Morgunblaðið - 28.01.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.01.2003, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIG langar að koma á framfæri smáleiðréttingu er varðar fyrstu plötuna sem Íslendingur söng inná. Eins og flestir þeir sem fylgjast með íslenskri tónlist vita var það Pétur Á. Jónsson sem varð fyrstur Íslendinga til að syngja inn á hljómplötu. Lengi vel var talið að það hafi verið 1906 eða 1907. Þetta ártal má t.d. finna í íslenskri hljóðritaskrá sem er upp- flettiforrit yfir íslenskar hljómplötur frá upphafi til ársins 2000, sem út kom í lok síðasta árs. (Heimildir þar eru fengnar úr bók Jóns R. Kjart- anssonar sem út kom 1955.) Í þessu forriti er að finna grein um sögu hljóðritunar hér á landi. Við kynn- ingu á áðurnefndu uppflettiforriti komu fram upplýsingar sem fengnar höfðu verið frá EMI í London um að þessi fyrsta hljóðritun Péturs hafi farið fram 23. ágúst 1910, en ekki 1906 eða 1907 eins og talið hefur verið. Upptökumaður hjá Pétri þennan dag í Kaupmannahöfn var H. Murtagh. Þegar betur er að gáð passar þetta ártal betur enda ólík- legt að Pétur hafi byrjað nám sitt í Danmörku á að syngja inn á hljóm- plötu til útgáfu. Ástæða þess að mig langar að koma þessari leiðréttingu að, er að við afhendingu íslensku tón- listarverðlaunanna í Borgarleikhús- inu var minnst á þetta og þá með röngu ártali. Að vísu hafði dönsk hljómsveit leikið Lofsöng inn á plötu nokkrum árum áður, ásamt þjóð- söngvum hinna Norðurlandana, en ekki er vitað með fullri vissu hvaða ár það var. Það er von mín að þessar upplýs- ingar komi sér vel fyrir þá sem áhuga hafa. BÁRÐUR ÖRN BÁRÐARSON, bariloa@strik.is. Fyrsta hljómplata Íslendinga Frá Bárði Erni Bárðarsyni SAMSTARF Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks hef- ur staðið í rúm átta ár. Þetta samstarf leiddi til þess að Sjálfstæðisflokkur- inn missti meirihlutann og hefur sem kunnugt er þrívegis tapað í borgar- stjórnarkosningum fyrir R-listanum undir öruggri forustu borgarstjórans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Samstarfið innan borgarstjórnar- meirihlutans hefur verið heilsteypt og árangursríkt í veigamestu málum stjórnsýslunnar. En fljótt skipast veður í lofti, samfylkingarkonan Ingi- björg Sólrún ákveður að taka tilboði frá formanni Samfylkinarinnar um að skipa 5. sæti listans í Reykjavík norð- ur og þá er eins og hinn pólitíski heimur umpólist og hávaðasamar og órökstuddar yfirlýsingar Framsókn- ar og vinstri grænna um trúnaðar- brest og sviksamlega framgöngu borgarstjóra verða allt í einu að alls herjar martröð. Langt þarf að leita í stjórnmálasögu þjóðarinnar til að finna annað eins upphlaup af jafn litlu tilefni. Hafði ekki Ingibjörg Sólrún að öðrum ólöstuðum leitt R-listann til sigurs í þremur borgarstjórnarkosn- ingum og þannig styrkt pólitíska stöðu Samfylkingarinnar, Framsókn- arflokks og vinstri grænna í Reykja- vík? Maður skyldi ætla að þessir flokkar ættu allir sem einn að vera þakklátir henni fyrir frábær störf í þágu borgarbúa. En hreinleikinn sést best utanfrá, innan dyra hjá sam- starfsflokkum hennar var hinn póli- tíski fnykur þeim um megn, sem barst á augabragði fyrir vit forustu- manna Framsóknar og vinstri grænna, sem töldu framboð borgar- stjóra tefla í tvísýnu pólitískri framtíð þeirra sjálfra. Ekki bætti niðurstaða skoðanakönnunar DV andrúmsloftið, þar sem formaður og átrúnaðargoð Framsóknarflokks er fyrir borð bor- inn og vandséð um björgun og Sam- fylkingin orðin jafnstór íhaldinu. Nú var aðeins eitt til ráða, að knýja Ingi- björgu Sólrúnu til að segja af sér eða hætta við framboð, hún væri hinn hættulegi andstæðingur sem yrði að afvopna, ekki innan nokkurra vikna heldur strax, svo notuð séu orð Hall- dórs Ásgrímssonar. Öll framganga andstæðinga Samfylkingarinnar gegn framboði Ingibjargar Sólrúnar staðfestir betur en nokkuð annað pólitíska yfirburði hennar og gífur- legar vinsældir. Óttinn og hræðslan við þessa einu konu er áður óþekkt í íslenskum stjórnmálum, ekki bara íhaldið skelfur, Framsókn og vinstri grænir æpa af skelfingu. Ekki er lík- legt að kjósendur dragi Framsókn úr flórnum a.m.k. hér í Reykjavík, fram- ganga formannsins gæti hæglega þurrkað flokkinn út. Ingibjörg Sólrún hefur þrívegis rassskellt íhaldið í Reykjavík. Þeim svíður sárt og sárin gróa seint, en Framsóknarflokksins bíður enn verra hlutskipti ef þeir leiða íhaldið til valda í borgarstjórn Reykjavíkur. Það mun leiða til klofnings innan flokksins, sem lítill er fyrir og má ekki við frekari ágjöf. Fjöldaflótti blasir við kjósendum vinstri grænna til Samfylkingarinnar standi þeir að brottför Ingibjargar Sólrúnar og leiði þar með íhaldið í borgarstjórastólinn. Ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar að taka fimmta sæti á lista síns eigin flokks er í hæsta máta eðlileg, hún fer þar í baráttusæti eins og hún hefur reyndar ávallt gert í borgarstjórnar- kosningunum. Hún er kjarkmikil, bráðgreind og réttsýn baráttukona, sýndi það vel innan Kvennalistans og nú nýtur Samfylkingin hennar góðu hæfileika. Samstiga áróðri og ósann- indi andstæðinga hennar um að hún hafi svikið Reykvíkinga verður svar- að af kjósendum í komandi alþingis- kosningum. Ingibjörg Sólrún borgar- stjóri þarf engu að kvíða, en hætt er við að ýmsir þeir sem hæst nú láta og harðast ganga gegn henni fái makleg málagjöld. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrv. deildarstjóri. Upphlaup af litlu tilefni Frá Kristjáni Péturssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.