Skráðu matsverði fasteigna er síðan breytt í
fasteignaskrá í samræmi við þá stuðla, sem og breytingu á byggingarkostnaði og afskriftir, sbr. reglugerð nr.
406/1978, og það verð talið fasteignamatsverð frá og með 31. desember til jafnlengdar næsta árs nema
sérstakt endurmat komi til.
Aðili, sem verulega hagsmuni getur átt í matsverði eignar og sættir sig ekki við skráð mat, getur krafist
úrskurðar Fasteignamats ríkisins um matið. Frestur er til 1. apríl 2003 til að óska breytinga á fasteignamati frá
31. desember 2002. Krafa um það skal vera skrifleg og studd rökum og nauðsynlegum gögnum. Kæra má
úrskurð Fasteignamats ríkisins til yfirfasteignamatsnefndar.
BRUNABÓTAMAT er vátryggingarfjárhæð brunatryggingar og skal það taka til þeirra efnislegu verðmæta
húseignar sem eyðilagst geta af eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og
ástands eignar að öðru leyti.
Brunabótamat breytist mánaðarlega í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Einnig skal brunabótamati
breytt árlega skv. þeim breytingum sem orðið hafa á byggingarkostnaði hinna ýmsu tegunda húseigna
næstliðið ár að teknu tilliti til útreiknaðra eða áætlaðra afskrifta vegna sama tímabils, sbr. reglugerð um
lögboðna brunatryggingu húseigna nr. 809/2000.
Húseiganda er skylt að óska nýs brunabótamats á húseign ef ætla má að verðmæti eignarinnar hafi aukist
vegna endurbyggingar eða endurbóta.
Hafi athugasemd við endurmat fasteignamats eða brunabótamats 2001 verið gerð sem ekki er afgreidd hvílir
það mat á eigninni sem gilti fyrir 15. september 2001 og athugasemdin lýtur að.
Hafi áður borist tilkynning um fasteignamat og brunabótamat 31. desember 2002 kemur þessi tilkynning í stað
hennar.
Á heimasíðu Fasteignamats ríkisins www.fmr.is má fletta eftir heimilisfangi, fastanúmeri eða landnúmeri upp á
fasteignamati og brunabótamati fasteigna.
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum mánudaginn 3. febrúar 2003 kl. 11.00:
Hlíðarvegur 11, Hvolsvelli, þingl. eig. Hótel Hvolsvöllur ehf., gerðar-
beiðendur Byggðastofnun og Landsbanki Íslands hf., útibú.
Hlíðarvegur 5, Hvolsvelli, þingl. eig. Hótel Hvolsvöllur ehf., gerðar-
beiðendur Byggðastofnun og Landsbanki Íslands hf., útibú.
Hlíðarvegur 7, Hvolsvelli, þingl. eig. Hótel Hvolsvöllur ehf., gerðar-
beiðendur Byggðastofnun, Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands
hf., útibú.
Hlíðarvegur 9, Hvolsvelli, þingl. eig. Hótel Hvolsvöllur ehf., gerðar-
beiðendur Byggðastofnun, Krappi ehf og Landsbanki Íslands hf.,
útibú.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
27. janúar 2003.